Tíminn - 06.08.1976, Page 13
Föstudagur 6. ágúst 1976.
TÍMINN
13
inu 1953. Aðalhlutverk Jean
Simmons og Victor Mature.
William Blakley er þekktur
leikritahöfundur. Sú saga
kemst á kreik, að hann ætli
að skilja við konu sina, og
gerir slúðurdálkahöfundur
einn sér mat úr þeirri sögu.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
23.40 Dagskrárlok.
MM/íO&SVtoiS®*
hljóðvarp
FÖSTUDAGUR
6. ágúst
7.00 Morgúnútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ingibjörg Þorgeirs-
dóttir les fyrri hluta sögu
sinnar „Hreiðurhólmaferð-
arinnar”. Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milíi atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.05 Tónleikar kl. 10.25.
Morguntónlcikar kl. 11.00:
Katia og Marielle Labéque
leika Svitu nr. 2 fyrir tvö
pianó op. 17 eftir Sergej
Rakhmaninoff / Fil-
harmoniusveit Lundúna
leikur. „Falstatt”,
sinfóniska etýðu i c-moll op.
68 eftir Edward Elgar: Sir
Adrian Boult stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Blóm-
ið blóörauða” eftir Johann-
es Linnankoski. Axel Thor-
steinson les (4).
15.00 Miðdegistónleikar.
Peers Coetmore og Eric
Parkin leika Sónötu i a-moll
fyrir selló og pianó eftir
Moeran. Maurice Sharp,
Harvey McGuire og Sin-
fóniuhljómsveitin i Cleve-
land leika Kammerkonsert
fyrir flautu, enskt horn og
strengjasveit eftir Arthur
Honegger, Louis Lane
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 „i leit að sólinni”. Jónas
Guðmundsson rithöfundur
rabbar við hlustendur (1).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 iþróttir. Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
20.00 Sinfóniutónleikar. Flytj-
endur: Kammerhljómsveit-
in i Stuttgart. Stjórnandi:
Wolfgang Hofmann. Ein-
leikari á óbó: André Lar-
drot. a. Konsertserenaða i
Es-dúr op. 20 eftir Ignaz
Pleyel. b. Sinfónia i D-dúr
eftir Francois Joseph Goss-
ec. (Hljóðritun frá útvarp-
inu I Stuttgart).
20.40 Viðdvöl i sumarbúöum
KFUK i Vindáshlið. Gisli
Kristjánsson ritstjóri ræðir
við gesti og forstöðufólk.
21.00 Emsöngur: Theo Adam
syngurlög eftir Tsjaikovský
og Richard Strauss, Rudoíf
Dunckel leikur á pianó
(Hljóðritun frá Búdapest).
21.30 (Jtvarpssagan: „Stúlkan
úr Svartaskógi” eftir
Guðmund Frimann, Gisli
Halldórsson leikari les (8).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Til um-
ræðu. Baldur Kristjánsson
sér um þáttinn.
22.55 Afangar. Tónlistarþátt-
ur i umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ET í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 34
fykju af grunni í ofviðrum. Það voru til staðir inni í
fjallahlíðunum, þar sem leita mátti afdreps í gömlum
kjallara eða skríða undir f jalir, sem eitt sinn höfðu verið
stofugólf, ef fárviðri skall snögglega á.
Nóttin færðist yfir, og ekki slotaði veðrinu. Uppi í
brunateignum, þar sem Lapparnir höfðu einu sinni
kveikt í skóginum, voru ný trén í uppvexti. en nú stóðu
aðeins örfáir veðurbarðir stofnar upp úr fönninni, sem
virtist hafa einsett sér að kaffæra þá líka. í dala-
drögunum milli f jallgnýpanna háði gamli greni-
skógurinn harða orustu við storminn. Það hrikti og
brakaði í trjám og öðru hverju heyrðust þungir dynkir og
þytur í toppum, sem brotnuðu, þegar hríðin gerði tryllt-
ustu áhlaupin.
Fyrir ofan skógarmörkin hefði engum manni verið
stætt á bersvæði. Það drundi í f jöllunum, og fönnin gus-
aðist í stríðum strengjum gegnum skörðin, eins og hvitur
foss steyptist úr gínandi gini. Sums staðarkomu ferlegar
snjóskriður æðandi niður brattar hliðar og skullu af svo
miklu af li á skriðurnar handan skarðanna að þær tættust
bókstaf legá á loft í fárviðrinu og þyrluðust út í buskann
og hrif u með sér allt steini léttara er á vegi varð.
Marta lá grátandi í rúmi sinu i húsi Lars. Það var
komið að miðnætti og enn hafði henni ekki komið blundur
á brá. Við og við settist hún upp og hlustaði á hamfarir
veðursins — þögul og sorgbitin. Það var eins og hún
byggist hálfvegis við að heyra eitthvað annað en veður
hljóðið. En hún heyrði ekki neitt annað, og stundum varð
örvænting hennar svo sár, að hún varð að bíta á vörina til
þess að stilla sig um að æpa. En ekkasogin gat hún ekki
bælt niður, þótt f aðir hennar reyndi að sef a hana.
— Svona Marta. Reyndu nu að sofna. Þetta fer allt
vel, sé það vilji drottins. Viðgetum ekkertgert.
Marta skreið undir gæruskinnið — hún nötraði öll.
Faðir hennar hafði rétt fyrir sér. Þau gátu ekkert
gert — áttu einskis úrkostar, nema bíða, bíða. En úti
...einhvers staðar úti í hríðinni...Ó, guð!
Stúlkan tróð skækli af gæruskinnum upp í sig og nísti
hann með tönnunum. Allt í einu var eins og allan mátt
drægi úr kjálkunum, hún lá hreyfingarlaus og hlustaði.
- Faðir vor, þú sem ert á himnum....
Móðir hennar var skjálf rödduð, og stundum urðu orðin
að ekkablöndnu hvísli, sem hljómaði i eyrum Mörtu eins
og hinzta bæn við líkbörur.
Hún stundi lágt. Móðir hennar hélt áfram að biðjast
fyrir, og stúlkan greip höndum fyrir eyrun til þess að
losna við að hlusta á hana. Eftir nokkrar mínútur reis
hún aftur upp, og nú heyrði hún ekkert annað en ýlfrið i
storminum úti fyrir glugganum. Marta hlustaði um hríð,
en allt í einu spratt hún upp og rak upp hátt óp.
— Hvað er um að vera, barn?
— Það var barið að dyrum, pabbi? stundi hún.
— Barið að dyrum?
— Já, flýttu þér fram úr. Hann liggur kannski
aðfram kominn við hurðina.
Lars og kona hans hlupu bæði fram úr fleti sínu. Þau
voru alklædd, og Birgitta gekk að hlóðunum og náði í
þurran birkibörk.Svo rétti hún sig upp með uppkveikjuna
i hendinni, og sárir kippir fóru um þreytulegt andlitið.
Það var ómögulegt að kveikja upp — á þessari nóttu var
þess enginn kostur.
Marta reif burt tuskurnar, sem troðið hafði verið milli
stafs og hurðar, og fór með föður sínum f rami fordyrið.
Lars opnaði útidyrnar og feðginin rýndu bæði út í iðu-
lausa hríðina. Ekkert kvikt var að sjá, aðeins hriðar
moldviðrið sem umlukti húsið, og þykkan skafl, sem
hlaðizt hafði upp i hléi við eitt hornið og yrði sjálfsagt
orðinn jafn hár þakskegginu að morgni.
Lars dró andann djúpt og hrópaði út í myrkrið,
dimmum rómi:
— Jónas! — Jónas!
Og Marga æpti líka í örvæntingu sinni:
— Jónas!
Ekkert svar, nema drauglegt kvein stormsins við hús-
hornið. Stúlkan óð út í skaf linn og krafsaði niður í hann.
Hríðargusurnar lömdu andlitið á henni.
Lars starði vonleysislega út í myrkrið. Hann kallaði
einu sinni enn, en hann gerði það f remur vegna Mörtu en
líkindanna til þess, áð Jónas væri í kallfæri. Þau urðu að
forða sér inn aftur. Það var tilgangslaust að leita um-
hverfis húsið.
Lars hálfdró dóttur sína inn. Hún hneig grátandi niður
í rúmið sitt.
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
Geiri er fljótur
að losa sig við
Lizard-manninn....