Tíminn - 20.02.1976, Page 12
12
TÍMINN
Föstudagur 20. febrúar 19/6
Föstudagur 20. febrúar 1976
TÍMINN
13
Framleioendum
fækkar og
vinnuálagið vex
HJA ÖLLUM búnaðarsambönd-
um landsins eru starfandi ráðu-
nautar. Sum smærri samböndin
hafa aðeins einum ráðunaut á
að skipa en hjá þeim stærri eru
margir. Allir þessir menn eiga
það sammerkt að fylgjast mjög
vel með þvi, sem er að gerast I
þeirra héruðum, enda er þeirra
starf m.a. aö ferðast um héruð
og leiðbeina bændum, jafnframt
þvi sem þcir annast ýmiss kon-
ar upplýsingasöfnun.
í dag tökum við þrjá af þess-
um ráðunautum tali og ræðum
við þá um það sem cr að gerast i
þeirra heimahéruðum og um
búskap almennt.
Hjalti Gestsson er fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsam-
bands Suðurlands. Hann var
fyrst spuröur hver væri helzta
þróun i búskap á Suðurlandi sið-
ustu árin.
— Sú alvarlega þróun á sér nú
stað á Suöurlandi, að mjólkur-
framleiðendum fækkar stöðugt,
og lætur nærri, að þeim fækki
um 20 á ári. Kúm fækkar þó ekki
að sama skapi, heldur fjölga
framleiðendur viö sig kúm.
Þetta kemur m.a. til af því, að
sú mikla vélvæðing, sem nú er
orðin i búskap krefst þess að bú-
in séu nokkuð stór.
Hinu ber ekki að neita, að
þessi stóru bú auka vinnuálagið.
Stundum veröur það svo mikið,
að viökomandi bændum verður
það ofviða og þeir hætta
mjólkurframleiðslunni og snúa
sér að sauöfénu.
Sunnlenzkar jarðir henta ekki
mjög vel til einhæfs búskapar.
Fáar þeirra þola, að þar sé ein-
gönguu sauðfjárrækt.
Auka ber félagsbúskap
— Er félagsbúskapur f ein-
hverri mynd lausnin á þessu
mikla vinnuálagi?
— Já, ég tel að stefna eigi aö
auknum félagsbúskap. Hve ná-
inn hann á aö vera er ekki gott
að segja, en stefna verður að
þvi, að bændur geti hjálpaö hver
öðrum, þegar þörf er á og einnig
að þeir geti notað tæki sam-
eiginlega.
Oft byrjar slik samvinna milli
bræðra og feöga, og þvi er hugs-
anlegt, að vandamál skapist
þegar kynslóðaskipti veröa. Þvi
Hjalti Gestsson
verður strax og til samvinnunn-
ar er stofnað að búa sem bezt
um hnútana og foröast þannig
vandamálin.
— Nú er mikill annar búskap-
ur en kúa- og sauöfjárbúskapur
stundaður á Suðurlandi.
— Já, alls konar garðrækt fer
stöðugt vaxandi, og framleiðsl-
an eykst. Kartöflurækt er mikið
stunduð, og i nokkrum hverfum
er rnikið urn ylrækt. Þetta fólk
virðist hafa góða afkomu, en
þaö þarf að vinna mikið. Mark-
aðurinn er nægur þrátt fyrir
stóraukna framleiðslu.
Okkur vantar betri tök á
heyverkuninni
— Hver eru aðalvandamál I
landbúnaðinum i dag?
— Hvernig tryggja má að við
höfum ætið nóg af góðu og ör-
uggu fóðri. T.d. var grasiö nægi-
legt i sumar, en það nýttist illa.
Okkur vantar þvi að hafa betri
tök á heyverkuninni.
Einstaka bóndi náði mjög
góðri nýtingu á sitt hey, þrátt
fyrir slæmt sumar, og byggðist
það mest á góðri súgþurrkun.
Stórauka þarf votheys-
gerö
Það þarf einnig að stórauka
votheysgerð. Þaö er ljóst að i
vetur hafa allir þeir, sem verk-
uðu hey sin i vothey sem ein-
hverju narn, nægjanlegt fóður.
— Nú hefur þú nokkuð rætt
um verkun heyjanna, en er
jarðræktinni ekkert ábótavant?
— Jú, manni hnykkir oft við,
þegar maður mælir uppskeru af
einstökum túnum, sem fá sama
áburðarskammt. Þar getur orð-
ið allt að helmings munur á upp-
skeru.
Stórskemmd tún
Þetta kemur m.a. til af þvi að
fjölmörg tún hafa stórskemmzt
af kali og ekki náð sér aftur.
Þessi tún verður að vinna aftur,
til að ekki sé veriö að henda á-
buröi án þess aö fá fulla upp-
skeru.
Það má likja þessum
skemmdu túnum við það að
maöur hafi i fjósi kú, sem ekki
er með nema einn eöa tvo spena
heila. Slik kýr getur aldrei
mjólkað. Hana borgar sig ekki
að ala. Hún borgar aldrei fóðrið
sitt.
— Hvernig er helzt að endur-
rækta þessi skemmdu tún?
— Þau þarf að plægja upp og
sá i þau fyrsta flokks sáövörum.
Það er fyllsta ástæöa til að ætla,
aö sáövörur þær sem nú eru á
markaðnum séu mjög góðar.
Allt það vallafoxgrasfræ, sem á
markað kemur i vor verður af
Korpustofninum. Hann hefur
veriö þrautreyndur viö islenzk-
ar aðstæður og lifaö hér i land-
inu yfir hundrað ár.
Margir bændur vinna
kauplaust
— Er mikill munur á nythæð
kúnna i vetur vegna þessara lé-
legu heyja, og t.d. i fyrra?
—Já, það er gifurlegur
munur. Ég get ekki nefnt um
það nákvæmar tölur, en ekki er
ég frá þvi að á sumum búum sé
nú innvegið mjólkurmagn um
100 litrum minna á dag, en á
sama tima i fyrra. Þessir bænd-
ur fá um 5000 kr. minna hvern
dag en eðlilegt væri og er þvi
ljóst að margir vinna algerlega
kauplaust að framleiöslunni
þessa dagana.
Astæðurnar fyrir þessu eru
fyrst og fremst iéleg nýting
heyjanna og þvi verður að
leggja allt kapp á að bæta
verkunina eins og ég sagði áðan.
Þótt baróttan sé hörð
er hún samt léttari
en fyrir þrjótíu órum
— spjallað við þrjá ráðunauta um búskap og sitthvað fleira
LANDIÐ NÆR FULLRÆKTAÐ
unaraverour árangur hefur oröið viö ræktun kúastofnsins og mjólkar hver kýr nú um 1000 Htrum meira
fyrir 30 árum.
Jafnframt verður að huga að
jarðræktinni, þvi það er allt of
dýrt að bera á léleg tún. Undir-
staða góðrar búfjárræktar er
góð jarðrækt.
Undraverður árangur
— Nú hefur þú starfaö við
leiðbeiningaþjónustu við bænd-
ur i um þrjátiu ár. Hvernig
finnst þér að lita til baka yfir
þann tima?
— Það hafa oröið undraverð-
ar framfarir á þessum árum.
Litum t.d. á framfarirnar i
nautgriparæktinni. Meðalnyt
kúnna er nú um 1000 1. meiri en
fyrir 30 árum. Þetta má segja
með þeim orðum, aö á hverjum
degi hafi rnjólkin sern kernur úr
hverri kú aukizt sem nemur um
einu mjólkurglasi frá árinu áð-
ur. Þetta er árangur vel heppn-
aðs ræktunarstarfs, og undra-
verðs árangurs bættra búskap-
arhátta á undanförnum áratug-
um.
'Árskýr á svæði Búnaðarsam-
bands Suðurlands eru nú um 12
þúsund. Þessi aukna mjólkur-
framleiðsla er þvi að verömæti,
sem næst600 millj. kr. reiknuð á
núverandi verðlagi. Af þessu er
ljóst að framfarirnar eru stór-
stigar.
Þá má einnig benda á mörg
dæmi um stórstigar framfarir i
sauðfjárrækt, svo maður tali nú
ekki um alla þá ræktun lands
sem orðiö hefur. Allt miðar
þetta að þvi, að gera matvör-
urnar ódýrari fyrir alla þjóðfé-
lagsþegnana.
Framfarir gera alla rikari,
eins og afturför gerir alla fátæk-
ari. En þrátt fyrir þetta allt er
það staðreynd, að tekjur bænda
eru einhverjar þær lægstu i
þjóðféiaginu í dag. En það segir
ekki allt. t sveitinni er margt
sem bætir lágar tekjur upp.
Þar búa engir vesalingar
Þegar maður fer um sveitir
landsins sér maður að þar búa
engir vesalingar. Þar er aö visu
ekki fólk, sem stundar mikið
ferðir til sólarlanda, en þar er
fólk, sem vinnur að verkefnum,
sem veitir þvi ánægju og ham-
ingju, sem vegur aö nokkru upp
á móti lágu kaupi.
Hjón, sem vinna með börnum
sinum aö þvi að byggja upp og
rækta, vinna heilbrigðu lífi. Þar
veröa einstaklingarnir sterkir.
Þvi þarf enginn að hika við að
leggja út i þá lífsbaráttu aö ger-
ast bóndi. Þótt baráttan sé hörö,
er hún samt miklu léttari en
fyrir þrjátiu árum.
Höfuðáherzlan á félags-
lega þjónustu
Guðbjartur Guðmundsson er
ráðunautur hjá Búnaöarsam-
bandi Austur-Húnvetninga.
Fyrst spurðum viö hann um þá
landbúnaðaráætlun, sem verið
er aö gera fyrir Skagann.
— Landbúnaðaráætlun þessi
er gerö að tilhlutan Fjórðungs-
sambands Noröurlands og við-
komandi sveitarfélaga. Fundur
var haldinn i haust á Blönduósi
til aö ræða þessi mál, og á áætl-
unin aö taka til Skagans bæöi
Húnavatns- og Skagafjarðar
megin.
í þessari áætlun verður aö
leggja höfuðáherzluna á félags-
lega þjónustu, sem er þar allt of
langt á eftir. Má þar nefna bæöi
samgöngur, rafmagnsmál og
skólamál. I þessu sambandi er
rétt að vekja athygli á, að fyrir
tveimur árum var lagður nýr
vegur fyrir ofan Skagaströnd.
Hann er mun snjóléttari en sá
gamli, og hefur alltaf verið fær.
Þessi vegur er álika mikilsverð-
ur fyrir bæina út i Skagahreppi
og hringvegurinn er fyrir þá á
Suöausturlandi. Þvi er ég þess
fullviss, að verði gert verulegt
átak i uppbyggingu vegarins
kringum Skaga, þá verði byggð
þar ekki’i hættu.
— Sækist ungt fólk eftir að
hefja þar búskap?
— A Skaga er ekki minna um
ungt fólk við búskap en annars
staðar í sveitum landsins. Og
með aukinni félagslegri þjón-
ustu er búskap þar ekki hætt.
Hins vegar er þvi ekki að
neita, að þar á margt eftir að
gera við uppbyggingu á jörðun-
um og það veldur mörgum
erfiðleikum nú vegna dýrtiðar-
innar.
óeðlileg þróun vegna að-
gerða samfélagsins
— Nú er það staðreynd, að
flestir sem búa lengst út á
strönd og inn til daia framleiða
mjólk, á sama tima og þeir sem
næst þéttbýlisstööunum búa
sérhæfa sig i sauðfjárrækt. Er
þetta eðlilegt?
— Nei alls ekki, en þvi miður
er þetta svo. Margar þessara
jaröa eru mjög vel fallnar til
sauðfjárræktar og miklu betur
en til mjólkurframleiðslu, en
vegna aðgerða samfélagsins
neyðast þessir bændur til að
stúnda mjólkurframleiðslu. Þar
á ég við það, að ævinlega er lagt
mun meira kapp á að opna vegi
á vetrum til þeirra, sem
mjólkurframleiðslu stunda, en
ef ekki er um neina mjólk að
ræða er ekki lagt i neinn veru-
legan kostnað. Einnig miðast
mikið af framkvæmdum við
vegagerð við það hvar mest er
framleitt af mjólkinni.
Þetta verður til þess að
margir bændur sem fjarri al-
faraleiöum búa leggja kapp á að
framleiöa mjólk þvi að annars
gætu þeir átt von á þvi að vera
innilokaðir langtimum saman
að vetrarlagi.
Til að bæta úr þessu verður
samfélagið að sjá til þess, að
sauöfjárbændur sem fjarri eru
alfaraleiðum veröi ekki aönjót-
andi lélegri félagslegri þjónustu
en mjólkurframleiðendur.
Skynsamlegra að hafa fáar
en valdar hryssur
— Nú hafa Húnvetningar oft
verið taldir miklir hrossabænd-
ur. Fjölgar hrossum þar?
— Hrossurn fjölgar alltaf þvi
miður, þvi að arður af hrossum
er litill nú og verður áfram.
Þess mikla misskilnings gætir
allt of viða að menn þurfi að
eiga úm 20—30 hryssur til að fá
nægjanlegt úrval folalda til að
mæta eftirspurn eftir reiðhest-
um. Ólikt væri skynsamlegra að
hafa einungis fáar en valdar
hryssur til að fullnægja þeim
markaði sem fyrir hendi.
Betra aö hafa hrossin úti
— Útigangur hrossa er oft
gagnrýndur. Hvert er álit þitt á
honum?
— Ég tel það rniklu betra
fyrir hrossin, að vera úti sé þar
aðstaða til að gefa þeim. Það er
verri meðferð að húsa hross i
húsum, sem eru full af raka og
skit. Það er aðeins ein leið til að
bæta úr þessu ástandi og hún er
sú, að fækka hrossum um tvo
þriðju hluta frá þvi sem nú er.
Þá fyrst verða bændur færir um
að veita þeim þá aðhlynningu
sem þau þurfa.
A siöari árum hafa bændur
stöðugt aukið það að gefa hross-
um út. 1 þvi sambandi hafa all-
Framhald á bls. 23.
Guðbjartur Guðmundsson
Betra væri að hafa færri en betri hross.
Ævar Hjartarson er ráöu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar. Hann var fyrst
spurður hve langt væri komið að
rækta hugsanlegt ræktunarland
i Eyjafirði.
— Uppþurrkun lands i Eyja-
firði er langt á veg komin, og á
mörgum bæjum er búið að
rækta allt það land, sem til
greina kemur að rækta. Hins
vegar eru alltaf möguleikar á að
nýta land betur en gert er og
auka þannig uppskeruna.
— Fækkar bændum i Eyja-
firði?
— Já, undanfarin ár hefur
bændum að meðaltali fækkað
um einn á ári. Jarðirnar eru þó
undantekningalaust keyptar
og/eða nýttar af nágrönnurn.
Vinnuálagið mesta
vandamálið
— Hver eru mestu vandamál
isl. landbúnaðar i dag?
— Mesta vandamálið er hinn
langi vinnutimi hvers bónda.
Fólk sættir sig ekki við að geta
ekki átt sinar fristundir eins og
aðrir landsmenn. Það veldur
þvi, að ungt fólk er tregara til að
hefja búskap en ella væri. Þetta
verður einnig til þess, að miklu
fleiri vilja búa við sauðfé, en
kýr.
óeðlileg þróun í Eyja-
firði.
Þvi hefur sú óeðlilega þróun
orðið i Eyjafirði á undanförnum
árum, að æ fleiri bændur hætta
mjólkurframleiðslu og sérhæfa
sig i sauðf járrækt. Slikt er mjög
slæmt þvi Eyjafjörður er i raun
miklu betur til mjólkurfram-
leiðslu fallinn.
— Hvað þarf til að snúa þess-
ari þróun við?
— Fyrst og fremst verður að
beita verðlagningu búvaranna.
Það verður að greiða mishátt
verð fyrir afurðir eftir héruðum
og jafnvel innan héraða. Með
þvi er hægt að beina framleiðsl-
unni inn á þær brautir, sem
beztar eru taldar.
Vissulega kunna einhver
vandamál að vera þessu sam-
fara, en þau hlýtur að vera hægt
að yfirstiga. Þvi tel ég, að þegar
veröi að fara að gera tillögur
um hvað á að framleiða á hvaða
staö og láta siðan framleiðsluna
þróast i þá átt. Það er ekki eðli-
legt að framleiða mjólk lengst
inn til dala og kosta oft offjár til
að nálgast hana á sama tima
sem mjólkurframleiösla er lögð
niður á landlitlum jörðum næst
m jólkurstöðvunum.
Einnig má að einhverju
leyti hafa áhrif á þetta í
gegnum lánamál
— En ekki leysir þessi verð-
munur það vandamál fólks að fá
sinn eðlilega fritlma?
— Nei, vissulega ekki. Þaö
vandamál verður ekki leyst
nema meö einhvers konar fé-
lagsbúum eða samvinnu bænda.
Bæði er það vegna þess að erfitt
er aö fá fólk til að leysa af i
sveitum, sérstaklega þegar
spenna er á vinnumarkaöinum.
Og svo hefur reynslan sýnt, að
þarsem fengizt hafa menn til aö
taka að sér afleysingar eru þeir
misnotaöir á þann hátt, að
bændur láta þá ganga i verstu
verkin, eins og aö moka út skit
eða annað þess háttar.
Galli i lánakerfinu
En i þessu sambandi er rétt að
vekja athygli á einum miklum
galla i okkar lánakerfi. Hann er
sá, að mjög gengur erfiðlega að
fá lán til að reisa fleiri en eitt
ibúðarhús á hverri jörð. Nú vita
allir, að forsenda þess að hægt
sé fyrir tvær fjölskyldur að
stunda búskap á sömu jörðinni
eru aö þar séu tvær ibúöir og þvi
veröum aðkippa þessum galla i
lag eigi að auka félagsbúskap.
— Hvaða möguleikar eru i
dag fyrir ungt fólk að hefja bú-
skap?
— Þvi miöur er það mjög erf-
itt. t raun má segja, aö útilokað
Ævar Hjartarson
sé fyrir ungt fólk að hefja bú-
skap, nema það hafi mjög góðan
stuðning frá sinum ættingjum
eða öðrum. Fjárfestingar i
landbúnaöi eru orðnar svo
gifurlega miklar en lánsfjár-
möguleikar litlir.
Þó hefur sú ánægjulega þróun
orðið i Eyjafirði að þar er margt
af ungu fólki við búskap, en
aðallega er það fólk sem tekur
við jörðum eftir foreldra sina,
eða býr þar félagsbúi við þá.
Landeigendaauðvaldið
— Nú er stundum talað um
landeigendaauðvaldiö. Telur þú
slikt eigi við einhver rök að
styðjast?
— Þetta á ekki við bændur,
heldur ýmsa landeigendur sem
hafa farið út á þá braut, að nýta
allar leiðir til að hagnast á
þeirri aðstööu, sem samfélagið
hefur lagt upp i hendurnar á
þe;m. Þar á ég við, að menn
reyna að selja á okurverði
hlunnindi, sem þeir eiga engan.
möguleika á að koma i verð
nema fyrir aðgerðir samfélags-
ins. Ég tel algerlega óeðlilegt að
einstaklingar geti hagnazt á
sliku. Það er ekki vegna eigin
dugnaöar, eða aðgerða að þessi
hlunnindi komast i verð. Þvi
hlýtur samfélagið að geta notið
þeirra, án þess að greiða ein-
staklingnum sérstaklega fyrir.
Þetta má segja um lendur og
lóðir, sem verða gifurlega verð-
mætar, vegna þess að samfé-
lagið hefur reist þéttbýli þar i
grenna. Spurningin er, á hvern
hátt þessu vandamáli er bezt
mætt. Jafnvel gæti þaö helzt
orðið með þvi að skattleggja
þessar sölur.
Rafmagnsmál í megn-
asta ólestri
— Að lokum ættir þú aö segja
okkur örlitiö um það, Ævar,
hvernig orkumálum er háttað
hjá eyfirzkum bændum.
— 1 heild má segja, að þau
séu i megnasta ólestri. Álag er
svo mikið á rafmagnslinum, að
bændur fá alls ekki þdð
magn, sem þeir þurfa. Spennu-
fallið er einnig gifurlegt og sem
dæmi má nefna, að algengt er
að spennan sé ekki nema 180 til
200 volt i stað 220 eins og hún á
að vera. Stundum kemur einnig
fyrir að ljós slokkna vegna þess,
að spennufallið er ennþá meira.
Þetta gerist mjög oft þegar
mjólkurtankar eða önnur orku-
frek tæki eru að fara i gang.
Þetta mikla spennufall fer mjög
illa með öll rafmagnstæki. Þá
má einnig nefna að vegna álags-
ins er algengt að slökkva verði á
súgþurrkunartækjum á mestu
álagstimunum eins og i hádeg-
inu. Slikt getur haft mjög alvar-
legar afleiðingar fyrir þurrkun-
ina á heyinu.
En þetta rafmagn verða
bændur að greiða 50—60% dýr-
ara en t.d. notendur á Akureyri
svo maður tali nú ekki um aðila
eins og álbræðsluna i Straums-
vik og slik fyrirtæki.
Breyta þarf raflínukerfi
sveitanna í þriggja fasa
rafmagn
Or þessu veröur að bæta. Það
verður að auka flutningsgetu
raflinanna og i leiðinni verður
að breyta raflinukerfi sveitanna
i þriggja fasa rafmagn. Það eru
fjölmörg tæki, sem ekki eru
framleidd nema fyrir þriggja
fasa rafmagn. Auk þess eru tæki
fyrir einfasa rafmagn miklu
dýrari. Þvi er það eölileg krafa
að hið fyrsta verði raflinulögn-
um sveitanna breytt i þriggja
fasa rafmagn. Það myndi skapa
aukna möguleika á aö hagnýta
sér þessa innlendú orku.
Það hlýtur að vera allra hag-
ur að auka flutningsgetu á
sveitalinunum jafnframt þeim
bréytingum, sem áður eru
nefndar. Með þvi ættu að skap-
azt stórauknir möguleikar á
aukinni rafmagnsnotkun til
sveita, t.d. til húshitunar.
lðnaðarvorur ur ull og skinnavörum eru mjög mikilvægar til
úlflutnings. Meö bættri nýtingu mætti sjö til áttfalda verðmæti
þess útflutnings, eins og frá var skýrt i frétt I blaðinu nýlega.