Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. maí 1976. TÍMINN 7 Tónskáldafréttir frá Kaliforniu Þegar við komum á bandariska bókasafnið að Nes- haga 16 á þriðjudagskvöldið (4. mai) voru þar saman komnir fáeinir gestir, aðallega tónlistarmenn og gagnrýn- endur. Andrúmloftiö var ögn vandræðalegt, þvi klukkan var orðin rúmlega hálfniu og sýnilegt að aðsókn yrði afar dræm: Menn stóðu i smáhóp og röbbuöu saman i hálfum hljóð- um, en aðrir ráfuðu um milli hillanna og skoðuðu bókatitla. Menningarstofnun Banda- rikjanna hefur haft uppi tals- verð tilþrif i vetur, nú siðast með málverka- og kvikmynda- sýningu Hans Richters. En tilgangur þessa fámenna hóps var að heyra Bandarikjamann- inn Ingram Marshall segja tið- indi af nýjungum i tónlist á Vesturströndinni, en hann gerði hér stuttan stanz á heimleiö úr ársdvöl i Stokkhólmi. Marshall erungur maður, virðistvera um þritugt, og i kynningu þeirri sem Victor B. Olason, forstjóri Menningarstofnunar Banda- rikjanna hér á landi, lét út ganga um hann, segir að hann sé þekktastur fyrir „tón-texta segulbönd” (text-sound) og „flutta” (live) elektróniska tónlist. í lok erindis sins lýsti hann dálitið eigin verkum, og varpaði þannig nokkru ljósi á þessi dularfullu orðasambönd. Átta ungskáld Marshall byrjaði ræðu sina með þvi aðgeta stuttlega amer- iskra, og þó einkum kaliforn- iskra, tónskálda af eldri kyn- slóðinni, s.s. John Cage og Milton Babbitt, en sneri sér siðan að hinum yngri mönnum. Þar varð fyrstur fyrir Terry Rileyog verk hans „In C”, sem byggist á þvi að endurtekin eru i sifellu, mest að geöþótta hljóð- fær aleikaranna, lagabrot i tóntegundinni C. Verk þetta tekur annars um 30 min. i flutningi, og er gert fyrir hljóð- færaskipan allt frá triói I hljóm- sveit. Marshall sagði „In (?"• teljast til timamótaverka, en i þvi gætti áhrifa frá John Cage. Næst var fluttur kafli úr 3. þætti tónverksins „Drumming” eftir Steve Rike, en verkiö allt er um hálfur annar timi að lengd. Þótt „In C” og „Drumming” virtust að ýmsu leyti lik, eru þessi tvö tónskáld, Riley og Rike (öll nöfn eru hér ágizkuð eftir framburði), mjög ólik,þviRikefylgir „formlegri” stefnu iþvi aðskrifa tónlistsina nákvæmlega og ætla hljóðfæra- leikurunum að fylgja nótunum út I æsar, en hljómlist Rileys er atburðarkennd. „Drumming” er skrifað fyrir 3 glockenspiel, 3 marimbur (vestur-afriskt hljóö- færi sem lfldst vibrafóni, en er órafmagnað og úr tré), 2 kven- raddir og 3 hljóðbumbur (tune drums). Aðalatriði tónlistar Rikes er mjög flókið takt- mynztur, sem verður til við örlitiö mismunandi takthraða hinna ýmsu radda: þær renna hver fram úr annarri, greinast sundur og sameinast aftur á ýmsan hátt. Þetta nefndi Marshall „phasing”. Rike var um tima f Ghana til að kynna sér afrfskan trumbuslátt. Þótt undarlegt megi heita, eru bæði „In C” og „Drumming” afar áheyrileg, með miklum skrið- þunga og fjörlegri framsókn, en „Drumming” er til á plötu hjá Deutsche Grammophon. Nú var fluttur kafli úr „Quintext” eftir Jim Tenny . Tenny þessi hefur, eins og flestir hinna, verið viðloðandi Califomia Institute of the Arts i Los Angeles, en það var stofnaö fyrir fé frá Walt Disney og þangað safnað alls konar lista- mönnum. Var mikið lif i tuskunum til að byrja með, en siðan tóku við mögur ár með rýrum sjóðum, og dró þá mjög úr starfseminni. En nú telja menn að hagur Strympu sé aftur að vænkast, hvað sem veldur. Þegar Tenny kom til Kalifomiu frá New York, var hann þekktastur fyrir elektróniska og tölvu- tónlist, en siðan þangað kom hefur hann einungis skrifað .fyrir hljóðfæri. Veldur þvl i og með áhugi kennara I hljóðfæra- leik við Listastofnun Kalifomiu, sem hafa mestan áhuga á þvi að spila nútimamúsik, ólikt flestum öðrum kennurum, að sögn Marshalls. „Quintext” er skrifað fyrir strengjakvintett (þ.e. kvartett og bassa) og vísar ,,—text” til þess, að hér er um „texture music” aðræða, en svo munu taktæfingar þeirra Rileys, Rikes og Tennys vera nefndar. Hinir ýmsu kaflar „Quintext” eru samdir til heiðurs hinum og þessum tónskáldum, og I kaflanum sem við heyröum var tekið ofan fyrir 19.-aldar tónskáldinu Carl Ruggles, og lagt út af lagi hans „Angels”. „Quintext” er gerólikt verk hinum tveimur, sem byggðust á hröðum og flóknum trumbuslætti — hér voru dökkar strengjaharmóniur mest áberandi. Peter Garland er ungur nemandi Tennys, sem auk þess að semja tónlist stofnaði tima- ritið „Soundings” fyrir fáeinum árum, þar sem prentaðar eru nótur verka af þessu tagi. Hefur „Quintext” veriðgefiö út I.tima- ritinu. Marshall flutti hluta úr verki Garlands „Apple bloss- oms”, sem skrifaö er fyrir 4 marimbur. The Black Earth Percussion Ensemble flutti, en hljóðfæraleikararnir munuráða að mestu hverja stefnu verkið tekur. Garland, eins og allir hinir, reynir fyrst og fremst að fullvinna örlitið efni, lagbút, einfalt taktmynztur, hljóm — og satt að segja með undraverðum árangri. Næst heyrðum við Daniel Lentz frá Santa Barbara, sem m.a. er þekktur fyrir fögur kór- veik, sem hann flytur með kór sinum The San Andreas Fault. En verkið sem við heyröum úr hér var llka gott „Söngur Siren- anna”, fyrir pianó, klarinettu, knéfiölu og kvenrödd (kven- fiðlarans). Verkið er samsett úr 12 söngvum sirenanna, en textinn er úr Ilionskviðu, sá hinn sami prentaður var i tónlistargagnrýni i Timanum 21. nóv. 1975. Þá var kynntur Chalamain Palestine, undramaður mikill sem gengur lengst allra manna I smæð efniviðar sins. Áður en hann kom að Listastofnun Kali- forniu, var hann þekktur fyrir rafeinda-trumbumúsik sina, en saga Marshalls af Palestine hefst þegar Listastofnunin keypti tvo Bösendorfer-flygla. Palestine renndi þegar til þeirra hýru auga, og ekki voru þeir fyrr komnir inn á gólf en hann settist við annan þeirra og byrj- aði að berja á hann sama hljóm- inn i sibylju. Tónlist Palestines er „ævintýri i yfirtónum”, og merkilega hrifandi, en kafli sá sem viðheyrðum (sem var sami hljómurinn barinn I sifellu á Bösendorfer-flygil af tónskáld- inu sjálfu), var hluti af 4ra tima verki. Annars segir Marshall tónleika Palestines teljast jafn- mikið til listasýninga og hreinn- ar tónlistar. En Palestine gerði betur en þetta, þvi hann komst i kynni við kirkjuorganista í Los Ange- les og fékk hjá honum leyfi til að spila i kirkjunni á hverjum degi milli 7og 8. Hér var hann enn aö rannsaka yfirtónana (eins og Guðmunda Andrésdóttir rannsakar hringformið), þvi meðanorgelmúsikin hljómaði i hvelfingum kirkjunnar, mátti sjá Palestine ganga um gólf fram og aftur — hann festi lykl- ana á orgelinu niðri með eld- spýtum og lét tónlistina vaxa af sjálfsdáðum úr einum hljómi. Steven Moscow er ungur maður á uppleið, sem auk „til- raunatónlistar” semur hvað- eina sem menn vilja heyra. Verk hans bera keim af leiksýn- ingu — maður þarf helzt að heyra þau á tónleikum, og jafn- framt að hafa partitúrinn fyrir augum (sagöi Marshall). Meðal verka hans er „Nótt hinna löngu hnifa” með söng á „frönsku”, en I þvi máli kann Moscow ekk- ert, heldur semur hann bara textann sjálfur. En við heyrðum kafla úr „Thursday Dutchess”, sem fengið hefur allmörg verð- laun hingaö og þangað. Þar eru alls konar hljóðfæri og raddir, tal, hróp, söngur, hóstar. Mars- hall sagði Moscow teljast til serialista-siöan-Webern eins og Milton Babbitt, og minni tónlist hann mest á serialista, sem truflazt hafi á geðsmunum. Að lokum sagði Ingram Marshallfrá sinni eigin tónlist, sem hann sagði af ýmsu tagi. En sýnishornið sem við fengum var af „fluttri elektróniskri tón- list”, sem byggist á samspili pólýnesiskrar flautu — gamboo — og „synthesizers”: Vélin er stillt við tónskala flautunnar siðan er leikið á hana, en vélin tekur við hljómnum og endur- sendir þá um fjórar rásir eftir elektróniska „meðhöndlun”. Upptaka sú sem viö heyrðum var gerö á tónleikum I Köln fyrir einu ári, en tónskáldið taldi miklu betri upptöku hafa orðið til i Stokkhólmi nýverið. Nú lét Marshall staðar numið, ekki vegna þess að efnivið þryti, heldur vegna hins, hve áliöiö gerðist kvölds. Þvi miöur komu aðeins 10 áheyrendur til þessa skemmtilega og fróölega fyrir- lesturs, en svo illa tókst til, að hannféll saman viðpróftónleika i Norræna húsinu. 10.5. Sigurður Steinþórsson Einarsson: ÓVARIÐ LAND Fyrir 25 árum tókst Bandarikj- unum að sannfæra meiri hluta al- þingismanna um það, að yfirvof- andi væri rússnesk árás á Vestur- veldin og þar með ísland, og þess vegna þyrftu íslendingar að hafa erlendan her I landinu til öryggis og varna. Rökin fyrir þessari kenningu voru þau, að styrjöld væri i Kóreu, hinum megin á hnettinum. 125 ár hafa málsvarar þessarar bandarisku kenningar beitt skefjalausum áróðri fyrir þvi, að lifsöryggi íslendinga sé undir þvikomiðað þeir hafi hér áfram hinn erlenda her. VL-undirskrift- irnar frægu voru svo gerðar til þess að kanna, hvernig áróðurinn hefði tekizt. Hugarfar Rússa til árásar á Vesturveldin skal hér látið liggja á milli hluta. Hitt ætti mönnum að vera ljóst, að i slikum hildarleik yrði beitt kjarnorkuvopnum. Til þess hafa þau verið gerð. Undir lok heimsstyrjaldarinnar fyrirfóru Bandarikin 200.000 Japönum, konum og börnum sem fullorðnum, I tveimur sprengjum á borgirnar Hirósima og Naga- saki. Nú eru sprengjur stórveld- anna a.m.k. hundrað sinnum skæðari drápstæki en þær voru fyrir 30 árum. í stórveldastyrjöld mun hvor aðilinn fyrir sig að sjálfsögöu beita þessum eyðingarvopnum að herstöðvum andstæðingsins. Her- stöö, ásamt viðáttumiklu um- hverfi, á þvi yfir höfði sér örlög Hirósima og Nagasaki, ef til stór- veldastyrjaldar dregur. Varla hefir japönsku borgirnar skort varnarlið, þar sem þjóðin átti I styrjöld. En hvað varð um það varnarlið gegn kjarnorku- sprengjunum? Svo eiga Islend- ingar að trúa þvi, að „varnarlið” á Kelavikurflugvelli veiti is- lenzku þjóðinni lifsöryggi. Tuttu og fimm ára áróðurs- blekkingar mega sin mikils, þaö sýndu nazistarnir þýzku. Varnarliðið á að „vernda” ís- lendinga meö þvi að njósna um ferðir rússneskra herflugvéla, herskipa og kafbáta, svo aö þeir komist ekki nálægt landinu. Það er eins og menn haldi aö Rússar þurfi að komast upp undir Krisu- vikurbjarg til þess að gera árás á Keflavikurflugvöll. En þeir þurfa þess ekki. Nú ráða þeir yfir þeirri tækni að geta skotið kjarnorku- sprengju heiman frá sér á flug- völlinn og þurrkað út mannvirki og mannlif. Hið sama geta Bandarikin gert, enda hafa þau æfinguna. Islendingar eiga ekki nema einn kost, til að draga úr geig- vænlegri hættu I hugsanlegri stór- veldastyrjöld. Þaö er að þurrka brott af landinu hinn erlenda her neð friðsamlegum hætti, áður en íann verður þurrkaður út með lyðingarvopnum. Sigurvin Einarsson. Aðalfundir samvinnu- félaganna á Blönduósi Mó-Reykjavik — Aðalfundir samvinnufélaganna i Austur- Húnavatnssýslu voru nýlega haldnir. 1 skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra Kaupfélags- ins kom fram að heildarvelta hjá félaginu var 657 milljónir króna og jókst hún um 49%. Afkoma fé- lagsins var mun verri en 1974, og eru orsakir þær, að meöalálagn- ing var lægri, vextir hærri og tap- rekstur nokkurra deilda félags- ins. Af framkvæmdum, sem unnið var að á árinu, má nefna að lokið var við byggingu útibús á Hóla- nesi. Kostnaður við þá byggingu var 19,5 milljónir kr. Auk þess var gengið frá plani við aðal- verzlunarhús, og var kostnaður við það rúmar fimm milljónir króna. Á fundinum var mikið rætt um erfiða rekstrarfjárstöðu Kaupfé- lagsins, enda hafa rekstrarlán til bænda hækkað mjög litið frá fyrra ári. Voru samþykktar ályktanir þar sem skorað var á stjórnvöld að veita meiri rekstr- arlán til landbúnaðarins, enda væri að öðrum kosti mikil vá fyrir dyrum. Cr stjórn Kaupfélagsins áttu að ganga Ingvar Þorleifsson Sól- heimum og Sveinn Ingólfsson Skagaströnd en þeir voru báðir endurkjörnir. A fundi Sölufélagsins kom fram, að verið er að ljúka við byggingu frystihússins og varð félagið þvi að leggja i mikla fjár- festingar á siðasta ári. Innlagðar sauðfjárafurðir hjá félaginu eru sifelltvaxandi,og varö 15% aukn- ing á afurðunum á siðasta ári. Hins vegar minnkaði mjólkur- framleiðslan i héraðinu, og komu fram á fundinum miklar áhyggj- ur bænda vegna þessarar þróun- ar. Úr stjórn Sölufélagsins áttu að ganga Jón Tryggvason Ártúnum og Stefán A. Jónsson Kagaðar- hóli. Jón baðst eindregið undan endurkjöri og var Sigurjón Guðmundsson Fossum kjörinn i hans stað, en Stefán var endur- kjörinn. Framkvæmdastjóri Samvinnu- félaganna á Blönduósi er Árni S. Jóhannsson. Innköllun hlutabréfa i Flugfélagi íslands og ___. Loftleiðum Afhending hlutabréfa í Flugleiðum hf. hefst föstudag- inn 14. mai n.k. Hluthafar fá afhent hlutabréf í Flug- leiðum gegn framsali á hlutabréfum í Flugfélagi íslands og Loftleiðum. Hlutabréfaskipti fara fram í aðalskrifstofu Flugleiða, Reykjavikurflugvelli alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma og einnig laugar- daginn 15. maí kl. 13-17. FLUGLEIHIR HF ■ liWlliftil ■dPHBB ■■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.