Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. september 1976 TÍMINN 3 REYKJAVÍKUR-SKÁKMÓTIÐ MÓL-Reykjavík. 8. umferö Reykjavikurskákmótsins var tefld i gærkveldi. Mikill fjöldi á- horfenda var saman kominn i Hagaskólanum og þá sennilega til að fylgjast með viðureign þeirra Friöriks og Timmans, tveggja stigahæstu manna mótsins. Skák þeirra, sem birtist hér að neðan, var að mestu leyti Iaus við spennu og sömdu kapp- arnir um jafntefli eftir 22 leiki. Staðan var þá i fullkomnu jafn- vægi. Annarri skák lyktaði með jafntefli eftir litla baráttu, en við þvi mátti búast, þar sem i hlut áttu landarnir Tukmakov og Antoshin. í 13 leikjum tókst þeim að skipta uppá drottning- um og tveimur léttum mönnum, en þá var samið um jafntefli. Najdorf og Björn völdu Kató- lónska byrjun og tefldi Björn vel, enda uppskar hann jafntefli i staðinn, þrátt fyrir að hann tapaöi peði i byrjuninni. Vukcevich vann Margeir i nokkuð djarflega tefldri skák af hálfu Bandarik jamannsins. Liklega hefði Margeir getaö farið betur í vörnina. Skák Hauks og Guðmundar var vel tefld af beggja hálfu og jafntefli þvi sanngjörn úrslit. Helgi og Matera skiptu snemma upp á drottningum og virtist Helgi hafa öllu betra tafl. En þegar skákin var sett I biö, þá var hún jafnteflisleg, ef ekki verri fyrir Helga. Skák Inga og Westerinen fór i bið og er Ingi peði undir. Viðureign Gunnars og Keenes var fjörug og lentu kepp- endur i hrikalegu timahraki. Skákin fylgdi lengi vel forskrift Friðriks frá skák hans við Keene i 4. umferð. Þegar skákin var sett i bið, þá var Gunnar með unnið tafl. í gærmorgun voru tefldar bið- skákir, en ekki fengust úrslit nema í tveimur þeirra. Helgi gaf án frekari taflmennsku skák sina við Westerinen og Tukma- kov vann riddaraendataflið gegn Matera. Skákir Margeirs/ Gunnars, Antoshins/ Guðmund- ar og Björns/ Timmans fóru aftur i bið. Ekki vannst timi til aö tefla aðrar biðskákir. Staða efstu manna eftir 8. um- ferð er þá þessi: 1. Timman 2. Friðrik 3. Tukmakov 4. Najdorf 5. Guðmundur 6. Antoshin 7. -8. Ingi 7.-8. Westerinen 6 + bið 6 51/2 5 + biö 4 + bið 31/2+ 2bið 3 1/2 + bið 31/2 + bið í dag eiga skákmennirnir fri, en 9. umferð verður tefld á morgun og hefst taflið kl. tvö i Hagaskólanum. Þá tefla sam- an: Guðmundur — Friðrik Timman — Najdorf Björn — Tukmakov Vukcevich — Haukur Antoshin — Helgi Matera — Gunnar Keene — Ingi Westerinen — Margeir. Hvltt: Friðrik Svart: Timman drottningar-indversk vörn. 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rf3 — b6 4. a3 — c5 5. d5 — Ba6 6. Dc2 — De7 7. dxe6 — Dxe6 8. e3 — g6 9. b3 — Bg7 10. Bb2 — 0-0 fovkiurik /f nrninnnnnnmmwmwjnm JL Helgi ólafsson □ k 'A ‘Jz 0 a ■ ■ ■ ■ ■ ¥ 2 Gunnar Gunnarsson ‘k X O 0 o 1 Ingi R Jóhannsson 'Ix i X O 0 1 i iL Margeir Pétursson 'Á X o - Hi o 0 !& r Milan Vukcevich k 1 1 X 0 h Yx o A. Heikki Westerinen 1 T O O % lL JL Raymond Keen 1 I i 0 t o Vz Ví A. Salvatore Matera X '/2. 1 O !L o c 3L Vladimir Antoshin % X h h V± & 1 /6 Björn Þorsteinsson O % X O o 'A o f/ Jan Timman T 4j 31 % X \ !lú 1 £L Guðmundur Sigurjónsson 3 ‘h Tx !k 1 0 l !A Friðrik ólafsson % % \ l 1 /í 3 'Æ X /y Miguel Najdorf 1 1 Vx ÍL lL JL 'A X /s Vladimir Tukmakov f O 1 I !k 14 fí X tL Haukur Angantýsson 'Á i o m o ± 0. m X 11. Rc3 - 12. Rxd5 13. cxd5 14. Bxg7 15. Dc3+ 16. Hdl - 17. Bxa6 18. Re5 - 19. 0-0 — 20. h3 — 21. Rd3 - 22. Rf4 - - d5 — Rxd5 - Dxd5 - K*g7 - Kg8 - Df5 - Rxa6 - Ha-d8 De6 f6 - Rc7 - Df7 Friðrik ólafsson og Timman að tafli I gær. Timamynd: Gunnar. Vegaframkvæmdum sumarsins að Ijúka á Austurlandi ASK-Reykjavlk — Við erum nú að ljúka framkvæmdum hér, en yfir- leitt hefur þeim ekki verið lokið fyrr en i lok september eða I byrj- un nóvember, sagði Einar Þor- varðarson verkfræðingur Vega- gerðarinnar á Reyðarfirði I sam- tali við Tímann. — Þetta á eink- um við um þjóövegi, en vegna breytinga á lögum um sýsluvegi, þá hefur staða þeirra batnað mik- ið frá þvi sem var. Aðalvandamál okkar felst hins vegar etv. i við- haldi veganna. Vegir sem byggðir voru fyrir tiu, tuttugu árum , þola i dag engan veginn þá umferð sem á þá er lögð. Það þyrfti þvi að taka nýbyggingafé til að styrkja þá. Hvað varðar vegheflun, má geta þess að við sjáum fram á að stöðva þurfi hana innan tiöar vegna skorts á fjármagni. Það er þvi ekki ósennilegt að einhvers staðar heyrist hljóð úr horni, þeg- ar þaö hefur verið gert, en stöðvunin gæti komið til fram- kvæmda í byrjun september. Samkvæmt fjárlögum þá var gert ráð fyrir 124 milljónum I þjóðbrautir og landsbrautir. Austurlandsáætlun gerði ráð fyrir 177 milljónum og fjárveiting til norður- og austurvegar var 20 milljónir. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir neinu fé til hrað- brautaframkvæmda, og sagði Einar að Ibúar kjördæmisins væru fremur óhressir yfir þvi, enda mun Austfjaröakjördæmi vera eina kjördæmið sem varð úÞ undan. Stærsta framkvæmdin I Austurlandskjördæmi er göngin um Oddsskarð. Þar þurfti að sprengja fyrir 160 metra löngum forskála, Norðfjarðarmegin, og er ætlunin I ár, að steypa 95 metra kafla af honum. Þegar hefur ver- ið lokið að steypa um 60 metra. Næsta ár er svo á döfinni að ljúka við skálann og fóöra göngin. 1 fyrra var gerður forskáli Eski- fjaröarmegin og er hann ekki nema 35 metrar aö Iengd. Það er vegna þess hve bergið var lélegt, að lengja þurfti forskálann um sem svarar rúmum eitt hundrað metrum. Ein er sú nýbygging sem æði margir Austfiröingar vonast eftir að verði lokið sem fyrst, en það er vegurinn um Hvalnesskriður. I það verk var veitt 10 milljónum króna, en Einar sagði þurfa gott betur, ef ætti að gera þarna vandaðan veg. Hins vegar skal það tekið fram, að um tilraun er að ræða I ár. Eins og málin standa i dag, þá nær vegurinn að norðan- verðu að Þvottá, en að sunnan að Hvalnesi. Er þvi um 13 kilómetra kafli á milli sem ólokið er, en I ár verður unnið við að ýta upp nokkrum kllómetrum. Hins vegar taldi Einar að það sé um 30 klló- metra kafli sem þyrfti að ýta upp til að koma veginum i sama horf og öðrum þjóðvegum. Með vegi um Hvalnesskriður væri hægt að hætta að miklu leyti akstri um Lónsheiði, sem er einn mesti farartálminn á leiðinni I vega- kerfi Austfiröinga. Einar sagði að oft væri nær ógjörlegt að koma við snjómoksturstækjum á heið- inni vegna bratta, en væri kominn vegur um skriðurnar, þá væru slik tæki óþörf. 1 vegaáætlun 1976 voru þrjár brýr, og sagði Einar tvær þeirra hafa verið I Vopnafirði. Þeim er nú næstum lokið. Til brúar yfir Kolgrlmu var veijt 6 milljónum og hefur verið unnið að vegagerð að brúarstæðinu. 1 haust veröur svo unnið við sprengingar en Ein- ar gerði ráö fyrir að farið yrði I sjálfa brúargerðina næsta sumar. A Breiðamerkursandi hefur verið unnið við að ýta upp vegi fra Vattará að Kvlá, og sagði Einar, að þvl verki væri að ljúka. Þá er kominn upphleyptur vegur yfir sandinn, fyrir utan þess aö eftir er að ýta upp vegi milli Hrútár og Fjallár. 1 það verk veröur senni- lega fariö næsta sumar. Vega- gerðarmenn hafa verið að aka slitlagi frá Fellsá að Jökulsá og komið er jöfnunarlag frá Jökulsá að Fjallsá. — Þetta er geysimikil sam- göngubót, sagði Einar, Breiða- merkursandurinn hefur ætlð ver- ið mjög erfiður, þvl meðan þarna var niðurgrafínn vegúr, var Breiðamerkursandur mikill far- artálmi, þvl það skefur mikið nið- ur af jöklinum. Af öðrum vegaframkvæmdum má nefna að byggður var um 4 km langur vegur hjá Þuriðar- vatni I Vopnafirði og veriö er að ganga frá vegi við Vopnafjarðar- kauptún. Þá var veitt um 6 milljónum til vegagerðar á Sunnudalsvegi. A Jökulsdalsvegi eystri var byggður upp kafli frá Gili innfyrir Sandá. 1 Borgarfjarðarveg var fjárveitingin um 10 milljónir og sagði Einar að tekinn hefði verið fyrir kafli frá Hleinagarði að Bónastöðum. Verkiriu er að ljúka um þessar mundir. Til vegagerð- ar um Fjarðarheiði var veitt 23 milljónum, en Einar sagöi aö bróðurpartur þess fjár hefði fariö I greiöslu á skuld slðan I fyrra, en það sem eftir var, 10 milljónir, fór i að ljúka kafla á eystri hluta heiðarinnar. Til vegageröar á Vestdalseyrarveg var veitt 6 milljónum, en þeim framkvæmd- um var frestað til næsta árs. Á Mjóafjarðarvegi var tengd brú sem byggö var I fyrrahaust og unnið var fyrir 3 milljónir við Hlauphjallalæk á Fagradal. — Fyrir utan þessar fram- kvæmdir sem ég hef nefnt var svo unnið að fjölmörgum öðrum. — En öllum vegaframkvæmdum er sem sagt aö ljúka núna. Við vinn- um a.m.k. mánuð skemur núna en til dæmis 1973 og 1974. Ég myndi ætla, aö þegar sé búið aö vinna um 90% af þeim fram- kvæmdum sem áætlaöar voru I upphafi, sagði Einar Þorvarðar- son, verkfræðingur á Reyðarfiröi að lokum. AAorðið að Miklubraut 26: Engin frímerki voru í umslögunum Gsal-Reykjavik. — Áfram er unnið að rarinsókn á moröinu, sem framið var á Miklubraut 26 á fimmtudag i fyrri viku. Rann- sóknarlögreglan sagði i samtali við Timann I gær að þar værf einkum um að ræða sannprófun á ýmsum atriðum, sem fram hefðu komið I frainburði Ás- geirs Ingólfssonar, en einnig ætti eftir að ræða nánar við ýinsa aöila, sem viðsögu koma i inálinu og fá nánari upplýsingar um einstaka þætti þess. 1 gær kom i ljós, að ,,fri- merkjasafnið”, sem Asgeir tók með sér úr ibúðinni hafði ekki að geyma nein frlmerki, heldur varum aðiæða sellófansumslög með hólfum fyrir frimerki og voru hólfin tóm. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar verður jakki sá sem Ás- geir Ingólfsson var i þegar hann framdi morðið, og fór með I hreinsun sama dag, sendur i rannsókn til Danmerkur. Á jakkanum er blettur, sem ekki hefur farið úr viö hreinsun eöa pressun hjá efnalauginni og er ekki ósennilegt að það sé blóö- blettur. Er ætlunin að fá úr þvi skorið og jafnframt að láta kanna hvort eitthvaö annað i jakkanum gefi vlsbendingu um morðið. Þótt morðiö sé upplýst, er rannsóknarlögreglunni hagur i þvi að vita, hvort föt kunni að geyma einhverjar upplýsingar, sem haldgóðar gætu verið I til- vikum sem þessum. Rannsóknarlögreglan hafði, áður en moröið upplýstist, farið i allar efnalaugar i Reykjavik og beðið starfsfólk þeirra að hafa samband við rannsóknar- lögregluna, ef það teldi, að föt moröingjans kynnu að vera i hreinsun hjá þvi. Ekki varð starfsfólk efnalaugarinnar, sem Asgeir setti jakkann sinn I, vart við neitt athugavert, en það mundi hins vegar eftir þvi i fyrradag, þegar málið hafði verið upplýst, að Asgeir haföi komiö þangaö inn. Það haföi einfaldlega ekki áttaö sig á þvi, að um sama mann væri að ræöa. Númer eru eingöngu notuð i þessari efnalaug, og þvi þurfti Asgeir ekki að gefa upp nafn. 1 gær var haldið áfram aö leita að töskunni sem Asgeir hafði farið meö á sorphauga Reykjavikur eftir morðið, en morðvopnið er m.a. i töskunni, svo og hanzkar, sem Ásgeir hafði á höndum, er hann framdi moröiö. Auk fréttamannsstarfa sinna er Asgeir Ingólfsson kunnur fyrir þýðingar, en hann mun einkum hafa fengizt viö þær að undanförnu. Asgeir játaði glæp sinn á þýzku fyrir Karli Schutz, eins og fram hefur komið i frétt- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.