Tíminn - 10.08.1976, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 10. ágúst 1976
TÍMINN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu við Lindargötu, sfmar 18300 —'18306. Skrifstofur I
Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523. Verð f lausasöiu lcr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Biaðaprent h.f.
Tvær ríkisstjórnir
Þjóðviljinn hefur reynt að reka þann áróður, að
mikill munur sé á stefnu og vinnubrögðum núver-
andi rikisstjórnar og vinstristjórnarinnar. Fátt
eða ekkert hefur Þjóðviljinn getað fært þessum
áróðri sinum til sönnunar. Sé það nokkuð, sem
Þjóðviljinn hefur fært fram fullyrðingum sinum
til stuðnings, felst munurinn helzt i þvi, að vinstri
stjórnin bjó yfirleitt við batnandi viðskiptaár-
ferði, en núverandi rikisstjórn hefur lengstum
búið við versnandi viðskiptakjör. Þetta hefur
óhjákvæmilega haft áhrif á lifskjörin, sem ekki
er með neinum rétti hægt að saka núverandi
stjórn um.
Sé gerður nánari samanburður i þessum efn-
um, kemur m.a. eftirfarandi i ljós:
í efnahagsmálum hafa báðar rikisstjórnirnar
beitt svipuðum aðferðum, þegar rekstur útflutn-
ingsframleiðslunnar hefur staðið höllum fæti og
þvi þurft að gera sérstakar ráðstafanir til að
koma i veg fyrir atvinnuleysi. I þeim tilgangi
felldi vinstri stjórnin gengið haustið 1972 og beitti
sér fyrir takmarkaðri kaupbindingu vorið 1974.
Núverandi rikisstjórn hefur tvivegis fellt gengið i
sama skyni, sumarið 1974 og veturinn 1975. í
fyrra skiptið viðurkenndu forystumenn Alþýðu-
bandalagsins, að gengisfelling væri nauðsynleg,
en þegar atkvæði voru greidd i Seðlabankanum
um siðari gengisfellinguna greiddi annar fulltrúi
Alþýðubandalagsins atkvæði með henni, en hinn
sat hjá.
Báðar rikisstjórnirnar hafa haldið uppi öflugri
byggðastefnu. Vinstristjórnin hóf hana undir for-
ystu Ólafs Jóhannessonar, en núverandi rikis-
stjórn hefur fylgt henni eftir. Þrátt fyrir efna-
hagsörðugleikana hefur verið næg atvinna og
mikil uppbygging i dreifbýlinu siðustu tvö ár,
ólikt þvi, sem var i tið viðreisnarstjórnarinnar.
Núverandi rikisstjórn hefur svo tryggt byggða-
stefnuna áfram með þvi að tryggja Byggðasjóði
stóraukið fjármagn með lögum um Fram-
kvæmdastofnunina, sem voru samþykkt á siðasta
þingi.
Vinstri stjórnin hófst handa um stórfeUda
uppbyggingu togaraflotans og frystihúsanna, en
þau verkefni hafði viðreisnarstjórnin vanrækt.
Núverandi rikisstjórn hefur á svipaðan hátt hald-
ið uppi stórfelldum framkvæmdum i orkumálum,
þar sem nauðsynlegt er, að landsmenn verði sem
mest óháðir oliunni.
Báðar rikisstjórnirnar hafa komið fram merk-
um löggjafarmálum á sviði atvinnuveganna. í tið
núverandi rikisstjórnar ber einna hæst á þvi sviði
hin nýju jarðalög, sem Framsóknarmenn hafa
lengi barizt fyrir. Báðar rikisstjórnirnar hafa
beitt sér fyrir merkum lögum á sviði félagsmála.
Núverandi rikisstjórn hefur t.d. beitt sér fyrir
nýjum lögum um jafnrétti kynjanna. Þá hefur
hún náð samkomulagi við opinbera starfsmenn
um verkfallsrétt þeirra, en það mál dagaði uppi
hjá vinstri stjórninni.
Þannig má rekja það áfram, að ekki er neinn
meginmunur á stefnu og vinnubrögðum þessara
tveggja rikisstjórna. Framsóknarflokkurinn
hefur haft mikil áhrif á störf þeirra beggja, en
munurinn á Alþýðubandalaginu og Sjálfstæðis-
flokknum er ekki mikili, þegar þessir flokkar eru
i rikisstjórn, þótt þeir láti öðruvisi, þegar þeir eru
i stjórnarandstöðu. Fyrir þá yrði ekki neitt erfitt
að ná svokölluðu „sögulegu samkomulagi.”
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Reagan hefur komið
Ford í slæma klípu
1 FYRSTU var álitið, að
Ronald Reagan hefði skotið
yfir markið, þegar hann út-
nefndi Schweiker öldungar-
deildarþingmann sem vara-
forsetaefni sitt. Þetta vakti
mikla andúðarbylgju meðal
hægri sinnaðra stuðnings-
manna hans, þar sem
Schweiker hefur verið talinn i
hópi þeirra þingmanna repú-
blikana, sem væru eiBna
lengst til vinstri. Reagan var
m.a. borið það á brýn, aö hann
sýndi með þessu, að hann væri
tækifærissinnaður og ekki eins
trúr hægri maður og hann
vildi vera láta. Það þótti þvi
ekki óliklegt, að ýmsir hinna
hægrisinnaðra fulltrúa, sem
höfðu verið kjörnir á flokks-
þing rebúblikana, myndu snúa
baki við honum og styðja
Ford. M.a. voru horfur á þvi
um skeið, að fulltrúarnir frá
Mississippi myndu snúast til
liðs við Ford, en þeir hafa talið
sig óháða, en likur þóttu benda
til, aö þeir myndu fylgja
Reagan að lokum. Eftir
nokkra umhugsun, hafa þeir
þó ákveðið að vera óháðir
áfram. Annars staðar hefur
Ford ekki heldur tekizt að
vinna fulltrúa frá Reagan svo
máli skipti, og verður þvi ekki
sagt, að Reagan hafi orðið fyr-
ir neinu þvi áfalli, sem liklegt
þótti um skeið, að útnefningin
á Schweiker myndi valda hon-
um. En hann hefur heldur ekki
bætt við sig fulltrúum i norð-
austurrikjunum, eins og hann
mun hafa gert sér vonir um,
þegar hann útnefndi Schweik-
er. Staðan hefur þvi haldizt
nokkurn veginn óbreytt.
EN ÞAÐ, að staðan hefur
haldizt nær óbreytt, er strax
nokkur ávinningur fyrir
Reagan. Um það leyti, sem
hann birti útnefninguna á
Schweiker, virtist allt benda
til að Ford væri i þann veginn
aö ná þvi marki, að verða
kjörinn frambjóðandi strax
við fyrstu atkvæöagreiðsluna
á flokksþinginu. Þá fregnaðist
nær daglega um fulltrúa, sem
hefðu snúizt til liös við hann.
Hefði sú þróun haldizt áfram,
heföi hann verið búinn
að tryggja sér öruggan sig-
ur áður en þingiö hæfist, og
enn fleiri hefðu snúizt til liðs
við hann. Meö útnefningunni á
Schweiker virðist Reagan
hafa tekizt að stöðva þessa
þróun. Þar veldur sennilega
mestu, að margir fulltrúanna
vilja nú fá aö vita, hvert vara-
forsetaefni Fords verður.
Margir vilja nú, aö Ford fari
að dæmi Reagans og tilkynni
það fyrirfram hvert varafor-
setaefni hans verði, enda þótt
Schweiker og Reagan.
venja sé sú, aö gera þetta ekki
fyrr en búið er að velja sjálft
forsetaefnið á flokksþinginu.
Þá reglu braut Reagan með
útnefningu á Schweiker og
hefur það út af fyrir sig ekki
mælzt illa fyrir. Ford segist nú
vera að kynna sér viðhorf um
5000 forystumanna repúblik-
ana til þeirra varaforsetaefna,
sem helzt koma til greina, og
muni hann tilkynna ákvörðun
sina að lokinni þeirri athugun.
Eftir þessa ákvörðun hans
biða nú margir fulltrúanna og
halda að sér höndum á meðan.
Það getur haft veruleg áhrif á
afstöðu margra þeirra hver á-
kvörðun Fords veröur. Velji
hann hægrisinnaðan fram-
bjóðanda eins og John B.
Connally, getur það spillt fyrir
honum meðal frj.álslyndari
fulltrúa, en hann gæti einnig
misst hægrisinnaða fulltrúa,
ef hann veldi varaforsetaefnið
úr vinstri arminum, en ýmsir
af yfirlýstum fylgismönnum
Fords eru hægrisinnaðir. Fyr-
ir Ford er það þvi mjög
vandasamt að þurfa aö til-
kynna varaforsetaefni sitt fyr-
irfram. Reagan hefur þvi tvi-
mælalaust komið honum i
slæma klipu. Jafnframt hefur
Reagan sennilega áorkað þvi,
að úrslitin verða ekki ljós fyrr
en á sjálfu flokksþinginu. Sig-
urvonir Reagans byggjast á
þvi, að Ford fái ekki hreinan
meirihluta i fyrstu atkvæða-
greiöslunni, en eftir það gæti
fylking Fords fariö að riðlast,
þvi að i þeim hópi eru all-
margir hægrisinnar.
ÞAÐ ER nú viðurkennt af
kosningastjóra Fords, Roger
Morton að staðan geti verið ó-
ljós þangað til að atkvæöa-
greiðslu kemur á þinginu. Af
2259 fulltrúum, sem eiga sæti
þar, eru aðeins 994 kjörnir,
þannig, aö þeir eru skuld-
bundnir til að fylgja ákveönu
forsetaefni. Af þessum fulltrú-
um fylgja 608 Reagan, en aö-
eins 386 Ford. Margir þeirra,
sem eru kosnir óbundinni
kosningu, hafa hins vegar gef-
iö til kynna, hvaða forsetaefni
þeir ætli að fylgja. Samkvæmt
nýjustu athugunum Associat-
ed Press fylgja nú Ford 1103
atkvæði: Reagan fylgja 1035
fulltrúar, en 121 fulltrúi hef-
ur ekki enn tjáð afstöðu sina.
Flokksþingið hefst i Kansas
City næstkomandi mánudag
og er ekki búizt viö verulegri
breytingu á afstöðu fulltrú-
anna þangað til, nema Ford
tilnefni varaforsetaefni sitt
fljótlega, en vafasamt þykir
að hann geri það.
Það þarf ekki að taka fram,
aö þeir fulltrúar, sem eru enn
óháðir eða taldir ótryggir,
verða nú fyrir miklum og
margvisiegum áróðri. Þá eru
risnar harðar deilur um þá
menn, sem taldir eru helzt
koma til greina hjá Ford sem
varaforsetaefni. Einkum hef-
ur miklum áróðri verið beint
gegn Connally og hefur m.a.
verið reynt að bendla hann við
Watergatemálið. Fylgismenn
Reagans eru mjög reiðir
Connally siðan hann snérist á
sveif með Ford, en hann var
áður óbundinn. Þ.Þ.