Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 4. júnl 1976. Lausar stöður Viö Menntaskólann viö Hamrahlið eru lausar til um- sóknar — kennarastööur i þessum greinum: eölisíræöi, efnairæöi, stæröfræöi og sögu. Æskilegt er aö umsækjend- ur geti kennt fleiri en eina námsgrein. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borizt menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. júli n.k. — Umsóknar- eyöublöö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 1. júni 1976. Lesendur segja: O.S.S. skrifar: Verzlunar- eða iðnaðarhúsnæði Til leigu er verzlunar- eða iðnaðarhúsnæði við Ármúla (á horni Selmúla). Gólfflötur götuhæðar er 200 fermetrar og efri hæðar 100 fermetrar. Góð aðstaða fyrir aðkeyrslu til lestunar og losunar. Þeir sem áhuga hafa á nánari upplýsing- um leggi nöfn sin og slmanúmer inn á afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. miðviku- dagskvöld, merkt Rekstur 1479. .......... r * Bílasalan Höfðatúni 10 : SELUR ALLA BÍLA: Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabíla 14 ára reynsla í bflaviðskiptum. Opið alla virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PILOT UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota/ sem vilja vera iausir við að skipta um dekk þótt springi á bílnum. — Fyrirhafnarlaus skyndi- viðgerð. Loftfylling og viðgerð í einum brúsa. isienzkur leiðarvísir fáanlegur með hverjum brúsa. ARAAULA 7 - SIMI 84450 „Látum þá greiða niður erlendar skuldir okkar" Herstöðin á Keflavik- urvelli. Þaö hefur aldrei þótt til fyrir- myndar að láta nota sig án þess að fá eittvað i staðinn. Kröfur um það að Bandarlkjamenn væru látnir greiða fyrir herstöö sina hér á landi hafa örðið æ há- værari nú I seinni tið. Okkur dreymir drauma um steyptar hraðbrautir, fjármagnaðar af leiguliða okkar o.s.frv. Það hafa aðallega verið þekktir fjár- málamenn, sem talið hafa eðli- legt að leigugjald væri tekið fyr- ir herstöðina. Almenningur hef- ur þvi fyllzt tortryggni og hugsað sem svo að þessir menn hugsuðu um það eitt, að geta matað sinn eigin krók sem mest á auknu herbraski. Þessi tor- tryggni er samt með öllu ástæðulaus og sést það vel, ef málið er skoöað hlutlausum augum. Tvennt er það einkum, sem andstæöingar leigugjaldsins bera fyrir sig. Fyrst það, að við megum ekki verða Bandarlkja- mönnum háðir efnahagslega og svo hitt að vera þeirra hér sé okkur ekki siöur I hag en þeim sjálfum. Fyrri röksemda- færslan er að minu mati harla léttvæg. Þaö á að vera sjálfsagt og eðlilegt hverju sjálfstæöu rlki að notfæra sér þær auðlindirer góður Guð hefur gefið þvl, hvort sem þær eru i formi fisks, ollu eða góðrar landfræðilegrar af- stöðu. Það neitar þvi enginn, að viö Islendingar erum háðir þorskveiðum, en samt segir enginn, að við eigum að hætta þorskveiðum eingöngu þess vegna. Þorskurinn er hverfull, það er herstöðin vonandi lika og þvl ætti að vera jafneðlilegt að „selja” hana eins og þorskur- inn. Varðandi siðari röksemda- færsluna má margt segja. Ekki vil ég hér fara út I skýringar hernaðarlegs eðlis og hygg raunar að þar megi deila um endalaust án þess að niðurstaða fáist en samt grunar mig að framkoma vina okkar Bretanna undanfarna áratugi sé það lóð á vogaskálina, sem muni þegar til lengdar lætur ráða úrslitum. Margs væri þó að gæta, ef af sllku leigugjaldi yrði. Gjaldiö mætti ekki streyma hindrunar- laust inn á islenzkan peninga- markaö, það myndi rýra enn verðgildi þess ofurmagns af peningum, sem þar er fyrir. Nei, heldur væri skynsamara að láta þá borga upp hinar erlendu skuldir okkar og hindra áhrif þess hér innan lands með við- eigandi stjórn rikisfjármála. Ef hins vegar að leiguliði okkar væri látinn kosta lagningu hrað- brauta hér innanlands myndu fylgja því augljósir ókostir. Það er vitað aö I kringum miklar framkvæmdir, framkvæmdir sem útlendingar hafa gjarnan hönd I bagga með, skapast mikil vinna og mjög há laun sbr. Sigöldu. Þetta hlýtur að valda kostnaðarverðbólgu (hækkun launa o.s.frv.) þar sem það er venja okkar að ef eitthvað hækkar eða eykst á einum stað verður það að fylgja allri „lin- unni”. Ef leigugjaldiö streymdi hins vegar stjórnlaust inn I landið án þess að þvl væri beint I sérstakar framkvæmdir þá myndi það enn auka eftirspurn- ina hér innanlands, og yrðum við að mæta þvl með enn aukn- um innflutningi og það vill sjálf- sagt enginn að veröi af augljós- um ástæöum. Eins og áöur sagöi óttast margir, aö ef af sliku leigugjaldi yröi, myndi fara illa ef herinn allt I einu færi. Aö framansögöu má álita aö ekki þyrfti illa að fara a.m .k. ekki ef leigugjaldinu væri varið á réttan hátt. Hins vegar er óliklegt, að herinn fari eða a.m.k. ekki vegna okkar vilja þegar það er athugað, að tveir stórir stjórnmálaflokkar eiga nær allt sitt fylgi undir þvl, að hér sé her, þ.e. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðubandalagið, þeir eru bara á sitthvorum póln- um, og fyrir utan stefnu þeirra I hermálum er ég viss um, að al- menningur fyndi litið bitastætt I stefnuskrám þeirra. Þessi skrif hafa eðlilega fjall- að nokkuð um efnahagsmál. Enginn skyldi halda, að efna- hagsvandi okkar hyrfi sem dögg fyrir sólu, þó að af sllku leigu- gjaldi yrði. Þar þarf annað til: breyttan hugsunarhátt. Hugsaðu þér, lesandi góður, aö ef llnudansari héldi á þér og Það hefur aldrei þótt til fyrirmyndar að láta nota sig án þess að fá eitthvað í staðinn.. væri kominn hálfa leið á linu strengda yfir Nlgarafossa hvað myndir þú þá gera. Jú, þú héldir kyrru fyrir, treystir þeim manni, sem þú fólst umsjá þina, og gerðir allt, sem I þlnu valdi stæði til þess að komast mætti I örugga höfn. Svona þurfa ís- lendingar aö hugsa. Við erum varlakominnhálfa leið á hættu- legri braut, þvi verðum við að treysta þeim mönnum, sem viö höfum valið, veita þeim frið til starfa og vera samvinnuþýðir. Þingmenn okkar hafa reynt aö I/ gera okkur Ijóst hve alvarlegt á- stand rikir I efnahagsmálum þjóöarinnar en meinið er aö viö erum fyrir löngu oröin ónæm fyrir hinum ófögru Iysingum þeirra. Við hugsum sem svo að úr þvi að þetta hefur gengiö hingað til, hljóti það að ganga á- fram. Fram til 1930 hugsaði fólk sem svo, að hagsveifla væri fyrirbrigði, sem kæmi og færi og ekkert væri við að gera. Nú vit- um við betur, við höfum lært, við vitum að henni má stjórna þó það sé vissulega erfiðara hér á landi m.a. vegna óvissra tekjustofna þjóðarbúsins s.s. fiskveiða. Alþingismönnum okkar og öðrum framámönnum er vel ljóst, að peningamálaaðgerðir eins og vaxtabreytingar og inn- borgunarskylda gera litið gagn einar sér, þær þurfa að koma samhliða aðgerðum I rlkisfjár- málum. Þeir vita lika, að það er litið hægt að gera af þvl, að við atvinnurekendur þeirra höfum þar engan skilning á og myndum I minnsta lagi fella þá I næstu kosningum.ef þeir beittu sér fyrir einhverju, sem væri þeirra elskulega kjördæmi I ó- hag. Við þessu er eitt að gera. Lengja þarf kjörtlmabil þing- manna okkar 18 ár og gefa þeim þanníg svigrúm til að starfa fyrstu 4 árin en nota slðan hin 4 til að fá kjósendur sina til að gleyma. Ennfremur þyrftu forystumenn launþega- samtakanna að sitja mun leng- ur af sömu ástæðu en þar þyrfti um leiö að koma til stóraukið miðstjórnarvald ASI. Forystu- menn launþega eru tilneyddir til að fara ranga leið að réttu marki þ.e. að heimta beinar launahækkanir þvi það er það eina, sem við hin virðumst skilja þó svo að allar launa- hækkanir hverfi I sjálfu sér dag- inn eftir að þær koma til fram- kvæmda. I samræmi við hugsunarhátt okkar íslendinga myndu ýmsir segja, að þarna væri um hreina skerðingu á lýðræði að ræða. Það má vel vera, en þó hygg ég, að flestir geti verið sammála um, að það lýðræði sé betra, sem leiðir okkur fram á veginn til betra lífs, en það, sem við nú búum við og virðist á góðri leið með aö tortlma okkur. —oss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.