Tíminn - 27.07.1976, Qupperneq 10

Tíminn - 27.07.1976, Qupperneq 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 27. júli 1976. Páll Finnbogason: STANCAVEIDIN OG ÍSLENZK VEIÐIMÁL Stangaveiði er ekki gömul iþrótt hérá landi, en hefir náðmiklum vinsældum. Gera má ráö fyrir að þessi iþrótt verði stunduö i sivaxandi mæli hér i framtiö- inni, og er full ástæða til að fagna þvi og gera sem flestum kleift að stunda þessa hollu og skemmtilegu iþrótt. Nú munu sumir segja, að ekki sé ástæöa til að nefna stanga- veiöi Iþrótt. Það sé ekki iþrótt að egna fyrir fisk i ám og vötn- um og draga hann sföan að landi og drepa. Hér sé öllu heldur um ljótan leik að ræða. Þeir, sem egni fyrir fisk með ánamaðki, kvelji maðkinn á hinn hryllilegasta hátt og þá ekki siður fiskinn, sem fái i sig hárbeittan öngul, sem særi hann, og það sé hin hroðaleg- asta meðferð að leika sér siðan að þvi að draga fjskinn að landi — á svo og svo löngum tima. Nú er það talið visindalega sannað, að dýr með kalt blóö hafi mjög litla eða nánast enga sársaukatilfinningu. Þau eru hins vegar mjög næm fyrir hreyfingum og hita. Sprikl ánamaðksins og viðnám fiskjar á færi eru fyrst og fremst við- brögðin við frelsisskerðingunni og ætti það að friða samvizku þeirra, er telja stangaveiði ómannúðlega iþrótt. Nytsöm og skemmtileg iþrótt Það er með þessa, eins og aðr- ar iþróttir, að það tekur langan tima að ná góðum árangri. Þó að veiði með lifandi beitu gefi oft góða raun, verður að mæla með þvi að nota gervibeitu, og þegar menn eru búnir að ná valdi á veiði með flugu geta þeir notið fullnustu sjálfrar iþróttar- innar. Góð veiðarfæri eru ekki leng- ur sá munaður og áður var. Nú má fá sæmilegustu veiðarfæri fyrir brot af þeirri upphæð, er þau kostuðu áður fyrr. Fyrir þærsakir er ekkert þvi til fyrir- stöðu að stangaveiði geti orðið almenningstómstundaiðja. tsland er i fremstu röð þeirra landa, er geta boðið ibúum sin- um upp á góð skilyrði til að stunda þessa iþrótt, og ekki einungis það, heldur erum við mjög aflögufærir á þessu sviöi, en að þvi vej’ðuir nánar vikiö hér á eftir. „.x V Stangaveiðin./hefir marga kosti Umfram aðra tómstunda- iðjij, Hana geta allir stundaö, serií vettlingi geta valdiö, ungir og gamlir, konur og karlar. En kostirnir eru ekki einungis faldir i iþróttinni sjálfri, heldur þeim möguleikum, sem hún gefur til útilifs. Veiðihvötin ermanninum iblóðborin. Hann er rándýr I eðli sinu, og sú hvöt hefir haldizt i gegnum alla siö- menningu. Ef hægt væriaðfull- nægja þessari hvöt með sport- veiði einni saman, væri mikiö fengiö. Maöurinn er lika náttúrubarn, og þegar þetta tvennt kemur saman, þá er skiljanlegt hversu hugfangið fólk verður af þessari iþrótt, er það fer að stunda hana. Sportveiði er lika mjög nyt- söm frá þjóðhagslegu sjónar- miði. 1 iðnaðarrikjum nútimans vinnur langfjölmennasti hópur fólks innanhúss. Þetta fólk þarf á útivist að halda. Hraði og streita nútima þjóðfélags ' er slik, að þess er brýn nauðsyn, að fólk komist út i kyrrð náttúr- unnar, komist i snertingu við hana, og fátt-fullnægir þessum þörfum betur en sportveiði. Sem dæmi um þetta má nefna, að i mesta iðnaðarrflú heims, Bandarikjunum er lang- mestur hluti veiðivatna i eigu rikisins, sem sér um rekstur þeirra og mun það vera eitt af þvi sárafáa, sem þjóðnýtt er i þvi landi. Þar gefst öllum kostur á að komast i veiði fyrir lágt gjald, hvar sem þeir vilja og hversu oft sem þeir óska. Þeim fjármunum, sem rikið eyðir i þetta, er talið vel varið og skilar sér margfalt i auknum vinnuafköstum og betri heilsu fólksins. Ekki má heldur gleyma þeirri matvælaöflun, sem hér er um að ræða. Flestum mun bera saman um, að fátt sé unaðslegra, en góð veiðiferð með góðum félögum, hvort sem um lax- eða silungs- veiði er að ræða, og eitt er það i Fyrri hluti þessu sambandi, sem er þýöingarmikið, þaö er að hér skiptir veðurlag ekki sama máli og i öörum skemmtiferðum. Sé sól og gott veöur, er dýrölegt aö vera úti I náttúrúnni sé rigning og jafnvel rok, er gott veiðiveð- ur, og veiðimaöurinn er ánægð- ur með allt þar á milli. íslenzk veiðimál Hér hefur litillega verið stikl- að á stóru um sportveiði al- mennt. En hvernig er svo þess- um málum háttað á þessu landi, sem hefir upp á aö bjóöa meiri og glæsilegri möguleika á þvi sviði en flest önnur lönd? Þvimiöur er það svo aö þróun þessara mála hér á landi er ekki i eins góöu lagi og verið gæti. Það veröur þó aö viðurkenna, að i fiskirækt hefir veriö unnið stórvirki á siðustu árum, bæði af hálfu þess opinbera og einstaklinga ekki siður. Skilningur á nauðsyn fiski- ræktar er orðinn rikur og al- mennur, og það má stórauka laxagengd i ár og rækta upp nýjar ár, svo fremi að laxinn okkar fái að vera i friöi i sjón- um. Laxárnar okkar eru orðnar geysiverðmætar og geta orðið enn verðmætari, en sú verð- mætasköpun þjónar ekki þeim tilgangi, að gera laxveiðar að almenningsiþrótt, eins og mál- um er nú háttað. Eftir þvi sem meiri fiskgengd er i hverja á, verða veiðileyfi dýrariiánnioger þetta aðsjálf- sögðu ekki.óeðlilegt og nú kosta veiðileyfi i góðum ám tugþús- undir á dag! Þetta útilokar alla venjulega launamenn frá þvi að stunda þessa iþrótt, svo nokkru nemi. Það er aðeins á færi efna- manna og hálaunamanna, svo og erlendra auðkýfinga. Þess eru og nokkur dæmi, að islenzk- ar ár eru leigðar erlendum mönnum að fullu, sem siðan leigja þær út i smásölu! Flestir þessara manna skila sáralitlu af gjaldeyri i þjóöar- búiö, nema leigunni. Þetta eru ekki feröamenn i venjulegum skilningi, þeir koma hingaö á einkaþotum, hafa með sér nauð- synjar, og skila ákaflega hégómlegum arði, — nema þá til örfárra manna. Sala á veiðileyfum til erlendra veiðimanna, sem áttu að verðjafna árnar til Islend- inga, hafa ekki skilað tilætluö- um árangri. Þeir 3-4 hundruö erlendir lax- veiðimenn, sem hér stunda veiðarárlega eru sáralitils virði fyrir islenzkan ferðamannaiðn- að, en hafa hins vegar skapaö „yfirbyggingu” á margar af laxveiðiánum, sem veröur aö teljast mjög varhugaverö. Reist hafa verið dýrindis hús við sumar árnar, sem kosta mjög mikið i rekstri og menn verða nauðugir viljugir að eyða stórfé i húsaleigu og uppihald. Með þessu er verið að gera laxveiðina að einskonar yfir- stéttarsporti, bæði fyrir út- lendinga og íslendinga, og koma þannig i veg fyrir að al- menningur geti notið þeirra hlunninda, sem hans eigið land hefir upp á að bjóða. Þegar svo er komið, er ekki óeðlilegt, að upp komi raddir um að þjóðnýta beri laxveiði- árnar. Hvað er til ráða Höfundur þessarar greinar ætlar ekki að gefa nein ráð til úrbóta i þessum málum, enda þess li'tt umkominn. Sjálfsagt eru ýmis ráð tiltæk og flestan vanda má leysa, ef vilji er fyrir hendi. Það má vissulega koma i veg fyrir að fjársterkir einstaklingar kaupi upp jarðir með laxveiðiréttind- um i þeim einum tilgangi að nýta veiðina, en leggja jarðirn- ar siðan i eyði. Það má koma i veg fyrir að útlendingum séu seld landsrétt- indi á leigu, og útiloki lands- menn frá sinum eigin landsgæð- um og það má koma á betri stjórnun á nýtingu ánna, en stjórnun á fiskveiðum eru orð, sem eru mikið i tizku þessa daga. Þvi er haldið fram að út- lendingar fari betur með árnar en Islendingar, veiöi minna hver maöur. Það er rétt, að erlendir veiðimenn koma ekki langar leiðir til Islands til að veiða fyrir kostnaöi, — enda ekki mögulegt. Sumirveiða hins vegar mikið, aörir litið. Flestir þessara manna eru sannir sportveiði- menn. Aftur á móti gera hin dýru veiðileyfi til Islendinga það að verkum, að margir þeirra reyna að veiða sem mest uppikostnað, ef mögulegter, og vissulega er misjafn sauður i mörgu fé. Væri hins vegar hægt aö stilla verði veiöileyfa i hóf, breyttist viðhorf flestra til aflans, og veiðarnar hættu að verða fiski- ri, heldur sönn sportveiði. Setja mætti á hámarksfjölda veiddra laxa og eftirlit yrði hert með veiðunum. En hvernig er hægt að lækka veiðileyfi, án þess að skerða hag veiöiréttar eigenda? Það er að- eins hægt aö gera með þvi að fjölga stöngurp, og auka fiski- rækt. Það er ömurlegt til þess að hugsa, ef laxveiðistöngin á að veröa einskonar stöðutákn i þessu þjóðfélagi, landi hinna miklu möguleika stangaveiði- iþróttarinnar. Veiðiréttareigendur verða að hafa það hugfast, að þótt þeir eigi veiðiárnar og fáum detti i hug að svipta þá eignarétti, þá hafa þeir skyldur við það land og þá þjóð, er veitir þeim þessi hlunnindi, að þau verði nýtt til hagsbóta þjóðfélaginu og þegn- um þess almennt, en ekki fjár- sterkum einstaklingum ein- göngu. Slik sjónarmið þekkjast hvergi lengur, nema þá helzt hjá enskum lordum og auð- mönnum sem hafa einokað skozku veiðiárnar. Flestir veiðiréttareigendur munu lika skilja þetta fullvel. Eðlilegast er að landssamtök veiðiréttareigenda taki að fullu og öllu við útleigu i heildsölu á allri laxveiði i landinu. I næstu grein verður rætt um aðra þætti veiðimála. Fe rðamálakönnun og ævintýri úr 1001 nótt. > r r r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.