Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 17
Föstudagur 3. september 1976 TÍMINN 17 TÍMA- spurningin — Ætlar þú til berja i ár? Gréta óswaldsddttir, húsmóöir: — Nei, ég kemst ekki til berja I ár, annars hef ég yfirleitt alltaf fariö til berja til Vestmannaeyja, en verö aö sleppa þvl núna, þvi ég kemst ekki. Þorbjörg Jakobsdóttir, húsmóöir: — Ef ég kemst, þá fer ég alveg örugglega til berja i ár. En þaö er hins vegar óljóst hvort ég kemst, vegna þess aö mig vantar bil. Sveinsina Agústsdóttir: - Já, já, ég ætla vestur i Bildudal. Ég hef ekki fariö þangaö áöur I berjaleit, en veit hins vegar aö þar er mikiö af berjum núna. Elin Guömundsdóttir, vinnur i banka: — Ég bara veit þaö ekki. Þó býst ég ekki viö þvi aö ég hafi tlma til þess aö fara til berja. Böövar Pétursson verzlunarmaöur:— Ég býst varla viö þvl úr þessu, þvi þaö er oröiö svo áliöiö. Annars heföi ég haft hug á þvi, ef veöriö heföi veriö betra fyrr. Jóhanna Ólafsdóttir: ,,Dreifum Keflavíkursjón- varpinu um allt landið" t Mig langaöi aö koma þeirri ^rirspurná framfæri, af hverju , hermannasjónvarpinu I Kefla- vlk er ekki hleypt út á lands- byggöina. Viö fyrir austan erum oröin langleiö á því aö sjá ekki sjónvarp nema endrum og eins, þannig aö hægt sé aö njóta dag- skrárinnar fyrir truflunum og þvi held ég aö dreifing Keflavík- ursjónvarpsins væri aöeins jafnréttismál. Mér er sagt aö þaö sé of dýrt aö fá sjónvarp hingaö um gervi- hnött, þannig aö við gætum valið um stöövar. Þaö þýöir þá varla aö tala um það, en þvl ekki aö nýta þá möguleika til fjölbreytni i dagskrá sem þegar eru fyrir hendi hér á landi. Dagskrá islenzka sjónvarps- ins er svo fábreytt og út- sendingartimi svo stuttur, aö viöfyrir austan náum þvialdrei að horfa að gagni. Keflavikur- sjónvarpið hefur þó dagskrá fram eftir nóttu. Eitt lítið Ijóð Með efnishyggju og hugarflug hratt nú þjóðin sprangar. í hugsjónanna dóð og dug dauðans fóa langar. Kalli. J © 0 lesendur segja Um Grýlu, Búrfell og Þorlókshöfn... Þorlákshöfn Ritstjóri Timans Austan undir Hamrin- um ofan við Hverageröi er litill goshver sem heitir Grýla, og hefur heitið þvi nafni svo lengi sem vitaö er. Það bar til fyrir allmörgum árum að Ihaldiö breytti nafni hversins i Grýta, og byggöi þaö á prentvillu i Ferðabók Þorvaldar Thorodd- sen. Nafnið varö alveg pólitiskt, svo aö ganga mátti úr skugga um, hvort menn væru Ihalds- menn eða ekki, meö þvi að athuga hvort þeir nefndu hver- í greininni. Það er þó skoðunar- veröurstaður, ekki siöur en þeir sem nefndir eru. Við Árnesingar könnumst ekki við að Búrfell heiti Búr- fellsfjall, Búrfellsháls höfum við vanizt að nefndur væri ran- inn suöur úr Búrfelli að Þjófa- fossi, en Sámsstaðamúli þar sem rafstöðin er. Ekki heldur að Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdal hafi búið á Stóranúpi, enda er Stórinúpur ekki i Þjórsárdal. Vinsam legast 1859-9481 inn Grýlu eða Grýtu. Seinna féll þetta Grýtunafn aö mestu niður, fyrir orðPálma Hannessonar og „Timans”, að sagt var, og heyr- ist nú sjaldan, og prentvilla Ferðabókarinnar var leiðrétt i siðari útgáfu. En nú ber svo við, að „Timinn” nefnir hverinn Grýtu i grein um Árnessýslu 15. ágúst 1976, 16. bls. 18. linu, og er þá kominn hægra megin viö ihald- ið. Það er ekki gott. Svo er annað sem mér likar ekki. Þorlákshöfnhefur gleymzt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.