Tíminn - 06.08.1976, Page 2

Tíminn - 06.08.1976, Page 2
2 TÍMINN Föstudagur 6. ágúst 1976. Líklegt að Runólfur verði leigður ófram til kolmunnaveiða gébé-RvIk. — Skuttogarinn Run- ólfur SH 135 hefur veriö iöinn viö kolmunnaveiöarnar aö undan- förnu, eins og skýrt hefur veriö frá i Tlmanum, en I morgun var áætlaö aö hann landaöi afla sinum á Neskaupstaö. 1 fyrradag landaöi Runólfur 30-40 tonnum, sem fengust I einu hali, á Höfn I Hornafiröi, og nk. mánudag er á- ætlaö aö skipiö landi I Reykjavik. Þá mun þaö veröa tekiö I slipp til botnhreinsunar. Samningar standa nú yfir milli eigenda skipsins og Hafrann- sóknastofnunnar um áframhald- andi leigu á skipinu til kolmunna- veiðanna, en að sögn Björns Dag- bjartssonar forstjóra Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, munu eigendur skipsins ekki ófúsir að leigja það aftur til tveggja vikna. Ferðamaður féll í gjá á Þingvöllum ASK-Reykjavik. Það óhapp ótti sér staö siöari hluta dagsins I gær, að erlendur feröamaöur af skemmtiferöaskipinu Evrópa, féllofan i gjá á Þingvöllum. Fall- iö var 15 til 20 metrar, en þrátt fyrir þaö er taliö aö meiösli mannsins séu litil. Hann mun hafa nefbrotnaö og skaddazt eitt- hvaö á baki. Maðurinn var þama i hópi far- þega á vegum Ferðaskrifstofu rikisins. Hann er talinn hafa ætl- að að stökkva yfir gjána sem er ekki langt frá útsýnisskifunni hjá Almannagjá. En biliö milli gjá- barmanna reyndist of breitt og þvi fór sem fór. Sá slasaði sem er þýzkur að þjóðerni var fluttur með s júkrabil á slysavarðstofuna i Reykjavik. Evrópumeistaramót unglinga í bridge: Unnu íra, en töpuðu fyrir Ítalíu og Hollandi Rannsóknarlögreglumaðurinn laus úr gæzlu Áttatíu tékkar komnir fram að upphæð 2,4-2,5 —hs.-Rvik. Rannsóknarlögreglu- manninum, sem staöinn var aö ávlsanafalsi, hefur nú verið sleppt úr haldi eftir 10 daga gæzluvarðhald. Ekki var talin á- stæða til aö halda honum lengur, þar sem rannsókn málsins er vel á veg komin og fyrir liggur viöur- kenning á fölsun þeirra tékka, sem tekizt hcfur aö ná I. Ekki er enn vitað með vissu, hversu marga tékka maðurinn lét i umferö, en 80 eru komnir fram og að sögn Guðmundar Jóhannes- sonar, aðalfulltrúa bæjarfógetans I Hafnarfirði, sem meö rannsókn málsins fer, hljóðar samanlögð upphæð þeirra upp á 2,4-2,5 mill- jónir. Auk þess eru tékkar upp á 300 þúsund, sem ekki var búið að koma i umferö. Guðmundur sagöi, að ekki væri vitað með vissu, hversu mikla upphæð maðurinn heföi raun- verulega fengið I eigin vasa, þar sem eitthvað af tékkunum, sem hann gaf út, hafi hann lagt inn á ávisanareikninga, sem hann siö- an ávisaði á, auk þess sem eitt- hvaö var lagt inn á bankabækur og sumt af þvi fé tekið út. Sjálfur hefur rannsóknarlögreglumaður- inn nefnt eina milljón i þessu sambandi. Talið er að enn vanti um 20 tékka af þeim sem falsaðir voru og er sú tala fengin með saman- burði við tékkheftin 6. sem notuö voru, en fjögur þeirra voru nær þvi fullkláruð. Einhver eyðublöð gætu hafa skemmzt, þannig að talan gæti verið eitthvað lægri, að sögn Guðmundar. milljónir Þegar rannsókn lýkur, en enn- þá er óvist hversu lengi verðúr hinkraö við eftir þeim tékkum sem vantar, verður málið sent rikissaksóknara. Mokafli i Laxá i Kjós — Það hefur verið mikil veiöi hér að undanförnu og reyndar mokafli, sagði Jón Erlendsson, veiðivörður við Laxá i Kjós I gær- dag. — Það er mikiö af lax i ánni og hefur dagsveiðin verið þetta frá fjörutíu til sextiu laxar á dag, en veitt er á tiu stangir. Fram að þessu hefur nær eingöngu veriö um fluguveiði að ræða, en nú eru laxveiðimennirnir einnig byrjaðir að nota maök. Jón Erlendsson sagðist ekki hafa nákvæma tölu um heildarveiðina handbæra, en sagðist álita að hún væri orðin um eða yfir tólf hundruð laxar. Þetta er aöeins minni veiði en á sama tima I fyrra, en I bókum VEIÐI- HORNSINS sést aö þann 27. ágúst I fyrra höfðu I allt fengizt 1370 lax- ar. Jón Erlendsson sagði að nú væri orðið nokkuö áberandi að laxinn væri minni, eins og venju- lega þegar komið er fram i ágúst- mánuð. Sagöi hann að nokkuð veiddist af 4-6 punda laxi, en að vænn lax fengizt alltaf innan um. t gærmorgun veiddust allt 24 lax- ar og var sá þyngsti þeirra fjórtán pund, Vatnið i ánni hefur verið mjög gott i allt sumar og hefur aldrei veriö of lítið né valdiö neinum erfiðleikum. t gærdag rigndi við ána og óx vatniö þegar I henni, en var ekkert orðið gruggugt né lit- aö, þegar samband var haft viö Jón Eriendsson. MÓL-Reykjavik. — íslendingar unnu irsku sveitina (20: -1) á Evrópumeistaramóti unglinga I bridge i gær- kveldi, en töpuðu hins vegar fyrir hollensku og itölsku sveitunum. 10. umferð mótsins var spiluð i gærmorgun og þá tapaði islenzka sveitin fyrir þeirri hollensku með minus (20:-1), en að sögn Páls Bergssonar fyrirliða, þá er það mál manna að hollenska sveitin sé lang bezt i mótinu. Spáir Páll þvi, að hún muni sigra. Góð veiði i Þverá — Við erum ákaflega ánægðir með veiðina hér i Þverá I Borgar- firði I sumar, sagði Ingvar á Guönabakka I gær. 1 gær sáu lax- veiöimenn á neðra svæðinu að góð laxaganga var komin i ána, svo ekki viröist ætla að verða lát á veiðinni hjá þeim á næstunni. Þverá er ein af þeim fáu ám á landinu, þar sem veiðin hefur gengiö vel I sumar og er heildar- veiöin mjög svipuð og i fyrrasum- ar. t gærdag höfðu veiðzt 864 lax- ar á neðra svæöinu i Þverá og sagði Ingvar að veiðin á efra svæðinu væri mjög svipuð, eða eitthvað á niunda hundraðið. Þyngsti laxinn sem fengizt hefur á neðra svæðinu I sumar reyndist vera 23 punda hængur, sem veiddist á Toby-spún, en það var Aðalsteinn Jónsson, útgerð- armaður frá Eskifirði sem veiddi hann. Laxveiðin gengur vel i Viðidalsá — Laxveiðin hefur gengið vel hér, sérstaklega I siðustu viku, en þá veiddust alls 112 laxar á átta stangir, sagði Daniel Viðarsson, leiösögumaður við Viðidalsá i gær. Þetta voru eingöngu veiði- menn sem veiddu á flugu og meöalþyngd þessara laxa var mjög góð, eða rúmlega ellefu pund. I annarri viku hefur veiöin að visu ekki gengiö eins vel, en t 11. umferð spiluðu. islenzku strákarnir við itölsku sveitina og töpuðu 19:1. I 12. umferð unnu þeir loks og var það irska sveitin, sem þeir unnu. .. Allir liðsmenn sveitarinnar spiluðu tvisvar sinnum hver i gær, en sigurleikinn spiluðu þeir Helgi Sigurðsson — Helgi Jónsson og Sigurður Sverrisson — Sverrir Ármannsson. Eftir 12. umferð er Sviss i efsta sæti með 172 stig, Austurriki er i öðru með 160 og þá koma Hollend- ingar með 159, en þeir eru á hraðri uppleið. ísland er i 12. sæti með 102 stig. þess ber aö gæta að einungis ó- vanir laxveiðimenn eru við ána núna og hefur þaö sitt að segja um árangur veiðanna. — Þaö er að ganga töluvert af laxi þessa dagana I Viðidalsá, þar af er nokkuð um smálax, sem ekki er þó óvenjulegt á þessum tima, sagði Daniel. Daniel Viðarsson sagði i gær, að heildarveiöin i sumar væri oröin fjögur hundruð og fimmtiu laxar og er það mjög svipuð veiði og I fyrrasumar. t bókum VEIÐI- HORNSINS sést að þann 15. ágúst I fyrra höfðu veiðzt fimm hundruð og tuttugu laxar, svo að eftir tiu daga veiði til viðbótar, er ekki ó- liklegt aö þeirri tölu verði náð, eöa jafnvel meiru, i sumar. Elliðaárnar: Stökkvandi lax upp um allt! — Árnar eru spriklandi fullar af laxi, hann er stökkvandi, sums staöar I stórum hópum, upp um allar árnar, sagöi Friðrik Stefánsson, hjá Stangaveiðifélagi Reykjavikur I gær. Siöustu þrjá daga hefur veiöin hins vegar ver- ið dræm og sagði Friörik að auð- séð væri að laxinn væri I misjöfnu tökuskapi, þvi þessa daga hefðu ekki fengizt nema um 10 laxar á dag. Tvær vikurnar þar á undan var hins vegar mjög góö veiði, eða 20-40 laxar á dag. Heildar- veiöin er nú orðin um 850 laxar I sumar, sem er mun lakara en I fyrra. -gébé— muMAian BRdUT ikeifunnill veiðihornið

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.