Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.06.1976, Blaðsíða 23
Föstudagur 4. júnl 1976. TÍMINN 23 Framsóknarfélag Hveragerðis og Ölfuss heldur aöalfund sinn fimmtudaginn 10. júni. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Þórarinn Sigur- jónsson alþingismaður mætir á fundinum. Áformaö er að á undan aðalfundi verði haldinn almennur stjórnmálafundur, enn er óákveðið hverjir verða formælendur á þeim fundi. Nánar auglýst siðar. F.H.Ö. Stærsta sýning á íslenzkri nytjalist Gestir sýningarinnar víðfrægir mótendur finnsks listiðnaðar SJ-Reykjavik. — A laugardag kl. 19 veröur sýningin Islenzk nytjalist opnuð almenningi 1 sýningarsalnum I kjallara Nor- ræna hússins. Þetta er um- fangsmesta sýning á islenzkum listiðnaði, sem haldin hefur ver- ið hér á landi, og verða þar yfir 200listiðnaðarmunir eftir um 50 hönnuði og framleiöendur. Þar á meöal húsgögn, skinnavörur, keramik, auglýsingateiknun, fatnaður, ljósmyndir, lampar, silfur og vefjarlist. Auk þess hefur tveim þekktum listhönn- uðum frá Finnlandi verið boðið að taka þátt i sýningunni, þeim hjónunum Vuoko og Antti Nur- mesniemi, en þauhafa mjög látið til sin taka á ýmsum sviðum finnskrar nytjalistar, sem þykir einkennast af sérstakri reisn og glæsibrag. Þau Vuoko og Antti Nur- mesniemi sýna hér húsgögn, vefjarlist, fatnað, búsáhöld o.fl. Fatnaöurinn verður sýndur á sérstökum tízkusýningum i sýn- ingarsal undir stjórn Vuoko. Fyrstu tvær sýningarnar verða við opnunina og kl. 16 sunnudag- inn 6. júni, hvitasunnudag. Auk þess heldur Antti Nur- mesniemi fyrirlestur með skuggamyndum i Norræna hús- inu þriöjudaginn 8. júni kl. 17, sem hann nefnir „Vöru og um- hverfishönnun i Finnlandi”. Fyrirlesturinn veröur á ensku og er opinn almenningi. Vuoko er leirkerasmiður að mennt og starfaði fyrst hjá Arabla. Siðan sneri hún sér að hönnun vefjarlistar og fatnaðar var aðalhönnuður Marimekko um nokkurra ára skeið. Hún stofnaði eigiö fyrirtæki 1964, sem framleiðir eftii og tizku- fatnaö. Hún starfar einnig I fyr- irtæki manns sins Studio Mur- mesniemi, en þar eru hannaðar hvers konar framleiðsluvörur, húsgögn og innréttingar. Hún hefur jöfnum höndum hannað leir og gler, veggfóður, teppi og annan vefnaö, og hefur m.a. unnið fagra vefjarlist i nokkrar kirkjur i Finnlandi. Antti Nurmesniemi er hús- gagnaarkitekt. Hann hefur séð um innréttingar i opinberar skrifstofur, kirkjur, veitingahús og banka. Hann hefur mótað stefnu i finnskri húsgagnalist og unniö tilraunastörf i lýsingar- tæknioghúsgagnagerð.Hann er einnig hönnuður járnbrautar- vagna og eldhústækja, og sér- stakur þáttur i starfi hans hefur frá upphafi veriö hönnun ýmiss konar sýninga um allan heim. Félagiö Listiðn stendur að sýningunni Islenzk nytjalist, en það hefur áður efnt til fjögurra sýninga einstaklinga. Félag Is- lenzkra iðnrekenda, Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins, Lista- hátíð 1976 og Norræna húsiö hafa veitt sýningunni stuöning. Formaöur framkvæmdanefnd- ar sýningarinnar er Jón ólafs- son húsgagnaarkitekt. ® Bætur Iþróttir skaparland heldur sem væntan- legt þéttbýlisland með tilliti til þess að þéttbýli fer mjög vaxandi I Mosfellssveit. Ætti þvi að meta landið meö hhðsjón af þvi, á hvaða veröi væri hægt að selja landið undir byggingalóðir. Vegageröin hélt þvi fram, að ekki væri hægt að meta landiö sem lóöir, sem keyptar væru til áð byggja á þeim innan skamms tima, og kraföist þess að matið tæki tillit til áðurnefndrar greinar I vegalögunum. Lögmenn landeigenda mót- mæltu þessu og töldu hraðbraut- ina valda truflun, óþægindum við skipulagningu landsins og verð- lækkun i nágrenni vegarins. Matsmenn töldu, að taka bæri tillit til þeirra sjónarmiöa land- eigenda, að ekki bæri að meta lönd á þessum stað meö hliðsjón af búrekstri, þar sem allir land- eigendur á umræddu svæði eru hættir búskap, heldurbæri að llta á löndin sem væntanlegt þétt- býlissvæöi. Bent er á að Ibúatala Mosfellssveitar jókstum 20% 1974 ogá siðasta sumri voru þar hafn- ar byggingar á rúmlega þrjú hundruö lóöum. En þeir töldu, aö hin nýja steinsteypta hraöbraut væriein af helztu forsendum fyrir þvi, hve margir sækjast eftir aö reisa ibúðarhús þarna, og væri mikill munur á henni og hinum gamla, frumstæða malarvegi. Heföi mikil verðhækkun orðiö á landi i Mosfellssveit meö tilkomu hraðbrautarinnar. 100 m grindarhlaupi I gærkvöldi — hljóp vegalengdina á 14.5 sekúndum. Kúluvarparinn snjalli „ _ . UuOm Halldórsson var einnig I sviðs- ljósinu I gærkvöldi, hann kastaöi kúlunni 17.59m.—Égfinn það, að ég er búinn að ná góðum tökum á köstum yfir 17 m, sagöi þessi sterki KR-ingur, sem stefhir að þvl, að bæta sig sem mest. Það er ekki aö efa, að hann nái aö kasta vel yfir 18 m i sumar. Guðni sigr- aði einnig i kringlukasti — kastaði 50.56 m. Friðrik Þór óskarsson varö sigurvegari í þristökki — stökk 14.85 m. — Ég náöi mér ekki á strik, enda ekki sem bezt aö stökkva hér á Melavellinum, sagði Friðrik Þór, eftir stökkiö, en hann náði að stökkva sitt lengsta stökk i siðustu átrenn- unni. Gamla kempan Valbjörn Þorláksson var sigurvegari i 110 m grindarhlaupi — 15.5 og Val- björn varð einnig sigurvegari i stangarstökki — 3,70m. Bjarni Stefánsson, spretthlauparinn sterki úr KR, sem tók þátt I sinu fyrsta móti i sumar, sigraði í 200 m hlaupi - 22.17 sek. Magnús Jónassonúr Armanni sigraði i 100 mhlaupi-U.5sek.ÞórdigGigia dóttir (14 ára) sigraöi i hástökki, stökk 1.65 m.jnýtt meyjamet. —sos Eitt veggspjaldanna, gert 1906 Trúður sýnir töfrabrögð og veggspjöld I anddyri Norræna hússins er óvenjuleg sýning sett upp á Lista- hátlð 1976. Þar veröa sýnd vegg- spjöld úr eigu finnsks sjón- hverfingameistara Solmu Mákela, en hann á eitt merkasta safn, sem til er af myndum úr sirkusheiminum og veggspjöld- um töframanna og trúða. Segja má, aö sirkusfólk, töframenn og trúöar hafi fyrst komizt að raun um auglýsingamátt veggspjalds- ins, plakatsins, — sem sifellt ryö- ur sér meira og meira til rúms. Úrval úr þessu einstæða vegg- spjaldasafni veröur nú sýnt hér. Solmu Makela kemur sjálfur til tslands með myndirnar, og sýnir töfrabrögð af og til meðan á sýn- ingunni stendur. Solmu Mákelá sýnir töfrabrögö i samkomusal Norræna hússins sem hér segir: laugard. 5. júni kl. 16 sunnud 6. júni kl. 15 mánud 7. júni kl. 15 laugard. 12. júni kl. 16 sunnud. 13. júnl kl. 15. „Nauðsynlegt að fylgjast með hvað er að gerast" M.M. Vlnarborg —Mikil endur- skipulagning stendur nú fyrir dyrum hjá Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóöanna, og var það aðaltilefni þessa stjórnarfundar I Vln, sem er aðsetur þessarar N stofnunar. UNIDO er ein af aðal- stofnunum Sameinuðu þjóðanna, og nú er I byggingu húsnæöi fyrir UNIDO og eina af hliöarstofnun- um S.Þ., Atómrannsóknarstöð S.Þ. i Vin. Af hálfu Islands sátu Árni Þ. Árnason og Steinar Berg Björns- son fundinn. I viötali viö blaða- mannTimanssagðiArniÞ. Arna- son: — Island hefur, sem kunnugt er, notiö aöstoðar ýmissa sér- fræðinga Iðnþróunarstofn- unarinnar við þá iðnþróun, sem unniö hefur veriö við á tslandi á undanförnum árum. Nánar tiltek iö siðan ’72. Við islenzku fulltrú- arnir, Steinar Berg Björnsson og ég ræddum þessi mál sérstaklega I aðalstöövum Iðnþróunarstofn- unarinnar jafnhliöa fundinum. Fundurinn átti sér stað i fund- arsetri Vinarborgar ikeisarahöll- inni. Arni Þ. Árnason og Steinar Berg Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.