Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. júnl 1976. TÍMINN 3 Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga 1976: Heildarvelta Sambandsins 1975 nam 22.189 — jókst um 7.116 milljónir króna milljónum króna fró 1974 eða um 47r2% t gærmorgun hófst aö Bifröst i Borgarfirði 74. aðalfundur Sam- bands isl. samvinnufélaga. Gert er ráð fyrir, að honum ljúki sið- degis i dag. Fundinn sækja um 100 fulltrúar frá rúmlega 40 Sambandsfélögum, auk stjórn- ar Sambandsins, framkvæmda- stjórnar og allmargra gesta. Formaður Sambandsstjórn- ar, Eysteinn Jónsson, setti fundinn og minntist I upphafi forvigismanna samvinnu- hreyfingarinnar, sem létust á siðastliðnu ári. Fundarstjóri var kjörinn: Agúst Þorvaldsson og Helgi Rafn Traustason til vara og fundarritarar þeir: Hörður Zóphaniasson, Georg Her- mannsson og Jóhann Her- mannsson. Eysteinn Jónsson flutti siðan skýrslu stjórnar og skýrði frá helztu viðfangsefnum hennar á liðnu ári. Gerði hann sérstak- lega að umræðuefni brýna nauðsyn á eflingu iðnaðar og rekstursfjárskort Sambandsins og kaupfélaganna, sem mjög háir starfsemi þeirra. 1 ræðu hans kom m.a. fram, að ákveðiö hefur verið að ráða sérstakan framkvæmdastjóra fyrir Fjár- máladeild Sambandsins. Að þvl loknu flutti Erlendur Einarsson forstjóri itarlega yfirlitsskýrslu um reksturinn áriö 1975. Kom þar meðal ann ars fram, a ð enda þótt árið hafi verið atvinnu- rekstri I landinu að mörgu leyti erfitt, tókst að halda rekstri Sambandsins vel i horfinu. Af- koman i heild var nokkru betri en árið áður, en þá haföi hún versnað nokkuð frá árinu 1973. Tekjuafgangur ársins varð Erlendur Einarsson 235,7 milij. króna.Erþá búiðaö færa til gjalda opinber gjöld aö fjárhæð 178,8 millj. króna, vexti 417.9 millj. króna og afskriftir eigna 337 millj. króna. Tekjuaf- gangi er ráðstafaö þannig, að 38.9 millj. króna eru endur- greiddar til Sambandsfélag- anna, 28,4 millj. króna til fisk- vinnslustöðva, og 32,3 millj. króna eru greiddar Sambands- félögunum sem vextir af stofn- sjóði. Endanleg niðurstaða rekstrarreiknings verður þá hagnaður að fjárhæð 136,1 millj. kr. Rekstrarkostnaður hækkaði á árinu miðað við 1974 um 977,3 millj. króna eða 41,7%. Stærstu liðirnir eru laun, vextir og opin- ber gjöld. Laun hækkuðu um 35,6%, vaxtagreiöslur um 29,4% og opinber gjöld um 50,9%. Heildarvelta Sambandsins 1975 nam 22.189 millj. króna og jókstum 7.116 millj. frá árinu á undan eða 47,2%. Veltan skiptist þannig niður á einstakar deildir Sambandsins: Búvörudeild 4.312 millj., Sjávarafurðadeild 6.456 millj. Innflutningsdeild 5.336 millj., Véladeild 1.782 millj., Skipadeild 867 millj., Iönaðardeild 3.054 millj. og smærri starfsgreinar 382,5 millj. Fjárfesting var allmiklu meiri hjá Sambandinu 1975 en 1974. Haldið var áfram bygg- ingu nýju birgðastöðvarinnar i Rvk. og var varið 477 millj. kr. til þeirra framkvæmda á ár- inu. Þá bættist við skipakost Sambandsins nýtt Jökulfell, og nam sú fjárfesting 270 millj. kr. Fjárfesting I byggingum og vél- um Iðnaðardeildar nam 72 millj. kr. Loks var varið nokkr- Eysteinn Jónsson um tugum milljóna til véla- og tækjakaupa. Faslráðnir starfsmenn Sam- bandsins voru i árslok 1537. Heldur er um fækkun starfs- fólks að ræða, þrátt fyrir aukin umsvif I rekstrinum og veldur þvi bætt skipulag og aukin vél- væðing og tækni i Sambands- verksmiöjunum. 1 yfirlitsræðu sinni minntist Erlendur Einars- son m.a. á, hve árstiðasveifla i stöðu kaupfélaganna við Sam- bandið væri mikil og yrði sifellt erfiðara vandamál. Orsakir þessarar sveiflu væru fyrst og fremst fólgnar i þvi, að Agúst Þorvaldsson rekstrarfjárþörf bændanna væri miklu meiri en rekstrarlán þeim til handa. Þetta bil hefðu kaupfélögin reynt að brúa, sem aftur leiddi til þess, að skuld þeirra við Sambandið yrði meiri. Ef tekið væri meðaltal átta mánaða timabils, marz-október, siðustu tvö árin, væri fjárbinding kaupfélaganna hjá Sambandinu 422 millj. kr. 1974, en 752 millj. kr. 1975. Meðalfjárbinding hækkaði um 330 millj. kr. eða um 78% frá 1974 til 1975. í lok ræðu sinnar vék Erlend- ur Einarsson að þróun efna- hagsmála hér á landi og kvað vart fara á milli mála, að við- sjárveröir timar væru framund- an I þeim efnum. Allir væru sammála um, að undirrót efna- hagsvandans væri óhófleg verð- bólga, en ekki heföi reynzt unnt að sameina þjóðina um leiðir til að halda henni i skefjum. Launastéttirnar þyrftu að gera sér glögga grein fyrir þvi, að i verðbólgu á borð við þá, sem hér hefði rikt, ætti sér stað glfurleg eignatilfærsla i þjóð- félaginu. Þetta ástand skapaði einmitt þá miklu hættu, að þeir riku sem eiga miklar fasteignir verði rikari, en hinir fátæku sem eiga litlar eða engar fast- eignir verði fátækari. Segja mætti, að verðbólgan væri markvisst að grafa undan vel- ferðarþjóöfélagi okkar. Erlend- ur lagöi áherzlu á, að þeir sem stjórnuðu efnahagsmálunum mættu ekki gefast upp viö að finna leiðir til að hafa heimil á veröbólgunni. Hætta væri á, að menn sigldu værukærir ofan á verðbólgusjónum og ráðstafanir I efnahagsmálum miðuðust við það, að þjóðfélagið laðaði sig að mikilli verðbólgu i stað þess að draga úr henni. Starfandi Sambandsfélög voru 44 I árslok. Fjöldi félags- manna var 39.779og hafði þeim fækkaðum 170 á árinu. Voru þá 18,4% íslendinga innan Sam- bandskaupfélaganna. Heildarvelta félaganna að meðtöldum söluskatti nam 32.276 millj. kr. á móti 22.150 millj. kr. 1974, sem er aukning um 46%. A árinu sýndu 26 þess- ara félaga hagnað samtals að upphæö 69,4 millj. kr., en 17 félög sýndu halla að upphæð 88,1 millj. kr. Er þvi halli allra félaganna 18,8 millj., en af- skriftir þeirra nema 228 millj. kr. Verzlanir félaganna voru alls 199iárslok,þar af 106 kjörbúðir. Starfsmenn þeirra voru 2631 og hafði fjölgaö um 53 á árinu. Heildarlaunagreiðslur þeirra til verzlunar- og skrifstofufólks námu 1.267 millj. kr. og hækk- uðu á árinu um 298 millj. eða 31%. Jökulfellið nýja. Myndin er tekin áður en Sambandsnafnið var komið á skipið, en þá hét það Bymos. Birgðaskemma SÍS við Sundahöfn. t t t ’ < < i < t t,- otk................. BYMOS ' : ** 'ÍUí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.