Tíminn - 20.02.1976, Síða 11
Föstudagur 20. febrúar 1976
TÍMINN
11
Útgefandi Framsókn’arflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H.
Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar
18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af-
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i iausa-
sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprenth.f.
Á að auka eða minnka
samneyzluna?
í siðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans birtist all-
löng grein eftir öddu Báru Sigfúsdóttur, þar sem
rifjað er upp, að samþykkt hafi verið margvisleg
lög i tið vinstri stjórnarinnar um auknar aðgerðir á
sviði heilbrigðismála og félagsmála, sem enn séu
ekki komnar til framkvæmda, nema þá að tak-
mörkuðu leyti. I framhaldi af þessu er deilt hart á
núverandi stjórn fyrir aðgerðaleysi á þessu sviði.
Næsta auðvelt er að skýra það, sem hér hefur
valdið töfum. Fjármagn hefur ekki verið fyrir
hendi, þrátt fyrir skattahækkanir. Það hefur reynzt
hér, eins og oftar, að ekki er nóg að samþykkja
umbótalög, ef ekki er jafnframt séð fyrir nægu fjár-
magni til að tryggja framkvæmd þeirra.
Það rekur svo Adda Bára Sigfúsdóttir ekki i grein
sinni, að miklu minna hefði orðið úr umræddum
framkvæmdum, ef farið hefði verið eftir þeirri
stefnu, sem Alþýðubandalagið hefur fylgt siðan það
fór úr rikisstjórn. Það hefur beitt sér eindregið gegn
sérhverri skattahækkun, sem siðan hefur orðið. I
reynd hefði það þýtt, að ekki aðeins hefðu umrædd
umbótalög frestazt með öllu, heldur hefði orðið að
gripa til enn frekari niðurskurðar á þessu sviði.
Og þetta er ekki öll sagan. Alþýðubandalagsmenn
hafa stutt að þvi, að verkalýðshreyfingin hefur i
sambandi við kjarasamningana nú borið fram stór-
felldar kröfur um skattalækkanir, án þess að benda
á, hvaða útgjöld rikið ætti að lækka á móti. Það er
skiljanlegt, þvi að óhjákvæmileg afleiðing skatta-
lækkananna væri sú, að draga yrði stórlega úr ýms-
um framlögum og þjónustu, sem rikið veitir. Slikur
niðurskurður myndi i mörgum tilfellum bitna mest
á þeim, sem sizt skyldi.
Þannig er sú stefna, sem Alþýðubandalagið fylgir
um þessar mundir, alger hrærigrautur. Adda Bára
er látin heimta aukin framlög til félagsmála og heil-
brigðismála, en fylgismenn Alþýðubandalagsins i
verkalýðshreyfingunni eru látnir krefjast skatta-
lækkana, sem myndu takmarka umrædd framlög.
Þannig heimtar Alþýðubandalagið annað veifið
meiri samneyzlu, en hitt veifið niðurskurð á henni.
Flokk, sem þannig hagar sér, er ekki hægt að taka
alvarlega.
Sérkröfurnar
Vænlegar þykir nú horfa um lausn kaupdeilnanna
siðan samkomulag náðist um lifeyrissjóðina. Fyrir
launþega er það ávinningur, sem meta má sem
verulega kjarabót. Margt þykir og benda til, að
hægt verði að brúa bilið milli atvinnurekenda og
launþega varðandi hina almennu kauphækkun.
Það, sem virðist nú standa mest i veginum, eru sér-
kröfur ýmissa starfshópa og það ekki sizt sumra
þeirra, sem hafa bezt launakjör. Þessar sérkröfur
þurfa helzt að vera úr sögunni áður en samið er um
hina almennu kauphækkun, þvi að ella gæti endur-
tekið sig sama sagan og 1974, þegar ýmis sérfélög
sömdu um ýmsar hækkanir eftir að búið var að
semja við verkamannafélögin um hið almenna
kaupgjald. Illt væri til þess að vita, ef láglaunafólk
þyrfti að eiga i löngu verkfalli vegna ýmissa sér-
hópa, sem vilja fá fram meira en aðrir. Sú skylda
hvilir á forustumönnum verkalýðsfélaganna, að
láta slikt ekki gerast. Þeir verða að láta kröfur sér-
hópanna vikja fyrir hagsmunum hinna, sem verr
eru settir.
Þ.Þ.
Eitt söguiegasta mál allra tíma
SJO KONUR og fimm karl-
menn fylgjast vandlega með
réttarhöldunum yfir Patricia
Campell Hearst, sem standa
nú yfir i San Francisco. Strax
og réttarhöldum lýkur, er
þetta fólk flutt á hótel, þar
sem það hefur hæð til umráða.
Þess er vandlega gætt, að það
fái ekki heimsóknir, og hvorki
útvarp eða sjónvarp er á hæð-
inni, sem það hefur til um-
ráða. 011 blöð, sem það fær,
eru vandlega ritskoðuð, og það
klippt úr þeim, sem að ein-
hverju leyti fjallar um mál
Patty Hearst. Ástæðan er sú,
að hér er um að ræða kvið-
dóminn, sem á að dæma i máli
hennar, þegar réttarhöldum
lýkur. Annað hefur ekki þótt
ráðlegt, en að hafa dómend-
urna sem mest einangraða,
svo þeir verði ekki fyrir nein-
um áhrifum utan frá. Þess
munu ekki dæmi áður, að
kviðdómur hafi verið svo full-
komlega einangraður. En hér
er ekki um neitt venjulegt mál
að ræða, þvi að annað saka-
mál hefur ekki vakið meiri at-
hygli i Bandarikjunum fyrr né
siðar. Jafnvel Watergatemál-
ið fékk ekki eins mikið rúm i
fjölmiðlum. Kostnaðurinn,
sem hlotizt hefur af leitinni að
Patty Hearst og siðan af
málaferlunum gegn henni,
nemur þegar orðið 3-4 milljón-
um dollara, að þvi að talið er,
og hann á enn eftir að vaxa.
Hér er aðeins um þá upphæð
að ræða, sem opinberir aðilar
hafa orðið að greiða. Ótalinn
er svo allur kostnaður fjöl-
miðla, en um 200 fréttamenn
viðs vegar að úr heiminum,
fylgjast nú með réttarhöldun-
um i San Francisco, enda þótt
ekki komist fyrir nema hluti
þeirra i réttarsalnum og' þeir
verði að vera þar til skiptis.
Alls rúmar réttarsalurinn
tæplega 180 áheyrendur.
VERKEFNI kviðdómsins er
að fella úrskurð, sem læknar
eða sálfræðingar ættu frekar
að fjalla um en lögfræðingar.
Afbrot Patty eru sönnuð og
ekki véfengd af henni eða lög-
fræðingi hennar. Vörn hans er
sú, að glæpahringurinn, sem
nam hana á brott, hafi heila-
þvegið hana svo rækilega, að
hún hafi orðið sjálfviljugt
verkfæri hans. Þessu heldur
hún og sjálf fram i réttinum,
auk þess sem hún telur sig lika
hafa látið stjórnast af hræðslu
við félaga sina, sem hafi hótað
henni öðru verra. En þetta er
ekki i fyrsta sinn, sem heila-
þvottur er nefndur i sambandi
við mál hennar. Sjálf lét hún
hafa eftir sér á segulbandi
meðan hún var hjá ræningjun-
um, að hún hefði verið heila-
þvegin af foreldrum sinum og
skylduliði i 20 ár og ekki öðlazt
réttan skilning á lifinu og til-
verunni fyrr en hún gekk i
þjónustu ræningjahópsins,
sem brottnam hana. Nú er að
lokum sagt, að verjandi
hennar sé búinn að heilaþvo
hana og hún segi það eitt, sem
hann vill vera láta.
Sennilega á þetta heila-
þvottarmál eftir að verða
mikið umræðuefni löngu eftir
að úrskurður kviðdómsins er
fallinn og sálfræðingar og
félagsfræðingar eiga senni-
lega eftir að skrifa um það
margar bækur. Dómstóll hef-
ur sennilega aldrei fjallað um
mál, þar sem meira veltur á
þvi, hvort um svonefndan
heilaþvott hafi verð að ræða
eða ekki. Margir sálfræðingar
segjast vita glögg dæmi þess,
að fangar, einkum þó striðs-
fangar, hafi verið heilaþvegn-
ir. Ogleymt er svo það, að
F. Lee Bailey með myndirnar af Patty, sem voru teknar i
Hiberniabankanum
Hitler tókst hvorki meira né
minna en að heilaþvo heila
þjóð.
ÞAÐ vekur aukna athygli á
réttarhöldunum, að foreldrar
Patty hafa ráðið F. Lee Bailey
sem verjanda hennar. Bailey
hefur unnið sér meiri frægð en
nokkur annar núlifandi lög-
fræðingur Bandarikjanna sem
slyngur verjandi I sakamál-
um.
Segja má, að Sheppard-málið
sé upphaf frægðar hans. Kunn-
ur læknir i Chicago, Sam
Sheppard, hafði verið dæmdur
fyrir að hafa myrt konu sina.
Bailey fékk hæstarétt Banda-
rikjanna til að ógilda úrskurð-
inn og málið tekið upp að nýju.
Rök Baileys, sem hæstiréttur
féllst á, voru þau, að fjölmiðl-
ar hefðu verið mjög óvinveitt-
ir Sheppard meðan á réttar-
höldunum stóð, og hafi það
haft áhrif á úrskurð kviðdóm-
endanna. Það er m.a. vegna
þessa úrskurðar, sem kvið-
dómendur i máli Patty Hearst
eru nú vandlega einangraðir,
,eins og áður er sagt frá. t
nýjum málaferlum, sem voru
hafin gegn Sheppard, tókst
Bailey að fá hann sýknaðan.
Siðan varði Bailey Carl nokk-
urn Coppolino, er var sakaður
um að hafa myrt eiginmann
hjákonu sinnar. Bailey fékk
hann sýknaðan, en Coppolino
gerði honum þann grikk, að
myrða nokkru seinna eigin-
konu sina, og þá tókst Bailey
ekki að fá hann sýknaðan. Þá
varði Bailey nokkru siðar hinn
svonefnda Boston-morðingja,
Albert De Salvo, sem var
ásakaður fyrir mörg morð.
Bailey tókst að fá hann
sýknaðan vegna morðákær-
anna sökum ónægra sann-
anna, en De Salvo var dæmdur
fyrir aðra glæpi. Loks tókst
Bailey svo að fá Ernest Me-
dina liðsforingja sýknaðan, en
hann hafði verið ákærður fyrir
þátttöku i My Lai-morðunum i
Suður-Vietnam. Fyrir mái-
flutning sinn i slikum málum,
hefur Bailey yfirleitt fengið
litlar greiðslur, en þau hafa
áunnið honum orðstirs, sem
hafa gert hann að einum eftir-
sóttasta málflutningsmanni
Bandarikjanna.
Patty Hearst
ÞAÐ VAR 4. febrúar 1974,
sem Patty var rænt, en siðan
var hennar leitað um öll
Bandarikin þangað til hún
náðist 18. september 1975,
ásamt Bill Harris og Emily
Harris, sem Patty ber nú
vonda sögu. Réttarhöldin i
máli þeirra eru nýhafin i Los
Angeles og telja þau það illa
farið, ef Patty á að sleppa
vegna þess, að þau hafi átt
þátt i að heilaþvo hana. Þau
telja hana hafa gengið viljuga
til leiks.
Sækjandinn i máli Patty
Hearst, James L. Browning,
telur sig hafa gildar sannanir
fyrir sekt hennar og þá ekki
sizt myndina frægu, sem tekin
var af henni með byssu i
höndum, þegar Hibernia Bank
i San Francisco var rændur.
Bailey leggur nú mikið kapp á
að sanna. að hún hafi þá verið
undir annarlegri stjórn.— Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Tekst Bailey að
sanna heilaþvott?