Tíminn - 10.08.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.08.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 10. ágúst 1976 Skipverji drukknaði — hs — Rvík. A laugardag féll 22 ára gamall skipverji á skuttog- aranum Dagnýju frá Siglufirði fyrir borð og drukknaði. Mun hann hafa festzt I vörpunni er verið var aö láta hana útbyröis, en skipið var þá statt á Stranda- grunni, um 60 sjómílur frá landi. Skipverjinn hét Páll Kristjáns- son og var sonur skipstjórans á Dagnýju, Kristjáns Rögnvalds- sonar. Eftir árangurslausa leit hélt Dagný til Siglufjarðar, þar sem sjópróf áttu að fara fram i gær. Páll heitinn stundaöi nám i Háskóla íslands, en var skip- verji hjá föður sinum i sumar. Bráðabirgðalög til leið- réttingar á álagningu almannatryggingagjalds á elli- og örorkulífeyrisþega Gefin hafa verið út bráða- birgðaiög, sem kveða skýrt á um þaöhvernig leggja skal á 1% álag á útsvar til almannatrygginga, en i ljós hcfur komið að lögin þar um voru óljós að þessu ieyti, þannig að umrætt gjald hefur verið lagt á tekjulitla elli- og örorkulffeyris- þega, sem ekki var tilgangur lag- anna. Samkvæmt bráðabirgöa- lögunum skai álagningaraðili út- svars leggja á og innheimta á árinu 1976 1% álag á gjaldstofn útsvara og skulu sveitarfélög standa sjúkrasamlögum skil á fyrirframgreiöslu eða hlutfalls- legri innheimtu þess mánaðar- lega. Hjá þeim, sem náð hafa 67 ára aldri á skattárinu eða áttu rétt á örorkuliféyri á skattárinu skv. lögum nr. 67/1971 um almanna- tryggingar með áorðnum breyt- ingum, skal lækka álag sem hér segir: a. Hjá einstaklingum meö tekj- ur til útsvars kr. 320.000 eöa lægri og hjá hjónum með tekjur til út- svars kr. 570.000 eða lægri skal álag þetta alveg falla niður.. b. Hjá einstaklingum með tekjur til útsvars á bilinu kr. 320.100 til kr. 640.000 skal þetta lækkað um 1% af þeirri fjárhæö, sem á vantar 640.000 kro‘na tekju- mark. c. Hjá hjónum með tekjur til út- svars á bilinu kr. 570.100 til kr. 1.140.000 skal álag þetta lækkað um 1% af þeirri fjárhæð, sem á vantar ,1.140.000 króna tekju- mark. d. Eftirstöövar álags þessa, sem lækkað hefur verið skv. ákvæðum b. og c. liða skal að lokinni lækkun standa á heilum hundruðum króna, þannig að lægri fjárhæð en kr. 100 skal sleppt. Gjald þetta er háð sömu reglum og útsvar varðandi innheimtu og viðurlög. Við ákvörðun Trygginga- stofnunar rikisins um framlag rikissjóðs til sjúkrasamlaga sam- kvæmt 49. gr. skal taka tillit til þessa framlags til hlutfallslegrar lækkunar á framlagi rikissjóðs. FEF: „NEYÐAR- HÚSNÆÐI" FÉLAG einstæðra foreldra hefur nýverið gengiö frá kaupum á húseigninni að Skeljanesi 6 I Reykjavfk, og er myndin hér að ofan af þvi húsi. Er ætlunin að þar verði rekiö neyöarhúsnæöi fyrir einstæða foreldra með börn, er standa uppi húsnæöislaus- ir um tima, af ýmsum ástæð- um. Einstæðir foreldrar I námi fái einnig aðgang að húsnæöinu. FEF hefur frá stofnun fundiö sárt til þess, hve húsnæðisvandi þessa stóra þjóðfélagshóps er gífurlegur og meöal annars þess vegna var sótt um lóð i 2. áfanga Eiösgranda-skipu- lags. Vegna tafa á fram- kvæmdum þar var ákveöiö að reyna að leysa nokkurn vanda með kaupum á þessu húsi sem er stórt og býður upp á ýmsa kosti sem neyðarhúsnæöi, segir i frétt frá Félagi einstæöra for- eldra. ForsætiS’ róðherra Noregs í opinbera Ríkisstjórn Islands hefur boðiö Odvar Nordli, for- sætisráðherra Noregs, og frú hans, í opinbera heim- sókn til islands, er hefjast mun 27. ágúst n.k. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, og frú hans fóru i fyrra i opinbera heimsókn til Noregs. Fimm sækja um stöðu forstjóra Ríkisskips UMSÖKNARFRESTUR um mannsson, skrifstofustjóri, Jón stöðu forstjóra Skipaútgeröar Gunnar Stefánsson, viöskipta- rikisins er útrunninn, og sóttu fræðingur, Kristinn Helgason, eftirtaldir aðilar um stööuna: innkaupastjóri og Rikharð Guðmundur Einarsson, viö- jpnsson, framkvæmdastjóri. skiptafræöingur, Hallur Her- veiðihornið Jöfn og góð veiði i Vesturdalsá — Það hefur verið nokkuð jöfn og allgóö veiði hér i sumar og eru horfur á að heildarveiðin veröi a.m.k. ekki minni en á siðasta sumri, sagði Sigurjón Friöriks- son, Ytri Hliöí Vopnafiröi igær. Á sunnudagskvöld var heildar- veiðin oröin 206 laxar, sem er mjög svipað og á sama tima i fyrra, en þyngsti laxinn sem veiðzt hefur i sumar reyndist vera 20 pund. Annars sagöi Sigur- jón aö laxinn væri fremur smár ennþá, en átti von á aö úr rættist innan tiöar. Það sem helzt hefur háö lax- veiði i Vopnafiröi i sumar, eru miklir þurrkar og mikill hiti, og ár þvi orðnar vatnslitlar. Þetta er mjög misjafnt eftir landshlutum, eins og sjá má i VEIÐIHORNINU i dag, þvi sumar ár eru orönar alltof vatnsmiklar vegna mjög mikilla rigninga. Treg veiði i Langá — Hér hefur verið geysileg rigning undanfarna sólarhringa og er áin orðin mjög vatnsmikil og gruggug sagöi Hallur Pálsson, þegar hann var spuröur um hvernig veiðin gengi i Langá. Sagðist hann álita að liðlega eitt þúsund laxar væru komnir á land, sem væri mun lélegri veiöi en á sama tima i fyrra. — Það stytti upp smástund við ána á sunnu- daginn, en síðan byrjaöi aftur að rigna af fullum krafti, sagði Hall- ur, laxveiðin hefur þvl verið treg undanfarna daga, þó lax- veiöimennirnir hafi veitt einn og einn lax. Hvasst við Laxá í Aðaldal — Hér er sami hitinn, en nú er mjög hvasst hjá okkur og mikiö sandrok á söndunum, sagði Helga Halldórsdóttir, ráðskona i veiðihúsinu vib Laxá i Aðaldal i gær. Laxveiðimennirnir hafa varla getað veitt nokkuð vegna hvassviðris og þvi hefur verið heldur dauft yfir veiðinni, að undanförnu. Helga sagöi aö um 950 laxar væru komnir á land i allt samkvæmt veiðibókinni i veiðihúsinu, sem virðist vera mjög svipuð veiði og á sama tima i fyrra. I bókum VEIÐIHORNS- INS má sjá, að þann 6. ágúst i fyrra voru alls um 900 laxar komnir á land og þann 15. ágúst voru þeir orðnir um 1200 talsins. Léleg veiði i Grímsá — Hér er allt að rigna i kaf , sagði Sigurður Fjeldsted i veiöihúsinu við Grímsá I gær, og sagði aö undanfarna þrjá sólar- hringa hefði rignt stanzlaust. — Ain er svo til óveiðanleg og hefur veiöin verið afar léleg þessa daga, þó aö laxveiöimönnunum hafi tekizt að fá einn og einn lax. Sagðist Sigurður aldrei muna eftir Grimsá svo vatnsmikilli á þessum árstima, og nú. Lax- veiðimennirnir við ána, sem eru eingöngu útlendingar núna, eru þvi mjög óhressir, þvi auk þess að áin er svo vatnsmikil er hún mjög gruggug lika og þar sem þeir veiða eingöngu á flugu, gengur veiðin illa hjá þeim. Sigurður sagði að á milli sjö og átta hundruö laxar væru nú komnir á land og er sá þyngsti þeirra 20 pund. Hann sagði einnig að þeir útlendingar sem nú stunda veiði I ánni, væru rólegir viö veiðarnar og stunduðu þær ekki af mjög miklu kappi, sefh varia er von vegna fyrrnefndra skilyrða. Undanfarnar sjö vikur hefur aðeins verið veitt á flugu I Grimsá. Samkvæmt bókum VEIÐI- HORNSINS frá þvi á slöastliðnu sumri, gefur að lita, að veiöin 1. agúst var oröin 942 laxar, og hálf- um mánuöi siöar, eöa 15. ágúst var hún oröin 1231 lax. Heildar- veiðin i Grimsá slðastliðið sumar var 2.116 laxar, og virðist allt benda til þess I sumar, að ekki takist að ná þeirri tölu, nema verulega taki að rætast úr veiðinni. Flókadalsá — Hér er allt I beljandi flóði og áin er kolmórauð, sagði Ingvar Ingvarsson, Múlastööum i gær, ég hef ekki séö ána svona vatns- mikla áður, en það hefur rignt geysilega að undanförnu. Ingvar sagði að það hefði einnig verið mjög hvasst, svo að óveiðanlegt hefði verið við ána 1 gær. — Aður en þetta foráttuveður kom var veiðin nokkuö góð, og ég býst við aö rúmlega 250 laxar séu komnir á land, sagði Ingvar. —gébé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.