Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 14. mal 1976.
TÍMINN
21
Snorri skrifar
,,Skil ekki svona fólk"
Neðri deild alþingis er ekki
smásýtin. Henni finnst litið* til
tuttugu milljóna króna sparnað-
ar. Hún felldi út úr stjórnar-
frumvarpinu um skráning*bif-
reiða þetta nýmæli, sem átti að
vera til sparnaðar og hægðar-
auka, án þess að ég hafi séð
nokkrar frambærilegar rök-
semdir, sem renna sto.ðum
undir þá atkvæðagreiðslu. <
Sa'mtímis eru svo vandræoi ao
láta endana ná saman, og það er
verið að kroppa utan úr smá-
.fjárveitingum til nauðsynleg-
ustu hluta, eða fella þær niöur.
Ég skil ekki svona fólk og get
ekki gert mér i hugarlund, hvað
þvi gengur til. Snorri.
Njörður Njarðvík:
Að velja sér vini
ovini
NÚ eru liðin 25 ár siðan banda-
risku herliði var hleypt bak-
dyramegin inn á islenzku þjóð-
ina. Fyrir leiðtogum Sjálf-
stæðisflokksins vakti að fá út-
lendinga til að verja sig gegn
höfuðóvini sinum: islenzkri
alþýðu. Auðvitað var ekki látið
heita svo. Það var sagt, að
nauðsyn bæri til að verja sjálf-
stæði íslands gegn erlendri
ásælni. Það þótti bezt tryggt
með þvi að hleypa erlendri
ásælni inn i landið. Arið 1949 var
Islendingum sagt að þeir hefðu
eignazt óvini. Sumir könnuðust
ekki við þessa fullyrðingu. Aðrir
trúðu henni eins og nýju neti, og
urðu hræddir. Leiðtogar þjóðar-
innar töldu margir einsýnt að
ganga iNató. Þar væru bræðra-
þjóðir okkar og sannir vinir,
reiðubúnir til að vernda okkur
gegn óvinum okkar. Nú höfðu
tslendingar ekki aðeins eignazt
óvini — heldur lika vini. Það
þótti ýmsum mesti munur. Og
hinir nýju vinir okkar og vemd-
arar sögðu okkur, að við værum
ekki óhult fyrir óvinum okkar
nema hér væri staðsett öflugt
herlið til að vernda okkur. Siðan
eru nú liðin 25 ár, og allir vita
hversu örugglega við höfum
verið vernduð.
En það er margt skrýtið i kýr-
hausnum. Hinn tröllaukni og
ógnandi óvinur okkar, Rússa-
grýlan I öllum sinum ófrýnileik,
hefur aldrei troðið illsakir við
íslendinga. Það er engu likara
en Rússar geri sér það alls ekki
ljóst að þeir eru óvinir okkar.
Aftur á móti hefur einn sannasti
bandamaður okkar og vinur i
raun, sjálfur Bretinn i öllum
sinum góðleik, hvað eftir annað
ráðizt á okkur með offorsi og
yfirgangi til þess að taka frá
okkursjálfa lifsbjörgina. Það er
engu likara en Bretar geri sér
það alls ekki ljóst að þeir eru
vinir okkar. En við eigum hins
vegar að vita þetta: að Rússar
em óvinir okkar og Bretar eru
vinir okkar.
En þrátt fyrir þessa vitneskju
urðu ýmsir Islendingar kindar-
legir á svipinn. Hvar er nú varn-
arliðið, sögðu þeir. Ætlið þið
ekki að fara að drifa ykkur i að
verja okkur? Og ekki stóö á
svari. Elskurnar minar, sagði
Njörður P. Njarðvík
varnarliðið, við erum ekki hér
tii að verja ykkur fyrir vinum
ykkar. Þið hljótið að skilja það.
Við erum hér til að verja yk'kur
fyrir óvinum ykkar. Þið hljótið
að skilja það.
Þá brá svo undarlega við að
kindarsvipurinn hvarf ekki
alveg strax, þrátt fyrir þessi
skilmerkilegu svör. Nú sögðu
hinir spurulu islendingar. Hver
á þá að verja okkur fyrir vinum
okkar? Elskurnar minar, sagði
varnarliðið, það liggur i augum
uppi. Það eigið þið að gera sjálf.
Þar stendur hnifurinn i kúnni.
Varnarliðið á að verja okkur
fyrir óvinum okkar, sem láta
okkuri friði. Við eigum að verja
okkur fyrir vinum okkar, sem
láta okkur ekki i friði. Og það
gerum við, Og þurfum ekki að
skammast okkar fyrir frammi-
stöðuna. Aftur á móti vekst upp
ein spurning i þessu samhengi
og stuggar dálitið óþyrmilega
við okkur. Hver ákveður hverjir
séu óvinir okkar, og hverjir vin-
ir? Og við getum spurt áfram.
Þegar þeir, sem eru vinir okkar
og bandamenn, ráðast sjálfir á
okkur, hverjir eru þá vinir okk-
ar og hverjir óvinir? Hvaða
erindi eigum við i flokka þjóða,
sem fara með yfirgangi og rán-
um á hendur vopnlausum
smáþjóðum, sem berjast ein-
ungis fyrir lifsbjörg sinni?
Hvaða samstöðu eigum viö með
þeim, sem telja sig geta drottn-
að yfir öðrum i skjóli vopna-
valds og ofbeldis?
Það er kominn timi til að ís-
lendingar hristi af sér smán
sina og niðurlægingu. Það er
kominn timi til að við ákveðum
sjálf hverjir eru vinir okkar og
óvinir. Það er kominn timi til
þess, að við skiljum að sjálf-
stæði okkar er undir okkur sjálf-
um komið. Það er kominn timi
til að við segjum okkur úr Nato
og rekum bandariska herinn
heim til sín.
Sýnum hug okkar á morgun
með þv i a ð taka þá tt I m ótm æla-
göngu og útifundum her-
stöðvaandstæðinga. Reisum öfl-
uga mótmælaöldu gegn erlend-
um herstöðvum á tslandi og
gegn þátttöku tslands i hem-
aðarbandalögum.
Bakdyrnar eru nú orðnar að aðaldyrum landsins.
HRINGIÐ I SIAAA 18300
MILU KLUKKAN 11 — 12
Hvað finnst þér um þá hótun Breta, að gera
loftárás á islenzkt varðskip?
Jón ólafsson, verzlunarmaður:
— Mér finnst þetta I einu orði sagt ægilegt. Stigmögnun deilunn-
ar er að minum dómi hættuleg fyrir báða aöila.
Björg Sigurgeirsdóttir, húsmóðir:
— Þessi atburður er fyrir neðan allar hellur — og raunar má
segja það sama um alla framkomu Englendinga i þessu þorska-_
striöi.
Siguröur Blöndal, kennari:
— Mér finnst það óhæfa meö öllu, og er sleginn yfir þessum at-
burði. Þaðer vonandi að rlkisstjórnin geri eitthvaö áþreifanlegt,
en hætti að lita bara alvarlegum augum á májiö. Það þarf að
sýna Bretum i tvo heimana.
Jörmundur Ingi Hansen:
— Hverjar sem aðgerðir Breta eru, þá eru þær hættar að koma
okkur á óvart. Einasta raunhæfa svarið við þessari hótun er þaö,
að kalla sendiherra okkar hjá Nato heim, þótt herskip Breta séu
ekki á vegum Nato hér, þá hefur manni skilizt að þoturnar séu á
vegum bandalagsins.
Erna Eyjólfsdóttir, nemi:
— Það er helber vitleysa af Bretum að hóta loftárás á varðskip,
en þetta er kannski ekkert annað en það, sem búast hefði mátt
við af þeim. fslendingar geta gert þaö eitt i þessari deilu, að
halda fast við sinn rétt og gefast aldrei upp.