Tíminn - 22.05.1976, Page 12
TÍMINN
Laugardagur 22. mai 1976
Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI
Effir Rona Randall
59
*
hrædd. — Hef ég gert einhverja vitleysu, læknir? Fæð-
ingin gekk vel. Ég vona, að þér hafið ekkert út á vinnu
mina að segja?
Hann áttaði sig. Hann varð að muna, að samband
beirra var aðeins á starfsgrundvelli, einkalíf hennar
kom honum ekkert við. En samt... hún varð að fara
héðan. Hún varð að fara! Hann gat ekki haft hana í ná-
vist sinni, hún truflaði hann á allan hátt. Jafnvel núna,
þegar hann var henni bálreiður, fann hann áhrifin, sem
hún hafði á hann. Hann langaði til að hella úr skálum
reiði sinnar yfir hana, skipa henni að hætta alveg að um-
gangast Brent Taylor....en mest af öllu langaði hann þó
til að taka hana í faðm sér og kyssa hana þangað til hún
steinhætti að hugsa um Brent.
Svo sterkar voru tilf inningar hans, að hann varð hissa,
þegar hann heyrði sjálfan sig segja, ósköp rólega: — Ég
hef ekkert út á staf yðar að setja, læknir. Mér þykir
leitt, að hafa þurft að vera svo lengi á skurðstof unni, að
ég gat ekki komið og verið við fæðinguna.
— Já, það var leitt, að þér gátuð ekki komizt þaðan
fyrr. Ég held að Jósel gamli hefði gjarnan viljað kveðja
yður.
— Ó, gamli maðurinn....er hann farinn? Augu Marks
urðu hlýlegri. — Ég vona að honum vegni betur í þetta
sinn....
— Alveg áreiðanlega. Nú er hann hjá vinum, sem
hugsa um hann. Það lék bros um varir hennar. Þetta var
augnablikið, sem hún hafði beðið eftir, Nú gæti hún sagt
honum allt um Jósep gamla, nú sviki hún ekki loforð sitt
við gamla manninn lengur. Auk þess hafði yf irlæknirinn
réttá að vita að, því hann hafði alltaf haftáhuga á Jósep
gamla.
Mark leit spyrjandi á hana. — Jæja, svo einhver hugs-
ar um hann? Það var gott að heyra. segðu mér...
Síminn hringdi ákaf lega og Myra bölvaði í hljóði. Hún
vonaði að samtalið yrði stutt. Þetta hafði skemmt tæki-
færið, sem hún fengi ef til vill ekki aftur. Hún gat varla
beðið lengi með að segja það sem henni lá á hjarta.
En þetta var persónulegt samtal.... svo persónulegt,
að Mark eldroðnaði. Myra sá það og skildi ástæðuna, því
kvenrödd heyrðist skýrt og greinilega út i herbergið. Það
var rödd Venetiu.
— Mark, elskan, hvernig líður þér í dag?
Hann roðnaði af undrun og vandræðum, en það vissi
Myra ekki. Hún hélt að það væri af gleði og ef til vill
slæmri samvizku vegna þess að hún var inni. Vonbrigðin
stungu hana eins og hnífur í hjartað. Þetta var áfall.
hún var hrædd. Aldrei hafði henni dottið í hug, að Mark
og Venetia yrðu vinir, en greinilega voru þau góðir vinir,
annars myndi Venetia ekki hringja til hans á sjúkra-
húsið.
Myru langaði til að fara, en Mark, yfirmaður hennar
hafði ekki gefið henni merki um að samtali þeirra væri
lokið. Þess vegna sat hún óróleg í stólnum og gat ekki
annað en heyrt það sem Venetia sagði. Hún var að tala
um að borða saman kvöldverð aftur. Aftur? Það þýddi
sem sagt, að þau höfðu gert það áður, ef til vill oft, hugs-
aði hún afbrýðisöm. Hún fann að vonin slokknaði innra
með henni, rétt eins og þegar blásið er á kerti.
Hún ætti að hlæja að sjálfri sér, að barnaskap sínum.
Hver var hún eiginlega, yngsti aðstoðarlæknirinn á
sjúkrahúsinu, að leyfa sér að vona.... já hún hafði verið
það heimsk að vona, að sambandið milli hennar og yf ir-
læknisins gæti orðið annað og meira en hvað starfið
varðaði. Ensamtsem áður hataði hún konuna, sem hann
var að tala við, hataði hana með ákafa, sem hún héjt, að
hún byggi ekki yfir.
Það hlaut að vera Venetia, hugsaði hún beizklega.
Venetia, sem hafði valdið henni svo miklum sársauka
fyrir aðeins fáum mánuðum, Venetia, sem hún hafði
talið víst fyrir andartaki, að yrði hamingjusöm með
Brent. Já, hún hafði raunverulega vonað það, en tilhugs-
unin um að Mark og Venetia væru saman, þó ekki væri
nema andartak, var henni óbærileg.
— Þá er það ákveðið, kvakaði Venetia. — Á Maxim
eftir sýninguna í kvöld?
— Ég hélt að þú kynnir ekki við þig þar, sagði Mark
og brosti. Það var eins og hann hefði gleymt að Myra var
viðstödd og það var ekki svo undarlegt, hugsaði hún döp-
ur. Mönnum hætti til að gleyma öllum öðrum, þegar
Venetia var nálægt.
Myra stóð snögglega upp og gekk til dyra, en henni til
undrunar kallaði Mark á eftir henni: — Bíðið andartak,
læknir! Venetia hló í símann.— Elskan, ertu upptekinn?
Fyrirgefðu, ég vissi það ekki. Sjáumst þá í kvöld, á
Maxim. Svo lagði hún á.
Mark lagði líka á og það var ásökun í rödd hans, þegar
hann sagði: — Ég var ekki búinn að tala við yður, læknir.
Viöhöfum fengiösamning um
aöráöaLuaga af dögum fyrir
eina milljón!
'Bjánarnir ykkar aö koma meö njósnara
'vtjingaö! Finniöhann i grenjandihvelli!
LAUGARDAGUR
22. mai
7.00 Morgunútvarp. Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbfen kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45 Tilkynningar kl.9.30.
Óskalög sjúklinga kl. 10.25
12.00 Dagskráin, Tónleikar,
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 tþróttir. Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis Sveinssonar.
15.00 Endurtekiö efni. a. Um
afbrot unglinga. M.a. rætt
viö nokkra unglinga frá
upptökuheimilinu i Kópa-
vogi og Kristján Sigurösson
forstööumann. (Aöur út-
varpað I marsbyrjun i þætt-
inum Aö skoða og skil-
greina, sem Kristján Guð-
mundsson stjórnaöi). b.
Guörún á Firöi. Bergsveinn
Skúlason flytur frásögu
(Aður útv. 12. mars i fyrra).
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir. t'slenskt
mál.Gunnlaugur Ingólfsson
cand. mag. flytur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi.
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hugleiðingar um ham-
ingjuna.Sigvaldi Hjálmars-
son flytur erindi.
20.00 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
20.45 ,,Ég vil bara veröa
bóndi”. Jónas Jónasson
ræðir viö Jón Pálmason
bónda á Þingeyrum.
21.40 Danshljómsveit út-
varpsins í Vlnarborg leikur
létta tónlist. Stjórnandi:
Karel Krautgartner.
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Danslög
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
17.00 tþróttir Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Týndi konungssonurinn
Leikrit byggt á ævintýra-
leiknum Konungsvalinu
eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
1. og 2. þáttur. Leikendur:
Kristján Jónsson, Þórunn
Sveinsdóttir, Erna Gisla-
dóttir, Gunnar Kvaran,
Sævar Helgason, Guðrún
Stephensen, Jónina H.'
Ölafsdóttir, Jónina Jóns-
dóttir, Sveinn Halldórsson,
Bessi Bjarnason, Harald G.
Haralds og Gerður Stef-
ánsdóttir. Leikstjóri Kristin
Magnús Guðbjartsdóttir.
Aður á dagskrá 16.
nóvember 1969.
19.00 Enska knattspyrnan.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Læknir tii sjós. Breskur
gamanmyndaflokkur. 1
kvennafans.Þýðandi Stefán
Jökulsson.
21.00 Svartur könnunar-
leiöangur Bresk mynd um
leiðangur fjögurra Afriku-
búa til Englands. Þýöandi
og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
21.50 Hráskinnsleikur
(Fortune Cookie)
Bandarisk gamanmynd frá
árinu 1966. Leikstjóri er Bily
Wilder, en aðalhlutveric
leika Jack Lemmon og
Walter Matthau. Harry
Hinkle verður fyrir smá
vægilegum meiöslum viö
störf sin, og er færður á
sjúkrahús. Mágur hans,
sem er lögfræðingur, fær
hann til að þykjast þungt
haldinn, og þannig hyggjast
þeir hafa fé af trygginga-
félaginu. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
23.50 Dagskrárlok