Tíminn - 10.08.1976, Blaðsíða 5
ÞriOjudagur 10. ágúst 1976
TÍMINN
5
á víðavangi
Útflutningsbætur
d landbúnaðar
afurðir
t grein eftir
Asgeir
Bjarnason,
forseta Al-
þingis, sem
nýlega birtist
hér í blaðinu,
var vikið að
útflutnings-
uppbótum á
landbúnaðarafurðir. Asgeir
Bjarnason taldi, að þetta mál
þarfnaðist sérstakrar athug-
unar. Halldor E. Sigurðsson
landbúnaðarráðherra vék að
þessu máli á aðalfundi
Stéttarsambands bænda og
sagði m.a:
„Eins og kunnugt er hefur
•sú regla verið notuðs.l. 15 ár,
að greiða útflutningsbætur á
þær landbúnaðarafurðir, sem
út hafa verið fluttar og ekki
hafa náð þvi verði, sem skráð
var hér innanlands. Sam-
kvæmt lögunum þar um er
heimild til þess að greiða
þannig sem nemur 10% af
landbúnaðarframleiðslunni. A
þeim 15 árum, sem þessi regla
hefur verið notuð, eru 8 ár,
sem þessi réttur hefur verið
notaður að fullu, og var það
samfleytt á árunum 1965-1971,
en sjö árin hefur þessu marki
ekki verið náö. Það var
sérstaklega fyrstu árin eftir
að útfiutningsbætur voru upp
teknar, að þær voru hverfandi
litlar.
Aárunum 1971-’72náðu þær
ekki þvi að vera 10%, en gerðu
það áftur á árinu 1974”.
Nauðsynlegt
endurmat
Landbúnaðarráðherra sagði
ennfremur við áöurnefnt tæki-
færi:
„A hinu vii ég vekja athygli,
að hér er nú orðið um veru-
legar fjárhæðir að ræða. Það
gerir það aðverkum, að þjóðin
verður að vega það og meta,
hvort hún getur iraun og veru
fylgt þeirri stefnu, að láta
erlendum neytendum i té
neyzluvörur á svo lágu verði,
sem raun ber vitni. 1 land-
búnaði sem á öörum sviðum,
verður að meta þaö, hvernig
þvifjármagni er bezt varið, er
til ráöstöfunar er á hverjum
tima. Auðvitað hafa þessar
greiðslur áhrif á aðrar fjár-
veitingar rikissjóðs til land-
búnaðarins. Ég efast ekki um
að þetta veldur bændum i
landinu mikium áhyggjum, og
öllum þeim, sem að land-
búnaðarmáium vinna og vilja
landbúnaðinum vel, og þjóð-
inni i heild.
Það er þvi mitt mat, að hjá
þvi verði ekki komizt, að
endurmeta þennan þátt og
leita eftir nýjum leiðum að
einhverju leyti til þess að
tiyggja afkomu bændastéttar-
innar, meðöðrum hætti heldur
en þarna er gert. Ég tel lika,
að þessi regla um útflutnings-
bætur feli i sér þá veilu, ekki
sizt þegar til lengdar lætur, að
hún hvetji ekki til þess að leita
hinna hagkvæmustu markaða,
þegar það skjól er fyrir hendi,
að útflutningsbótakrafan til
rikissjóðs er ekki að fullu
notuð. Ég vara við þeirri
hugsun, að lita á þennanrétt
sem eign sem þurfiað hagnýta
sér að fullu. Slikt gæti leitt til
þess, að hann glataðist.”
Tillaga Brattelis
Bratteli, fyrrverandi for-
sætisráðherra Norðmanna,
varpaði fram þeirri hugmynd
á stúdentafundi, sem haldinn
var i Osló I fyrra, hvort það
gæti verið gagnlegt fyrir þá,
sem legðu stund á langskóla-
nám að taka sér ársfri frá
náminuog vinna við einhvern
af undirstöðuatvinnuvegum
þjóðarinnar. Hugmynd þessa
rökstuddi Bratteli með þvi, að
Kennari — Borgarnes
Kennara vantar að barnaskólanum i
Borgarnesi.
Umsóknarfrestur til 20. ágúst.
Upplýsingar gefa Sigurþór Halldórsson
skólastjóri og Jón Einarsson formaður
skólanefndar.
Laus staða
Kennarastaöa I stærðfræði við Menntaskólann I Kópavogi
er laus til umsóknar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfis-
götu 6, Reykjavík fyrir 25. ágúst n.k.
Menntamálaráðuneytið, 5. ágúst 1976.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
6. ágúst 1976.
Lyfsöluleyfi,
sem forseti Islands veitir
Lyfsöluleyfið i Neskaupstað er laust til umsóknar. Um-
sóknarfreslur er til 3. september 1976.
Umsóknir sendist landlækni.
Samkvæmt heimild i 32. gr. lyfsölulaga nr. 30 29. april
1963 er viðtakanda gert skylt að kaupa vörubirgöir og
áhöld lyfjabúðarinnar. Einnig skal viðtakandi kaupa
húseignina Egilsbraut 7, þar sem lyfjabúðin og ibúð
lyfsala er.
Leyfið veítist frá 1. október 1976.
tengslin milli stúdenta og
annarra þegna þjóðfélagsins
virtust vera að rofna. Ef sú
öfugþróun héldist áfram, gæti
það leitt til óheppilegrar ein-
angrunar og aukið bilið milli
stétta og kynslóða. Stúdentar
vildu ef til vill ekki viðurkenna
þetta og teldu sig ekki vera i
einhverjum lokuöum fila-
beinsturni. Bratteli sagðist
ekki heldur vera að fullyrða
það. Eigi að siður teldi hann
nauðsynlegt að koma á nánari
tengslum milli hinna stóru
menntasetra og annarra þátta
þjóðfélagsins. Hættan væri sú,
að háskólarnir yrðu
einangraöar stofnanir, i
ónógum tengsium við atvinnu-
vegina og þjóðlifið, og þetta
gæti hæglega leitt til alvarlegs
klofnings, sem hægt væri að
afstýra með meiri snertingu
uppvaxandi menntamanna við
atvinnuilfið og vinnandi al-
menning.
Fordæmi Kínverja
Areiðanlega er það rétt hjá
Bratteli, að aukið langskóla-
nám miklu fleiri ungmenna en
áður, ásamt lengri namstfma,
getur leitt til vissrar ein-
angrunar og sambandsleysis
milli menntamanna og
annarra starfshópa þjóðfé-
lagsms. Þess vegna er það
áreiöanlega mikilsvert, að
ungt fólk, sem stundar lang-
skólanám, viðhaldi vissum
tenglsum við atvinnuvegina
og aiþýðu manna. Klnverjar
ganga nú þjóða lengst i
þessum efnum og er vissulega
ástæða til þess að kynnast
reynslu þeirra. í vestrænum
löndum mun þó langt i land, að
fylgt verði fordæmi Kinverja i
þessum efnum. Hins vegar má
vel hugsa sér hér nokkurn
meðalveg, t.d. eins og þann,
sem Bratteli hefur vakið máls
á.
Þ.Þ.
MF 70
Sláttuþyrlan
MF
Massey Ferquson
# Þyngd: 352 kg.
# Lengd í flutningsstöðu: 342 sm.
# Vinnslubreidd: 170 sm.
# Aflþörf, hestöfl: 45DIN.
# Hnífafjöldi: 6
# 4 Smurstútar.
# Góð sláttuhæfni, því drifsköft eru ofan á þyrl-
unni.
# Styrk bygging því dráttarátakið kemur neðst á
þyrluna.
MF Gæðasmíð.
Leitið uþplýsinga um verð og greiðsluskilmála í
næsta kaupfélagi eóa hjá okkur.
SUDURLANDSBRAUT 32* REYKJAVlK* SlMI 86500* SiMNEFNI ICETRACTORS
Bændur. Safnið auglýsingunum.
Eignist þannig heimildaskrá. Auglýsing nr.11-’76.
AUGLÝSIÐ í TÍMANUM
VESTUR-ÞÝZK GÆDAFRAMLEIÐSLA
® Passat
STÍLHREINN OG VANDAÐUR
VW Passat er meira en óvenjulega glæsilegur og þægilegur
fólksbíll. Hann er vestur-þýzk gæðaframleiðsla, frá Volks-
wagenverksmiðjunum. VW Passat er sparneytinn, öruggur í
akstri og býður upp á hina viðurkenndu Volkswagen vara-
hluta- og viðgerðarþjónustu.
PASSAT — bíllinn sem hentar yður
— FYRIRLIGGJANDI
HEKLA HF.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240