Tíminn - 13.08.1976, Síða 6
6'
TÍMINN
Föstudagur 13. ágúst 1976
SUF síðan
Samvinnuhreyfíngin og
Framsóknarflokkurínn
Meginþáttur stefnu Framsóknarflokksins, er
samvinnustefnan. Sterk og náin bönd hafa alltaf
verið á milli Framsóknarflokksins og samvinnu-
hreyfingarinnar á Islandi og með sanni má segja
að Framsóknarflokkurinn sé pólitiskt afl sam-
vinnuhreyfingarinnar. Viðgangur og afl sam-
vinnuhreyfingarinnar hefur aukizt griðarlega til
hagsbóta fyrir almenning og atvinnulif i landinu.
Með eflingu og framför samvinnuhreyfingarinn-
ar sjá framsóknarmenn eina stærstu hugsjón
sina vera að rætast.
Samvinnuhreyfingin telst og er skipulagslega
hreyfing almennings. Þar á lýðræðið að ráða
rikjum og stjórnendur hreyfingarinnar valdir af
alþýðu manna, sem eru þátttakendur I starfi
samvinnuhreyfingarinnar. Með fræðslustarfi og
félagsstarfi siðustu ár, hefur verið reynt að auka
þátttöku hins almenna félagsmanns samvinnu-
hreyfingarinnar. Áhrif þess virðast mjög litið
koma i ljós enda er mjög litil hreyfing á mönnum
i æðstu stjórn samvinnuhreyfingarinnar. Skipu-
lag samvinnuhreyfingarinnar er dæmigert lýð-
ræðisskipulag með pýramidalagi, sem gefur
ráðamönnum á hverjum tima gott svigrúm til
þess að ráða hverjir komast i efstu þrepin. Þetta
hefur ekki komið að sök og gerir ekki meðan
stjórnendur hafa hagsmuni félagsmanns sins og
neytenda sem markmið.
Það hefur verið farið með fjárstuðning SÍS við
Framsóknarflokkinn eins og laumuspil fram til
þessa. Andstæðingar Framsóknarflokksins og
samvinnuhreyfingarinnar hafa lagzt á eitt með
að gera tengsl flokksins og samvinnuhreyfingar-
innar tortryggileg og gefið fyllilega i skyn, að þar
eigi sér stað undarleg viðskipti. Framsóknar-
flokkurinn og samvinnuhreyfingin hafa gefið á
sér höggstað i þessu máli með þvi að viðurkenna
ekki, að fjárstuðningur samvinnuhreyfingarinn-
ar við Framsóknarflokkinn er bæði sjálfsagður
og nauðsynlegur. Hann er sjálfsagður vegna þess
að samvinnuhreyfingin og Framsóknarflokkur-
inn eru tengd óslitanlegum hugsjónaböndum við
starfið fyrir eflingu samvinnuhreyfingarinnar.
Hann er nauðsynlegur vegna þess að Fram-
sóknarflokkurinn er pólitiskt afl samvinnu-
hreyfingarinnar og eftir styrk hans fer afl sam-
vinnuhreyfingarinnar.
Refsigleði ungra
Framsóknarmanna
I grein á siðunni fyrir stuttu siðan var varpað
fram þeirri spumingu hvort refsingar hér á landi
væru of vægar. Þjóðviljinn henti þetta á lofti með
sinu lagi og sagði með hneykslistón að ungir
framsóknarmenn vildu þyngri refsingar. Það
væri þeirra lausn á óreiðunni i dómsmálakerfinu.
Það sem þeir skildu ekki á Þjóðviljanum, að hér á
siðunni var verið að benda á, að það er i hendi
hinna óháðu dómstóla að beita harðari stefnu i
refsimálum, eða hvað er Þjóðviljinn annars að
biðja um með sífelldum reiðilestri sinum um
meinta skattsvikara? Auðvitað er verið að krefj-
ast þess að tekið sé harðar á skattsvikum. Allir
hljóta að vera sammála þvi, að eina leiðin
til þess að koma i veg fyrir skattsvik er að herða
eftirlit og þyngja refsingar, en á það ekki við um
önnur afbrot svo sem stóraukin f jársvik og önnur
auðgunarbrot? Baráttan fyrir heiðarlegra þjóð-
félagi verður ekki rekin eingöngu með þyngri
refsipólitik eða lagasetningu, ef til vill vegur þar
þyngst framlag fjölmiðla og þáttur þeirra i mót-
un almenningsálits.
16. ÞING SAMBANDS
UNGRA
FRAMSOKNARMANNA
4-16. þing Sambands Ungra Framsóknarmanna verður haldið að Laugar-
vatni dagana 27.-29. ágúst næstkomandi.
Formaður SUF, Magnús Ölafsson, setur þingið kl. 19 föstudaginn 27.
ágúst. Eftir kosningu forseta og annarra starfsmanna þingsins verður
skýrsla stjórnar flutt og rædd.
Um kvöldið verða umræður um f lokksstarfið og stjórnmálaviðhorfin.
Á laugardeginum munu umræðuhópar starfa að ályktunum þingsins og
ræða þau margvíslegu viðfangsefni sem fyrir liggja í starfsemi SUF og í
þjóðmálunum.
if. Á laugardagskvöld verður gengizt fyrir dansleik að Borg í Grímsnesi.
Verður þar ferðahappdrætti auk annarrar skemmtunar.
4" Þinginu lýkur sunnudaginn 29. ágúst. Verður þá lokið afgreiðslu mála og
gengið til kosninga um framkvæmdastjórn, miðstjórn og aðra trúnaðar-
menn SUF.
4- Að undanförnu hefur verið haft samband við FUF-félögin víðs vegar um
landið vegna undirbúnings þingsins. Eru FUF-félögin eindregið hvött til
að láta erindreka SUF, Gest Kristinsson, á skrifstofu Framsóknarf lokks-
ins vita sem allra fyrst um kjör fulltrúa á þingið. Skrifstofan lætur í té
allar nauðsynlegar upplýsingar um ferðir og gistingu í sambandi við þing-
haldið.
Samband Ungra Framsóknarmanna var stofnað að Laugarvatni 1938.
Ungir Framsóknarmenn munu enn f jölmenna þangaðtil að ræða málefni
sin.
Framkvæmdastjórn SUF er boðuð til f undar að Laugarvatni setningardag
þingsins kl. 14 til að leggja síðustu hönd á undirbúninginn.
Umsjónarmaður:
Pétur Einarsson