Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 1
Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíidudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Síðumúla 21 Sími 8-44-43 - Höfn í Hornafirði: Síldarsöltun gengur vel — búið að salta um 2500 tunnur —hs-Rvik. Reiknað var með, að saltaðar yrðu 700 tunnur af sild á Höfn i Hornafirði i gærdag, og er þá búið að salta 2400-2500 tunnur alit i alit, en eitthvað lftils háttar mun vera búið að salta á Djúpa- vogi. Áð sögn Jens Mikaelssonar verkstjóra i frystihúsinu á Höfn, hefur söltunin gengið mjög vel, enda hráefnið gott, mest stórsild og millislld, um 17% að jafnaði. Sildin er skorin og slógdregin, en ekki er raðað i tunnurnar. Fljót- lega verður einnig byrjað að frysta sild á Höfn, að sögn Jens. 1 gær voru milli 15 og 20 bátar að landa sild, en afli þeirra var frá 10 og upp i 200 tunnur. Mjög mikil vinna var við fiskverkun áður en sildin fór að berast, þann- ig að nú jaðrar við að vanti fólk. Undanfarinn mánuð hefur verið unnið til klukkan 11 á kvöldin 6 daga vikunnar, að sögn Jens. Ekki er ennþá búið að verð- leggja sildina, en að sögn Sveins Finnssonar hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins, var fundur hjá yfirnefnd bæði i gær og fyrradag, en i henni eiga sæti 2 sfldarsalt- endur, einn frá útvegsmönnum og einn frá sjómönnum auk odda- manns frá Þjóðhagsstofnun. Megnið af sildveiðitimabilinu i fyrra var verðið á sildinni kr. 40 fyrir stærri flokkinn (yfir 32 cm) og26krónur fyrirminni flokkinn. Energo-projekt við Sigöldu: Stöðvarhús Sigölduvirkjunar. Timamynd: Gunnar Sögualda rbærin n risinn að Skeijastöðum i Þjórsárdal. Sjá myndir og frásögn á bls. 8. (Timamynd Gunnar) Undirbýr milljarða-kröfu \ . á hendur Landsvirkjun —hs-Rvik. Júgóslavnesku verk- takarnir, Energo projekt, sem séð hafa um byggingafram- kvæmdirnar við Sigöldu virkjun, munu nú vera með I undirbún- ingi kröfur á Landsvirkjun að upphæð um eða yfir einn mill- jarð króna. Munu þessar vænt- anlegu kröfur til komnar vegna ýmissa atriða, sem óvænt settu strik í reikninginn við fram- kvæmdirnar. Meðal þeirra atriða, sem ekki hafði verið reiknað með, var töluvert meiri dæiing úr grunni stöðvarhússins.en hann stendur langt undir grunnvatnsborði, þannig að vitað var að mikillar dælingar var þörf. Hefur þessi aukna dæling valdið kostnaðar- auka, sem Júgóslavarnir vilja fá bættan. — Það er rétt, sagði Rögn- valdur Þorláksson, bygginga- stjóri Landsvirkjunar i gær, — að Júgóslavarnir munuvæntan- lega gera háar kröfur vegna bessara atriða, og ein ástæðan er sem sagt sú, að meiri dæling- ar var þörf úr stöðvarhúsinu, heldur en gert var ráð fyrir. Rögnvaldur sagði, að ef ekki næðist samkomulag um þessi atriði færi málið fyrir gerðar dóm, sem skipaður yrði 3 mönn- um, þ.e. einum frá hvorum aðila og oddamanni, sem annað hvort næðist samkomulag um, eða skipaður yrði af Hæstarétti. Að öðru leyti sagði Rögnvald- ur, að stöðvarhúsið væri nú komiðá góðan rekspölog vonazt væri til aðsetjamætti fyrstu vél- ina i gang þann 15. nóvember. Upphaflega var gert ráð fyrir að taka hana i notkun 15. júni, en Rögnvaldur sagði, að þessi töf kæmi ekki svo mjög á óvart og meginatriðið væri það að koma þessu i gang fyrir aðalálagstim- ann i vetur. Nú starfa yfir 700 manns við Sigöldu, þannig að viða er nokk- uð þröngt, þar sem unnið er af mestum krafti. í dag MÓL-Reykjavik. Að mcðaltali höfðu lækn- ar og tannlæknar tæp- ar 3,5 miiljónir króna i árstekjur á sl. ári, en 39 starfandi læknar greiða nú engan tekju- skatt. Laun ólærðra manna, sem starfa við búrekstur, voru á sl. ári að meðaltali þrisv- ar sinnum lægri en laun ólærðra starfs- manna hjá hernum. 0—0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.