Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 3. september 1976 TlMINN 9 * Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrlmur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjaldkr. 1000.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Ábót á sjónvarpsþótt Sjónvarpsþátturinn á miðvikudagskvöldið var langur og mannmargur. Ékki mun þó fólk miklu nær en áður um það, hvað að er i skattamálum og hvers má vænta. Engin grein var gerð fyrir þvi, hvað einkum veldur þvi ranglæti i álagningu tekju- skatts, sem alls staðar hrópar til himins, og er þó kjarni málsins, og upptalning fjármálaráðherrans á þvi, hvaða ákvæði skattlaganna væru „til skoð- unar”, eins og að orði er komizt á tizkumálinu i stjórnsýsluheiminum, snerti ekki nema að litlu leyti þennan kjarna. Fjölmenni drap umræðuefnunum á dreif, timinn fór i langar ræður nokkurra manna og spyrjendur gátu ekki fylgt sinu máli eftir, þótt viljað hefðu. Aftur á móti þarf enginn maður aðra vitneskju en þá, sem skattskrárnar opinbera sumar hvert, að viðbættum kunnugleika á lifsafkomu og lifsháttum fólks i kring um sig, til þess að sjá og skilja, að meira en litið fer úrskeiðis. Fæstir þurfa lengi að leita manna, sem búa á hinn rikmannlegasta hátt i glæsilegum húsakynnum, eiga jafnvel tvo bila, fara utan tvisvár eða þrisvar á ári, kannski með alla fjölskylduna, og haga liferni sinu að öðru leyti i samræmi við þetta, en borga þó ekki meiri tekju- skatt en láglaunafólk i verksmiðjum. Allir vita, að þessari niðurstöðu er náð með fimlegri siglingu um sund, sem lög og reglugerðir opna þeim hluta þjóðarinnar, sem ekki þiggur föst laun af öðrum, ef þeir kunna með að fara og haf a geð i sér til að þræða út á yztu þröm vondra laga. Dæmin sanna, að þeir eru margir, sem ekki hika við að gera þetta, þótt svo það kosti þá að vera hengdir upp á löppunum árlega i blöðum landsins til dæmis um þá, sem skjóta sér undan að axla þjóðfélagsbyrðarnar til jafns við aðra. Þetta er gert i skjóli þess, að hér er ekki kannað, hvort lifsvenjur fólks eru i einhverju samræmi við niðurstöður á skattaframtali, og numin hefur verið úr lögum heimild skattayfirvalda til þess að ákvarða mönnum sannsýnilegar tekjur, þegar við blasir, að ekki er allt með felldu. Einkaeyðsla og framtöl geta stangazt á, svo sem mest má verða, án þess að við verði gert, ef með tölur er farið af nægjanlegri iþrótt. Enginn þarf að óttast, að komið sé á heimili slikra manna og svipazt þar um eða farið að glugga i farþegalista flugfélaganna, bækur veiðifélaganna eða uppboðsskrár listmunasalanna, sem aldrei láta þess getið hverjir kaupa dýrustu verkin. Engum blandast heldur hugur um það, að margt, sem i reynd er einkaeyðsla, er iðulega fært fyrir- tækjum til útgjalda og frádráttar — gæti jafnvel verið maturinn á borðið og vinnan við byggingu ibúðarhússins, þar sem svo stendur á, að það er til- tölulega auðveldur leikur. Ósnoturt dæmi um ranglæti, sem er alkunna og engin blæja er breidd yfir, er sú staðreynd, að gift kona, sem vinnur utan heimilis, fær frá dreginn helming tekna sinna, en deyi maður hennar, svo að hún verði ein að sjá sér farborða, kannski með börn, er hver eyrir skattlagður. Hið sama og snýr að ekkjunum er einnig látið gilda um aðrar einstæðar mæður. Þannig er ýmist niðst á fólki eftir stétt og stöðu eða þvi ivilnað með undankomuleiðum. Þetta er kjarni málsins, og þetta er það, sem fast- launafólkið, sem alltaf verður harðast úti, lætur sér ekki lynda. JH Kosningar í Vestu r-Þýzka la ndi Lockheed-hneyksli og sjónvarpsumræður í brennidepli Helmut Schmidt, kanslari: Vill ekki fara I sjónvarpið. ARIÐ 1976 ætlar að veröa hið athyglisverðasta kosningaár. Júni-kosningarnar á ítaliu eru öllum enn i fersku minni vegna framsóknar kommún- ista þar. Kosningarnar i Porhlgal leiddu til fyrstu lýð- ræðislega kosnu rikisstjórnar Portúgals i háa herrans tið. Þingkosningarnar i Sviþjóð, sem fara fram þann 19. sept- embernk.,ætla að verða mjög tvisýnar. Og enginn kemst hjá þvi að heyra og lesa fréttir af forsetakosningabaráttunni i Bandarikjunum, sem er farin að harðna verulega. Eftir nákvæmlega einn mánuð, þ.e. 3. október nk., verða þingkosningar haldnar i Vestur-þýzka Sambandslýð- veldinu. Þar berjast þeir Helmut Schmidt, núverandi kanslari, og nafni hans Kohl, leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar, um atkvæði kjósenda og gengur á ýmsu. Meðal þess, sem almenningurræðir um, er neitunSchmidts að fara i sjón- varpsumræður viö Kohl, svo og þær fréttir, að ráðamenn i landinuhafiá sinum tima þeg- ið peninga af Lockheed-verk- smiðjunum, sem frægar eru orðnar út um allan heim fyrir að múta valdamönnum. HELMUT KOHL, leiðtogi hinna ihaldssömu Kristilegu Demókrata, hefur hvað eftir annað farið fram á kappræður i sjónvarpssal, þar sem hann og Schmidt, kanslari, ættust einir við. Þessum óskum hefur Schmidt jafn oft hafnað. I fyrstu viröist mörgum nokkuð einkennilegt, að jafn frægur ræðumaður og slung- inn sem Schmidt er, skuli ekki taka þessu boði. En á þessu hafa verið gefnar skýringar, bæði opinberlega og manna á meðal. Talsmaður Sósialdemó- krata — flokks Schmidts — gefur upp tvær meginástæður. 1 fýrsta lagi rikir þingræði i Vestur-Þýzkalandi, og þvi eru kjósendur aðvelja milliflokka en ekki einstaklinga. 1 öðru lagi sagði hann, að Kohl væri einfaldlega ekki aðalandstæð- ingur Schmidts, þvi það er Franz Josef Strauss, leiðtogi samtaka Kristilegra Sósíal- ista.sem stjórnar Kohl eins og hann væri 'brúða I brúðuleik- húsi. Þá segja þeir, að enn einn hængur sé á þvi, að slik kapp- ræða geti farið fram. Helmut Kohl er formaður Kristilegra Demókrata, en Helmut Schmidt er hins vegar ekki formaður sins flokks. Það er nefnilega Willy Brandt, sem varð að segja af sér kanslara- embættinu 1974 vegna njósna- málsins fræga. OG stjórnmálafréttaritarar þykjastsjá fleiri ástæður. Þeir segja, að leiðtogi Frjálsra Demókrata, Hans-Dietrich Genscher, hljóti að vera and- vlgur þessum sjónvarpsum- ræðum, þvi þær dragi úr áliti fólks á Frjálsum Demókröt- um. Ef þetta er rétt, þá er Schmidt neyddur til að hlýða, þvi, að Frjálsir Demókrat- ar eru með Sósialdemókrötum i rlkisstjórn og er sá stuðning- ur Sósialdemókrötum nauð- synlegur. Frjálsir Demókrat- ar þurfa 5% atkvæða til að eiga menn á þingi. Þá hafa stjórnmálafrétta- ritarar komið með aðra skýr- ingu og er hún sálfræðilegs eðlis. Schmidt er góður ræðu- maður, en hann kemur fyrir sem harður, kaldur og stund- um stoltur. Kohl hefur hins vegar öllu föðurlegri fram- komu. Hann brosir og er vina- legur. Þvi segja menn, að Schmidt gæti hreinlega ekki komið fram við þennan föður- lega mann með hroka. Og ár- angurinn af þessum ihugun- um: Þjóðverjar fá engar spennandi kappræður I sjón- varpssal milli þessara tveggja stjórnmálamanna. ANNÁÐ mál hefur einnig ver- ið mikið i brennidepli i kosn- ingabaráttunni i V-Þýzkalandi að þessu sinni. Hér er um að ræða ásakanir á hendur Strauss, leiðtoga samtaka Kristilegra Sósialista, að hann hafi þegið mútur af stjórnend- um Lockheed-verksmiðjanna meðan hann var varnarmála- ráðherra á 1. áratugnum. Þetta gæti komið sér illa fyrir Kristilega Demókrata, þvi að flokkur Strauss er i samvinnu við flokk Kohls. Strauss hefur áður verið borinn slikum sökum, en á- vallt neitað þeim algjörlega. Þó getur verið, að eitthvað verði grafið upp um málið fyrir kosningar, þvi að hátt- settur embættismaður i dóms- málaráðuneytinu hefur verið sendur til Baodarikjanna, og á hann að rannsaka þessar á- sakanir. HVORT það kemur þessu mútumáli eitthvað viö,er ekki ljóst, en vitað er, að Kohl hefur i hygg ju að gera Strauss að fjármálaráðherra I stjórn sinni — vinni hægrimenn. Þetta er Strauss alls ekki að skapi, þvi augu hans beinast að utanrikismálaembættinu. En Kohl hefur hugsað sér annan mann sem utanrikis- ráðherra, lagaprófessor að nafni Karl Carsten. Sá nýtur mikillar virðingar i Þýzka- landi og sigri hægrimenn, þá segja sérfræðingar, að nýtt timabil muni renna upp i sögu v-þýzkra utanrikismála — timabil, sem einkennist af auknum áhrifum Þjóðverja út um allan heim. MÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.