Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 4. júnl 1976. SUF Ósigur með sæmd Bretar eiga sér hugtak, að tapa með sæmd. Þeir hafa alltaf lagt á það áherzlu þegar þeir sjá fram á ósigur, að ná samningum — þótt þeir hljóti að verða þeim óhagstæðir — frekar en að verða gjörsigraðir. Þetta gerðist i Osló 1. júni. Framkoma Breta á Islandsmiðum ruddaleg og fólskuleg gaf ekki tilefni til þess að við íslending- ar gæfum þeim kost á þessari úrlausn. Margir stóðu i þeirri trú, að samningar stæðu um 200 milur. Nú hefur hins vegar verið samið um veiðar Breta allt að 20 milum. Það kemur okkur á óvart sem héldum að fyrir alllöngu hefði verið fært út i 50 milur. Ekki verður aftur snúið frá þvi sem nú hefur verið gert. Mjög liklegt er að við hefðum getað náð miklu betri samningum ef við hefðum þraukað lengur, þvi sigurinn var i sjónmáli eins og allir stjórnmálamenn voru sam- mála um. Algjör óþarfi og nánast óviðeigandi að sniðganga Alþingi með þvi að leggja þessa samninga ekki þar fyrir áður en þeir eru undir- ritaðir. Að visu er það lögfræðilegt túlkunaratriði hvort fiskveiðilögsaga er hluti af landi eins og landhelgi er. Stjórnarskráin kveður á um að alla samninga, sem gerðir eru um afsal á landi og þá kvaðir á islenzku landi skuli leggja fyrir Alþingi. Vissulega eykst virðing Alþingis eða völd ekki við málsmeðferð af þessu tagi. Allir sanngjarnir menn hljóta þó að viður- kenna, að við höfum náð miklum áfanga með viðurkenningu Breta á þvi að við ráðum hverjir veiða og hvernig innan 200 milna landhelgi ef tir 1. desember, ef Bretar lesa á sama hátt úr samningnum og við. Mest um vert er þó að mannslif eru ekki lengur i hættu vegna átaka á miðunum og við getum nú snúið okkur af alefli að fullkomnari nýtingu sifellt minnkandi afla okkar. Með þessu samkomulagi gangast Bretar undir að virða friðunarsvæði okkar. Það er ef til vill merkilegasti þáttur þessa samkomulags. Erfitt er á þessu stigi að meta þessa samninga til hlitar þar sem fylgiskjöl hafa ekki öll verið birt þegar þetta er skrifað. En af þvi, sem fram er komið má álykta svo, að við höfum gefið Bretum hálfan sigur. Vinur okkar Crosland er eflaust vænsti maður, en hann er i þessu tilviki aðeins jafningi Einars Ágústssonar rétt eins og Islendingar og Bretar setjast sem jafningjar að samningaborði. Það skortir alvarlega á það að forystumenn þessarar þjóðar liti á sig sem fulltrúa sjálfstæðrar þjóðar og komi fram sem slikir gagnvart erlendum rikj- um. Það er ekki tilviljun að Morgunblaðið og Visir hafa verið málgögn Breta i þessari deilu. Þar koma fram kotungssjónarmið þau, sem áður er lýst. Þau sjónarmið að við séum aðeins 200 þúsund manns og að enginn virði okkur viðlits á alþjóðavettvangi, að álit.. okkar skipti engu máli. Með þessum hugsunarhætti náum við aldrei bezta árangri i samskiptum okkar við aðrar þjóð- ir, en mótaðilar okkar ná bezta árangri i viðskipt- um sinum við okkur. Vissulega hefur orðið breyt- ing á þessu sjónarmiði i ráðherratið Einars Ágústssonar, en það var aðallega á tima vinstri- stjórnarinnar. Nú virðast sjálfstæðismenn þrýsta fram undirlægjuhætti sinum gagnvart útlending- um. Framsóknarmenn verða að vera vel á verði fy rir þessu ósjálfstæði s jálfstæðismanna þvi verði þau leiðandi, þá verður það þjóðinni til ómælan- legs og ófyrirsjáanlegs tjóns. Islendingar geta fagnað 1. júni 1976. Þeir unnu þar orrustu i baráttunni um yfirráð yfir auðlind- um sinum. íslendingar geta lika glaðzt yfir gjaf- mildi sinni,þeir gáfu Bretum hálfan sigur. PE Umsjónarmaður: Pétur Einarsson Sextíu og fimm þúsund þrjú hundruð tuttugu og fimm þúsund Nýlega var haldin ein af mörg- um fróölegum ráöstefnum Sambands islenzkra sveitafélaga og var sú ráöstefna um dag- vistunarmál. Logi Kristjánsson bæjarstjóri á Neskaupstaö vakti þar athygli á hagnaöi þjóöfélags- ins af rekstri dagheimila. Ekki skal fullyrt um réttmæti útreikn- inga hans, en röksemdin er skemmtileg og til þess fallin aö vekja athygli. Istuttu máli eru skoöanir hans þær, aö beinn skatthagnaöur rlkis og sveitafélags af barni vistuöu á leikskóla, og móöir þess vinnur hálfan dag — sé 65.325.- Hann tók einnig annaö dæmi um hjón meö tvö bó'm og konan vinnur allan daginn. Þar telur hann beinan skatthagnað rikis og sveitar- félags vera 74.950.- Alltaf er gaman af frjórri hugs- un af henni er ekki of mikið i islenzku stjórnmálallfi, Rök af þessu tægi og I þessu sambandi, benda til þess aö manninum sé umhugaö um að koma skoöunum sínum á framfæri og leita áhrifa- mikilla leiöatil þess. Umræöa um dagheimilismál hefur veriö mikil hér á landi upp á siðkastiö. Allir flokkar nema Sjálfstæöisflokkur- inn hafa veriö sammála um nauö- syn og gagnsemi dagheimilanna. Þaö er reyndar eölilegt þar sem hann er ekki framfarasinnaöur flokkur né heldur félagslega. önnur mál sitja I fyrirrúmi i þeirri verbúð. Rökin fyrir dagheimilum voru I upphafi þau, aö húsmæöur þyrftu eöa vildu vinna utan heimilis og þörfnuöust gæzlu fyrir börn sin. En ástæöurnar eru margþættaíi en þaö. Aöalástæöan er þróun þjófélaga á seinni timum, breytt- ir sambýlishættir. Þessari þróun má ef til vill skipta i þrjá þætti. Konur taka meiri þátt í þjóðlifinu. Staöa konunnar hefur breytzt gríöarlega á Noröurlöndum hin siöari ár. Þaö er viöurkennt, aö hún á rétt á þeirri fjölbreytni, sem fólgin er i starfi utan heimil- is, aö hún á rétt á að þroska hæfileika sina meö starfi og rétt á að nota hæfileika sina til starfs. Þetta þýöir þó ekki aö börn þurfi ekki lengur mæöur eöa heimili. Þær stundir, sem fjölskyldan er samvistum hafa þó mikið stytzt frá því sem áöur var. Vonandi veröur aldrei sú þróun aö for- eldrar sinni ekki börnum sinum náiö á viökvæmasta uppvaxtar- skeiðinu. Framhjá þvi veröur ekki geng- iö að konan þarf á vissu æviskeiöi I flestum tilfellum, aö vera á heimilinu og sinna börnum sln- um, en fyrir þann tima og eftir á hún rétt á ööru starfi. Þjóöfélagiö veröur aö gera ráö fyrir þessu og búa allt I haginn svo aö konan geti nýtt þessa kosti, sem I dag standa henni opnir aö nafninu til. Skortur á dagheimilum veldur þvi hins vegar aö aöeins litiö brot þeirra kvenna, sem þurfa eða vilja vinna utan heimilis geti það. Fjölgun dagheimila er þvi tvlmælalaust ein mikilvægasta forsenda jafn- réttis kynjanna. Menntun barnanna. Dagheimilin voru I upphafi álit- in einhvers konar geymslur fyrir börn. Nú blasir þjóöfélag viö okk- ur sem gerir kröfur til allt annars. Tæknivædda þjóöfélagiö, sem er oröiö svo yfirfuUt af þekk- ingu aö enginn einn maöur er fær um aö innbyröa hana alla, krefst miklu lengri og nákvæmari þjálf- unaraf einstaklingnum heldur en áöur var. 1 framtiöinni veröur ekki áherzlan lögö á minnisatriöi heldur vitneskju um hvar á aö finna þekkingu og hvernig á aö nota hana. Þjálfun I rökhugsun og beiting hennar veröur verkefni framtiðarmenntunarinnar. Þvi fyrr sem þjálfun af þessu tagi byrjar, fyrir einstakling, þvi betra. Börn geta átt erfitt meö minnisatriöi, en eiga auöveldara meö aö tileinka sér skilning, svo notaö sé ónákvæmt oröalag. Þetta er aö gerast i dag. Dag- heimilin og leikskólarnir eru fyrsta skref barnsins innan menntakerfis rlkisins. Aldur barna, þegar þau byrja að njóta opinberrar menntunar er alltaf aö lækka. Þessi staöreynd sýnir ljóslega mikilvægi þess aöbúa vel að þessum stofnunum, sambærilega eða betur en ætti aö gera við hina hefðbundnu skóla okkar. Ekki verður heldur gert of lltið úr gagnsemi þess aö barniö byrji snemma að umgangast samborg- ara sina og taka tillit til þeirra. I þessutilliti eru allt aörar aöstæö- ur I þéttbýlújþjóöfélagi nútfmans heldur en var I gamla sveita- þjóðfélaginu. Hættan á einangrun einstaklingsins er meiri i þétt býlissamfélaginu heldur en áöur var. Þátttaka i framleiðsl- unni. Þaö er óþarfi aö rökstyöja þá skoöun aö Islendinga vantar til- finnanlega vinnuafl. Alls staöar erulitiö eða ekkinýttar auölindir. Betrinýting sjávarafuröa, aukinn iönaöur og aukin framleiöni i landbúnaði. Reikningar Loga, sem nefndir voru I upphafi gefa okkur visbendingu um hagnaö- inn, sem þjóðfélagiö hefur af þvi að fá sem flestar konur út á vinnumarkaöinn. Þær þýöa aukiö vinnuafl, aukna framleiöni, aukiö fé til samfélagsþarfa. Þvl er haldið fram aö i þjóöfélögum, sem teljast þróuö og hafa mikla framleiöni séu skilyröi bezt fyrir velferöarþjóöfélag. Ef Islend- ingum tekst einhverntima aö hysja upp um sig og stýra efna- hagskerfi þessa lands eftir einni aöferö i einu, I staö þess fádæma stjórnleysis, sem hefur tíökast, þá veröur eftirleikurinn auöveld- ari meöhverja verkfúsa hendi við vinnu. Dagvistunarheimili eru þannig ekki geymslur heldur nauösynlegar stofnanir samfél- agsins. PE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.