Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Föstudagur 3. september 1976
í spegli tímans
Kennedy-fjöiskyldan
á sumarferðalagi
Margur skyldi ætla, að allt
þaö, sem dunið hefur yfir
Kennedy-fjölskylduna, hafi gert
hana dapra og niðurdregna, en
sú er nú ekki raunin. baö er al-
veg einstæður lifskraftur i
þessari irskættuðu, kaþólsku
fjölskyldu frá Boston i Nýja-
Englandi. — Kennedy er sjaldan
einsamali er eins konar motto
hjá þeim, og i samræmi við það
hafa margir Kennedy-fjöl-
skyldumeðlimir verið á ferða-
lagi i þrem húsvögnum um
Massachusetts-fylki, sem er
kjördæmi Edwards. í ferðinni
er — auk Edwards, kona hans,
Joan, sem virðist siður en svo i
skilnaöarhugleiðingum, systur
hans Eunice Shriver og Jean
Smith og ekki færri en 15 krakk-
ar og annaö skyldulið. 1 haust
keppir Edward aftur um sæti
sitt i öldungadeildinni, og notar
hann þvi sumarleyfiö til að end-
urnæra sig fyrir baráttuna.
Það á vel við Kennedyana að
feröast og tjalda úti undir ber-
um himni. A nætúrna gista þau
ekki á búgörðum eða heimilum
vina sinna, sem eru þó ekki svo
fáir á þessum slóðum, heldur á
almenningstjaldstöðum. Þau
fara á fætur kl. sex á hverjum
morgni, og þá geta aðrir ferða-
langar séð þingmanninn tilreiða
egg og flesk i morgunverð fyrir
fjölskylduna. A kvöldin brasa
þau svo steikina sina yfir opnum
eldi ásamt hinum gestunum og
rabba við þá um daginn og veg-
inn.
Edward Kennedy kallar þessa
ferö auðvitáð ópólitiska, en
þrátt fyrir það verður hann ekk-
ert argur, þó að hópur ljós-
myndara og blaöamanna biði
hans á hverjum tjaldstað. Hann
er fús til að gefa upplýsingar um
hvaö hann hyggst fyrir á stjórn-
málasviðinu, — að hann hafi
ekki áhuga á starfi varaforseta,
og að Jimmy Carter, forsetaefni
demókrata, sé prýðisnáungi, og
hann styðji hann heilshugar.
Eins og aðrar fjölskyldur fara
þau með börnin i skemmtigarð-
ana, sem eru oft við hliðina á
tjaldstöðunum, aka með þeim i
rafmagnsbilunum og róla sér,
og kjósendunum gefa þau eigin-
handaráritanir og upplýsingar
um fjölskylduna.
Það er ef til vill nærvera
barnanna, sem gerir það að
verkum, að þessi ferð likist
fremur f jölskylduferðalagi
heldur en kosningaferð, en án
efa er það lika þvi að þakka, hve
Edward er lagið að umgangast
kjósendur sina á eðlilegan og
óþvingaðan hátt.
Við sjáum hér svo nokkrar
myndir, sem teknar voru af
þeim I ferðinni.
— Aöur en viö byrjum, ungi maður,
ætla ég aö nefna, að ég veiktist löngu
áður en þú fæddist.
Þetta er þó undarlegt frú. Ég
hefði getað svarið fyrir það, að ég
væri með ábyrgöarbréf til yðar.
DENNI
DÆMALAUSI
„Þegar ég var litið barn.... Það er
auðvitað löngu áður en þú varst
stoppaöur upp.”