Tíminn - 11.03.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 11.03.1976, Qupperneq 11
Fimmtudagur 11. marz 1976 TÍMINN 11 Steinarsson | KR-ingar lögðu ÍR-inga að velli — og tryggðu sér sigur í Coca-Cola- keppninni í körfuknattleik Hið unga KR-lið i körfuknatt- lcik kom skemmtilega á óvart á þriðjudaginn, þegar það lagði ÍR- inga að velli i úrslitaleik Coca- Cola keppninnar i körfuknattleik. Curtis „Trukkur” Carter, sem hefur leikið aðalhlutverkið hjá KR-Iiðinu i vetur, var veikur og gat litið leikið með KR-liðinu. Það hafði engin áhrif á hina ungu leik- mcnn KR-liðsins, þeir börðust og gáfu ekkert eftir, og náðu að sýna mjög góðan leik. ÍR-ingar, sem léku án Þorsteins Hallgrimssonar og Kolbeins Kristinssonar réðu ckki við KR-inga sem sigruðu 81:78. KR-ingar höfðu 12 stiga forskot eftir fyrri hálfleikinn, sem lauk 40:28. Eins og sést á þessari stigatölu, þá voru tR-ingar ekki upp á marga fiska i fyrri hálf- leiknum, og þeir fóru ekki i gang, fyrr en undir lok leiksins — þá var það orðið of seint, og KR-ingar urðu sigurvegarar. Gunnar Jóa- kimssonvar stigahæstur hjá KR- liðinu, hann skoraði 16 stig, — en „Trukkurinn” skoraði 15 stig á Framstúlkurnar með pálmann í höndunum: íslandsmeistarar Vals skotnir á bólakaf.... þeim tima, sem hann var með. Bræðurnir Jón og Kristinn Jörundssynir voru drýgstir hjá ÍR-liðinu, þeir skoruðu sin 17 stig- in hvor. Ármenningar tryggðu sér þriðja sætið i keppninni, með þvi að sigra Njarðvikinga 94:92 i jöfnum leik. Jimmy Rogers skoraði 30 stig fyrir Armann og Jón Sigurðsson, sem var bezti maður vallarins, skoraði 25 stig. Stefán Bjarkason skoraði mest fyrir Njarðvikingana, eða 24 stig. GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSD............ sést hér skora eitt marka sinna gegn Val, án þess að Elin Kristinsdóttir komi vörnum við. Björg Guðmundsdóttir hefur gætur á Jóhönnu Halldórsdóttur á linunni. (Timamynd Gunnar). „Það er bara s'ona" —„Það er bara s'ona/ það hefur ekkert verið gefið eftir i Júgóslavíu,".getur ómar Ragnarsson verið að hugsa, þegar hann virðir fyrir sér gipsilagðan fót- inn á landsliðsmanninum snjalla úr Víkingi, Páli Björgvinssyni í LaugardaIshöllinni á þriðjudags- kvöldið. Páll mætti þangað, til að stjórna kvennaliði Víkings, sem lék gegn KR. (Tímamynd Gunnar). að koma knettinum fram hjá henni. Guðriður Jónsdóttir átti mjög góðan leik með Fram-liðinu. Þarna er á ferðinni stórefnileg handknattleikskona, sem á efa- laust eftir að láta að sér kveða i framtiðinni. Guðriður er dóttir handknattleikshjónanna Guðjóns Jónssonar, fyrrum. landsliðs- manns i handknattleik og knatt- spyrnu úr Fram og þjálfara Fram-liðsins og Sigriðar Sigurð- ardóttur, landsliðskonunnar snjöllu úr Val. Guðriður skoraði 4 mörk — með lúmskum og snögg- um langskotum úr kyrrstöðu, eins og pabbi hennar var frægur fyrir á sinum tima. Arnþrúður Karlsdóttir lék aftur með Fram-liðinu, eftir stutta fjarveru vegna meiðsla. Arn- þrúður hafði góð áhrif á leik liðs- ins og "ar mjög ógnandi. Oddný Sigsteinsdóttir var tekin úr um- ferð og elti „skuggi" hana allan leikinn. Þetta kom ekki að sök, þar sem Fram-liðið er skipað jöfnum stúlkum sem leika ógn- andi handknattleik. Guðriður var markhæst hjá Fram-liðinu. skoraði 4 mörk. Hin mörkin skoruðu þær Arnþrúður 3, Guðrún Sverrisdóttir 2. Jó- hanna Halldórsdóttir 2 og Helga Magnúsdóttir 2. Mörk Vals skor- uðu: Björg 3. Ragnheiður 2. og Sigrún 1. Sigrún Guðmundsdóttir var tekin úr umferð og hafði það áhrif á Valsliðið. sem er byggt upp kringum hana. Jóhanna Hall- dórsdóttirtók hana úr umferð og leysti hún það hlutverk mjög vel af hendi. Fylkir vann! t GÆRKVÖLDI fóru fram tveir leikir i bikarkeppni Handknattleikssambands tslands. 1 fyrri leiknum áttust við Fylkir og Leiknir og lauk þeirri viðureign með sigri Fylkis, 24:15, en Leiknir hafði ýfir i leikhléi, 10:9. t gærkvöldi léku einnig Þróttur og Haukar, en úrslit voru ekki kunn er Timinn fór i prentun. t kvöld fer fram einn leikur i bikarkeppninni, og eigast þar við Akurnesingar og 1. deildarlið Gróttu. Leikurinn fer fram á Akranesi. ★ 14 óra efnileg stúlka Guðríður Guðjónsdóttir í sviðsljósinu - skoraði 4 mörk fyrir Fram Framstúlkurnar undlr stjórn Guðjóns Jónssonar, þjálfara, eru komnar með aðra höndina á meistara- titilinn í handknattleik — þær eru með pálmann í höndunum, eftir stórsigur (13:5) þeirra gegn erki- fjendunum úr Val. Fram- stúlkurnar eiga eftir að leika gegn KR, og þurfa þær aðeins jafntefli til að hljóta meistaratitilinn. 14 ára efnileg handknattleikskona, Guðríður Guðjónsdóttir, lék stórt hlutverk hjá Fram-liðinu, sem lék sér að Valsstúlk- unum eins og köttur að mús. Guðríður skoraði 4 gullfall- eg mörk. ARNÞRÚÐUR... styrkti Fram-liðið mikið. Valsstúlkurnar byrjuðu leikim mjög vel — og skoruðu fyrstu tv> mörkin. Framstúlkurnar jöfnuði 2:2 með mörkum frá Guðrit Guðjónsdóttur og Arnþrút Karlsdóttur og siðan komust þæ yfir 4:2, en staðan i hálfleik va 4:3 fyrir Framstúlkurnar. Þæ tóku leikinn siöan i sinar hendur siðari hálfleik, og unnu stórsigu; — 13:5. Kolbrún Jóhannsdótti varði mjög vel i Fram-markini og áttu Valsstúlkurnar erfitt mei STAÐAN Framstúlkurnar hafa svo gott sem tryggt sér íslandsmeistara- titilinn i kvennahandknattleik — þær eiga aðeins eftir að leika gegn KR-liðinu. sem ætti að verða auðveld bráð fyrir Fram. Eftir úrslit leikjanna á þriðju- dagskvöldið i 1. dcildarkeppni kvenna, er staðan þessi: Fratn—Valur...............13:5 Ármann —FH................15:10 KR —Vikingur...............9:8 Fram 13 11 1 1 193:115 23 Ármann 13 10 1 2 190:138 21 Valur 13 10 0 3 201:123 20 FH 13 8 0 5 169:138 16 KR 13 5 I 7 132:165 11 Víkingur 13 2 1 10 110:172 5 Breiðablik 12 2 1 9 101:175 5 Keflavik 12 0 1 11 124:199 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.