Tíminn - 10.08.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.08.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 10. ágúst 1976 í spegli tímans Fátt um stjörnur í Hollywood Er kvikmyndin um ævi Onassis? Ef fólk heldur, að Jacqueline Bisset sé að leika Jacqueline Onassis og Anthony Quinn sé að leika Onassis svo ekki sé nú minnzt á að Irene Papas sé að leika Mariu Callas, þá er það þess mál segir griski kvik- myndaframleiöandinn Nico Mastorakis. — Ekki get ég stjórnað hugsunum fólks, bætir hann við og brosir. En frá min- um bæjardyrum séð er þessi kvikmynd byggð á skáldsögu, en ekki raunveruleika. En það virðist bara vera Mastorakis einn, sem segir . þetta upphátt. Aðrir fuliyrða aftur á móti aðkvikmynd hans um griska auðjöfurinn sé mynd um Onassis. Kvikmyndatakan á að byrja i Grikklandi i október og fjallar myndin um auðugan Grikkja, sem Anthony Quinn leikur. Hann skilur við fyrstu konu sina, sem Jennifer O’Neill leikur og skellir sér út i storma- samt samband við óperusöng- konu, sem Irene Papas mun leika. Ekki verður af hjóna- bandi þeirra i millum, heldur tekur auðjöfurinn sig skyndi- lega til og giftist ekkju banda- rlsks öldungadeildarþing- manns, en sá hafði fallið fyrir morðingjahendi. Jacqueline Bisset leikur konu þessa, en ekki hefur verið ákveðið, hver fer með hlutverk öidungadeild- arþingmannsins. Mastorakis ætláði i upphafi að gera kvikmynd um ævi Aristoteles Onassis, en erf- ingjar hans vildu ekki sam- þykkja það, svo Mastorakis seg- ist hafa orðið að snúa sér að öðru. En um það virðist hann vera einn á báti, þvi aðrir telja að mynd hans verði byggð á ævi Onassis eftir sem áður. Og á meðfylgjandi myndum eru þær nöfnurnar Jacqueline Bisset og Jacquelin Onassis. Hollywood á nú enga kven- stjörnu, nema Barböru Stréisand, segja menn þar vestra. Hún er eina konan, sem bankastjórarnir lána umhugs- unarlaust út á fé til kvik- myndagerðar. Að þvi leytinu til er hún I hópi með nokkrum karl- stjörnum, svo sem Robert Red- ford, Steve McQueen, Paul Newman og nokkrum öðrum. Þetta stjörnuleysi á kven- bóginn hefur orðið til þess, að Hollywood-menn hafa enn einu sinni lagt út i leit um Evrópu að nýrri stjörnu. Og sú, sem nú er helzt talin koma til greina er svissneska leikkonan Marthe Keller, sem er þritug. Það er ekki setið auðum höndum,'þeg- ar menn telja sig loksins hafa fundið þá réttu. Nú er ákveðið að Marthe leiki i þremur kvik- myndum og mótleikararnir eru ekki af verri endanum: Dustin Hoffman sem er mað Marthe á meðfylgjandi mynd, Laurence Olivier og A1 Pacino. Og nú vona þeir i Hollywood bara að Marthe reynist þeim vel og þeir geti tilkynnt sigri hrós- andi, að ný sjarna sé fædd. 0 tVíiko. i*rOi** með morgunkaffinu DENNI DÆMALAUSI ,,Hún er farin að likjast ljóninu meira og meira með hverjum dégi sem líður”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.