Tíminn - 27.07.1976, Page 11

Tíminn - 27.07.1976, Page 11
Þri&judagur 27. júli 1976. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: 1 Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjaid kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Viðskiptahallinn og verðbólgan Það heyrist öðru hvoru i umræðum um efna- hagsmálin, að viðskiptahallinn og verðbólga, sem nú er glimt við reki rætur til þess, að efna- hagsráðstafanir núverandi rikisstjórnar hafi bæði verið ófullnægjandi og komið of seint. Þess vegna sé vandinn nú meiri en hann hafi þurft að vera. I tilefni af þessari gagnrýni, þykir rétt að rifja upp eftirgreindar staðreyndir. Þegar rikisstjórnin kom til valda i ágústmán- uði 1974, var það sameiginlegt mat sérfræðinga og stjórnmálaforingja i öllum flokkum, að nauðsynlegt væri að framkvæma 15-17% gengis- fellingu eða aðra hliðstæða ráðstöfun til að tryggja rekstur útflutningsframleiðslunnar. út- litið var hins vegar ekki talið verra en það, að þessi gengisfelling myndi nægja. Viðskipta- ástandið versnaði hins vegar miklu meira en menn höfðu séð fyrir. Þess vegna var það mat sérfræðinga i febrúarmánuði 1975, að enn þyrfti að lækka gengið um 20%, ef útflutningsfram- leiðslan ætti ekki að stöðvast. Svo skýr rök voru færð fyrir nauðsyn þessarar ráðstöfunar, að fulltrúar Alþýðubandalagsins i stjórn og banka- ráði Seðlabankans treystu sér ekki til að vera á móti henni, og greiddi annar atkvæði með henni, en hinn sat hjá. Það var von sérfræðinga á þessum tima, að umrædd ráðstöfun myndi nægja til að tryggja atvinnureksturinn. Rikisstjórn, sem þannig hefur tvifellt gengið á einu ári, verð- ur vart ásökuð fyrir það, að hafa brostið þor til að gera róttækar ráðstafanir. Þvi er nú haldið fram, að til viðbótar gengis- fellingunum hefði rikisstjórnin átt að gera rót- tækar ráðstafanir til að draga úr framkvæmdum og minnka þenslu á þann hátt Það var hins vegar ljóst, að hefði það verið gert, myndi hafa hlotizt af þvi miklu meiri kjararýrnun en ella einkum hjá láglaunafólki, og auk þess hefði komið til verulegs atvinnuleysis. Hætt er við, ef svo langt hefði verið gengið, að launþegasamtökin hefðu orðið enn harðari i kröfum sinum og ekki aðeins komið til verkfalla, heldur meiri kauphækkana, sem hefðu gert ástandið enn verra. Tillögur um slikan samdrátt bárust lika siður en svo úr her- búðum stjórnarandstæðinga, heldur komu þaðan kröfur um margvislegar hækkanir. Þess er að geta, að verðhækkun oliunnar hefur mjög ýtt á eftir þvi, að framkvæmdum i orkumál- um yrði flýtt og þær auknar og landsmenn þannig gerðir óháðir oliunotkuninni. Þess vegna var bæði hafizt handa um Kröfluvirkjun og byggða- linu norður, ásamt þvi að kapp var lagt á að flýta Sigölduvirkjuninni sem mest. Nú telja sumir þeirra, sem mest ráku á eftir þessumt frám- kvæmdum, að hægara hefði átt að fara i sakirnar. Ósennilegt er ekki, að þessi tónn eigi eftir að breytast, ef oliuverðið hækkar, jafnframt þvi, sem þeim fjölgar, sem verða óháðir oliunni. Nú eru horfur á, að viðskiptakjörin batni varanlega að nýju, þótt enn sé batinn hægur og ekki megi treysta um of á hann. Þennan bata viðskiptakjaranna verður að nota til að draga úr viðskiptahallanum og verðbólguvextinum. Möguleikinn til þess er meiri og betri vegna þess, að á erfiðleikatimanum var kjaraskerðingunni stillt i hóf og þvi þarf ekki að taka stórt stökk til lagfæringar, eins og eftir efnahagsaðgerðirnar 1967 og 1968. Þ.Þ. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Callaghan og Healey gegn flokksstjórninni AAikil deila um lækkun ríkisútgjalda Callaghan. BREZKU rikisstjórninni ætlar að ganga erfiðlega að fást við efnahagsvandann, enda þótt ekki verði annað sagt en að verkjýðshreyfingin sýni henni eins mikla hollustu og framast er hægt að gera kröfu til. Milli verkalýðs- hreyfingarinnar og Verka- mannaflokksins eru sterk félagsleg tengsl, og hefur verkalýðshreyfingin þvi oftast beitt afli sinu til þess að tryggja völd flokksins. Þetta kom glöggt i ljós á siðastliðnu ári. þegar rikisstjórn Verka- mannaflokksins náði sam- komulagi um það við verka- lýðshreyfinguna, að á tima- bilinu frá 31. júh' 1975-1. ágúst 1976 mættu laun ekki hækka yfir ákveðið mark. Menn treystu þá á það, að þetta samkomulag myndi hjálpa til þess að draga mætti úr verð- bólgunni og atvinnuleysinu, þar sem traust atvinnurek- enda á meira jafnvægi i efna- hagsmálum myndi verða til þess, að þeir legðu aukið fjármagn i atvinnureksturinn og þannig hlypi nýtt f jör i hann og framleiðsluna. Þetta hefur ekki rætzt nema að tak- mörkuðu leyti. Að visu hefur dregið úr verðbólgunni, en atvinnustarfsemin hefur ekki aukizt að ráði. Þvi er meira atvinnuleysi I Bretlandi nú en i fyrra og hefur það aldrei verið meira siðan siðari heimstyrj- öldinni lauk. Ohjákvæmilegt er þvi, að hin takmarkaða kaupbinding haldist áfram, ef ekki á verr að fara. Þetta hafa forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar gert sér ljóst, og þvi hefur náðst nýtt sam- komulag milli hennar og rikis- stjórnarinnar. Efni þessa samkomulags er það, að eftir 1. ágúst, — en þá fellur úr gildi samkomulagið, sem gert var i fyrra, — mega laun, sem eru innan við 50 sterlingspund á viku ekki hækka meira en um 2.50 sterlingspund , en laun sem eru mUli 50-80 sterlings- pund á viku, mega ekki hækka meira en um 5% og laun, sem eru yfir 80 sterlingspund, mega ekki hækka meira en 4,5%. Gegn þessari tak- mörkuðu kaupbindingu hét rikisstjórnin nokkurri skatta- lækkun. ÞETTA nýja samkomulag milli verkalýðshreyfingar- innar og rikisstjórnarinnar tókst i fyrra mánuði. Það var mikið pólitiskt átak hjá CaUaghan' forsætisráðherra og Healey fjármálaráðherra að ná þessu samkomulagi, þvi að vinstri armur Verka- mannaflokksins beitti sér gegn þvi. t framkvæmdaráði verkalýðshreyfingarinnar tókst þó að fá það samþykkt með tuttugu atkvæðum gegn þremur, en i miðstjórn sjálfs Verkamannaflokksins var það feUt með ellefu atkvæðum gegn átta. I miðstjórn flokksins hefur nefnilega vinstri armurinn meirihluta. Andstaða hans byggist ekki aðallega á þvi, að hann væri svo mjög mótfallinn hinni takmörkuðu kaupbindingu. Höfuð-andstaða hans gegn samkomulaginu byggðist á þvi, að einn kafli þess fjallaði um rikisútgjöldin og var komizt svo að orði, að ekki yrði mögulegt að auka þau næstu árin, og þvi væri ekki rúm fyrir nýjar fram- kvæmdir, nema hætt væri við einhverjar þeirra sem búið væri að ákveða. Þetta taldi vinstri armurinn beinast of mikið gegn stefnu sinni , um aukna forystu og afskipti rikisvaidsins og þvi greiddi hann atkvæði gegn samkomu- laginu i heild. ÞEIR Callaghan og Healey ákváðu að hafa þessa mót- spyrnu vinstri armsins að þora að fella stjórnina, þótt hún færi ekki að ráði hans. En fljótlega kom i ljós nýr vandi, sem mun skerpa þessa deilu i flokknum. Það varð ljóst,að þessi nýja kaupbinding skapaði ekki nóga tiltrú á f jár- mál Breta og meira þyrfti þvi til. M.a. hélt sterlingspundið áfram að falla. Fjármála- menn töldu, að rikisútgjöldin þyrftu enn að lækka og féllust þeir Callaghan og Healey á þá skoðun. Siðastliðinn fimmtu- dag lagði Healey fram tillögu i neðri málstofunni um lækkun rikisútgjaldanna á næsta fjár- hagsári (1977-1978) sem nemur samtals einum milljarð sterlingspunda (328 milljörðum islenzkra króna). Samkvæmt þessum tillögum Healeys lækka útgjöld til her- mála um 100 mrlljónir sterlingspunda, framlög til iðnaðarfyrirtækja um 157 milljónir, lán til ibúða- bygginga um 146 milljónir, framlög til vega- mála um 87 milljónir, framlög til niðurgreiðslna á vöruverði um 80 milljónir, framlög til Norður-lrlands um um 35 milljónir og framlög til land- búnaðar um 20 milljónir. Aætlað er, að um 50 þús. manns munu i fyrstu missa atvinnu vegna þessara aðgerða, en tala atvinnuleys- ingja er nú 1.464 þús. Hún hafði heldur lækkað fyrstu mánuði ársins, en hefur nú hækkað aftur. Fullvist þykir, að bæði stjórn verkalýðshreyfingar- innar og miðstjórn Verka- mannaflokksins muni snúast gegn þessum tillögum. Einn af þingmönnum Verkamanna- floksins, sagði við Healey i umræðunum á fimmtudaginn: Þú hefur unniö traust fjár- málamanna, en tapað trausti verkalýðshreyfingarinnar. Hið fyrra mun þó tæpast rétt, þvi að álit fjármálamanna mun yfirleitt það, að niður- skurðurinn hefði þurft að vera meiri. Hitt er liklegra, að verkalýðshreyfingin sætti sig við niðurskurðinn, þótt hún mótmæli honum, þvi að ella fái hún rikisstjórn sem hún treystir minna. Callaghan hefur gefið til kynna, að hann rjúfi þing, ef tillögurnar verði felldar. Þ.Þ. engu, þvi að hann myndi ekki Healey.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.