Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. mai 1976. TÍMINN 15 Á tilraunastigi Eimreiðin 3.-4. hefti 1975 Þess er geti& i upphafi þessa heftis, aö meö þvi séu komnir út aöfullu 80 árgangur af Eimreið- inni. t þvi sambandi eru birt 5 erindi úr upphafsljóði timarits- ins: Brautin, eftir Þorstein Erlingsson. Einnig er vitnaö til þess,sem Sveinn Sigurösson rit- stjóri sagöi um tilgang Tima- ritsins þegar Eimreiöin var fimmtug: „Eimreiöin hefur jafnan bar- izt gegn múgmennsku, þessari ófreskju hinnar blekkjandi hópsefjunar, sem hvilir á þjóð- lifinu og gerir þaö i ýmsum greinum andlega fátækt, dregur úr manngildinu og hneppir sjálfstæ&a hugsun i fjötra.” Undir þetta tekur núverandi ritstjóri, Magnús Gunnarsson, og segir til áréttingar, aö Eimreiöin sé „málgagn þess hóps manna, sem vilja efla frelsi og dáðir islenzku þjóöar- innar.” Þar meö viröist hann slá þvi föstu, aö þaö sé ekki nema hópur manna á hverjum tima sem vill efla frelsi og dáö- ir. Eimreiöin birtir nokkuö langt og rækilegt viötal við Ragnar i Smára.. Hann gerir þar grein fyrir lifsskoöun sinni. Þetta er merkilegt viötal og myndarlegt. Ragnar segir margt, sem vert er athygli og umhugsunar. Hann er Hka svo sérstakur mað- ur, sjálfstæður i skoðunum og á svo merkan feril, aö verðugt er að viöhorf hans geymist, og það engu siöur, þó að sumt kunni að þykja hæpið I ályktunum hans. Hins er svo alltaf að vænta, aö þegar aldraöur maður lýsir við- horfum sínum á yngri árum verði annar blær á þvi, en verið heföi á samtiöa frásögn, enda segir máltækið, að fár vill sina barnæsku muna. Ýmsum mun finnast aö Ragn- ar hafi ofmat á listum almennt, þvi aö margir eigum við erfitt með aö finna gildi og göfgandi áhrif sums þess, sem höfunda langar aö telja til lista. Óhætt mun aö segja, þegar horft er úr nokkrum fjarska á feril Ragn- ars i Smára, að stundum hafi hann lagt þvi lið, sem var og er litils viröi, en þessi lotning hans og a&dáun á listinni hafi lika orðið til hjálpar svo að mikils sé vert. Ég er ekki i Sjálfstæöisflokkn- um, en vissulega stanzaði ég viö, þegar ég las þau orö Ragn- ars, aö Sjálfstæðisflokkurinn sé eini tiltölulega frjálsi vettvang- urinn, sem nú sé til i landinu. Og svo er eftir honum haft rétt á eftir, að Sjálfstæðismaður geti ekki sloppið með það svar, að hann trúi á bibli'una. Þetta þykir mér allt nokkuð torskilið. 011 vitum viö þó, að menn eru frjálsir feröa sinna milli flokka, hvar sem þeir eru vistaðir. Og blinda bókstafstrú finnum við hjá Sjálfstæðis- mönnum llka, þó að Ragnari kunni að finnast að hún sé þeim ósamboðin. Dr. Gunnlaugur Þórðarson skrifar örstutta grein um Karl Kvaran málara og birtar eru lit- myndiraf sex málverkum hans. 1 þessum fáu orðum sinum segir dr. Gunnlaugur m.a. að list- skoðandi þreytist „óhjákvæmi- lega á að fá myndlistina fram- reidda þannig, að hún krefjist einskis átaks til skilnings.” Gakktu með sjó eða sittu við eld, svo kvað völvan forðum segir Grimur Thomsen. Það voru heilræði fyrir hnugginn mann. Skyldi honum hafa verið ætlað að skilja hafið eða eldinn? Þegar menn tala um að skilja málverk verður mér oft að hugsasemsvo: Skil ég sólarlag- ið? Eða skýjafarið? Vist má segja að við skiljum stundum blíðu náttúrunnar, hamramman tröllskap og sitt hvað þar á milli. Þó vildi ég heldur tala um að skynja það en skilja. Eins megum við muna það, sem Guð- mundur Guðmundsson þýddi eftir Viktor Rydberg, þar sem segir frá göngusveininum: Kennir samræmis sál hans við svarrandi, stjarnvana nætur- klið? Deyr hans angur sem ómur veikur haustsins volduga sorgarsöngs? Að sál okkar kenni samræmis við það, sem við sjáum eða heyrum finnst mér að nái oft vel yfir það, hvernig listar er notið. Atakamiklum skilningi verður ekki alls staðar við komið. Einglyrnið og krossinn er rit- gerð Halldórs Laxness um Vef- arann mikla frá Kasmir, samin handa danska blaðinu Politiken i tilefni af útkomu danskrar þýðingar Vefarans fyrir skemms^. Gaman er að hafa þessa greinargerð-skáldsins um það hvernig Vefarinn varðtil. Ýmsu skemmtilegu er hér komið að, en vitanlega sér skáldið sitthvað i öðru ljósi er það horfir yfir hálfa öld til æsku sinnar. Hvemig ræða skuli heitir rit- gerð eftir Halldór Guðjónsson. Hún mun eiga að vera fræðileg, en sitthvað er þar skritið. Höfundur leegur áherzlu á það, að á stjórnmálasviðinu verði að skilja á milli vits og vilja. Þetta er auðvitað rugl. Vitan- lega á og þarf hver viti borinn maður að láta vitið leiða og móta vilja sinn. Nafni minn ætl- ast til þess að vitlaus vilji setji þjóðum lög og svo sé unnt að stjórna samkvæmt þeim með viljalausu viti. Nú halda menn eðlilega að þetta sé hártogun, annað eins kæmi hvergi á bók. Höfundur nefnir tvo þætti stjórnmálanna: ,,a) að setja þjóðfélaginu starfsreglur og starfsleiðbein- ingar,sem gilda eiga um langan tima og oft um alla framtið. b) að finna eða búa til aðila til að standa fyrir og hafa á hendi framkvæmdir, þjónustu eða framleiðslu i þágu þjóöar- heildarinnar.” Höfundur segir siðan, að þess- ir þættir fléttist saman en samt verður þessi flokkun aö vera. „Astæðan fyrir þvi, að slika greiningu verður að viöhafa, er að a) og b) höfða I mismunandi mæli til ólikra þátta mannlegs eðlis. a) höfðartil vilja, en b) til vits.” Seinna i heftinu kemur i ljós, að þessi speki er fundin til að rökstyðja það að almennir kjósendur eigiekkiaðskipta sér af stjórnarframkvæmdum. Ég held að ungir mennættu að prófa hugmyndir sinar á þann hátt að athuga þær i sambandi við einstök fyrirbæri þjóðlifsins ekki seinna en um leið og þeir semja ritgerðir um þær. Það er ekki nóg að nota almenn orð, þó stór séu, eins og þessi t.d.: „Afleiðingar þessarar skipun- ar eru hraksmánarlegar. Alþingismenn og rikisstjórn fikta viö tæknileg smáatriði, sem þeir hafa ekkert vit á, en embættismenn sitja auöum höndum eða eyöa orku sinni i að yfirvinna innri núning kerfisins eða i að framfylgja ákvörðun- um, sem þeir vita vera tækni- lega rangar.” Um hvað er maðurinn að tala? Þvi' nefnir hann engin dæmi? Höfundur segir að hagsmunir geti varla verið til nema i and- stöðu við aöra hagsmuni. Ég hélt að nefna mætti margt sem væri öllum fyrir beztu. Þar má t.d. nefna öryggismál. Það eru hagsmunir okkar að hafa heilbrigðisþjónustu, löggæzlu og slökkvilið. Við hvaða hagsmuni er þetta i andstöðu? Einhver kann að segja aö allt sem kostar opinbert fé sé i and- stöðu við hagsmuni skattgreið- andans — almennings — þvi að allir greiða söluskatt. Svo er þó ekki. Ef vel er stjórnað er engu fé betur varið til hagsmuna okk- ar en þvi sem heimt er I opin- bera sjóði. Auðvitað togast hagsmunir oft á. Þannig verða forréttindi til. Og stundarhagsmunir reka skammsýna sjómenn til landhelgisbrota. En það þarf bæði vit og vilja til að skipa mannfélagsmálum og stjórna svo að vel fari. Lengsta greinin I heftinu heit- ir: Leikmaður spjallar um lýð- ræði,og er eftir HannesH. Giss- urarson, sem er blaðamaður timaritsins. Hann segir þar, að islen2k blöð og timarit hafi engin sinnt alvarlegri stjórnmálaumræðu, en Eimreiðin sé tilraun til að gera þar á bragarbót. Ræöir blaða- maðurinn um þetta af nokkru yfirlæti. Hann segir, að Alþingi sé alræmd málrófssamkoma loddara og lýðskrumara, er lært hafa þá list a& beina máli sinu til hins heimskasta i hópnum. Rikisfjölmiðlarnir tveir, helzta athvarf fávisra fleiprara og þess lággróðurs andans, sem þrífst bezt i loðmullulegu lofts- lagi svonefnds hlutleysis, hafa einnig brugðizt. Hérerfariðaf staðmeötals- verðu yfirlæti. Nú á aö hefja stjórnmálaumræður á hærra svið en þessi þjóö hefur þekkt. Og v æntanlega hefur greinin um aðskilnað viljans og vitsins ver- ið valin út frá þvi sjónarmiði. Höfundur ræðir alllengi um það hvað lýðræöi sé. Hann vill ekki fallast á að kúgunarstjórn meirihluta sé lýðræði: „Lág- mark mannréttinda er jafn réttur allra manna til frelsis. Og ekki er lýðræði, þar sem þessi réttindi eru ekki I heiðri höfð”.... „Lýðræði er hér skilið sem óbein stjórn fjöldans eða fulltrúastjórn, þar sem öllum eru tryggð tiltekin mannrétt- indi.” Nú skal ég ekki þrefa hér um merkingu orðsins lýöræði. Hins vegar sýnist mér að samkvæmt þessari skilgreiningu Hannesar gæti verið lýðræði, þar sem er einveldi, að minnsta kosti ef rikið er kjörriki en ekki erfðariki. Einvaldurinn getur stjórnað frjálslega. Kosn- ing stjórnanda er aö áliti Hannesar framsal valds i hendur honum. Með kosning- unni afsalar kjósandinn sér valdi I hendur hins kosna um tiltekinn tima. Það gæti eins verið meðan stjórnandinn lifir. Hin fræðilega skilgreining á framsali valdsins er auövitað rétt að vissu marki. Þaö geta ekki allir ráðið öllu. Við þurfum stjórnhæft fyrirkomulag. Hannes ræðir talsvert um það, að kjósendur séu misvitrir og takmarkaðir. Út frá þvi fer hann að hugleiða þjóöarat- kvæðagreiðslu. Þar kemst hann aðþeirri niðurstöðu, að „flestar — ef ekki allar — ákvarðanir, sem taka verður i stjórnmálum. eru slikar, að þær eiga ekki er- indi til almennings.” Guðmundur Finnbogason sagði, að almennur kosninga- réttur væri aðferð til að láta hnefaréttinn ráða án ofbeldis. Hann vissi, að almennur kosningaréttur var alls engin trygging þess að beztu og vitr- ustu menn væru látnir ráða. En það eru engin ráð til að tryggja það. Hins vegar eru miklar lfk- ur til þess að meirihlutinn hafi sitt fram fyrr eða siðar. Og þá er gott hjá öðru verra að kunna ráð til að láta það gerast frið- samlega. Þetta sagði Guðmundur Finnbogason efnislega. Það hefur nefnilega verið skrifað um stjórnmál á Islandi fyrr en nú. Svo treystum við þvi, að þar sem menn hafa málfrelsi sé möguleiki til að tryggja öllum nokkur mannréttindi, þar sem kosningaréttur er almennur. Sizt má skilja þessi ummæli min svo, að mér finnist allt vit- leysa sem þarna er sagt. Það er t.d. athyglisvert, sem höfundur segir af manninum, sem i heita kerinu i laugunum var að bölsótast yfir ófrelsinu á Islandi. Margt sem hann segir um ófrelsi og kúgun i framandi löndum er rétt, og yrði sú upp- talning seint tæmandi. Trotsky sá rétt, þegar hann sagði, að það alræði öreiganna, sem Lenin boðaði og kom á i Ráðstjórnar- rikjunum myndi leiöa til einræðis og kúgunar. En um þau efni hefur verið skrifað áöur á íslandi, þó að það afsanni sizt að aldrei sé góð visa of oft kveðin. Rétt er að geta þess, að i heft- inu er stutt grein eftir Baldur Hermannsson. Hún heitir Fréttaskeyti og er skrifuð i tilefni af hryðjuverkum i Sviþjóö. Þar segir að það sé opinber stefna sænsku stjórnar- innar að taka á mannræning jum með silkiklæddum fingrum. Vinstri öflin valdi þvi, að Svi þjóð sé orðin glæpaflokkum griðastaður á ákjósanlegur vettvangur. Niðurlagsoröin eru þau, að gegn pólitiskum niður- rifsöflum dugi aðeins ein að- ferð: Láta hart mæta hörðu. Þvi miður eru viðar unnin hryðjuverk en i Sviþjóð — og sums staðar eru þau bæði ægi- legri og tiðari. Pólitisk hryðju- verk eru hörmulega tiö á Noröur-írlandi. Það eitt er engin lækning að mæta ofbeldi með ofbeldi, þóað þess þurfi oft. Skáldskapur er i þessari Eimreiö, bæði ljóð og sögur. Um það má sitthvað segja, þvi að vert er það umhugsunar. Hér læt ég nægja að visa til einnar linu úr ljóði eftir Matthias Johannessen: Ófriðar konur eiga einnig rétt á að vera kysst- ar. H.Kr. £q uus í Iðnó: SÝNINGAR HÆTTA UM HELGINA SÝNINGUM á leikritinu EQUUS veröur hætt nú um helgina vegna forfalla eins leikarans. Mjög mikil aðsókn hefur verið að sið- ustu sýningunum á verkinu, það svo að selzt hefur upp á þær mörgum dögum fyrirfram og margir raunar misst af sýning- unni fyrir bragðið. — Allar likur eru á að verkið verði tekið upp aftur og sýnt nokkrum sinnum næsta haust. Islenzkir leikhúsgestir eru ekki einir um áhugann á bessu verki, það hefur vakiö mikla athýgli um heim allan, verið leikið i flestum löndum Evrópu og vestur í New York, þar sem Richard Burton fer með annað aðalhlutverkið sem frægt er orðið. — t sýningu Leikfélagsins fer Jón Sigur- björnsson með þetta hlutverk, Dysart lækni, en Hjalti Rögn- valdsson leikur strákinn Alan Strang. Myndin sýnir þau Jón og Helgu Bachmann i hlutverkum sinum. FYRSTU KAPPREIÐAR ÁRSINS Vorkappreiðar Fáks á sunnu- daginn verða að vanda fyrstu kappreiðar ársins. Munu margir frægir hestar taka þátt i þeim, en alls taka 60-70 hestar þátt i hlaup- unum. Vegna mikils og vaxandi áhuga unglinga á hestamennsku efnir FAKUR nú i fyrsta skipti til sérstakrar keppni i unglinga- deild. Unglingarnir munu sýna ýmsar þrautir, sem þeir hafa æft sérstaklega undir stjórn KOL- BRÚNAR KRISTJANSDÓTTUR. Keppt verður i 800metra, 350 og 250 metra stökki. 1 siðasttalda hópnum taka aðeins þátt ung hross, þ.e. 5 vetra eða yngri. Þá verðurkeppt i 250 metra skeiði og 1500 metra brokki, þar sem 8 hestar verða ræstir i hverjum riðli. Keppnishrossin koma viðsveg- ar að. Af frægum skeiðhestum má nefna FANNAR Harðar G. Al- bertssonar, sem reyndist snjall- asti vekringur landsins i fyrra- sumar. ÓÐIN Þorgeirs i Gufunesi og HRIMNI Eyjólfs ísólfss- frá Stóra Hofi. Af stökkhestum má fræga telja LOKU Harðar G. Al- bertssonar, ÁSTVALD Gunnars Sveinbjörnssonar frá Sandgerði og ÞJALFA Sveins Sveins- 'nar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.