Tíminn - 27.07.1976, Side 1

Tíminn - 27.07.1976, Side 1
HÁÞRÝSTIVÖRUR okkar sterka hlið WmSMBEmMM Síðumúla 21 Sími 8-44-43 TILLÖGUM OKKAR VAR VEL TEKIÐ — segir Jón Sveinsson, forstjóri Stól- víkur, um hugsanlega þótttöku íslendinga í uppbyggingu fiskveiða og -iðnaðar í Afríku -hs-Rvik. — Rorizt hefur heilmikið af tilboðum og greinargerðum um það, hvernig eigi að standa að þessu máli, en það er ljóst, að engra frekari frétta er að vænta að ut- an fyrr en um miðjan ágúst, sagði Jón Sveins- son, forstjóri Stálvikur i samtali við Timann i gær, en um er að ræða uppbyggingu fiskveiða og fiskiðnaðar van- þróaðra þjóða i Afriku. -hs-Rvik. Mjög dauft hefur veriö yfir loðnuveiðunum undanfarið, að sögn Andrésar Finnbogasonar hjá Loðnunefnd. Aðeins tveir bát- ar tilkynntu afla s.l. sólarhring, samtals rúmlega 600 lestir. Hilmir SU fór með 260 lestir til Neskaupstaðar og Gisli Árni með 350 lestir til Vopnafjarðar, en Aður hefur verið sagt frá þessu máli i Timanum, en vegna hugsanlegrar samkeppni við aðr- ar þjóðir um þetta verkefni, hefur Jón ekki viljað tjá sig til fulls um málið. Hefur og komið I ljós, að rétt var ályktað, þvi eins og fyrr sagði, sækjastfjölmargir erlendir aðilar eftir þvi, að fá verkefnið, sem mun m.a. vera fólgið i smlði, leigu og jafnvel sölu eldri skipa, auk leiðbeninga og kennslu við uppbyggingu fiskiðnaðar þessara vanþróuðu þjóða. Alþjóðabankinn og Sameinuðu þjóðirnar standa að baki verk- efninu, sem er liður I baráttunni gegn matvælaskorti I heiminum. Jón Sveinsson sagði, að hann hafi hlerað það, að hugmyndirn- ar, sem hann hafði forgöngu um bræðslurnar fyrir Noröurlandi hafa ekki tekið við loðnu undan- farið, vegna vinnsluerfiðleika. Fer loðnan mjög fljótlega i mauk vegna mikillar fitu og átu. Um 20 skip eru nú komin á veiðisvæðin og fleiri munu hafa hug á þessum veiðiskap, eða 5-10 skip til viðbótar, en þau biða þess, að veiðin glæðist. að sendar voru út, hefðu vakið mjög mikla athygli og lægju mjög vel við, eins og hann komst að orði. Vestur-íslendingar í heimsókn: Só elzti og sú yngsta! gébé Rvik — Sem kunnugt er hefur hópur vestur-tslendinga dvalizt hér á landi tæplega mánaðartima, en heimleiðis halda þau á mánudags- morgun. t hópnum er fólk á öllum aldri, en á meðfylgjandi Timamynd Guðjóns Einars- sonar, má sjá elzta ferðalang- inn og þann yngsta. Hann Treg loðnuveiði heitir Valdimar Stefánsson og er 87 ára gamall og er á tslandi I fyrsta skipti. Litla daman heitir Nathalie Del- bare, en hún varð eins árs fyrir nokkrum dögum, og það sem meira er, hún tók sin fyrstu spor á islandi. Móðir hennar er af islenzkum ættum, dóttir hjónanna Marjorie og Ted K. Árnason, en faðir Nathalie litlu er belgiskur. Systir Nathalie, Marjorie, er einnig með i feröinni, en hún er rúmlega tveggja ára og finnst islendingar skritið fólk, þvi það kann ekkert að tala segir hún! Marjorie talar jú aðeins ensku. Gunnar Thoroddsen, orkumálaráðherra: Orkumarkaður á Norðurlandi mun stóraukast án tilkomu stóriðju — stóriðja er því ekki forsenda Norðurlandsvirkjunar ASK-Reykjavik. — Það vita all- ir sem fylgzt hafa meö þeim málum, —-og ég hef oft sagt það — að Norðurland hefur veriö orkusvelt um langa hrið, sagði Gunnar Thoroddsen iðnaðar- málaráðherra i viðtali við Timann i gær. — Þannig hefur til dæmis verið neitað um raf- magn til húsahitunar og Sam- bandsverksmiðjurnar á Akur- eyri hafa þurft að nota gufu i stað rafmagns. Markaðurinn mun halda áfram að stóraukast án þess að stóriðja komi til, og ekki tei ég annaö en hægt sé að stofna Noröurlandsvirkjun án hennar. Hins vegar vil ég ekki á þessu stigi tjá mig um álit ncfndarinnar I smáatriöum, sagði ráðherra. Nefnd þessi, — samstarfsnefnd um raforkumál Norðlendinga — skilaði áliti ný- lega eins og sagt var frá i Tímanum s.l. sunnudag. Þá hafði blaðið samband við iðnaðarmálaráðuneytið og fékk þær upplýsingar, að viðræður hefðu staðið yfir við Norsk Hydro um stofnun álverksmiðju i Eyjafirði, en þessar viðræður hafa nú legið niðri um nokkurt skeið, eftir þvi sem blaðið kemst næst. I viðtali viö einn nefndar- manna, Val Arnþórsson, kaup- félagsstjóra á Akureyri, kom m.a. fram, að þeirra álit heföi verið það, að varla væri hægt að koma Norðurlandsvirkjun á fót, nema að raforkuverð væri svipað og á svæði Lands- virkjunnar. En raforkuverð frá Norðurlandsvirkjun yrði i dag kr. 9.25 pr. kWh miðað við 200 GWh og núgildandi lánakjör, en kr. 630, ef fengjust lánakjör svipuð þeim og Landsvirkjun hefur. Meðalverð Lands- virkjunnar til almennra nota mun hafa verið kr. 2.30 pr. KWh á s.l. ári og meðalverð allrar sölú um kr. 1.15 á kwh. — Verðið á rafmagninu fer eölilega eftir markaðinum, en hann er hægt að auka eftir ýms- um leiðum, sagði Valur, þá fer orkuverðið einnig eftir þvi með hvaða kjörum Krafla fæst frá rikinu. Með aukinni notkun rafmagns til húsahitunar og iðnaðar, sagði Valur, væri hægt að ná Verð- inu niður en einnig hefði komið til álita að setja upp linu til Austfjarða. Nokkuð hefur verið rætt um stóriðju á Norðurlandi, og segir m.a. i nefndarálitinu, að leggja verði þunga áherzlu á að finna verulegan orkumarkað fyrir Norðurlandsvirkjun með þvi að koma upp orkufrekum iðnaði á Norðurlandi. Valur nefndi i þvi sambandi Norsk Hydro, en ekki munu aðrir er- lendir aðilar hafa sýnt veruleg- an áhuga á Norðurlandi i þvi sambandi. — Fyrir Norðlendinga yrði það mikið hagræði, ef Norður- landsvirkjun gæti orðið að veru- leika, sagði Valur. — Meö stofn- un hennar myndi skapast stór virkjunaraðili, sem hefði bol- magn t.d. til rannsókna eins og Landsvirkjun. Það má annars segja,að Norðurlandsvirkjun sé einn liður i endurskipulagninu á raforkumálum landsmanna. En verðið þarf að lækka og það ger- ist ekki nema með stóraukinni notkun rafmagns á Norður- landi. Tillögur nefndarinnar, sem eru i frumvarpsformi eru nú i athugun hjá Iðnaðarráðuneyt- inu. Að sögn Vals hefur það verið mjög hlynnt stofnun Norðurlandsvirkjunar, en eftir er að bera tillögurnar undir sveitarstjórnir á Norðurlandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.