Tíminn - 13.08.1976, Síða 1

Tíminn - 13.08.1976, Síða 1
YÆNGIR" Áætlunarstaðir: Blönduós — Siglufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 178. tölublað — Föstudagur 13. ágúst—60. árgangur Stjórnventlar Oliudælur Oliudrif ■■EEEm&XH Síðumúla 21 Sími 8-44-43 Góðor loðnutorf- ur flnnast suður of Halamiðum ASK-Reykjavík. I fyrrinótt fann loðnuleitarskipið Arni Sigurður góðar loðnutorfur í kantinum suður af Hala- miðum. Voru þær uppi, og að þvi er virðist vel veiðanleg- ar. Samkvæmt sýnum sem tekin voru, þá var loðnan stór og feit. Hversu mikið magn er um að ræða er hins vegar ekki vitað ennþá. Samkvæmt upplýsingum loðnu- nefndar þá er vitað um þrjú til fjögur skip, sem voru á leiðinni á miðin, en flotinn hefur verið að undanförnu á veiðum NNA af ötraumnesi. Fjögur skip tilkynntu um afla s.l. sólarhring. Voru það Sæberg (220), Súlan (230), Helga II (140) og Svanur (170). Ekki þörf á að fara norð- ur fyrir land eftir hrefnu ASK-Reykjavik. — Það er sagt að nóg sé af hrefnu út af Garðskaga og Hrauninu, þannig að það er allsendis óvist hvort Óskar Halldórsson fer norður fyrir land, sagði Ólafur Óskarsson fram- kvæmdastjóri I samtali við blaðið I gær. — Annars er báturinn aftur kominn til hafnar eftir skamma útivist. í dag Oskar Halldórsson fór út á mið- vikudag og liðu ekki nema þrir tlmar þar til fyrsta hrefnan var komin um borð. Fengust af henni tvö tonn af kjöti. Það er sett i is og siðan pakkað og flutt út til Noregs. Sagði Ólafur að fyrir hvert kiló fengjust 10 krónur norskar en þá er reiknað með þvi að séð verði um flutninginn til Noregs. Er það allmikill kostnað- ur, þannig að ekki fæst meira fyrir kilóið en væri það sett á innanlandsmarkað. Ekki sagði Ólafur að kjötið yrði selt hér, enda veiddi báturinn m .a. gamlar og stórar hrefnur, sem óhæfar eru til manneldis. Það þykir hins veg- ar prýðisgott i kjötkraft og þ.h. Oskar Halldórsson hefur leyfi til hrefnuveiða i þrjár vikur, og taldi ólafur óliklegt að ekki feng- ist framlenging á leyfinu, enda væri þegar búið að leggja i nokk- urn kostnað vegna breytinga á bátunum. Á óskari er átta manna áhöfn, þar af eru fjórir bátsverjar frá Noregi, en eins og greint hefur verið frá I Timanum, þá hafa Norðmönnum verið bannaðar hrefnuveiðar hér við land. Seint er að byrgja brunninn þá barnið er dottið ofan í —hs-Rvik. Þessi mynd sýnir húsgrunn við Hólmgarö i Reykjavik, fullan af vatni eftir rigningar undanfarinna daga. Á „tjarnar”-bakkanum gengur litil stúlka og ýtir á undan sér barnakerru. Grunnurinn er al- gjörlega óafgirtur og lítib má út af bera, svo að börn steypist ekki ofan i gruggugt vatnið með moldarleðjuna á botninum, þar sem erfitt er að ná fótfestu. Öryggiseftiriit rikisins leitar ekki uppi slik hættusvæði, en bregzt að sjálfsögðu viö, ef þeim er á þaö bent, sem hér með er gert. A vegum borgarinnar munu enn fremur vera starf- andi eftirlitsmenn með öryggi á vinnustöðum. Má vera að þeir hafi skoðað þennan grunn og fundizt allt vera i lagi með hann, en þá hlýtur það aö hafa verið fyrir rigningardagana miktu að undanförnu. Viðkomandi húsbyggjanda er hér með bent á það, svo og öðr- um, sem I húsbyggingum standa, að þeirra er skyldan að sjá um að öryggi fólks sé ekki i hættu stefnt með ófuilnægjandi búnaöi á vinnustað. Ábyrgðin er einnig þeirra og hver vill taka þá áhættu, að þurfa að axla ábyrgðina á dauða litils barns? Timamynd: Gunnar. Minkaskinn haekka í verði — lítið af íslenzkum skinnum til nú eftir mjög góðar sölur í vor ASK-Reykjavik — Viö erum mjög bjartsýnir á að verö ,á minnkaskinnum hækki á næst- unni, sagði Skúli Skúlason verzlunarmaður og umboðs- maður Hudson’s Bay & Annings Ud. — Verðið er um 10 sterlings- pund hvert skinn, en vonir eru til þcss, að þau hækki allt upp i 13 eða 15 sterlingspund. — Þá sagði Skúli, að lítið væri til af skinnum til að senda á uppboö, sem haldið verður í London i næsta mánuöi, einung- is 1200 skinn fara héðan á það. Þetta cru skinn sem gengu ekki út i vor, en þá seldust íslenzku skinnin mjög vel. — Núna er verið aðala upp og rækta minka til að selja af skinn á uppboðinu, sem haldið verður iupphafi næsta árs, sagöi Skúli, en þá fara héðan nálægt 30 þús- und skinn Söluverömæti getur verið frá 300 þúsund sterl- ingspund til 400 þúsund sterl- ingspund. Aðspurður um hag islenzkra minkabúa, sagði Skúli, að búin fyrir norðan hefðu heldur betri fjárhagsgrundvöll, en á ýmsu hefði gengiö með búin á Suður- landi. — Þetta eru yfirleitt of litlar einingar til að geta boriö sig vel. Það er talið að bú þurfi jafnvel að verameð 4-5 þúsund læður ef það á aö geta borið sig. Hérna eru um 100 læöna bú, þannig að fjármagnið nýtist ekki nægjan- lega vel. Það er ýmis tastur kostnaður. sem er jafnmikill hvort sem búið er stórteða lítið. sagði Skúli að lokum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.