Tíminn - 02.09.1976, Side 1

Tíminn - 02.09.1976, Side 1
Aætlunarstaðir: Blönduós — Siglufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif ^I ■ŒBI9Í Síðumúla 21 Sími 8-44-43 JÁTNING í MORÐMÁLINU — Ásgeir Ingólfsson játar að hafa myrt Lovísu Kristjánsdóttur af því að hún neitaði að hylma yfir þjófnað með honum Gsal-Reykjavlk. í gærmorgun játaði Asgeir Ingólfsson, fyrrum fréttamaður, til heimilis aö Reynimel 84 i Reykjavik, aö hafa verið valdur aö dauöa Lovisu Kristjánsdóttur, sem fannst myrt I húsinu númer 26 viö Miklubraut á fimmtudagskvöldisiöustu viku. Asgeir Ingólfsson er 42 ára aö aldri. Rannsóknarlögreglan boðaöi fréttamenn á sinn fund I gær- kvöldi, þar sem frá þessu var greint. Haraldur Henrýsson, sakadómari, sagöi, aö Asgeir hefði i gærmorgun óskað eftirþvi að fá aö ræöa einslega við vest- ur-þýzka rannsóknarlögreglu- manninn Carl Schutz. Játaði As- geir fyrir honum að hann hefði framið verknaðinn. Játning As- geirs var þvi næst dómfest. Igær fór Ásgeir Ingólfsson með rannsóknarlögreglumönnum á öskuhaugana við Gufunes og sýndi þeim stað þar sem hann taldi sig hafa losað sig viö tösku með morðvopninu, sem var kú- Carl Schútz: Mikið misræmi í framburði vitna í Geirfinnsmálinu Gsal-Reykjavik. — Ég tel það vera hugsaniegan möguleika að Geirfinnsmáliö upplýsist, sagöi Carl Schutz, vestur-þýzki rannsóknarlögreglumaöurinn I gær, en fréttamönnum gafst tæki- færi til þess aö spyrja Þjóö- verjann nokkurra spurninga á blaöamannafundi hjá sakadómi i gærkvöldi. Schutz sagöi, aö þaö sem einkum torveldaði rannsókn málsins væri þaö, aö mjög væri langt um liðið frá þvi atburöirnir geröust, og eins þaö, aö mjög mikið misræmi væri I framburöi vitna. Schutz lét vel af þvi aö starfa neð Islenzkum rannsóknarlög- reglumönnum og kvað þá góða starfskrafta, en eðlilega heföu þeir ekki jafn mikla starfsreynslu og erlendir starfsbræður þeirra I stærri borgum. — Hér er mjög gott andrúmsloft og mér hefur mætt vingjarnlegt viðmót hvar- vetna, sagði Schutz. Er hann var inntur eftir þeirri aðstöðu, sem rannsóknarlögregl- an hefði hér á landi, sagði hann, að skortur væri á betri aðstöðu fyrir tæknideild. En hann sagði að það væri ekki bara aöstaðan, heldur væri tæknideildin orðin á eftir timanum varöandi tækni- búnað og tækniþekkingu og þvi ekki fyllilega hæf til þess að sinna sinu hlutverki i þeim afbrotum, sem-fram heföu komið á slöustu árum. Schutz gat þess að sérstaklega væri bagalegt, aö rannsóknarlög- reglan þyrfti að senda utan öll blóðsýni, þvagsýni og annað slikt. Að lokum hældi Schutz rannsóknarlögreglunni fyrir rannsókn morömálsins viö Miklu- braut og sagði aö vinnudagurinn hjá þeim siðustu daga hefði veriö 24 klukkustundir. bein.Jafnframt sýndi Asgeir rannsóknarlögreglumönnum i gær verkstæði, þar sem hann hafði látið útbúa lykil að ibúðinni að Miklubraut 26 og að lokum sýndi hann þeim efnalaug, þar sem hann hafði komiö fötum sin- um i hreinsun eftir morðið. Haraldur Henrysson sakadóm- ari rakti siðan aðdragandann að moiðinu og fer frásögn hans efnislega hér á eftir: Ásgeir Ingólfsson kom að morgni fimmtudagsins 26. ágúst, um klukkan hálfellefu, að húsinu Miklubraut 26. Hann fór inn I hús- ið, en lykil að ibúöinni hafði hann útvegað sér i fyrra. Hann fór inn i ibúðina i þvi augnamiði að ná þar i frimerkja- safn, sem hann taldi sig vita um. Þetta frimerkjasafn átti hús- bóndinn á heimilinu, sem nú er látinn. Asgeir fann umrætt fri- merkjasafn og jafnframt ýmsa aðra muni, einkum skartgripi — og hugðist hann hafa þessa hluti á brott með sér. Meðan Ásgeir var aðtaka þessa hluti til heyrði hann að útidyrnar voru opnaðar. Hann gekk fram i forstofúna og sá þar eldri konu. Hann kynnti sig og konan kvaðst heita Lovisa Kristjánsdóttir. Þau tóku siöan tal saman og segist Ás- geir hafa sagt við konuna, að henni hlyti að vera ljóst, hverra erinda hann væri i þessari ibúö. Hann sagði henni, að hann mætti ekki til þess hugsa að þessi þjófn- aður yrði gerður uppvis og spurði hvorthún væritilleiðanleg til þess aö þegja um ferðir hans ef hann léti henni i té lykil sinn að ibúðinni og skilaði jafnframt öllu á sinn stað. Konan hugsaði sig um nokkra stund, en neitaöi siðan. Asgeir itrekaði þá bón slna, en konan neitaði þrisvar sinnum. Þessunæst bjó hún sig til brott- ferðar. Asgeir segir, að á þessari stundu, hafi gripið sig slik örviln- an, aðhann hafi þrifiðupp kúbein úr tösku, sem hann kom með inn i Ibúðina, og þegar konan beygði sig niður til þess að fara i skóna, barði hann hana aftan á höfuðið með kúbeininu nokkrum sinnum. Asgeir segir, að konan hafi ekki falliö viö höggin, heldur gengiö inn i stofuna og að stiga, sem þar er úti i' einu horninu. Þar missti hún jafnvægið og féll niður stig- ann, niður I kjallarann — og hafn- aði á kjallaragólfinu á grúfu. As- geir kveðst hafa farið á eftir kon- unni og veitt henni enn nokkur högg á hnakkann. Að þvi búnu kveðst Ásgeir hafa fariö fram I eldhús og skolað blóð- ið af kúbeininu, en rétt er að geta þess, að i töskunni, sem hann bar með sér inn i ibúðina voru ýmiss verkfæri viðvikjandi bilnum hans, þ.á.m. þetta kúbein. Eftir að hafa skolaö blóöiö af kúbeininu kveðst Asgeir hafa set- ið i ibúðinni alllanga stund og hugsað um þann verknað, sem hann hafði nýframiö. Siöan ákvaö hann að halda á brott og varö það þá hans fyrsta hugsun aö losa sig viö töskuna. Asgeir ók þvi að öskuhaugum og kom þar töskunni fyrir I poka, A fundinum i gærkvöldi kom fram, að þessi taska hefur ekki fundizt, en hún er íþróttataska blá að lit. Gisli Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumaður, var spurö- ur að þvi, hvers vegna grunur hefði beinzt að Asgeiri, og svaraði hann, að rannsókn málsins hefði i upphafi beinzt að fólki, sem hefði þekkt til húsráðenda að Miklu- braut 26 og heföi Asgeir mjög fljótlega komið inn i myndina. GIsli sagði, að snemma hefði komið i ljós ósamræmi i fram- burði hans og vitna, sem hefðu Frh. á bls. 15 Banaslys í hlíðum Heklu -hs-Rvik — Banaslys varö I hllðum Hekiu i gær. Þjóö- verji, sem þar var á ferð, féll ofan i sprungu um 10-Ieytið I gærmorgun og lézt af völdum meiðsla og vos- búðar. A tólfta timanum i gærdag var hringt frá Búrfelli til Slysavarnafélagsins og til- kynnt, aö slys hefði orðið 1 Heklu. Þrir þjóðverjar höfðu verið þar á ferð, ofarlega i‘ fjallinu i snjó, og hafði einn þeirra hrapað niður I sprungu. Sá, sem hringdi var einn af Þjóöverjunum sem hlaupið haföi I einum spretti eftir hjálp á um 1 1/2 tima, og sagði hann, aö félagi sinn væri fastur I sprungunni og ætti erfitt um andardrátt. Slysavarnafélagið hafði samband við varnarliðiö, sem sendi þyrlu á vettvang. Þyrlan tók Þjóöverjann við Búrfell, en siöan var haldið til Heklu og lent á tindinum. Þegar björgunarmenn komu niður i hliðina, þar sem slysið hafði orðið, og mennirnir tveir voru,var sá, sem féll i sprunguna orðinn illa haldinn af völdum meiðslanna, sem hann hlaut og af kulda. Þegar þyrlan kom til Reykjavikur var hann látinn, en það var klukkan tæplega hálf fjögur I gær. Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra: Stofnun rannsóknarlögreglu ríkis ins yrði stórt spor í rétta átt Gsal-Reykjavik. — Ég tel mjög nauðsyniegt, aö augu manna opnist fyrir þvi, að betur þurfi að búa að dómsmálakerfinu en gert hefur verið, sagði Óiafur Jóhannesson dómsmáiaráðu- herra I samtali viö Tlmann i til- efni fréttar sem birtist á forsiðu blaðsins I gær um þann vanda, sem rannsóknarlögreglan I Reykjavik á við að etja um þessar mundir vegna þeirra mannfreku sakamála, sem unnið er að bæði dag og nótt. — Menn hafa ekki litið ólafur Jóhannesson. nægjanlega vel til þeirra auknu verkefna, sem lagzt hafa á þessa menn að undanförnu, sagði ólafur. — Ég álit að stofn- un sérstakrar rannsóknarlög- reglu rikisins yrði stórt spor i rétta átt,og vona, aðhún komist I framkvæmd. Þó mega menn ekki álita, að hægt verði að kveöa niður þessa afbrotaöldu með þvi einu. I þvi sambandi þarf að skyggnast dýpra og kanna hvaða þjóðfélagslégar ástæður liggja að baki — og reyna að ráða bót þar á. Svo sem alkunna er, flutti Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra frumvarp á siöasta þingi um rannsóknarlögreglu rikisins, en frumvarpið dagaði uppi á þvi þingi. ólafur sagði I gær, að hann vonaðist fil þess, að frumvarpið næði fram að ganga í byrjun þings, ogsagði, að nefndin, sem samdi frum- varpið, hefði athugað það nánar i sumar, svo og athugað þær umsagnir, sem fram hefðu komið um frumvarpið — og þvi myndi frumvarpið liggja fyrir I byrjun þings. Samkvæmt þessu frumvarpi leggst niöur rannsóknarlög- regla sakadóms Reykjavikur, en þó munu rannsóknardeildir veröa starfræktar hjá ýmsum embættum á landinu, eftir þvi sem þurfa þykir. Varðandi þau ummæli Magnúsar Eggertssonar yfir- lögregluþjóns rannsóknarlög- reglunnar í Reykjavik i blaöinu i gær að mannfæð væri hjá stofnuninni.sagði Ólafur, aðall- ar tillögur yfirsakadómara um mannahald og launalið heföu verið teknar til greina viö gerð fjárlagafrumvarps, en þarhefði yfirsakadómari gert tillögu um það, að einn nýr maður yrði ráð- inn til rannsóknarlögreglunnar og annar löglæröur fulltrúi yrði ráðinn til sakadóms. — Að þessu leyti voru tillögur yfirsakadómara fyllilega tekn- ar til greina, sagði Ólafur. — Aftur á móti var skorinn niður að nokkru kostnaöur vegna viðhalds og vegna aukins tækja- búnaðar fyrir sakadóm. Ólafur sagði, að við þá breyt- ingu, er rannsóknardeild um- ferðarslysa var flutt frá saka- dómi yfir til lögreglustjóra- embættisins, hefði sakadómur fengið aukinn mannafla, sem svaraði tii tveggja til þriggja manna. Ennfremur heföi verið fjölgað I rannsóknarlögreglunni i ársbyrjun 1975 um tvo og i sumar um einn, er vestur-þýzkur rannsóknarlög- reglumaður kom til starfa við sakadóm. — Þaöer vafalaust alveg rétt hjá Magnúsi Eggertssyni, að ýmis önnur verkefni verði að sitja á hakanum meðan annir eru jafn miklar i sakadómi og nú er, sagöi ólafur. — Það er hins vegar rétt, aö það komi fram, að sakadómur hefur fengiðað lánimenn frá almennu lögreglunni eftir þvi sem hann hefur þurft vegna þeirra mála, sem nú er unnið að. Hvað húsnæðismál sakadóms áhrærir sagði ólafur, að eflaust væri það hverju orði sannara, að þaö væri orðið of litiö, en rannsóknarlögreglan heföi flutt i þetta húsnæði árið 1963. — Það er náttúrlega gert ráö fyrir þvi — og veröur óhjá- kvæmilegt — aö rannsóknarlög- regla rikisins verði i öðru og betra húsnæði, ef frumvarpið nær fram að ganga, sagði ólaf- ur. —Og þá verður að taka tillit til þess, aö tækni- og rannsókn- araðstaða verði eins góð og kostur er á og i fullu samræmi við nútima kröfur. — Ég hygg, að þetta veröi tekið fram i sambandi við gerð fjárlagafrumvarpsins, þótt ekki verði hægt að taka þetta þar inn fyrr en frumvarpið um rannsóknarlögreglu rikisins er orðið að lögum, sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra aö lokum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.