Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarf lug
HVERT SEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Simai-27122-11422
56. tölublað —Fimmtudagur 11. marz 1976 — 60. árgangur.
TKNGIR"
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Sigiuf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
hólmur — Rif Súgandafj;
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
t2
Brezku freigáturnar lögðu enn
einu sinni til atlögu við is-
lenzkt varðskip i gær, og varð
Baldur að þessu sinni fyrir
barðinu á freigátunni Dio-
mede, en sú freigáta hefur áð-
ur vegið að Baldri og munaði
þá minnstu að varðskipið
sykki.
SYNING A HANDRITUM, MYNDLIST
OG KYNLEGUM GRIPUM ÚR FÓRUM
KARLS EINARSSONAR DUNGANONS
SJ—Reykjavik. A listahátið i
sumar mun Listasafnið efna tii
sýningar á verkum Dunganons,
Aðför að Baldri:
Ásígl
i
23j
■ng
iu tilraun
Gsal-Reykjavik —Brezka freigátan Diomede sigidi i gær á mikl-
um hraða á varðskipið Baidur og iaskaði það nokkuð. Engin siys
urðu á mönnum. t skeyti til stjórnstöðvar Landhelgisgæzlunnar
frá Höskuldi Skarphéðinssyni, skipherra á Baldri, segir m.a. að
það, sem sérstaklega hafi einkennt siglingu freigátunnar, hafi
verið liinn mikli hraði, og telur Höskuldur að það beri vott um
heift.
bað var kl. 14.40 i gær, að freigátan Diomede sigldi á Baldur,
en skipin voru þá stödd á friðaða svæðinu á Þistilfjarðargrunni
um 31 sjómilu frá Langanesi. Fyrir ásiglinguna hafði freigátan
Mermaid gert harðsnúnar ásiglingartilraunir, en alls urðu ásigl-
ingartilraunir Mermaids 18 að tölu, að sögn skipherrans á
Baldri, Höskuldar Skarphéðinssonar.
Diomede hafði gert fjórar árangurslausar ásiglingartilraunir
á Baldur, en það var i fimmtu tilrauninni sem ásiglingin varð.
Diomede sigldi á bakborðshorn varðskipsins, og urðu helztu
skemmdir þær, að afturgálgi og keðjubraut eru nú undin, og á
efra þilfari, þar sem gálgafótur er festur, hafa einnig orðið
nokkrar skemmdir. Skemmdir á Diomede virðast ekki miklar að
sjá, að sögn Höskuldar, en það var ankeri freigátunnar sem
komu á bakborðshorn varðskipsins.
Um tima tóku þátt i aðförinni að Baldri, auk freigátnanna
tveggja, dráttarbátarnir Euroman og Statesman, ásamt togar-
anum Primella. Að sögn talsmanns landhelgisgæzlunnar er
áhöfn á þessum brezku skipum á sjötta hundrað manns, en skip-
verjar á Baldri eru aðeins 23.
eða Karls Einarssonar.
Dunganon lézt fyrir nokkrum
árum og eftirlét Listasafninu og
Þjóðskjalasafni Islands mikið
af teikningum, handritum og
öðrum hlutum.
Dunganon var skáld og orti á
ótal tungum, listmálari og
söngvari.
Hann tók sér nafnbótina
hertogi af St. Kilda og veitti
einnig öðrum heiðursnafn-
bætur, og er trúlegt að ein-
hverjar slikar verði á sýning-
unni á Listahátið. Hann gaf út
ljóðabókina Corda Islandica.
Halldór Kiljan Laxness, hefur
skrifað smásögu með sama
nafni um Dundanon, sem hann
nefnir Karl Einfer, en það nafn
notaði Karl i Færeyjum. Sú
saga er i Sjöstafakveri. 1 Völu-
spá á hebresku segir Laxness
einnig frá Karli Einfer.
Dunganon fæddist á Seyðis-
firði, átti unglingsár i
Færeyjum, en dvaldist lengst af
i Danmörku. t Brussel rak hann
þó um skeið hjónabandsmiðlun,
ásta stjörnufélag. Hann var út-
varpsþulur i Þýzkalandi
nazista, og á þá einhverju sinni
að hafa sagt út yfir ljósvakann:
Svo kem ég aftur með sömu lyg-
ina á sama tima á morgun.
Björn Th. Björnsson og Stein-
þór Sigurðsson hafa umsjón
með sýningunni á verkum Karls
Einarssonar Dunganons, sem
eflaust marga fýsir að sjá.
Dunganon i heimsókn á tslandi
Reglur um meðhöndlun olíu þverbrotnar:
„Algjört skipulags- og
hugsunarleysi virðist
hafa ráðið ferðinni"
— SEGIR í SKÝRSLU FRÁ SIGLINGAAAÁLASTOFNUN
HHJ-Rvik —Engu er likara en al-
gjört skipulags- og hugsunarleysi
hafi að mestu ráðiö ferðinni þegar
oliubirgðageymarnir á flestum
þeim stöðum, sem skýrslan fjall-
ar um hafa verið settir niður.
Viða standa oliubirgðageymar i
miðjum ibúðahverfum, bröttum
fjallshiiðum og á svæðum, sem
vitaöer að fallið liala snjóflóð eða
aurskriöur og viða eru svæðin
sem oliubirgðageymarnir standa
á allt að þvi eins mörg og geym-
arnir. Má i þvi sambandi nefna
Sevðisfjörö, Neskaupstað og Fá-
skrúðsf jörð.
Þetta er orðrétt tilvitnun i
skýrslu um ástand oliustöðva á
Austfjörðum, sem tveir starfs-
menn Siglingamálastofnunar rik-
isins, þeir Stefán Bjarnason og
Magnús Jóhannesson, hafa tekið
saman. Ætlunin er að athuga á
næstunni hvernig ástatt er i þess-
um eínum i öðrum landshlutum,
en búizt er við þvi að ástandið sé
viðast jafn slæmt og á Austfjörð-
unum.
1 skýrslunni kemur fram að
■tjög viða er ölium umbúnaði
iugeyma áfátt og þvi ljóst að
:glur um þessi efni eru þver-
urotnar, en þar segir m.a. að svo
skuli um hnútana búið að olía
komist ekki til sjávar. t lysingum
á oliubirgðastöðvunum á Aust-
fjörðum kemur fram að viða er
um oliumengun að ræða og þess
jafnvel dæmi að olia hafi borizt i
saltgeymslu fiskverkunarstöðvar
i nágrenni oliugeyma, en slikt
henti á Breiðdalsvik.
1 skýrslu þeirra tvimenning-
anna eru auk lýsinga á núverandi
ástandi lagðar fram tillögur um
bætt skipulag oliubirgðastöðv.-
anna.
ORVÆNTING BRETA
kemur æ betur í Ijós
Tío
Sjó
tilviljanir
Víðavang
-*■ o
=iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiæ
FJ-Reykjavik. Örvænting brezku
togarasjómannanna á islands-
miðum er nú sifellt betur að sýna
sig. i gær birtist i brezka blaðinu
Daily Express skeyti frá einum
skipstjóra, Michael Paterson að
nafni, þar sem hann krafði rikis-
stjórnina um raunverulega vernd
— að öðrum kosti væri rikis-
stjórninni bezt að segja af sér.
Ef fjórum litlum varðskipum á
að leyfast að eyðileggja allt fyrir
djúpsjávarflota Breta, vegna
þess að brezka rikisstjórnin hefur
ekki manndóm i sér til að verja
hagsmuni okkar — þá er bezt að
ráðherrarnir hverfi allir með tölu
úr ráðherrastólunum. Paterson
segir i skeytinu, að hann sé ekki
einn um þessa skoðun, heldur sé
það samdóma álit allra brezkra
togaramanna á tslandsmiðum, að
brezka rikisstjórnin sé einskis
álits verð fyrir linkind sina i land-
helgisstriðinu. Paterson þessi er
skipstjóri á Primellu frá Huli, og
hefur hann ekki farið varhluta af
árangursrikum aðgerðum varð-
skipanna.
Jack Evans, forseti sambands
togarasjómanna i Grimsby, tekur
undir framangreind orð skip-
stjórans og segir þau endurspegla
viðhorf allra. — Okkur er þröngv-
að til að leggja upp laupana, og
ekki virðist rikisstjórnin hafa
minnstu áhyggjur af þvi, segir
Evans. Hann segir og, að gremja
brezkra togaramanna á Islands-
miðum sé nú slik, að senn verði
mælirinn fullur og þá muni
togarasjómenn sjálfir taka upp
ásiglingar á varðskipin.
Þriðji hluti Opins
dómsmálaráðherra, Ólafs
Jóhannessonar, til Þorsteins
Pálssonar, ritstjóra,
birtist í Tímanum á morgun