Tíminn - 14.05.1976, Blaðsíða 4
TÍMINN
Föstudagur 14. maí 1976.
EuB
.ffl
mmJ
t£
★ ★ ★
Þægilegur
skrifstofustóll
Milljónir skrifstofufólks vita
hve áríðandi það er að hafa
þægilegan stól við vinnuna. A
sýningu i Köln, Orgatechnik '76
kom vestur-þýzkur fram-
leiðandi með þessa gerð af
skrifstofustól og kallar hana
„Varitessa Plus”. Með þvi að
þrýsta á hnapp er hægt að
aðlaga stólinn öllum likams-
stellingum. bað er sama hve
snöggar hreyfingarnar eru,
stóllinn fylgir alltaf eftir. Búið
er að vinna að þessum stól i
fimmtán ár, en nú fyrst er farið
að framleiða hann i fjölda-
framleiðslu.
★
Strangar reglur
um aukaefni í
matvörum
Útlendingar furða sig stundum
á þvi, að matvæli, sem borin eru
á borð i Sovétrikjunum, liti
undarlega út. Skýringin er sú,
að mjög strangar reglur gilda
um notkun litarefna og annarra
aukaefna, sem sett eru i mat-
væli. Aðeins tvö efni eru leyfð:
Tartrazin og insicarmin. öll
önnur efni eru bönnuð vegna
þeirrar hættu, sem sérfræðing-
ar te.lja, að sé samfara notkun
þeirra. Hér er þó ekki um að
ræða stefnubundna andúð á
notkun litarefna. Visindamenn
gera tilraunir til þess að finna
hættulaus efni til þessara nota,
en til þessa hafa þau ekki staðizt
hinar ströngu reglur. í staðinn
eru notuð náttúruleg litarefni,
unnin úr vinberjahýði, sólberj-
um og náttúruafuröum, sem
bæði bæta bragðið og auka vita-
mininnihald fæðunnar. Engar
takmarkanir eru á notkun þess-
ara efna, að þvi frátöldu, að þau
má ekki nota til þess að breiða
yfir gæðaskort matvælanna.
Akstur leigubíla
tölvustýrður
Hönnunarskrifstofa i Omsk hef-
ur búið til tölvukerfi til þess að
stjórna akstri leigubila i borg-
inni. Hver bill fær sitt gata-
spjald með upplýsingum um bil,
og bllstjóra, vinnutima á dag
o.s.frv. Með hjálp þessara upp-
lýsinga getur stjórnstöðin auð-
veldlega séð, hve margir bilar
eru lausir og sent þá þangað
sem þeirra er þörf.
Ferskvatn og hróefni til iðnaðar
ur sjonum
Tekin hefur veriö i notkun 1
bænum Bekdasj við Kara Bogas
Gol-flóa á austurströnd Kaspia-
hafs stór verksmiðja til eiming-
ar á sjó. Vatnið I flóanum inni-
heldur svo að segja öll þekkt
frumefni, og hefur risið á legg
verulegur efnaiðnaður sem
byggist á þessum hráefnum.
Landið umhverfis flóann er
eyðimörk, og þurfti áður fyrr að
flytja allt ferskvatn til héraðs-
ins með tankskipum. Eimingar-
verksmiðjan vinnur nú 160 þús-
und litra af ferskvatni úr sjó á
klukkustund og er þar með
fundin betri lausn á neyzlu-
vatnsvandamálinu samfara þvi
að við eiminguna fæst mikið
magn af steinsöltum, sem notuð-
eru I þágu efnaiðnaðarins.
Hefur lært
að fyrirgefa
Ursulu Andress, hina þekktu
leikkonu og þokkadis hefur oft
borið á góma i blöðum og tima-
ritum vegna fjölmargra ástar-
ævintýra hennar, auk margs
annars, sem hún er þekkt fyrir.
Fyrsti elskhugi hennar sem
sögur fara af var James Dean,
og si'ðan kom Jean-Paul
Belmondo. Nú hugsar hún ekki
um annan en Fabio Testi, sem
er aðeins 29 ára gamall. Hann
sveik hana reyndar og fór aö
halda við Madame Súkarnó,
sem sögð er „borða drengi” i
morgunmat. úrsula segir um
þetta: „Þegar maður er orðinn
fertugur hefur maður lært það
mikið, að maður fyrirgefur nú
ýmislegt.”
■■I
Úr þvi krakkarnir eru nú flognir
úr hreiðrinu og búnir að gifta sig,
getum við þá ekki fengið okkur
minna húsnæði?
Hann getur breytt öllum hús-
gögnunum sinum i rúm.
DENNI
DÆMALAUSI
Er þessi einhver, við dyrnar?
Nei, það er bara Snati gamli að
gera stykkin sin.