Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 1
/■
Leiguf lug—Neyðarf lug'
HVERTSEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122 — 11422
SLONGUR
BARKAR
TENGI
%,
Wh
J Ul ____M- i_-
Landvélarhf
Sfeingrímur Hermannsson,
ritari Framsóknarflokksins:
Tel rétt, að sendi-
herra okkar hjá
NATO verði
heim
verður beitt, er til litils gagns. Ég
er þvi fylgjandi, að sendiherra
okkar hjá Atlantshafsbandalag-
inu sé kvaddur heim. Þeirrar
skoðunar eru fjölmargir Fram-
sóknarmenn, en um það hefur
ekki náðstsamstaða innanstjórn-
arflokkanna.”
í ræðu sinni lýsti Steingrimur
Hermannsson yfir vonbrigðum
sinum vegna afstöðu Bandarikja-
manna við málaleitan rikis-
stjórnarinnar um hraðbáta til
Landhelgisgæzlunnar.
Þessar myndir voru teknar
er islenzkt varðskip skaut
fyrsta skotinu i þessu
þorskastriði. A neöri mynd-
inni hleypur skotið úr byssu
Ægis og efri myndin er tekin
andartaki siðar og sýnir
afstöðuna til togarans.
Timamyndir: örn Rúnars-
son.
kallaður
AÞ-Reykjavik. — í ræðu þeirri,
sem Steingrimur Hermannsson,
ritari Framsóknarflokksins, flutti
við útvarpsumræðurnar i gær-
kvöldi, sagðist hann telja rétt, að
tslendingar kölluðu sendiherra
sinn hjá Atlantshafsbandalaginu
heim vegna siðustu atburða i
iandhelgismálinu.
Orðrétt- sagði Steingrimur:
„Menn segja gjarnan, það er
mikill styrkur að þvi aö vera i At-
lantshafsbandalaginu. Ég spyr,
hver er þessi
styrkur? Var
það e.t.v. það,
sem reið bagga-
muninn, að
Bretar sökktu
ekki Tý um
daginn? Ég á
erfitt með að
koma auga á
styrkinn. Og um hitt er ég sann-
færður, að það vopn, sem and-
stæðingurinn veit, að aldrei
Síldveiðin í Norðursjó:
46 umsóknir bórust
gébé Rvik. — Fjörutiu og sex um-
sóknir hafa borizt sjávarútvegs-
ráðuneytinu um sildveiðileyfi i
Norðursjó. Þórður Asgeirsson,
skrifstofustjóri hjá sjávarútvegs-
ráðuneytinu sagði i gær, að nú
væri verið að vinna úr þessum
umsóknum, og athuga hvort
öllum væri fyllsta alvara með að
hefja þessar veiðar og hvort skip-
in fullnægðu skilyrðum til veið-
anna. Siðan mun heildarkvót-
anum verða skipt á miili skið-
anna, en Þórður sagði að enn væri
ekki afráðið hvernig sú skipting
færi fram.
Heildarsildveiðikvóti Islend-
inga i Norðursjó á þessu ári, er
9.200 tonn og auk þess 3000 tonn
vestan við fjórðu gráðu eða sam-
tals 12.200 tonn. Kvóta þessum
Framhald á bls. 9.
Utanríkisráðherra til Oslóar:
Talar máli íslendinga
á ráðherrafundi Nato
HERSKIPAÁRÁSUNUM MÓTMÆLT I ÖRYGGISRÁÐINU
OÖ-Reykjavik. — Einar
Agústsson, utanrikisráðherra,
fer I næstu viku til Osló til að
sitja utanrikisráðherrafund
Atlantshafsbandalagsins. Eftir
siðustu atburði á miðunum, er
brezk herþota hótaði að skjóta á
islenzkt varðskip að skyldu-
störfum, kom til tals, að utan-
rikisráðherrann afboðaði þátt-
töku sina i ráðherrafundinum.
En á rikisstjórnarfundi I gær,
var ákveðið að hann skyldi sitja
fundinn.
— Þessiákvörðun var tekin að
mjög vel athuguðu máli, sagði
Einar Agústsson I gær. A
fundinum mun ég aö sjálfsögðu
bera fram mótmæli og skýra frá
framferði brezka flotans innan
fiskveiðilögsögu okkar og skýra
utanrikisráðherrum Atlants-
hafsbandalagsrikjanna frá við-
horfum okkar tilalls framferðis
Breta hér við land. Ingvi
Ingvarsson, fastafulltrúi
Islands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, lagði i gær fram kæru á
hendurBretum I öryggisráðinu.
Ikærunnisegir aö brezk herskip
og dráttarbátar brjóti freklega
alþjóðlegar siglingareglur til að
aðstoða togara viö ólöglegar
veiðar i islenzkri fiskveiöilög-
sögu. Slikum skipum fjölgar og
aðgerðir þeirra veröa æ hrotta-
fengnari.
Skýrt er greinilega frá
atburðinum er freigáta sigldi á
varðskipið Tý og laskaði það,
hafi ásiglingin m.a. orsakað það
að skrúfublöð varðskipsins hafi
rifnað af. Margar ásiglingar
hafi átt sér stað þegar engir
brezkir togarar voru nærri og
varðskipin hafi ekki veriö aö
halda þeim frá veiöum er árásir
herskipa voru gerðar. Bent er á,
aö áhafnir varöskipanna séu i
mikilli lifshættu þegar herskip
og dráttarbátar gera árásir.
Loðna og djúprækja:
Skip verða
leigð til
tilrauna
gébé Rvik. — Samkvæmt þeim
uppiýsingum sem Timinn hefur
aflað sér, mun sjávarútvegsráðu-
neytið hafa ákveðiö að taka
nokkra báta á leigu fyrir Haf-
rannsóknastofnun, til veiðitil-
rauna á loðnu og djúprækju i
sumar. Eins og skýrt hefur verið
frá i Timanum hafa rannsóknir á
vciðum, bæði á loftnu fyrir Norft-
urlandi og djúprækju, verift á
dagskrá hjá Hafrannsóknastofn-
un um nokkurn tima og eins hefur
sjávarútvegsráftherra lagt á-
herzlu á þessar veiftar I sumar,
fyrir hinn verkefnalitla fiski-
skipaflota. Sennilegt cr talift, aft
veiði-
sjávarútvegsráftuneytið auglýsi
eftir loönuskipum og rækjubátum
til þessara tilraunaveiöa.
Veiðitilraunirnar á loðnu munu
fara fram fyrir norðan land og
einnig fyrir Norðvesturlandi.
Ákveðiö mun að leigja fjögur góð
loðnuveiðiskip til þessara veiða.
Tilraunir með veiði á djúp-
rækju verða bæði fyrir Norður- og
Austurlandi og er áætlað að leigja
þrjá báta til þeirra veiða.
Þá er einnig áætlað að gera til-
raunir með vinnslu og sölustarf-
semi fyrir báðar þessar fiskteg-
undir.