Tíminn - 27.07.1976, Síða 21

Tíminn - 27.07.1976, Síða 21
Þriðjudagur 27. júli 1976. TlMINN 21 Valsmenn töpuðu sfnum fyrsta leik Framarar fylgja Val eins og skuggi Tryggðu sér jafntefli (l:l(uppi á Skaga ÞAÐ er ekki hægt aö segja annað en aö jafntefli i leik Akraness og Fram s.l. laugardag -hafi veriö réttlát úrslit, þrátt fyrir nokkra pressu Skagamanna undir lok leiksins. En Framvörnin stóö þá vel fyrir sínu og þvi urðu úrslitin eins og fyrr segir 1-1 jafntefli'. Þaö var strekkingsvindur þeg- ar leikurinn hófst og var hann heldur meö Skagamönnum I fyrri hálfleik. Leikurinn var frekar tiöindalitill fyrsta kortériö. Bæöi liÖin áttu' állvel útfærðar sókn- arlotur, sem runnu þó út i sandinn þegar að vitateig kom. En á 17. minútu sóttu Akurnesingar upp hægra megin, knötturinn var gefinn fyrir mark Fram, og eftir nokkurt þóf tókst varnarmanni Fram að hreinsa frá, og ekki betur en svo að knötturinn lensti fyrir fætur Karls Þórðarsonar rétt fyrir utan vitateig. Hann skaut fremur lausu skoti, sem Arni stefánsson virtist eiga auð- velt með að verja, en knötturinn rakst i Martein Geirsson, og breytti það stefnu knattarins, þannig að hann fór i andstætt horn marksins. Eftir markið sóttu Framarar nokkuð ákveðið og Asgeir Elias- sonstóð allt i einu einn og óvald- aður á vitapunkti, en laust skot hans fór framhjá. Segja má að það hafi verið óskiljanlegt hvernig Asgeiri tókst að misnota Davíð til Svíþjóðar DAVtÐ KRISTJANSSON, hinn snjalli markvöröur Skagamanna lék sinn sföasta leik um tima meö Akranes-liðinu gegn Fram. Davlö er nú á förum til Svlþjóðar, þar sem hann mun stunda nám. — Ég mun vera erlendis I ár til aö byrja meö, sagöi Daviö. Hann sagði, að það væri óvíst hvort hann myndi leika knattspyrnu I Sviþjóö. þetta færi. Það, sem eftir var hálfleiksins, sóttu Framarar meira, en eins og svo oft fyrr f jar- aði sóknin út við vitateig. 1 seinni hálfleik mættu Skaga- menn mun ákveðnari til leiks og áttu góðar sóknarlotur, en eins og hjá Fram i fyrri hálfleik vantaði einhvern til að reka smiðshöggið á sóknarlotur þeirra. Á 58. minútu virtist ekkert geta komið i veg fyrir 2-0 fyrir ÍA. Allt I einu eru þrir Skagamenn á móti einum Framara, og Karl Þórðarson kemst einn inn fyrir, en á óskiljanlegan hátt tókst honum aö misnota þetta gullna tækifæri^ einhvern veginn tókst þeim Arna markmanni og Sigurbergi Sig- steinssynii sameiningu að trufla TRAUSTI HARALDSSON... geröi Karl óvirkan. hann þannig að skot hans fór framhjá. Upp úr þessu kom svo upp svipuð staða við vitateig Skaga- manna, Rúnar Gislason brunaði upp hægri kant, gaf góðan bolta fyrir á Kristin Jörundsson sem var alveg einn og óvaldaður við vítapunkt, og Daviö Kristjánsson (Skagamanna) i marki réði ekki við glæsUegan skalla hans. Skeði þetta á 59. minútu og aðeins minútu siðar komst Eggert Stein- grimsson i mjög gott færi, en skaut beint I hendur Daviðs. Það sem eftir var af leiknum sóttu Skagamenn nokkuð og á stundum stift, en eins og fyrr sagði, þá var vörn Fram I ess- inu sinu og náðu þeir jafntefli en i nokkur skipti varð þó Arni i marki Fram að taka á honum stóra sinum við að verja markið. Lið Akraness var nú allt annað á að sjá heldur en I leik þeirra á móti Þróttifyrr i vikunni. Oft brá fyrirhjá þeim skemmtilegu spili. Bezti maður liðsins var tvimæla- laust hinn ungi Pétur Pétursson, mjög laginn leikmaður og með gott auga fyrir samleik. Arni Sveinsson átti einnig góðan leik, en litið var á Karli Þóröarsyni, hann var i strangri gæzlu Treusta Haraldssonar allan leikinn. 1 vörninni var Jón Gunnlaugsson eins og klettur, og Daviö i markinu greip oft vel inn i. Hjá Fram var það eins og venjulega vörnin sem bar liðið uppi, en Kristinn Jörundsson var þó óvenju virkur i framlinunni og mark hans var skemmtilegt. Trausti Haraidsson kom vel frá þvi hlutverki sinu að fylgja Karli Þórðarsyni eftir, og gerði hann Karl mikið til óvirkan. Dómarivar Magnús Pétursson og dæmdi hann hvorki betur né verr en venjulega. Ó.O. Maður leiksins: Pétur Péturs- son „Gullmaðurinn" frá Kaliforníu Sundkappinn John Naper tryggði sér 5 verðlaunapeninga BANDARIKJAMAÐURINN John Nener (20ára) varö „gulltnaöur” óly mpiuleikanna. Þessi ókrýndi sundkóngur kórónaöi glæsilega sigurgöngu sina, þegar hann varö fyrsti maöurinn I heimi til aö rjúfa tveggja minútna múrinn I 200 m baksundi. Neper sem synti vegalengdina á 1:59.19 minútum aö sjálfsögöu nýtt heimsmet, tryggði sér þar meö fjóröu gull- verðlaunin sin, en hann hlaut einnig ein silfurverölaun I Mon- treal. JIMMY MONTGOMERY frá Bandarikjunum var einnig i sviðsljósinu, þegar hann setti glæsilegt heimsmet i 100 m skriðsundi og tryggði sér þriðju gullverðlaunin sin. Hann varð fyrstur til að synda vegalengdina innan við 50 sekúndur, en hann synti á 49.99 sekúndum. ROD STRACHAN frá Banda- rikjunum sigraði i 400 m fjór- sundi. Þessi 20 ára liffræðistúdent frá Kaliforniu, synti vegalengd- ina á nýju heimsmeti — 4:23.68. KORNELÍA Ender frá A- Þýzkalandi náði ekki að vinna sér inn sin fimmtu gullverðlaun — þegar hún keppti i 4x100 m boð- sundsveit A-Þjóðverja. Banda- risku stúlkurnar komu i veg fyrir það, þær sigruðu á nýju heims- meti — 3:44.82 minútur, en a- þýzku stúlkurnar komu i mark á 3:45.50. PETRA THUEMER frá A- Þýzkalandi sigraði i 800 m skriðsundi á nýju heimsmeti — 8:37.14, þá settu a-þýzkar stúlkur einnig heimsmet i 100 m bringu- sundi og 400 m fjórsundi. Hanne- lore Ankesetti heimsmet i 100 m bringusundi — 1:11.06 og Ulrika Tauber heimsmet i 400m fjór- sundi — 4:42.77. Ulrika Richter varð sigurvegari i 200 m bak- sundi, er hún synti vegalengdina á 2:13,43 — nýtt Olympiumet. Sigurður keppti við meistarann SIGURÐUR Ólafsson tók þátt I 100 m skriösundi á laugardaginn og synti hann þá I sama riðli og sundkappinn Jimmy Montgomery, heimsmeistarinn frá Bandarikjunum. Bandarlkjamaöurinn varö yfirburöasigurvegari i I riölinum, synti vegalengdina á 52:13 sekúndum, áu þess aö taka á aö fullu. Siguröur kom siöastur I mark — 56.01 sek., sem er nokkuð frá Islandsmeti hans. Hreinn með „hat-trick" JOHN NEPER...sést hér fagna fjóröu gullverölaun i Montreal — sigri sinum i 200m baksundinu og hann luaut einnig ein silfur- Þar meö tryggöi hann sér sin verðlaun. — Hann hefur nú skorað 7 mörk í þremur leikjum Völsunga, sem unnu stórsigur (4:0) yfir Haukum í 2. deildarkeppninni HREINN Elliöason, hinn mark- sækni leikmaður Völsunga, skoraði þrjú mörk — „hat-trick”, þegar Vöisungar unnu auöveldan sigur (4:0) yfir Haukuin á Húsa- vlk. Þétta er I annað sinn á fáum dögum, sem Hreinn skorar „hat- trick” I leik, en hann skoraði 3 mörk gegn KA-liöinu á Akureyri i sl. viku. Völsungar réðu algjörlega gangi leiksins á Húsavik, og hefðu þeir getað unnið-stærri sigur, ef þeir hefðu nýtt hin fjölmörgu marktækifæri, sem þeir fengu i leiknum. Sigurkarl Aðalsteinsson skoraði fjórða mark Völsunga, eftir að hann hafði sundrað varnarvegg Hauka og skorað með föstu skoti, sem skall upp undir þaknetinu á marki Hafnar- fjarðarliðsins. Fjórir leikir voru leiknir i 2. deildarkeppninni um helgina og urðu úrslit þeirra þessi: Vöisungur — Haukar.........4:0 Armann — KA................3:0 Reynir — Vestma.ey ........0:3 Selfoss — ísafjörður.......0:0 Eyjamenn áttu léttan dag á Ar- skógsströnd, þar sem þeir Sigur- lás Þorlcifsson, órn Óskarsson (vitaspyrna) og Karl Sveinsson skoruðu. Armenningar unnu góðan sigur yfir KA-liðinu á Laugardalsvell- inum. Jón Hermannsson (vita- spyrna), Viggó Sigurðsson og Magnús Þorsteinsson skoruðu mörk Ármanns. pumn^ fótboltaskór 1 0 gerðir Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstlg 44 - Sími 1-17-83 Hólagarði í Br*iðholti • $(mj 7-50-20

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.