Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 3. september 1976 Ingi Björn — lék ekki með Valsliðinu í gærkvöldi ★ Asgeir er að nd sér INGI BJÖRN ALBERTSSON og Magnús Bergsson léku ekki meb ValsIiOinu gegn Blikunum I gær- kvöldi i Kópavogi, þar sem þeir eiga viO veikindi aO strlOa. Ingi Björn slæmur af kvefi, og taldi hann ekki ráOlegt aO leika gegn Blikunum, þar sem tveir lands- leikir eru framundan. Asgeir Sigurvinsson, Guðgeir Leifsson og Marteinn Geirsson komu frá Belgíu i gærkvöldi. As- geir er aö verða góður eftir meiðslin, sem hann hlaut á Spáni. Hann tók þátt i æfingaleik meö Standard Liege á miövikudags- kvöldið og fann hann þá ekki til eymsla i bakinu. Matthias Hallgrimsson kemur heim i dag, en Jóhannes Eðvalds- son ekki fyrr en á sunnudaginn. Belgiska landsliðið kemur til landsins i dag. Ormond velur — 18 manna landsliðshóp Willie Ormond, einvaldur skozka landsliOsins, hefur valiO 18 manna landsliOshóp, sem mun mæta Finnum i vináttulandsleik i Glas- gow á miOvikudaginn. Þetta er upphitunarleikur fyrir leik Skota gegn Tékkum i HM-keppninni, sem fer fram i Prag 13. október. Landsliðshópur Ormond er skipaöur þessum leikmönnum: John Blacklay, Hibs Kenny Dalglish, Celtic. Willi Donachie, Man. City Martin Buchan, Man. United. Tommy Forsyth, Rangers Archie Gemmill, Derby Andy Gray, Aston Villa Eddie Gray, Leeds Asa Hartford, Man. City David Harvey, Leeds Stewart Houston, Man. Utd. Sandy Jardine, Rangers Derek Johnstone, Rangers Joe Jordan, Leeds Don Masson, Q.P.R. Danny McGrain, Celtic Bruce Rioch, Derby Allan Rough, P. Thistle Valur og Akranes berjast um bikarinn „Við ætlum okkur bikarinn" — sagði Hermann Gunnarsson, sem skoraði gullfallegt mark, þegar Valsmenn ruddu Blikunum úr vegi í gærkvöldi — 3:0 — NÆST veröa það Skagamenn og síðan tökum við á móti bikarnum, sagði Hermann Gunnarsson, eftir að hann og félagar hans úr Val höfðu lagt Blikana að velli (3:0) í Kópavogi í gærkvöldi. Valsmenn tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitin á Laugardalsvellinum, þar sem þeir mæta Akurnesingum. — Við erum ákveðnir að vinna tvöfalt í ár, og við munum endurtaka leikinn f rá 1974, þegar við unnum sigur (4:1) á Skagamönnum, sagði Hermann, sem var hetja Valsmanna í gærkvöldi. KRISTINN BJÖRNSSON.... lék Blikana oft grátt. Hermann, sem hefur oft skorað falleg o’g þýöingarmikil mörk fyrir Val, færði Valsmönnum fljúgandi start i Kópavogi, með stórglæsilegu marki. Hermann skoraði örugglega, beint úr auka- spyrnu á fyrstu minútu leiksins — þrumuskot hans hafnaði upp undir samskeytum Breiðabliks- marksins, algjörlega óverjandi fyrir Ólaf Hákonarson, markvörð Blikana. Þetta mark Hermanns virkaði eins og vitaminssprauta á Valsmennina, þeir öðluðust sjálfstraust til þess að gera út um leikinn. Leikmenn Valsliðsins tóku leikinn i sinar hendur, og það var aldrei spurning um hver myndi sigra, heldur hvað Vals- menn myndu skora mörg mörk til viðbótar. Ahangendur Valsliösins þurftu að biða lengi eftir næsta marki — það var ekki fyrr en á 70. min- útu, að knötturinn lá aftur I marki Blikana og það var sann- kallaður heppnisstimpill á þvi. Guðmundur Þorbjörnsson komst þá upp að endamörkum, sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Kristinn Björnsson var rétt stað- settur. Kristinn skaut slöku skoti að marki Blikana, og knötturinn hafnaði hjá Ólafi Hákonarsyni, markveröi, sem á ótrúlegan hátt missti hann fram hjá sér og i net- ið. Aðeins minútu siðar bæta Vals- menn við marki, þegar Atli Eð- valdsson gefur góða sendingu fyrir mark Blikana. Kristinn tók á móti knettinum og skaut við- stöðulausu skoti að marki — knötturinn skall i þverslánni og hrökk þaðan til Hermanns, sem tók knöttinn með „hárfinum” snúningi, þannig að hann sigldi fram hjá varnarmönnum Breiða- bliks og f netið — 3:0. Valsmenn voru allan timann betri aðilinn, og keppnisskap þeirra, sem var ekki fyrir hendi i fyrri leik liðanna, var svo sannar- lega fyrir hendi i þessum leik. Valsmenn börðust vel og létu knöttinn ganga manna á milli — og notuðu kantana óspart. Þetta réðu Blikarnir ekki við og áttu þeir ekkert svar viö ákveönum Valsmönnum. Hermann Gunn- arsson og Grimur Sæmundsen voru mjög góðir — og það sama má segja um þá Albert, Kristinn, Guðmund og Dýra Guðmundsson. Blikarnir léku langt frá sinu bezta. Það var aðeins einn maður sem barðist hjá þeim, Þór Hreið- arsson, sem var alltaf á ferðinni með ódrepandi keppnisskap. Annars er höfuðverkurinn hjá Blikunum hvað miðjan er slök hjá þeim, sömuleiðis vörnin, sem er ekki traustvekjandi. HERMANN GUNNARSSON................skoraði gullfallegt mark I byrjun og siðan annað með „hárfinu” skoti. Jóhannes ekki nógu góður? — var settur út hjú Celtic úsamt Kenny Dalglish ★ Hart barizt um stöður í Celtic-liðinu JOHANNES Edvaldsson var ekki látinn leika með Celtic gegn Dundee United í skozku deildarkeppninni. Jock Stein, framkvæmdastjóri Celtic, setti Jóhannes og skozka landsliðsmanninn Kenny Dalglish út úr liðinu fyrir leikinn á Parkhead. Astæðan??? —Stein sagði I við- tölum i skozku blöðunum, sem slógu þessu upp meö striðsletri, að hann væri ekki nógu ánægður með þá Jóhannes og Dalglish sem hafa sýnt mjög slaka leiki að undanförnu. — Ég hef ekkert við leikmenn að gera i liðinu, ef þeir sýna ekki, aö þeir séu þess verð- ugir að leika, sagði Stein, sem á við vandamál að striða, þar sem Celtic-liðið er ekki nógu sterkt um þessar mundir til að vinna til verðlauna. Stein er greinilega að sýna leik- mönnum Celtic fram á, að ef þeir sýna ekki sitt bezta, eru þeir ekki öruggir I lið hans. — Ég hef ekki verið ánægður með leik liðsins aö undanförnu. Ef leikmenn liösins taka ekki á honum stóra sinum, verðum við ekki með i baráttunni um Skotlandsmeistaratitilinn i ár, sagði Stein i viðtali við skozka blaðið „The Scotsman”. Þess má geta, að meöan á móti blæs hjá Celtic, taka erki- fjendurnir i Glasgow, Glasgow Rangers, lifinu með ró, þvi að lið þeirra hefur aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Celtic gerði aðeins jafntefli (1:1) við Dundee United á Park- head, og mátti liðið þakka fyrir jafnteflið. íþróttir Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.