Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.03.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 11. marz 1976 Hofgyðja ólympíueldsins sá í fyrsta skipti snjókomu Griska leikkonan Maria Moscholiou hefur tendrað ólympiueldinn fyrir vetrar- ólympiuleikana siðan þeir hófustárið 1964. A ólympsfjalli i Grikklandi kveikir hún eldinn með þvi að láta sólargeislana falla i gegn um stækkunargler. Þetta hefur hún gert á fjögurra ára fresti, og fyrir utan hana er enginn atvinnuleikari þátttak- andi i athöfninni. Hún er fræg * leikkona i griska þjóðleikhúsnu, en það kom upp úr kafinu skömmu fyrir ólympiuleikana i Innsbruck, að hún hafði aldrei séð snjó. Henni var þvi boðið til Austurrikis, en það sérkenni- lega atvik kom fyrir, að raf- magnsljósin i flugvallarbygg- ingunni slokknuðu i nokkrar minútur, um það bil sem hún lenti i Vin. * Gimsteinar frá Úral Hafin hefur verið að nýju vinnsla gimsteina i Musinnám- unni i Úral. Náman fannst fyrir 300 árum en hefur legið ónotuð eftir að hún var tæmd. Áður fór námugröfturinn fram nokkra tugi metra undir yfirborði jarð- ar og unnu menn þarna úr jörðu topas, ametyst, turmalin, mari- on og fleiri tegundir gimsteina. Sovézkir jarðfræðingar hafa nú rannsakað jarðlög, sem liggja þarna dýpra, og á 120 og 150 metra dýpi fundust nýjar gimsteinanámur. Gömlu nám- unni hefur nú verið breytt i nýtizkulega námu og er hafin þar skipuleg vinnsla verðmætra gimsteina. í fótspor frændans? Hún Louise Olivier, sem við sjá- um héma á myndinni, getur státað af afskaplega frægum frænda, sem er enginn annar en leikarinn snjalli, Sir Laurence Olivier. Sjálf er hún þekkt og vellaunuð fyrirsæta, en stóri draumurinn er að gerast leik- kona. Varla ætti útlitið að hamla henni á þeirri braut, og ef þaö er satt sem sumir segja, að leik- hæfileikar gangi í ættir, hefur hún sannarlega betri möguleika en flestir aðrir. Kunnugir segja lika, að Louise vanti hvorki dugnaðinn, áræðið né bjartsýn- ina, svo að ekki er loku fyrir það skotið, að við eigum eftir að dást aö heniii á hvita tjaldinu I fram- tiðinni. o ö I r' „Trúöu mér, þér er ofaukið á myndinni, mamma.” DENNI DÆMALAUSI „Getur þú ekki talað hærra? Það er æpt svo ægilega hérna.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.