Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 16
MEXStiUflMEKV* Á ENSKU VASABROTI SÍS-FÓDUK SUNDAKÖFN Fimmtudagur 11. marz 1976 fyrirgóóan tnai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Annað heróin mól í Svíþjóð NTB, Stokkhólmi.— Sænska lög- reglan hefur upplýst stórsmygl á heróini til landsins, og hefur handtekið tuttugu og þrjá aðila, sem viðriðnir eru málið. betta er annað stórsmyglið á •heróini til Sviþjóðar, sem upplýst hefur verið á tiltölulega skömm- um tima. Lögreglan I Hollandi hefur einnig handtekið sjö menn, sem grunaðir eru um að hafa smyglað eitrinu til Sviþjóðar. Lögreglan telur ekki að sam- band sé milli þessa máls og þess er upp kom i Nörrköping nýlega. Þetta er i fyrsta sinn sem sænska lögreglan afhjúpar stór- an, skipulagðan heróínsmygl- hring I Svfþjóð. Hringur þessi samanstendur af þrem hópum, sem haft hafa samvinnu um sölu eitursins. Sá hópur hringsins sem fyrst komst upp um eru tvö pör, bæði um tuttugu og fimm ára að aldri. Þau hafa viðurkennt að hafa tekið á móti um það bil einu kilói af heróini frá Hollandi, og selt það fjórum mönnum i Stokkhólmi. Þessir menn hafa allir verið handteknir. Mennirnir fjórir hafa að auki keypt heróin af að minnsta kosti átta aðilum i þriðja hópnum, sem lögreglan afhjúpaði á þriðjudags- kvöld. Talið er að efnið haf i komizt til Sviþjóðar i bifreið frá Hollandi. Herinn í erfiðleik- um vegna liðhlaupa Reuter, Beirut. — Yfirmenn hersins i Libanon, sem nú standa frammi fyrir vaxandi, uppreisnarbylgju meðal her- sveita sinna, hvöttu i gær stjórn landsins til að stöðva nú þegar og á róttækan hátt atburði þá sem hafa verið að gerast. — Samkvæmt upplýsingum frá stjórnmálamönnum i Libanon var hvatning þessi alvarleg við- vörun um að ef henni yrði ekki sinnt, myndi herinn taka til sinna ráða. Bréfið var gert opinbert i gær, eftir að liðhlaupar i hernum höfðu tekið á sitt vald þrennar herbúðir, þar af tvennar nálægt landamærunum við ísrael. Fréttir hafa einnig borizt af átökum millii uppreisnarmanna og „tryggra” hermanna nálægt flugherstöðinni við Rayak i Austur-Libanon. Tveir her- menn, einn úr hvoru liði, biðu bana i átökunum. Liðhlaupar, sem fylgja Ahmed Al-Khatib, liðþjálfa, að málum, höfðu i gærkvöldi á sinu valdi tvennar herbúðir og stór- skotaliðshreiður nálægt isra- elsku landamærunum. Rashid Karami, forsætisráð- herra, sagði i gær, að uppreisnir þær sem nú breiðast út i hernum i Libanon, væru ógnun við stöðu og einingu hersins og gætu leitt til alvarlegra átaka i Libanon. t Beirut reið einnig yfir mannránaalda i gær. Þar voru að verki hópar einstaklinga, sem kröfðust þess að þeir sem handteknir hafa verið undan- farna daga verði látnir lausir. Talsmaður eins af stjórnmálaflokkunum i landinu sagði i gær að sveitir hans hefðu verið i viðbragðsstöðu i nokkra daga, en enn hefðu engír tekið sér stöðu meðfram viglinunum úr borgarastyrjöldinni. ÍHALDSANDSTAÐAN „HNEYKSLUÐ Á AÐSTOÐ BRETA VIÐ MOSAMBÍK Reuter, London. íhaldsflokkur- inn brezki, sem er i stjórnarand- stöðu, lýsti i gær „hneykslun” sinni á ákvörðun rikisstjörnar Verkamannaflokksins um að veita Mósambik efnahagslega aðstoð meðan landið „ynni að hermdarverkum og blóðsút- hellingum við landamæri Ródesiu”. Afstaða thaldsflokksins var birt i neðri deild þingsins i ræðu ÍílllSHORNA A ÁIVIILLI Stjórnmálavaldi náð með kynferðisofbeldi Reuter, Brussel. Stjórnmála- iegu valdi er haldiö yfir konum með kynferöislegu ofbeldi, segir i lokaályktun alþjóðlegrar kvennaráðstefnu, sem haldin var I Bríissel og lauk á þriöju- dag. 1 yfirlýsingunni sagði enn fremur: „Allar árásir á hrein- leika konulikamans og á á- kvarðanafreisi kvenna verður að fordæma”. Skipuleggjendur ráöstefnunn- ar, sem fjallaði um glæpi gegn konum, hafa i hyggju að senda afrit af ályktuninni til rikis- stjórna þeirra landa, sem áttu fulltrúa á henni, og einnig til Kurt Waldheim, aðalritara S.þ. A ráöstefnuna komu um eitt þúsund konur frá rúmlega tutt- ugu löndum. A henni var mót- mælt þrældómi, fjölkvæni, nauðgunum, þröngvun kvenna til vændis og misrétti gagnvart kynvilltum konum. Karlmönnum var meinaður aögangur að ráðstefnunni. Tiunda hvert siys skemmdarverk Reuter, Nýju-Delhi. Skemmdarverk voru meginor- sök allt aö eins af hverjum tiu járnbrautarslysum i Indiandi á siöast liðnu ári, segir i fréttum frá Nýju-Delhi. Talið er fullvist, aö niutiu og fimm af rúmlega þúsund slys- um þar á árinu hafi orsakazt af skemmdarverkum, en af- gangurinn vegna tækjabilana og kæruleysis starfsliös. Á árinu fórust alls 278 manns i járnbrautarslysum á Indlandi og um nlu hundruð slösuðust. Byssumaðurinn i Frankfurt iekinn_______ Reutcr, Frankfurt. — Vopnaöur maður, sem á þriðjudag tók tvo gisla i réttarsal i Frankfurt og krafðist lausnargjalds fyrir þá, var handtekinn i gær, eftir um þrjátiu tima viðureign lögregl- unnar við hann. Gislamir vom ómeiddir. Samkvæmt fréttum, sem iög- reglan var ekki reiðubúin að staðfesta, var byssumaðurinn sjálfur særður. Maðurinn hafði krafizt þess, að fangi nokkur yrði látinn laus, að honum yrði greidd stór pen- ingaupphæðog fengin flugvél til að fara til Kúbu. Þegar hann var handtekinn hafði hann fengið peningana og var kominn út á flugvöll. Maðurinn mun hafa beitt byssunni eitthvaö, en þó likiega aðeins til viðvörunar, þvi að enginn annar meiddist. Drápu f jóra særðu einn________________ Reuter, Bucnos Aires. Fjórir lögreglumenn týndu lifi og sá fimmti særöist alvarlega, þegar vopnaöir menn réöust á verk- smiðju i Buenos Aires á þriðju- dag. Atburður þessi átti sér stað < nálægt Ramallo. Mennirnir, sem vopnaðir voru byssum, hófu skothrið á eftir- litssveit lögreglu sem nálgaðist verksmiðjuna, og flýðu siðan inn i skóglendi þar nálægt. Lögregla og öryggisverðir telja sig hafa umkringt mennina þar. Talið að hundrað og tuttugu hafi farizt NTB, Moskvu. óopinberir aðil- ar i Sovétrikjunum hafa skýrt frá þvi, að á þriðjudag hafi um eitthundrað og tuttugu manns farizt með flugvél sem hrapaði nálægt Jervan I Armeniu. Vélin, sem var i eigu sovézka félagsins Aeroflot, var af gerð- inni Iljusjin 1-118 Turoboprop. Hún var byggð fyrir 122 farþega og hafði fimm manna áhöfn. Orsakir slyssins eru ekki kunnar, en samkvæmt heimild- um i Moskvu lifði enginn slysið af. Reginald Maudling, talsmanns flokksins um utanrikismál. Mikil reiði hefur brotizt út meðal hægrisinnaðra ihalds- manna i Bretlandi, vegna þeirrar ákvörðunar stjórnarinnar að veita Mósambik efnahagsaðstoð til að bæta tjón það, sem iandið verður fyrir vegna lokunar þess á Reginald Maudling, talsmaður ihaldsmanna i utanrikismálum. Ásfralía í aðstöðu fil orkueinokunar árið 2000 ? vegna mikilla úraníumndmasvæða þar Til stuðnings yfirlýsingu sinni um væntanlega einokunaraðstöðu Astraliu sagði Anthony að þar væri að finna i jörðu um fjórðung (25%) af þekktum úraniumlind- um vestrænna rikja, og að um ár- ið 2000 myndi að minnsta kosti helmingur allrar orkui heiminum verða framleidd með kjarnorku. — Þessi einokunaraðstaða Astraliu er að einu leyti áhyggju- efni, sagðiráðherrann, — þvi með þessum úraniumbirgðum er upp á okkur neytt ábyrgðinni sem fylgir þvi að nýta orkulindir þess- ar skynsamlega og af viti. Reuter, Perth. — tlranium mun koma Astraliu i einokunaraðstöðu á orkumarkaði veraldar innan tuttugu ára, eða svipaöa aðstöðu og oliuútflutningsriki Araba eru i nú, sagði Dough Anthony, að- stoðar-forsætisráðherra Astraliu á blaðamannafundi I gær. Anthony gaf þessa yfirlýsingu i samtali við blaðamenn á tveggja daga ferðalagi sinu um náma- svæðin i Vestur-Ástraliu. Sagði hann, að úraniumbirgðir Astraliu væru mun meiri en nokk- ur gerði sér grein fyrir i dag. Viðkvæmt jafnvægi fæðufram- landamærum við Ródesiu. James Callaghan, utanrikis- ráðhera, svaraði Maudling og sagði honum að snúa frekar árásum sinum i átt til Ians Smith, forsætisráðherra Ródesiu og reyna að neyða hann til að semja við svarta meirihlutann i landinu. Sagði utanrikisráðherrann, að Bretland fagnaði samræðunum milli Smith og Nkomo, en væri ekki þátttakandi i þeim. Hann hvatti Smith enn einu sinni til að mæta lögmætum stjórn málalegum kröfum svarta meirihlutans i Ródesiu. Að lokum sagði hann svo: — Hersveitir skæruliða eru i þjálfun við landamæri Ródesiu og minn skilningur er sá að nágrannar landsins vilji leita fiðsamlegrar niðurstöðu, en þeir óttist aftur á móti, að itrekaðar tafir Smiths á álinu muni gera opnaviðskipti óhjákvæmileg”. leiðslu NTB. óheppilegt veðurfar í einhverjum eða öllum af þrem mestu kornfram- leiðslurikjum Bandarikj- anna, Kansas, Norð- ur-Dakóta og Iowa, gæti valdið neyðarástandi á mat- vörumarkaði veraldar. Það er einn af leiðandi sér- fræðingum i fæðuöflunar- málum veraldar, Monte Yudelman, sem hefur bent á þetta, og hefur hann enn fremur vakið athygli á þvi að bændur i Norður-Ameriku muni að öllum likindum framleiða allt það korn, sem önnur lönd veraldar fá keypt i ár. Það sem mestum óróa veldur er þó það, að ef þró- unin heldur áfram i sömu stefnu og undanfarin ár, mun komeftirspurn i heiminum verða 85 milljónir tonna um- fram framboð árið 1985. Sjötíu fangar undir átján ára aldri NTB, Osló. — Að meðaitali sitja um það bil sjötiu dreng- ir og ein stúlka undir átján ára aldri i norskum fangels- um. Það var dómsmálaráð- herra Noregs, Inger Louise- hvalle, sem upplýsti þetta i spumingatima á þingi. Hún sagði ennfremur, að dómsmálaráðuneytið, i sam- vinnu við félagsmálaráðu- neyti og kirkju- og mennta- málaráðuneyti, hefðu i at- hugun hvort fangelsun svo ungs fólks væri nauðsynleg. Kemur til átaka í Skotlandi? — vegna ósamstæðra viðhorfa um sjálfstæðismáls þjóðarinnar Reuter, Edinborg. Prófessor John Erickson, yfirmaður stjórn- mála- og varnarmáladeildar Há- skólans i Edinborg, sagði i ræðu á þriðjudag, að — innanlandserjur og ofbeldi myndi að öllum likind- um brjóiast út i' Skotlandi, vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnarfari landsins. Breyting- arnar sem um ræðir eru tillögur, sem eiga að tryggja Skotum sjálf- stæði að einhverjum hluta. A þvi augnabliki sem okkur verður veitt sjálfstæði, eða ákveðið að veita okkur það ekki, mun hefjast skothrið á strætum úti, sagði prófessorinn. — A hvorn veginn sem sjálfstæðismálið verður afgreitt, koma öryggis- yfirvöld til með að eiga við mik- inn vanda að glima. Þegar hafa borizt hótanir frá herskáum þjóðernissinnum, þess efnis, að ef tafir verði á að veita Skotum sjálfstæði, muni koma til ofbeldisaðgerða. Ef aftur á móti Skotum verður veitt sjálfstæði, þykir söguleg þróun i landinu benda til þess, að það muni skipta sér niður i hluta, sem siðan myndu berjast innbyrðis. Prófessor Erickson fullyrti, að þegar væri i umferð i Skotlandi nokkuðaf a-evrópskum rifflum af gerðinni Kalashnikov AK-47. Leiðtogi Skozka Þjóðarflokks- ins, Donald Stewart, réðst i gær harkalega á Erickson fyrir um- mæli hans, og sagði þau hættuleg öryggi manna i Skotlandi, þar sem þau gætu hvatt fólk til of- beldis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.