Tíminn - 27.07.1976, Page 17

Tíminn - 27.07.1976, Page 17
Þriðjudagur 27. júli 1976. TÍMINN 17 Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson; HEIMSMET ( SPJÓTKASTI Ungverjinn AAiklos Nemeth tryggði sér gullið í spjótkasti UNGVERJINN Miklos Nemeth sigraði glæsilega i spjótkastkeppninni á ólympíuleikunum i gærkvöldi/ með því að setja nýtt heimsmet. Þessi snaggaralegi 29 ára verzlunarmaður átti stórkostlegt kast — spjótið hékk lengi i loftinu og fór síðan yfir bláa fánann, sem sýndi hvar heimsmetið væri. Nemeta átti ekki von á þessu, því að hann var eins undrandi og hinir keppendurnir, sem varla trúðu sínum eigin augum. Eftir að Nemeth, sem fram að þessu hefur staðið í skugga föður síns, en hann er gamall ólympíumeistari i sleggjukasti, hafði kastað svo glæsilega, var enginn vafi á, hver myndi tryggja sér gullið. — Ég var ákveðinn að gefa ekkert eftir i spjótkastinu, og nú var að duga eða drepast, þvi að ég vissi að þetta var sfðasta tækifær- ið mitt, til að tryggja mér gull- verðlaunin á Ólympiuleikunum, sagði Miklos Nemeth, eftir met- kastið. Útvarpsþulurinn BBC 2, sagði i fréttum i gærkvöldi, að það hafi strax orðið ljóst að kast Ungverjans yrði langt, þegar spjótið flaug glæáilega úr höndum hans — það þaut um loftið og hafnaði vel yfir 90 m linuna. Þá var ljóst, að Nemeth hafði sett Þórdís úr leik Þórdis Gisladóttir keppti i undankeppninni i hástökki. Þessi 15 ára stúlka felldi byrjunarhæðina, sem var 1.70 m og var þvi úr leik. nýtt heimsmet, og brutust þá út geysileg fagnaðarlæti 70 þús. áhorfenda sem urðu vitni að þessu glæsilega kasti. Þar með var Ungverjinn búinn að slá heimsmet V-Þjóðverjans Klaus Wolfermann, sem varð ólympiumeistari i Miinchen 1972, með 50 sentimetra lengra kasti. Wolfermann, sem gat ekki tekið þátt í keppninni i Montreal vegna meiðsla, kastaði spiótinu 94.08 m 1973. Finninn Hannu Siitonen, hinn 27 ára Evrópumeistari, varð að láta sér nægja annað sætið — kastaði 87.92 m, en annars urðu þéssir menn i fyrstu sætunum: GULL: Miklos Nemeth, Ung- verjalandi 94.58. SILFUR: Siitonen, Finnlandi 87.92. BRONS: Gheorge Megelea, Rúmeniu 87.16. 4. Bieleczyk, Póllandi 86.50. 5. Colson, Bandarikj. 86.16. 6. Ershov, So.vétrikj. 85.26. 7. Hovinen, Finnlandi 84.26. 8. Lusis, Bandarikj. 80.26. r Ovænt tap hjó MIKLOS NEMETH... er nú þjóð- lietja i Ungverjalandi. Bjarni slakur BJARNI STEFANSSON tók þátt I undanrásum 400 m hlaupsins I gærdag og náði hann scr ekki á strik og fékk mjög slakan tima, eða 48.34 sekúndur. Bjarni á islands- metið i 400 m hlaupi — 46.80, sett i Miinehen 1972. í körfuknattleik og Júgóslavar í úrslit Júgóslavar gerðu sér litiö fyrir og unnu góðan sigur (89:84) yfir Ólympiumeistur um Sovétrikj- anna i körfuknattleik, þegar þjóð- irnar mættust i undanúrslitum i gærkvöldi. Júgóslavar leika þvi til úrslita i körl'uknattleik, gegn Bandarikjainönnum eða Kanada, sem léku i nótt i Montreal. Það verða liklega Bandarikja menn sem mæta Júgóslövum, en þjóö- irnar léku i sama riðli i for- keppninni og sigruðu þá Banda- ríkjamenn 112:93. M0NTREAL 76 Tap og sigur — hjá Standard Liege í „Toto"- keppninni Standard Liege lék tvo leiki i „Toto”-keppninni i sl. viku. Fyrst léku Asgeir Sigurvinsson og íélagar gegn Ilerthu Berlin i V-Berlin ogtöpuðu —0:2. Þá léku þeir gegn Köge i Kaupmannahöfn og sigruðu — 1:0. Heimsmet i 800 m hlaupi kvenna Sovézka stúlkan TATIANA KAZANKINA varð sigurvegari i 800 m hlaupi kvenna i gærkvöldi, þegar hún hljóp vegalengdina á 1:54.94 minútum, sem er nýtt heimsmet. Nikolina Chtereva frá Bulgariu (1:55.42) hlaut silfur og bronsið hlaut Elfin Zinn frá A- Þýzkalandi — 1:55.60. „Bomber' skoraði 11 mörk GERD Miiller, hinn mikli marka- skorari Evrópumeistara Bayern Miinchen var heldur betur á skot- skónum um heigina, þegar Bay- ern-liðið lék vináttuleik gegn v-þýzka utandeildarliðinu Bad Kistinger. „Bomber”, eins og hann er katlaður, skoraði 11 mörk fyrir Bayern, sem vann stórsigur — 18:0. LASSE VIREN...er byrjaður á vörninni. Glæsileg byrjun hjá Don Quarrie — tryggði honum sigur í 200 m hlaupi JAMAICA-svertinginn sprett- BRONS: harði Don Ouarris tryggði sér sig- Dwayne Evans, Bandarikin . 20,43 ur i gærkvöldi i 200 m hlaupinu á 4. Mennea, ttaliu. 20,54 _ Oly mpiuleikunum i Montreal. 5. Da Silva, Brasiliu.20,84 ^jHHÞ v Þessi sprettharði Jamaica-mað- 6. Grzejaszczak, Póllandi... 20,91 --- ur, sem fékk silfurverðlaun i 100 7. Bradford, Jamaica.21,17 m hlaupi, náði frábæru starti og ^ hann hélt forskotinu sem hann Gullmethafinn i 100 m hlaupi, ‘ * náöi i byrjun, út hlaupið. Hasely Crawford frá Trinidad, hætti keppni og haltraði um t. „Hann var ákveðinn að sigra, meiddur. . frá upphafi”, sagði þulur BBC, sem lýsti hlaupinu. Þulurinn átti ^ ekki orð yfir hið frábæra start. tBcÍÍHBKf Þessi 25 ára Jamaicamaður frá Kingston gafst ekki upp, þö að Bandarikjamaðurinn Hampton I sprkeUifnumUPP * h0nUm * ’°ka' Þrefalt h.ía A-Þjóðverj- úrslitin i 200 m hlaupinu urðu Um þessi: SIGRUN SIEGL frá A- Þýzkalandi vann gullverðlaunin i GULL: fimmtarþraut kvenna i gær- DonQuarris, Jamacica.20.23 kvöldi. Cristina Laser frá A-Þýzka- SILFUR: landi hlaut siifrið og Burglinde MillardHampton, Poilak frá A-Þýzkalandi hlaut DON QUARRl... náði frábæru Bandarikin..........20.29 bronsið. starti. Viren heldur sínu striki... Þessi snjalli langhlaupari hóf vörn sína í gærkvöldi og sigraði í 10000 m hlaupi FINNINN Lasse Viren, sem vann 5000 og 10000 m. hlaupið á Olympíuleikun- um í Milnchen 1972, varði titil sinn i 10000 m. hlaupi í gærkvöldi, við gifurleg fagnaðarlæti 72 þús. áhorfenda í Montreal. Það er greinilegt að Viren er mjög vel upplagður og það má fastlega búast við, að hann verji einnig titil sinn i 5000 m hlaupi og sigri jafnvel i maraþonhlaupi, sem hann hefur ákveðið aö taka einnig þátt i, en hann hefur aldrei keppt i þeirri grein áður. Ef hon- um tekst að sigra i þessum þrem- ur greinum, mun hann endurtaka afrek Tékkans Emil Zatopek frá Olympiuleikunum i Helsinki 1952. Þessi sterki iögreglumaður sem átti 27 ára afmæli fyrir fjór- um dögum. var öruggur sigur- vegari — hann hljóp vegalengd- ina á 27.40.4 minútum. eða tveim- ur sekúndum lakari tima, en hann hljóp i Munchen. Fyrstu menn i hlaupinu urou þessir: Gull: Lasse Viren. Finnl........ 27:40.38 Silfur: Carlos Sousa Lopes. Portu g......................... 27:45.17 Brous: Brendan Foster. Bretl.... 27:54.92

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.