Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. september 1976 TtMINN, 13 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir i fjörunni” eftir Jón óskar. Höfundur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveitin Philharmonla í Lundúnum leikur hljóm- sveitarsvitu úr „Túskild ingsóperunni” eftir Kurt Weill, Vals eftir Otto Klemperer og valsinn „Vinarblóö” og forleikinn aö „Leöurblökunni” eftir Johann Strauss: Otto Klemperer stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræðing Óskar Ingimarsson les úr bókinni „Um láö og lög” (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson fyltur þáttinn. 19.40 íþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 20.00 Sinfónlskir tónleikar frá svissneska útvarpinu.Dorel Handman og La Suisse Romandehljómsveitin leika Pianókonsert nr. 4 I G-dúr op. 58 eftir Beethoven. Hjómsveitarstjóri: Júri Ahronovitsj. 20.40 Félag bókagerðarmanna og konur i ^þeirra hópi. Þórunn Magnúsdóttir flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Hljómskálatóniist frá útvarpinei I Stuttgart Guö- mundur Gilsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveneu Dagur Þorleifsson les þýðingu sina (3). 22.00 Fréttir. 22.15. Veðurfregnir. Til umræðu: Astand og horfur i i'slenzkum landbúnaöi. Baldur Kristjánsson ræðir við Gunnar Guöbjarlsson, formann Stéttarsambands bænda og Guömund Sigþórsson, deildarstjóra i la nd bú na öa rrá öune yti nu. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 3. september 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Fjailagórillan.Hátt uppi I fjöllum Zaire-rikis I Mið-Afriku er apategund, sem hætt er viö aö deyi bráðlega út af manna völd- um. Einn maöur, Adrien Deschryver, berst þó fyrir þvi, að górillunni veröi sköpuð fullnægjandi lifsskil- yrði. 1 þessari bresku heimildarmynd er lýst lifn- aöarháttum górillunnar og vinsamlegum samskiptum manns og apa. Þýðandi og þulur Björn Baldursson. 21. Siðustu forvöð (Deadline U.S.A.) Bandarisk biómynd frá árinu 1952. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, Kim Hunter, Ethel Barrymore og Ed Begley. Eigendur dagblaös nokkurs selja þaö keppinautum sinum. Rit- stjórinn reynir aö koma i veg fyrir sölu og gefur blað- ið út, meðan máliö fer fyrir rétt. Samtimis þessum erfiöleikum er ritstjórinn aö flettaofan af ferli mafiufor- ingja, sem leikið hefur einn blaðamanninn illa. Þýöandi Jón Skaptason. 22.55 Dagskrárlok. EE" í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 58 hvernig Lars liði og hvort bræður Páls hefðu einnig komiðá markaðinn. Páll sagði, hvað borið hafði til tíð- inda í Marzhlíð — Gréta daín af barnsförum og Jónas horfinn. Það var eins og eitthvað af helkulda öræfanna hefði þrengt sér inn í stofuna. Sýslumaðurinn sat graf- kyrr, sagði ekki eitt orð, en rumdi við og við. Turra varð einnig ónotalega við. Hann tottaði pípu sfna í þungum þönkum. Jónas orðinn úti! Hvað skyldu Vanna og Ellý segja, þegar þær fréttu þetta? Skömmu síðar kvöddu þeir Turri og Páll sýslu- manninn, sem fylgdi þeim til dyra og horfði á eftir þeim, án þess að geta fyllilega gert sér grein fyrir því, hvers vegna hann hafði boðið þeim inn. Ekki var það hann, sem samdi lögin. Það vakti mikla óánægju meðal frumbýlinganna, þeg- ar það vitnaðist, að landshöfðingjans var ekki von. Þeir höfðu fariðerindisleysu um langan veg. Hellgren sefaði þá með því, að landshöfðinginn myndi gera það, sem hann gæti fyrir þá, er hann kæmi til Stokkhólms, og stoðaði ekki annað — ja, þá myndi hann ganga fyrir sjálfan kónginn! Það myndi ekki verða drýgð sú f lónska aðsamþykkja ný lög, þegar þeirra varallsekki þörf. Sei- sei nei, ríkisskjölin voru enn í sínu gildi, og hann vildi sjá framan í þann, sem þyrði að véfengja það. Þeir skyldi bara hugsa um að sá i blettina sína, þegar tími væri kominn til þess — þeir skyldu sá og uppskera eins og venjulega. Ríkið myndi aldrei nfðast á þeim. Frumbýlingarnir létu sér þetta lynda, en þó höfðu sumir orð á því á heimleiðinni, að Lapparnir ættu það skilið, þótt heimturnar hjá þeim yrðu ekki nema í meðal- lagi góðar — þetta hyski, sem var að reyna að leiða ógæfu yf ir frumbýlingana! Um það var ekki skeytt, þótt Lapparnir á Marzfjallinu ættu þar ekki hlut að máli. Allir Lappar voru áreiðaniega með sama markinu brenndir— undirförulir þorparar þótt þeir reyndu stund- um að vera smeðjulegir. Þegar Páll og Sveinn Ólafur komu aftur að Grjótsæ, hittu þeir þar óvænt mág sinn f rá Saxanesi. Hann var að viða aðsér timbri f hús. Þeim Pella og Eiríku var auðvit- að ekki vært lengur á Saxanesi, og nú höfðu þau af ráðið að rækta sér blettog reisa nýbýli við Grjótsæ.. XV. Nokkrar viku liðu, og Hans Pétursson kom ekki heim í Marzhlíð. Páll og Sveinn Ólafur höfðu spurzt fyrir um hann í ferð sinni til Ásahlés, en höfðu enga vitneskju f engið um það, hvað um hann hafði orðið, þegar búið var að jarða konu hans. Lars Pálsson gerði hvort tveggja í senn að óttast það og vona að hann léti aldrei framar sjá sig í Marzhlíð. Honum fannst það óttaleg tilhugs- un, að hinn gamli sambýlismaður hans væri kominn á hrakning eða lægi hjálparvana í einhverju koti. En það hefði ekki verið betra, þótt hann hefði slangrað heim aftur með það eitt í huga að koma f ram hefndum. Lars gerði sér engar vonir um það, að Hans Pétursson myndi ná sér aftur, og hann sá fram á það, að gæta yrði hans dag og nótt ef hann yrði heima í Marzhlíð, þegar Lapp- arnir kæmu í vordögum. Ella myndi hann stelast til f jalls og drýgja þar einhvern hræðilegan glæp. Lars var þó mikill styrkur að því, að Jónas skyldi koma aftur. Hann ætlaði að gerast hjarðmaður með vorinu. og það yrði Löppunum talsverð vörn. Jónas var orðinn albata og gat farið allra sinna ferða. En hann var samt ekki samur og áður. Stundum var hann uppstökkur og þver í lund og setti upp hundshaus, hvað lítið sem út af bar. Þess á milli var hann fálátur og veitti litla athygli því, sem fram fór í kringum hann — starði bara út í buskann, eins og hann sæi eitthvað langt i burtu. Marta var áhyggjufull. Það duldist ekki, að eitt- hvaðdapurlegt hefði hent bróður hennar. En það skoðaði ekki að spyrja hann. Annað hvort svaraði hann alls ekki eða hreytti úr sér ónotum, sem skutu öllum skelk í bringu. Jónas var sannarlega ekki neitt Ijúfmenni i viðmóti eftir dvöl sína í Björk. Það voru f leiri en heimilisfólkið í Marzhlíð, er komust að raun um þetta. Dag einn fór hann að Grjótsæ að hitta Pella og þegar hann hafði lokið erindum sínum við hann, rauk hann yfir að Saxnefi, svo þrútinn af heift, að allir urðu hræddir við hann. Og hann lét sér ekki nægja að ganga um með manndrápssvip. Inni hjá tengdaforeldr- um Eiríku sló hann hnefanum í borðið og hótaði öllu illu, ef haldið yrði uppteknum hætti. Það var gerð tilraun til þess að varpa honum á dyr, en það endaði með því, að einn karlmannanna á Saxanesi handleggsbrotnaði og o o. /Hvað ætlarðu I að verða þegar þú ert orðinn Z' Rikur lögfræðingur Þú? Rikur lög fræðingur? Þú ert Jæja, þá verð \ ég vitlaus, rikur lögfræðingur! A,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.