Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. marz 1976 TÍMINN 3 Árásarmað- urinn gaf sig fram — eftir að hafa lesið frétt Tímans Gsal-Reykjavik — Frétt i Timanum i fyrradag um árás á ungan pilt i veitingahúsinu Klúbbnum s.l. föstudagskvöld, varö til þess að árásarmaður- inn gaf sig fram við rann- sóknarlögregiuna, en eins og greint var frá I fréttinni varð að flytja piltinn á gjörgæzlu- deiid Borgarspitalans eftir árás mannsins. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar gat maðurinn gefið litl- ar skýringar á framferði sinu. Hann var ölvaður er atvikið gerðist. Ungi pilturinn er nú talinn úr lifshættu og á góðum bata- vegi. Happdrætti Háskólans: Dregið um 110 milli. Miðvikudaginn 10. mars var dregið i 3. flokki Happdrættis Há- skóla Islands. Dregnir voru 8640 vinningar að fjárhæð 110.070.000 krónur. Hæsti vinningurinn kr. ein milljón kom á miða nr. 33.996 Trompmiðinn og þrir aðrir voru seldir i Aðalumboði , Tjarnar- götu 4. 1 miðinn var seldur i um- boðinu Djúpavogi. 500.000 króna vinningur kom á miða nr. 2.321. Allir miðarnir voru seldir i umboði Frimanns Frimannssonar, Hafnarhúsinu. 200.000 króna vinningur kom á miða nr. 19.054. Trompmiðinn og tveir aðrir voru seldir i umboði Þóreyjar Bjarnadóttur, Kjör- garði. Einn miðinn var seldur á Akureyri og einn á Skagaströnd. 50 þús. kr. vinningar komu á miða númer: 1164 3389 8196 8198 10400 13346 14635 16516 17783 22572 22729 23544 24708 25069 32915 33995 33997 37095 45026 46236 46664 46958 52041 53112. Fiðlukonsert eftir Stravinsky frum- fluttur í kvöld Tólftu reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands verða haldnir i Háskólabiói fimmtudaginn 11. marz kl. 20.30. Stjórnandi er Karsten Andersen aðalhljómsveitarstjóri, og ein- leikari er Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. Guðný leikur einleik i fiðlukonsert eftir Stra- vinsky og er það frumflutningur á þvi verki hér á landi. önnur verk á efnisskránni eru Bacchus og Ariadne eftir Roussel og Sinfónia nr. 6 eftir Tsjaikovsky. Sáttafundur útgefenda og blaðamanna gébé—Rvik. — Samningafundur hófst klukkan þrjú i gær hjá sáttasemjara rikisins milli full- trúa blaðamanna og útgefenda. Um kvöldmat var fundinum siðan frestað til klukkan ellefu i gær- kvöldi. Starfsmenn kjara- rannsóknarnefndar mættu á fundinn sáttasemjara til full- tingis. — Reiknað var meö að fundurinn i gærkvöldi myndi standa fram eftir nóttu. Ásgeir Bjarnason í þingslitaræðu: KJARNFOÐURFRAMLEIÐSLA, ORKU- MÁL OG LÁNAMAL LANDBÚNAÐARINS MERKUSTU MAL A BUNADARÞINGI MÓ—Reykjavik. — Búnaöarþingi lauk I gær. Þingið stóð i 17 daga og voru 20 fundir haldnir. Alls voru 53 mál lögð fyrir þingið, og eru það fleiri mál en oftast áður. Af þessum máium voru 48 af- greidd. Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags Islands, sleit þing- inu með ræðu. Þar gat hann nokk- urra mála, sem hann taldi að væru merkust þeirra, sem búnaðarþing hefði fjallað um. 1 fyrsta lagi ályktun um kjarn- fóðurframleiðslu innanlands. 1 þeirri ályktun skorar búnaðar- þing á landbúnaðarráðherra að hann skipi nefnd til að gera heildaráætlun um eflingu fóður- iðnaðar innanlands, er fullnægt geti að mestu fóöurbætisþörf landbúnaðarins. Þá eru talin upp í niu liðum þau atriði, sem sérstaka áherzlu ber að leggja á. 1 öðru lagi nefndi Asgeir Bjarnason i ræðu sinni orkumál- in. Þarerum að ræða að ljúka rafvæðingu sveitanna, leggja þangað þriggja fasa rafmagn og jafna orkuverðiö. Einnig að kanna möguleika á aukinni nýt- ingu jarðhitans. Áralangri baréttu lokið með athyglis- verðum úrslitum: Bóndi sviptur rétti til að eiga fénað JH—Reykjavík. — Fyrir nokkr- um dögum lét Asgeir Pétursson, sýslumaður i Borgarnesi flytja brott allt búfé af einum bæ i lög- sagnarumdæmi sinu, Heynesi i Innri-Akraneshreppi. Var þetta gert að undangengnum hæsta- réttardómi þess efnis, að hlutað- eigandi bóndi var sviptur rétti til þess að hafa lifandi pening undir höndum næstu fimm ár, auk þess sem honum var gert að greiða sektir fyrir vanfóðrun búfénaðar og illa meðferð á honum. Bóndiþessi hefur lengi verið al- ræmdur fyrir hörmulega umhirðu á fénaði sinum, og hafa yfirvöld hvað eftir annað hlutazt til um mál hans á liðnum árum. En hann hefúr ekki látið sér segjast, og jafnan sótt aftur i sama horf. Var þá hafin sakamálarannsókn, og að þvi búnu höfðað mál gegn bóndanum, er þó hefur þráazt unz málið var loks til lykta leitt með hæstaréttardómi. Þessi dómur markar timamót að þvi leyti, að hér mun maður i fyrsta skipti hafa verið sviptur rétti til þess að eiga fénað eða hafa hann undir höndum. Hann er áfangi i sögu dýravemdunar i landinu og hefur mikið gildi, ef til þess kemur, að sækja þarf slikt mál á hendur öðrum mönnum, sem ekki búa svo aðfénaði sinum, að við verði ekki unað. ... \ Gsal-Reykjavik — Miklar raf- magnstruflanir voru á Reykjavikursvæðinu I gær- kvöldi og var i einstaka bæjar- hluta rafmagnslaust i u.þ.b. hálfa klukkustund. Orsök raf- magnstruflananna var sam- sláttur á háspennulinum við Búrfell, en þar var um tima i gærkvöldi ofsaveöur eða tólf vindstig. Sfðan ræddi hann um lánamál landbúnaðarins, en gerðar .voru á þinginu itarlegar tillögur um lán til jarðakaupa og lán til fram- kvæmda i landbúnaðinum. Fyrir þingið voru lögð nokkur lagafrumvörp, og má þar nefna: Frumvarp til byggingalaga og frumvarp til skipulagslaga og taldi forseti þau hafa mikla þýð- ingu fyrir framkvæmdir i sveit- um landsins. Þá var frumvarp um fjallskilamál og fjallskil af- greitt, og sagði Asgeir, að þing- fulltrúum væri vel ljóst að þar væri stefnt i rétta átt. Nýting landsins og ræktun væri undir- staða þess að landbúnaður bless- ist og blómgist. Þessu næst nefndi formaður búnaðarfélagsins, að mikið hefði verið rætt um ræktunarsam- böndin, sem viðast hvar eru sá félagslegiaðili, sem sér um fram- kvæmd ræktunarmála. Þessi sambönd standa höllum fæti fjár- hagslega, þvi að vélvæðingin kostar mikið fjármagn. Þá gat formaður um þær breytingar, sem gerðar hefðu verið á lögum Búnaðarfélagsins, þar sem konur og karlar hafa nú fengið jafnan félagslegan rétt. Einnig minnti hann á, að rætt hefði verið um Bændaskólann á Hólum og samþykkt ályktun um að hann yrði efldur I tilefni aldar- afmælis skólans. Þá gat formaður þess einnig að rætt hefði verið um það mikla vandamál, sem skapazt hefði hjá mjólk'urframleiðendum i sam- bandi við nýafstaðið verkfall og ályktanir verið gerðar þar um. Siðan sagði Asgeir Bjarnason: ,,Mörg fleiri mál voru rædd og afgreidd, þótt þau verði hér ekki talin. Umræður um mál á þessu þingivoru meiri en oftastáöur, og voru menn hispurslausir i tali, eins og vera ber. Þá vil ég á það minna, að á þessu þingi voru flutt 5 erindi, sem öll voru fróðleg, gagnleg og skemmtileg.” 1 lok ræðu sinnar sagði Asgeir Bjarnason: ,,Það er nauðsynlegt að horfa fram á veginn, en þó er alltaf við og við holltað staldra við, og gera gébé Rvik — Sáttasemjari rikis- ins hefur boðað samningafund með með konum úr Kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness og at- vinnurekendum, sama stað, klukkan tiu fyrir hádegi i dag. Má þvi búast við að einhver sér grein fyrir fortíðinni. Það eru sannindi sem Hjálmar frá Bólu sagði i kvæöinu Dreplingur: Mikið sá vann, sem vonarfsinn braut með súrum sveita. Hægra mun síðar að halda þýðri heilla veiðivök. Það var gæfa islenzkra bænda þegar þeir mynduðu hreppa- búnaðarfélögin og siðar búnaðar- sambönd og Búnaðarfélag íslands. Það er okkar allra, að halda þýðri þeirri heillaveiðivök bændastéttarinnar, það eru búnaðarsamtökin. Það er ósk min og von, að sú stefna i landbúnaði, sem Búnaðarþing þetta markar, megi verða til gæfu og gengis fyrir bændur, landbúnaðinn og þjóðina. skriður fari að komast á samninga á Akranesi. — Allt var með kyrrum kjörum á Akranesi i gær, engin verkfallsbrot og að sögn kvenna i verkalýðsfélaginu: Allt er friðsamlegt og rólegt hjá okkur. SÁTTAFUNDUR Á AKRANESI í DAG RÁÐSTEFNA UM EFNA- HAGS- OG ATVINNUAAÁL — sem Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur á laugardaginn um hugmyndum um þau mál, sem þar verða rædd. Markús Stefánsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavikur, mun setja ráðstefnuna og Ölafur Jóhannesson dóms- og viðskipta- ráðherra mun fiyt ja ávarp. Siðan veröa flutt fjögur framsöguer- indi: Jakob Magnússon fiskifræðing- "ur, mun sérstaklega ræða hin breyttu viðhorf að þvi er sókn og sóknartilhögun snertir i fiski- stofnana. En einnig mun hann drepa á framtiðarnýtingu karfa- miöa og 6 fleiri fisktegunda. en karfinn er sérgrein dr. Jakobs, sem kunnugt er. Kristján Friðriksson, iðnrek- andi mun telja upp nokkur iðnaðartækifæri, en einnig ræða um fyrirgreiðslur annars vegar og hindranir hins vegar. sem i gildi eru af opinberri hálfu að þvi er snertir vöxt iðnaðar. Ásmundur Stefánsson. hag- fræðingur, mun leitast við að sundurliða viðskiptahallann svó auðveldara verði að átta sig á þvi hvernig hann hefur myndazt. og siðan mun hann drepa á hugsan- lega valkosti til úrbóta. Páll Pétursson alþingismaöur mun svo ræða stefnufhörkunina i efnahagsmálum af hálfu Alþingis, væntanlega bæði að þvi er snertir skammtima úrræði. en einnig gera forráðamenn ráð- stefnunnar sér vonir um að stefnumörkun miðuð við nokkur næstu ár komi fram. Alþingi er um þessar mundir af sumum legið nokkuð á hálsi fvrir forystuleysi. Að hve miklu levti kunna þessar ásakanir að vera á rökum reistar? A framkvæmdar- vald og löggjafarvald þarna e.t.v. ekki óskilið mál? Ráöstefnustjóri verður Jón Abraham Ölafsson sakadómari. MÓ-Rcykjavik. — A laugardag gengst Framsóknarfélag Reykja- vikur fyrir ráðstefnu um efna- hags- og atvinnumál og verður ráðstefnan haldin að Rauðarár- stig 18 i Reykjavik, og hefst kl. 9.00. Þar verður fjallað um breytta tilhögun fiskveiða vegna nýrra viðhorfa, val nýrra iðn- greina, viðskiptahalla við útlönd og stefnumótun Alþingis i at- vinnu- og efnahagsmálum. Siðan verður fjallað um málaflokkana i umræðuhópum.ogmá fullyrða að þeir, sem ráðstefnuna sækja, munu kynnast að nokkru ákveðn- Sýningu þeirri á islcnzkri popplist, sem staðið befur yfir i Listasafni islands, átti að Ijúka 14. þ.m. en sökum mikillar aðsóknar befur sýningin nú verið framlengd til mánaðamóta. Listasafnið er opið gestum, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá bálftvö til fjögur. Mvndin er tekin á sýningunni. Timamynd Itóbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.