Tíminn - 06.08.1976, Page 9
Föstudagur 6. ágúst 1976.
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjöri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —-18306. Skrifstofur I
Abalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f.
Efnahagsmálastefna
Alþýðubandalagsins
Það er staðreynd, að viðskiptakjör þjóðarinnar
versnuðu um 10% á árinu 1974, miðað við næsta
ár á undan, og á árinu 1975 versnuðu þau um 15%
miðað við árið 1974. Hið stórfellda áfall, sem
fylgdi þessu fyrir þjóðarbúið, hlaut að leiða til
kjaraskerðingar. Vegna aðgerða núverandi rikis-
stjórnar hefur kjaraskerðingin orðið minni en
óttast mátti, eins og sést á þvi, að kaupmáttur
ráðstöfunartekna verkamanna var næstum hinn
sami á árinu 1975 og 1972, sem var annað valdaár
vinstri stjórnarinnar. Þetta hefur hins vegar
orsakað viðskiptahalla og erlenda skuldasöfnun,
sem ráða verður bót á, þegar viðskiptaárferði fer
batnandi.
Þjóðviljinn reynir oft með miklu offorsi að
ráðast á rikisstjórnina og kenna henni um kjara-
skerðinguna, sem hlotizt hefur af rýrnun við-
skiptakjaranna á árinu 1974 og 1975. Þetta er þó
býsna erfitt verk fyrir þá Þjóðviljamenn, þvi að
núverandi rikisstjórn hefur i stórum dráttum
beitt sömu efnahagsaðgerðum og vinstri stjórnin
beitti og Alþýðubandalagið taldi þá góð og gild.
Vinstri stjórnin bæði felldi gengið og sleit kaup-
gjaldsvisitöluna úr sambandi. Færasti blaða-
maður Alþýðubandalagsins, Magnús Kjartans-
son, varð lika að viðurkenna það á siðastliðnu
sumri, að Alþýðubandalagið legði ekki bann á
neinar sérstakar efnahagsaðgerðir. Honum
fórust þá svo orð i Þjóðviljanum (3. ágúst):
„Ekkert er nýtt undir sólinni, sizt af öllu hag-
stjórnaraðgerðir. Ekki er kunnugt um, að neinn
stjórnmálaflokkur á íslandi telji einhverja hag-
stjórnaraðferð bannhelga i sjálfri sér, hitt skiptir
öllu máli i hvaða tilgangi þeim er beitt”.
Efnahagsstefnu Alþýðubandalagsins verður
sennilega ekki betur lýst i fáum orðum. Sam-
kvæmt þessu telur Alþýðubandalagið enga sér-
staka efnahagsaðgerð bannhelga. Undir þetta
falla að sjálfsögðu gengisfelling, kaupbinding og
aðrar efnahagsaðgerðir. Afstaðan til aðgerðanna
fer eingöngu eftir þvi ,,i hvaða tilgangi þeim er
beitt”, eða enn nánara sagt, eftir þvi hvort Al-
þýðubandalagið er i stjórn eða ekki.
í samræmi við þetta hafa lika vinnubrögð Al-
þýðubandalagsins verið. Meðan það sat i vinstri
stjórnini, tók það þátt i gengisfellingunni 1972, og
var meðmælt gengisfellingu um sumarið 1974.
Það tók þátt i kaupbindingu og tillögum um
grunnkaupslækkun vorið 1974. Þetta var
nauðsynlegt þá vegna efnahagsástandsins og var
það þó ekki orðið eins erfitt og siðar varð. Nú
telja ritstjórar Þjóðviljans slikar aðgerðir núver-
andi rikisstjórnar óhæfar, þótt tilgangurinn með
þeim hafi verið hinn sami og hjá vinstri stjórninni
og rökin fyrir þeim hafi verið enn gildari en
1974.
Það er vissulega rétt, að Alþýðubandalagið
telur enga éfnahagsaðgerð bannhelga. Afstaðan
fer eingöngu eftir þvi hvort það er i stjórn eða
ekki.
Það verður þvi enginn vandi fyrir Alþýðu-
bandalagið, hvað efnahagsmálin snertir, að ná
samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn um ,,sögu-
lega málamiðlun”, en mörgum leiðtogum þess
mun nú þykja hin itaiska fyrirmynd lokkandi og
þeirra á meðal munu vera báðir ritstjórar Þjóð-
viljans. ' Þ.Þ.
TÍMINN
9
ERLENT YFIRLIT
Stórglæpir aukast
mjög í Svíþjóð
Olof Palme verður fyrir alvarlegri hótun
SA ATBURÐUR geröist i
Sviþjóð siðastliöið laugar-
dagskvöld, að hringt var á
hótel i Bengsfors, þar sem
Olof Palme forsætisráðherra
ætlaði að dvelja um nóttina.
Sá, sem hringdi, gaf ekki upp
nafn sitt, en erindi hans var að
segja frá þvi, að sprengju
hefði veriðkomið fyrir á hótel-
inu og myndi hún springa inn-
an ákveðins tima. Þegar þetta
gerðist, var Palme enn á
flokksskemmtun, þar sem
hann dansaði af mestu list, en
hann var á kosningaferðalagi
i vatnahéruðum Sviþjóðar
(umhverfi Vánern-Vattern).
Hótelstjórinn þoröi ekki annað
en að taka þessa upphringingu
alvarlega og voru allir gestir
og starfsmenn reknir út á
götu, meðan lögregluleit fór
fram. Engin sprengja fannst.
Leitinni var lokið um miðnætti
og fékk Palme ekki að ganga
til hvilu fyrr.
Það er enn óljóst hver eða
hverjir hafa verið hér að verki
en margir eru sagðir óttast, að
hér hafi hægrisinnaðir öfga-
menn verið að verki. í Sviþjóð
rikir nú vaxandi ótti við
hermdarverkamenn, bæði er-
lenda og innlenda, ekki sizt þá
fyrrnefndu, enda hafa þeir
öðru hvoru látið til sin taka i
Sviþjóð og beint hótunum að
ýmsum forystumönnum þar.
ÞAÐ hefur aukið á þennan
ótta, að siðustu vikurnar hafa
gerzt glæpir i Sviþjóð, sem
benda til þess, aö hópar skipu-
lagðra óaldarmanna séu að
verki.
Hinn 15. júli siðastliðinn var
framið stærsta peningarán i
sögu Sviþjóðar. Þá var ráðizt
af þremur vopnuðum og
grimuklæddum mönnum á
flutningabil Götabanken i
Gautaborg, þegar verið var að
bera peningatöskur út I hann.
Verðir voru að sjálfsögðu við-
staddir, en árásin gerðist svo
snöggt, að þeir fengu ekki af-
stýrt ráninu. Litlum einkabil
var skyndilega ekiö að hlið
flutningabilsins og þutu tveir
vopnaðir menn út úr honum og
tókst þeim að ná töskunum
með hótunum og komast aftur
I bilinn, þar sem þriðji vopnaði
maðurinn sat undir stýri og ók
óðara á brott. Billinn fannst
siðar, en þá voru ræningjarnir
allir á brott. Þeir hafa ekki
náðst enn. Ránsfengur þeirra
Olof Palme
hélt áfram að dansa.
nam hvorki meira né minna
en 1.536.000 sænskum krónum
eða um 63 milljónum Isl.
króna.
Það gerðist svo fáum dögum
siðar, eða 18. júli, að fjórum
mönnum tókst að flýja úr
fangelsinu i Norrköping.
Meðal þeirra var Clark Olof-
son, alræmdasti bankaræningi
Sviþjóðar, sem oft áður hafði
tekizt að brjótast út. Flóttinn
var að þessu sinni ótrúlega vel
skipulagöur. Hann gerðist
með þeim hætti, að flutninga-
bil með tveim vopnuðum og
grimuklæddum mönnum var
ekið i gegnum þrjú grindar-
hlið, sem talin voru hin traust-
ustu. Samtimis heyrðist merki
og brugðu fangarnir þá fljótt
við, ógnuðu varðmönnunum og
tókst að kliíra yfir múrinn og
komust i bilinn, sem ók óðara
á brott. Eftir þetta hófst hin
ákafasta lögregluleit i sögu
Sviþjóðar og tókst að klófesta
Olofson siðastliðinn sunnudag,
en áður hafði lögreglan náö
einum fanganum, sem strauk
með hinum úr fangelsinu.
Hinn 29. júli gerðist svo sá
atburður, sem hefur vakiö
hvað mestan ugg i Sviþjóð. Þá
réöust þrir vopnaðir menn inn
i skotfæraverzlun i Stokk-
hólmi, bundu fjóra starfs-
menn, sem þar voru og höfðu
siðan burtu með sér um 30
byssur af ýmsum tegundum,
ásamt miklu magni af hvers
konar skotum og sprengjum.
Lögreglan er sögð óttast, að
ránið sé framið af óaldar-
mönnum, sem ætli frekar að
nota vopnin sjálfir en selja
þau. Umræddir atburðir og
aðrir, sem eru sömu ættar en
ekkieins umfangsmiklir, hafa
leitt til þess, að varðgæzla hef-
ur verið aukin á ýmsum stöð-
um, t.d. við banka, sendingu á
peningum og fangelsi. Svo
mjög hefur gæzlan verið auk-
in, að löggæzlumenn kvarta
undan yfirvinnu, sem sé aö
verða svo mikil, að hún geti
veikt árvekni þeirra.
Eftir yfirmanni þeirrar
deildar Stokkhólmslögregl-
unnar, sem fæst við stærstu
glæpamálin, er það haft, aö
kunnugt sé um marga ófyrir-
leitna afbrotamenn, sem leiki
lausum hala, en þvi fylgi oft
mikill kostnaður fyrir þá að
fara huldu höfði. Þeir séu þvi
vafalaust ýmsir orðnir pen-
ingalitlir og geti þvi brátt látið
til skarar skriða, þar sem sé
vænleg fjárvon. Þess vegna
verði alls staðar að vera á
varðbsrgi, þar sem þannig er
ástatt.
ÓHJAKVÆMILEGT er að
þessi mál setji nokkurn svip á
kosningabaráttuna. Stjórnar-
andstæðingar reyna að not-
færa sér þetta til ádeilna á
stjórnarfarið, sem hafi mynd-
azt undir langvarandi
stjórnarforystu sósialdemó-
krata. Þó gera þeir.þettaekki
að neinu höfuðmáli, enda
erfitt að færa þetta á reikning
stjórnarinnar einnar. Sósial-
demókratar svara aftur á
þann veg, að þetta sé eitt
dæmið um neikvæöan og ó-
heiðarlegan málflutning
stjórnarandstæöinga, sem
taki sér nú Jósef Strauss á
margan hátt til fyrirmyndar.
Þ.Þ.
iii
r-'l i | n 11 I
III I I 1 . iHff III H ■ i
§ i S i * f ,1, . M m
Götabanken þar sem rániö mikla var framiö.