Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 9
8
TÍMINN
-7 BORGARBÚiNN
OG UMHVERFiÐ
A si&ustu timum hafa um-
hverfismál veriö mikiö til um-
ræöu i þessu landi, og er ekki van-
þörf á, þvi viöa er pottur brotinn i
þeim efnum.
Siöastliöiö sumar skrapp ég
austur i Skaftafellssýslu meö góö-
vinum minum. Viö ókum Fjalla-
baksveg á heimleiö, en eins og
flestum er kunnugt liggur sú leiö
upp úr Skaftártungu og um Skaft-
árafrétt. Landslagi á þeim afrétti
er þannig háttaö, aö þar eru lág,
ávöl fjöll og ásar, en þeir eru aö
mestu vaxnir mosa og háfjalla-
jurtum. Þegar upp á afréttinn
kom, brá mér heldur en ekki i
brún: Allur þessi gróöur (sem er
mjög viökvæmur vegna hæöar
landsins yfir sjó) var sundurtætt-
ur og skorinn eftir bila, allt var
hér útbiað af bilförum, upp og
niður þvers og kruss. Hér hafa
eigendur bila meö drifi á öllum
hjólum veitt viökvæmum öræfa-
gróðri sár, sem seint munu gróa.
Ekki hafa beir veriö lattir af bila-
innflytjendur þessa lands, eöa
hafið þið ekki tekið eftir auglýs-
ingum þeirra i sjónvarpinu, þar
sem menn eru bókstaflega hvattir
til að böölast yfir hvaðeina sem
fyrir er og útandskota bæði farar-
tækjum og umhverfi.
En þetta var nú hálfgerður
útúrdúr. Ég drap aöeins á þetta
atriöi af þvi aö það lá mér þungt á
hjarta og mig langaði aö fá útrás.
Þaö sem ég ætlaöi aö ræöa hér
litillega er umhverfi það, sem
mannskepnunni hefir veriö búiö i
þéttbýli þessa lands, og á ég hér
aðallega viö Stór-Reykjavikur-
svæðiö. Um þá hliö málsins hefur
alltof litið veriö rætt og ritað. Þar
hefur rikt sofandaháttur.
Eitt er þaö, sem sæmilega
innrættir menn ættu að geta veriö
sammála um, og það er velliöan
einstaklingsins til sálar og
likama. Hvað er það, sem vegur
þyngst á metunum þegar um
heill og velferð mannsins til sálar
og likama er aö ræöa? (Ég að-
greini hér sál og likama þótt mér
sé ljóst hversu hæpið það er, þvi
að svo náin eru tengsl hvors á
annað). Hvað hefur verið gert hér
i höfuðstaönum mannfólkinu til
velfarnaðar?
Fyrir hinni likamlegu hliö hefur
veriösæmilega séö, menn eru hér
yfirleitt þolanlega fæddir og
skæddir, séð er um aö flestir hafi
þak yfir höfuðið, þó varla nema
þeir geti eignazt sina eigin ibúö
( en sú stefna aö allir veröi að
eigasina eigin ibúö hefur að minu
viti gengiö út i öfgar).
En hvernig hefur veriö séð fyrir
hjnni andlegu hliö mannlifsins?
Þarvirðist mér hafa rikt hálfgert
sinnuleysi, eins og áöur er sagt,
einkum nú i seinni tiö, og mun ég
nú rökstyðja þaö i fáum orðum.
Margs þarf aö gæta þegar um
andlega velliðan og heilsu er að
ræöa, en það sem ég held að ráöi
mestu er friöandi og mannsæm-
andi umhverfi, — umhverfi þar
sem maðurinn getur notið sumars
og sólar, þar sem hann getur ver-
iö i snertingu viö lifandi náttúru
heima við sinar bæjardyr, eða
m.ö.o. þar sem maöurinn hefur
jarösamband.
Hvernig hefur svo þróun þess-
ara mála veriö hér i borg hin sið-
ustu ár? Aö minu mati hefur hún
verið hin hörmulegasta: berið
saman eldri hverfi borgarinnar
og t.d. Breiöholt og fleiri háhýsa-
hverfi, sumar af elztu götunum
hafa aö visu ekki upp á mikinn
gróöur að bjóða, en þar hefur þó
hvert hús sinn svip, sinn persónu-
leika.
Bæjarhlutar þeir, sem byggö-
ust upp á áratugunum 1930-’60 eru
margir hverjir nokkuð grónir og
hlýlegir t.d. Melarnir, Norður-
mýrin, Smáibúðahverfiö, Hliö-
arnar, Teigarnir, Kleppsholtið og
Vogarnir. 1 þessum hverfum er
yfirleitt lóö viö hvert hús, og eru
þarna viða fallegir trjá- og
blómagaröar, hér hefur plássiö
verið notað til ræktunar, en ekki
lagt undir bilastæöi (trúin á guö-
inn „Kádilják” viröist ekki hfa
veriö jafn áköf og stöar varð .
Þessi hverfi þróast á fremur
rólegan og manneskjulegan hátt,
en um 1960 æsist leikurinn: farið
er að byggja heil hverfi, þar sem
sumar blokkir hafa ibúafjölda á
viö meðal þorp úti á landi. Uppúr
þessu fer að fækka i eldri hverf-
um, sem eru nú sum hver að
veröa að halfgeröum gamal-
mennahverfum. Hér kemur fram
eitt af einkennum þessa rotna og
forpokaða þjóðfélags, sem við lif-
um nú i, þessi sifelldi dilkadráttur
og flokkun mannfólksins, þessi
árangur hér, þessi þarna. Þaö er
eins og kynslóð geti alls ekki liöið
aðra, allir þurfa aö gefa öllum
spark i rassinn. Ungu hjónin
kaupa ibúö i blokk, múra sig inni i
sálarlsusum steinkassa, — til að
geta staðið i skilum er beztu ár-
unum eytt i þrældóm og „stress”.
Hver er svo útkoman? Einmana-
kennd, hjónaskilnaðir, ofdrykkja,
dóp, sjálfsmorð og alls konar
„galinskapur.”
Hvað er á móti þvi aö búa i
blokk? mun nú einhverj spyrja."
Er nokkuð verra aö búa i
þeim en öðrum húsum? Nei, svo
ætti ekki aö vera, ef viss-
um skilyrðum er fullnægt.
Hvaða skilyrðum þarf aö full-
nægja til að skapa mann-
eskjulegt og hollt umhverfi?
Þau eru þessi, i fáum oröum
sagt: Blokkirnar þarf helzt að
byggja þannig, aö þær myndi U-
laga skeifu á móti suöri og sól, þvi
aö I þessu landi, (sem er Iskrandi
illviröum mariö), er skjól á móti
suðri forsenda allrar ræktunar.
Inni i þessaru skeifu eiga aö vera
leiktæki fyrir börn, grasflatir, þar
sem fólk getur flatmagað þegar
blitt er veöur, þessum grasflöt-
um mætti svo skipta i sundur meö
blómabeðum eftir þvi sem vildi
og siöast en ekki sizt tré, ekki
barrtré, sem eru eins allt áriö,
eins og steinrunnið andlit, án
allra svipbrigða, heldur tré sem
laufgast á vorin og fella sin lauf á
haustin.
Ég legg rika áherzlu á ræktun
trjáa, þvi aö það er sannað mál,
aö trjágróöur hefur róandi áhrif á
menn, og auðveldar þeim aö
stunda hugleiðslu, og hugræktun,
en i þjóöfélagi framtiðarinnar,
þegar einkabilisminn veröur lið-
inn undir lok, verður ræktun hug-
ans mjög rikur og nauösynlegur
þáttur i lífi manna. Það inál gæti
orðiö efni i aðra grein.
Hvernig hefur nú til tekizt með
skipulagningu blokkahverfa hér i
borg? Að minu viti, hafa hér oröið
mikil mistök i flestum tilvikum.
(Eitt hverfi vil ég þó undanskilja,
en það er Hraunbærinn, þar hefur
vel tekizt. Hann er einmitt byggð-
ur i þeim stil sem ég áöan lýsti).
Handahóf viröist ráöa hvernig
blokkir snúa við áttum og litiö
sem ekkert er hirt um aö mynda
skjól til sóldýrkunar og útivistar,
og svo eru það svalirnar. Viöa
snúa þær á móti vestri, sem gerir
það að verkum, aö oftast leikur
um þærköld norövestan gola eftir
hádegi á sumrin, þegar sólfar er
mikiö, en þó tekur útyfir þegar
þær snúa á móti noröri, en þaö
ber viöa viö. Þvilik snilld.
Þaö er merkilegt hvaö þeir,
sem staöið hafa fyrir skipulagn-
ingu mannvirkja og útivistar-
svæða hér i borg virðast gjörsam-
lega ókunnir veðráttu og náttúru-
fari hér um slóðir. Aö hugsa sér
að ætla aö skipuleggja útivistar-
svæöi i Elliðaárdalnum, sem gap-
ir á móti noröangjólunni. Hvilik
fásinna. _
Siöastliðið vor las ég i vikublaði
(Vikunni) viötal við arkitekt
nokkurn, og leyfi ég mér að taka
glefsu af þvi:
„Þaö er eftirtektarvert að arki-
tektarnir sem við höfum heimsótt
og fjölskyldur þeirra hafa lagt
mikiö upp úr gróörinum um-
hverfis húsin, en þaö er skiljan-
legt, þvi aö arkitektinn litur á
húsiö, og næsta umhverfi þess,
sem hluta af umhverfi sjálfs sin
og samborgaranna, sem á aö geta
glatt augað jafnframt þvi aö
þjóna ákveönum tilgangi.
Þaö er algengt, aö fólk liti
eingöngu á húsiö sem þak yfir
höfuöið, en þau eru miklu meira
en það, þvi þau eru umhverfi,
sem viö verðum að hafa fyrir
augunum daglega, og þá er ekki
sama hvernig þau eru og hvernig
þau lita út, með tilliti til næsta
nágrennis.
Hér er alltaf veriö aö byggja, en
húsagerðarlist er hvergi gagn-
Frh. á bls. 15
Fimmtudagur 11. marz 1976
Fimmtudagur 11. marz 1976
TÍMINN
9
Rússneskt náttból
ÞJÓÐLEIKHtJSIÐ
NÁTTBÓLIÐ eftir
Maxim Gorki
(Aðalæfing)
Þýðandi:
Halldór Stefánsson
Leikstjóri:
Viktor Strinzhov
Leikmynd:
David Borovski
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur nú
tekiö til sýningar NÁTTBÓLIÐ
eftir Maxim Gorkl, Na Dnje,
eöa 1 djúpinu, eins og þaö heitir
á frummálinu.
Fenginn var sérstakur rúss-
neskur leikstjóri aö verkinu
Viktor Strizhov, sem getiö hefur
sér oröstir í heimalandinu og
leikmyndin er einnig eftir sam-
landa hans, David Borovski.
Gorki
Það mun hafa liöið langur
timi frá þvi aö hingaðkoma
Rússanna var fyrst oröuö, lik-
lega tvö til þrjú ár, og Arni
Bergmann gat ekki leynt hrifn-
ingu sinni, er ég sagöi honum
frá fyrirhugaöri komu RUss-
anna. Hann taldi þetta mikinn
viðburð, þvi tengsl milli leiklist-
ar i Sovétrikjunum og á Islandi
eru ekki mikil, ef undanskilin
eru bókmenntaverk.
Nú höfum við fengið aö sjá
árangurinn, og ég er sammála,
þetta er merkilegur viðburöur
og ný reynsla.
Maxim Gorki fæddist i Nizhini
Novgorod áriö 1868, og þegar
áriö 1897 fer hann að boöa
mannúöarstefnu meö rituöu
máli og verk hans eru nú dáð
um allan heim, ekki einasta af
sanntrúuöum kommúnistum,
heldur hjá mörgum öörum, öllu
ærlegu fólki væri réttast.
Sverrir Kristjánsson sagn-
fræöingur, sem nú er nýlátinn,
ritar um skáldiö i sýningarskrá
og segir m.a. á þessa leiö:
„Hann fór fótgangandi um
allt Hiö heilaga Rússland þvert
og endilangt og stundaöi öll
störf sem til féllu. Hafi nokkur
Rússi boriö föðurlandiö undir
iljum sér þá var þaö
Gorki. Árum saman dvaldi
hann samvistum meö þeim
mönnum, sem kallaöir eru
dreggjar þjóöf élagsins:
flökkurum, þjófum, moröingj-
um, og skækjum, hinum
uppflosnuöu, berfætlingunum.
Og hann varö fyrsta skáld þess-
ara manna á rússneska tungu.
Hér gekk alþýöan loksins fram
á sviöiö, fólkiö, ekki sem hugtak
umvafið dýröarljóma og
reykelsismekki, heldur fólkiö
holdi klætt, sveitt og skitugt og
lúsugt og auðnulaust, en hlaöiö
frumefldum krafti. Gorki varö
skáld þessa fólks. En sjálfur
neitaði hann þvi jafnan, aö hann
væri postuli berfætlinganna.
Hann sagði einu sinni: „Ég hef
auövitaö aldrei eggjað neinn á
aö gerast berfætlingur. Mér
hefurjafnan þóttmest til um at-
hafnamennina, sem kunna aö
meta lifiöog leitast viö aö fegra
þaö litiö eitt. Ævi rússneska
berfætlingsins er hræöileg og
miklu hroöalegri en ég hef
nokkurn tima getaö lýst.”
En vist er um þaö aö viö sam-
vistir meö úrhrökum Rússlands
tók Gorid trú sina á manninn.
Þá trú hlaut hann ekki á skóla-
bekk að hætti mennta-
mannanna, heldur á langri
göngu um órudda vegu þar sem
mannlifiö tiöum haföi sokkiö
dýpst. Og þvi getur hann i leik-
riti um hina uppflosnuðu lagt
tugthúslim og moröingja þessi
stoltu orð i munn: Maöurinn —
þaö er sannleikurinn!”
Þaö er undarleg tilviljun, að
þetta skuli liklega hafa veriö
með þvi seinasta, sem Sverrir
Kristjánsson ritaði, þvi eins og
Gorki var skáld öreiganna, má
segja að Sverrir Kristjánsson
hafi á vissan hátt verið sagn-
fræöingur alþýöunnar á íslandi
og boöberi ýmissa mannúöar-
hugsjóna henni til handa, en nóg
um það. t
í djúpinu er lýsing a kjörum
fátæklinga, eöa öllu heldur
lýsing á þvi, livernig þeir bregö-
ast viö hlutskipti sfiiu og eymd.
Sannleikurinner'ýmist fólginn
i guði almáttugum, sem biður
manns með útbreiddan faöm-
inn, ellegar i einhverri borg, þar
sem áfengissjúklingar eru
stundaðir i höll með marmara-
gólfi og fá aftur heilsu og
leiksvið. Kona, sem aldrei hefur
fengið nóg að borða — ekki i eitt
einasta skipti fer til himna til
-að éta, eftir að hafa þegiö
sannleikann af vörum Lúkasar
förumanns.
Inn i þetta blandast eigendur
leiguhjallsins, Mikkel Kostiljov
og Vassilisa Karpovna kona
hans, sem er vergjörn og heldur
við þjófinn Vassili, sem elskar
systur hennar Natösju.
Hefðbundin leikstjórn
Það kvisaðist snemma út
fyrirkalda múra leikhússins, að
Rússinn væri harður i horn að
taka, vissi að minnsta kosti
gjörla hvað hann vildi, þegar
hann tók hús á islenzkri leikara
stétt. Ekki veit ég hvort Nátt-
bólið er i sérstöku „kerfi” hjá
rússneskum leikurum, ámóta
og Skugga-Sveinn er hjá
Islendingum, en þetta var
geysivel öguð sýning og laus við
þá ringulreið er oft rikir i fjöl-
mennum leiksýningum. Smáat-
riðin skipu máli, lásasmiðurinn
með þjölina, hattarinn við vinnu
sina, menn að spila eða konur að
setja upp samóvarinn. Æfingar
byrjuðu milli jóla og nýárs, og
siðan hefur verið keppzt við að
móta göngulag, handavinnu og
fleira, jafnvel öfgafullar senur
Aljóska skóara minntu meira á
skylduæfingar til prófs i leikfimi
en atferli manns, em kemur af
krá eftir að hann hefur týnt
sjóndeildarhringnum, og þá
jafnvæginu með.
Innkomur og slagsmál voru
góö, og sum leikbrögöin hrein-
asta afbragö, eins og dauösfalliö
og einustu stundir leikarans
mikla, sem ætlaöi aö finna
sannleikann i einhverri merki-
legri borg, sem enginn vissi
hvað hét, en þrátt fyrir allt beiö
hans aðeins snaran, þegar hann
næröist ekki lengur á blekking-
unni miklu. Opnun sýningarinn-
ar var lika áhrifamikil, sem og
endirinn.
Viktor Strizhov leikstjóri er
fagmaöur af beztu sort, og sömu
sögu er aö segja af landa hans,
David Borovski, sem geröi leik-
mynd og búninga. — Ekki er ég
kunnugur fyrirmyndum hans,
en eftir myndum aö dæma sækir
hann sumt I frumsýningu
Nattbólsins i Moskvu áriö 1902.
Leikendur
Af leikendum er þaö aö segja,
aö þaö sem mest kom á óvart,
var frábær frammistaða Gfcla
Halldórssonar. Ekki svo aö
skilja að maður sé þvi vanastur
að hann leiki illa, heldur hitt, aö
hann er snöggsoðinn i þetta
hlutverk, tók viö þvi fyrirvara-
laust fyrir hálfum mánuði af
Vali Gislasyni, sem veiktist
skyndilega. Hafði Gisli þvi að-
eins tvær vikur til stefnu að taka
að sér hlutverk Lúkasar
guðspjallamanns, en hlutverk
hans er eitt það þýðingarmesta i
leikniim. Lúkas er ótrauður
talsmaður sjálfsblekkingarinn-
ar, sem er helzta sálarfæða
fátæklinganna, boðar sannleik-
ann og sæluna, sem ýmist er á
himnum, eða i Sibepu. „Guð er
til, ef maður trúir þvi að hann sé
til”, segir guðsmaðurinn. „Og
ef maður ber Rússland á fótum
sér nógu lengi, þá finnur maður
að lokum það sem maður hefur
verið að leita að á löngum ferða-
lögum.”
Þaö er ósköp auövelt aö rök-
styöja Lúkas, íilvist hans I hinu
margslungna verki, og maöur
hugleiðir meö sjálfum sér
hvernig svona maður kom
mönnum fyrir sjónir um
aldamótin. Nú á timum, þegar
draumórar eru tizka, hugleiösla
og f 1. er jafnvel stutt af yfirvöld-
unum, þá er Lúkas næstum of
heillandi og trúveröugur fyrir
atburöarásina. GIsli vinnur
þarna leikafrek, sem lengi mun
i minnum haft.
Þaö var næstum of gott til að
vera satt aö sjá tvær súper-
stjörnur atvinnuleikhúsanna, þá
Róbert Arnfinnsson og Gfcla
Halldórsson, i einni og sömu
sýningu. Athyglin hlaut óhjá-
kvæmilega aö beinast aö þeim,
en þegar til kastanna kom,
gleyndist allur samanburöur.
Búbanov hattari, sem Róbert
Arnfinnsson leikur, frá hendi
höfundar miklu ruglingslegri
persóna, lauslegri i allri mótun,
en tekur þó virkan þátt i
leiknum, annaöhvort i vitstola
grimmd og tillitsleysi, eöa i
þeirri nöturlegu heimspeki, sem
þarna er stunduö, I djúpum ör-
birgðarinnar. Róbert nær aö
vanda miklum árangri, og oft
var unun aö sjá hann og fylgjast
með honum, þegar hann sat
þögull við vinnu sina og lagði til
málanna þegar efni stóöu til.
Umtalsveröum árangri náðu
einnig þeir Hákon Waage, Bald-
vin Halldórsson og Gisli
Alfreðsson, og Bessi Bjarnason
sýndi mjög góöan leik i hlut-
verki ofdrykkjumanns og
leikara, sem ekki fær lengur
nein hlutverk, heldur aöeins
brennivin.
Rúrik Haraldsson lék Satin
svindlara og moröingja. Hann
var góöur, en virtist detta út úr
rullunni allra seinast, breyta
um karakter, nema þaö hafi
veriö ætlunin.
Erlingur Gfclason geröi hin-
um aumkunarverða, fyrrver-
andi aöalsmanni trúveröug skil.
Gervihansminnti mig þó einum
of mikiö á hlutverk hans I Góöu
sálinni i Sesúan.
Stærstu kvenhlutverkin eru
Vassilia, kona húseigandans, en
hana lék Kristbjörg Kjeld af
öryggiog vændiskonan Natasja,
sem Steinunn Jóhannesdóttir
leikur. Gervi hinnar siöar-
nefndu var i engu samræmi viö
atvinnugreinina og húsakynnin,
og bæöi Steinunn og Anna
Kristin Arngrlmsdóttir.sem lék
systur frúarinnar, veröa aö
vanda framsögnina meira I
svæsnustu senunum. Það skilst
varla nokkurt orö. Þetta ætti aö
mega laga meö aöeins hófsam-
ari leiktúlkun, sem þá væri I
samræmi viö reynslu og viö-
fangsefni. Þetta ber þó ekki að
skilja sem svo, aö túlkun þeirra
sé hafnaö, þvert á móti: aö öðru
leyti stóöu þær sem mjög vel I
hlutverkum sinum.
Árangur
Til hvers var barizt?
Náttbóliö eráhrifamikiö verk,
samiö af skáldjöfri sem á fáa
sina lika. Viö, sem höfum alizt
upp viö sögur hans frá æsku,
minnumst blóðrikrar samúöar
höfundarins, ef til vill fyrst og
fremst. Hann, ásamt samtima-
mönnum, breyttu heiminum
eftirminnilega, sumir i skot-
gröfum, aðrir uppi á hrossum
með sverð i hendi, enn aðrir
meö penna og bleki, og ef til vill
voru áhrif þeirra siöasttöldu
mest. Þeir vöktu fólkið til dáöa,
en viö erum þó enn ósammála
um margt, og við vitum aö þaö
er heldur ekki nóg aö hafa mikið
aö boröa og stööugt verölag, ef
menn gjalda þaö meö sannfær-
ingu sinni, og þótt sumir kjósi aö
lifa tunguskomir i einhverjum
fyrirmyndarrikjum, þá æskja
ekki allir þess, og núna tekur
Solsjenitsyn viö þar sem blekið
þomaöi hjá Gorki og Pasternak.
Þaö sem skiptir sköpum i
verkum Gorkis, er þaö, aö allt i
einu fer manneskjan sjálf, fólk-
iö, aö skipta máli. tslendinga-
sögurnar eru sögur af þing-
mönnum og stórbændum, þvi þá
skiptu þeir mestu máli. Hjá
Gorki er þessu öfugt farið, hann
finnur söguefni sitt meöal fá-
tæklinga á upplausnartimum.
f sjálfsævisögu sinni Lif i list
um, lýsir rússneski leikhús-
frömuöurinn Konstantin Stanis-
lavski aödraganda aö frumsýn-
ingu Náttbólsins i Listaleikhús-
inu I Moskvu 1902. Stanislavski
segir um verkiö:
„Þar lýsir Gorki ævi og lifn
aöarháttum fólks, sem hann
haföikynnztíbernsku og unnaö,
og sem gert hefur nafn hans
frægt. Hingaö til höföu úrhrök
þjóölifsins aldrei veriö sýnd á
rússnesku leiksviöi, en nú vöktu
þau, sem og allt þaö, sem kom
neöan frá, mikla athygli. Viö
leituðum þar aö nýjum snilling-
um. Og um skeiö komu nærfellt
allir ungu leikararnir viö leik-
hús okkar úr alþýöustétt. Og
Gorki, sem haföi likt og sprottiö
upp úr jöröinni, var einmitt
maöurinn, sem leikhúsiö þurfti
á aö halda.
Viö báöum hann aö ljúka svo
fljótt viö leikritiö, aö viö gætum
sýnt þaö, er nýja leikhúsiö yrði
opnað. En Gorki kenndi per-
sónum leiksins um, hve seint
gekk: ..Þær gera mér ljótan
grikk”, sagði hann. „Þarna
þyrpast þær i kringum mig,
persónurnar minar, stjaka og
hrinda hver annarri, og ég get
hvorki haldiö þeim I skefjum né
sætt þær. Þetta er heilagur
sannleikur. Þæt tala allar, tala
og tala, og þeim segist svo.vel,
aö þaö væri synd og skömm aö
þagga niöur i þeim.”
Enn fremur þetta:
„Kvöldiö, sem viö komum,
var Khitrov rynok undir lög-
reglueftirliti, sökum stórþjófn-
aöar, sem átt haföi sér staö. Alls
staöar rákumst viö á vopnaöar
sveitir, sem viö uröum aö fara
fram hjá. Viö vorum alltaf
stöövaöir ööru hverju og urðum
aö sýna vegabréf. A einum
staönum uröum viö aö stelast
fram hjá. Þegar viö vorum
komnir inn fyrir þennan varö-
mannahring, gekk feröin betur.
Viö gátum nú fariö inn I náttból-
in eftir vild og séö stóru svefn-
herbergin meö öllum setbekkj-
unum og fjölda úrvinda manna,
kvenna og karla, sem lágu
þarna eins og lik. 1 miöju þessu
náttbólahverfi var „háskóli”
staöarins, þar sem menntaöir
„basjakar” höföust við. Þaö
voru hugsuöirnir i Khitrov
rynok. Þeir kunnu aö lesa og
skrifa og fengust stundum við
að afrita hlutverk fyrir leikhús-
in. Þeir bjuggu saman i litlu
herbergi og voru mjög
vingjarnlegir, hæverskir og
gestrisnir....
Þessir ágætu menn tóku á
móti okkur, eins og viö værum
gamlir vinir, þeir könnuðust
vel viö okkur. Þeir báru fram
bjúgu og vodka, og borðhaldiö
hófst. Viö sögöum þeim, hvers
vegna viö værum þangaö komn-
ir, viö ætluöum aö leiöa augum
lif þeirra manna, sem Gorki
heföi lýst i leikriti sinu. Þegar
þeirheyröu þaö, komustþeir við
og táruöust.”
Sýningin á Náttbólinu tekur á
aö gizka þrjár klukkustundir
meö hléi. Engum þarf aö leiöast
þetta áhrifamikla verk, þótt
efniö sé ekki sem glæsilegast, né
heldur vettvangur þess.
Mannúöarboöskapur þessa
volduga höfundar á erindi við
okkur enn, og gerir ýms seinni
tima stjórnmál heldur lágkúru-
leg I eöli sinu og viö getum tekiö
undir lokaoröin, þegar leikarinn
hefur hengt sig, en þau hljóöuöu
eitthvaö á þá leiö: „Af hverju aö
eyðileggja þennan fallega
söng. Jónas Guömundsson