Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.09.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. september 1976. btgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, sfmar 18300 —'18306. Skrifstofur I AOalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Seiðin okkar í sjónum Sú vitneskja, að klak þorsks og ýsu hafi lánazt vel i ár, er að sjálfsögðu mikil gleðifregn og eins konar fyrirheit um það, að náttúran muni ganga i lið með okkur að bjarga verðmætustu stofnum nytjafiska á íslandsmiðum, ef við vökum yfir þeim og kunnum okkur hóf sjálfir. Fiskifræðingar hafa tekið skýrt fram, að þetta árangursrika klak megi alls ekki túlka á þá lund, að svarta skýrslan hafi verið of svört, þvi að það segi ekkert til um annað en að skil- yrði hafi verið góð i sjónum, þegar hrognin klöktust út. Um klak gilda sömu lögmál og sáningu. Þótt sán- ing hafi heppnazt vel, getur gróðurinn misfarizt, áður en til uppskerunnar kemur, og margt getur lika orðið til þess að höggva mikil skörð i þann stofn seiða, sem nú syndir um i sjónum. Og þó að fram- haldið verði gott eins og byrjunin, eru nokkur ár unz seiðin verða að veiðanlegum fiski og enn lengra þangað til þau verða að fiski, sem æskilegt er, að veiddur sé. Vel heppnað klak i ár getur i engu breytt afstöðu okkar til veiða útlendinga á íslandsmiðum, nema þá komi slik röð svona afbragðsgóðra klakára, að við önnum þvi ekki i fyllingu timans að veiða allan þann fisk, sem veiða má án áhættu, að mörgum ár- um liðnum. En þvi þarf varla að gera skóna. Við eigum stóran fiskiflota og afkastamiklar vinnslu- stöðvar, og fiskstofnarnir eru aðþrengdir. Það verður að vera okkur efst i huga, að vernda, eins og við höfum nokkur tök á, þann ungfisk, sem upp vex af þessum seiðastofni næstu árin, svo að hann beri þann arð og ávöxt, sem efni standa til. Þar eigum við mikið i húfi — veiðivonir okkar á komandi tið og eðlilegt viðhald nytjafiska við land- ið. Hættulegt nógrenni Skipulagning byggðar er nauðsyn, og gamalt handahóf og gömul mistök segja til sin. Þar er mikilvægt að láta sig gruna, hvað framtiðin kann að bera i skauti. Gamalt grunleysi um hætti á ókomn- um tima, birtist til dæmis Reykvikingum daglega, þegar þeir þurfa að komast leiðar sinnar um yfir- fullar götur á annatima. Vankantar i skipulagi geta lika verið af öðru tagi en þvi, að skort hafi framsýni i sambandi við um- ferð. Fyrir fáum dögum brann nótaverkstæði á Akranesi, og þá komst skyndilega á allra varir, að oliugeymar voru þar ekki langt undan. Slikt nábýli er ekki hollt. 1 nótaverkstæði eru að sjálfsögðu mjög eldfim efni, sem loga glatt, ef illa tekst til, og oliu- geymar þó enn geigvænlegri, ef eldur kemst i þá. Sem betur fór gerðist það ekki þarna á Akranesi. Þegar venjulegur húseigandi vill breyta gluggum hjá sér, setja kvisti á ris, lyfta þaki eða koma sér upp bilskúr, kunna byggingayfirvöld að sjá á þvi missmiði. Við þvi er ekkert að segja, ef reglur eru ekki einstrengingslegar um of, þvi að öðrum kosti gæti margt tekið á sig ankannalega mynd. Með brunann á Akranesi i huga virðist það á hinn bóginn brýn slysavörn, að kannað væri, hvar i bæjum og kaupstöðum vinnustöðvar, þar sem hætta er á miklu báli, ef eldur kemur upp, eru i nágrenni við önnur viðsjárverð mannvirki, þar sem jafnvel enn- þá meira eldsneyti er varðveitt. Þar sem slikt ná- grenni er iskyggilegt, þar-að hyggja að breytingum. —JH TÍMÍNN 9 Úr útlendum blöðum: Þurrkarnir og af leiðingar þeirra MEÐAL þeirra landa, sem urðu fyrir skakkaföllum af miklum þurrkum I sumar, var Noregur. Skógar urðu svo skraufþurrir, að til eindæma telst, og viöa i landinu urðu miklir skógarbrunar, svo sem á Austurlandinu, Heiðmörk og Þelamörk. Flöyen ofan við Björgvin, sem margir Islend- ingar kannast vel við, slapp ekki heldur. Sums staðar lögðu skógar- verkamenn niður vinnu sökum þeirrar hættu, sem þeir töldu sér búna, og haröar deilur urðu vegna mistaka, eða meintra mistaka, við slökkvi- starfið. En Norðmenn hafa ekki að- eins oröið fyrir miklu tjóni vegna skógareldanna, heldur hafa þurrkar og hitar einnig bitnað mjög á landbúnaðinum. Liklegt þykir, að sums staðar verði eftirtekjan svo lltil, að tekjuskerðingin nemi jafnvel 60-70%, miðað við meöalár. Af þessum sökum hafa bændasamtökin norsku þegar snúiðsér til landbúnaðarráðu- neytisins i Osló og leitaö hóf- anna um, að þaö gangist fyrir þvi, aðbændur á þurrkasvæð- inu geti frestað afborgunum og vaxtagreiöslum af lánum, sem á þeim hvila, þvi aö ella muni margir þeirra fara á vonarvöl. A Suðurlandinu er þetta þriöja þurrkasumarið I röö og á Austurlandinu annað. Þetta hefur einkum bitnað harkalega á bændum, sem hófu búskap fyrir skömmu, og hafa ekki enn komið undir sig fótunum, en bera I þess stað þunga skuldabagga. Hér er ekki farið fram á bætur vegna þes? tjóns, sem bændur hafa orðið fyrir, heldur létta þeim áföllin, sem sumarveðráttan hefur haft i för með sér, og valda þvl með- al annars, að þeir verða að farga miklu af búpeningi vegna fóðurskorts, sem er ein afleiðing þurrkana. 1 fyrra báru norskir kom- bændur sjálfir 32% af því tapi, sem þeir uröu þá fyrir vegna þurrka, en gripabændur 27%. Akvarðanir norskra stjórn- arvalda um auknar niður- greiðslur á kjöti telja norskir bændur fyrst og fremst neyt- endum til hagsbóta. Stjórnar- völdin hafi engin samráð haft um þær, hvorki við bænda- samtökin norsku né heldur smábændasambandið, og þeim, sem með samningsgerð fara um landbúnaðarmál af hálfu bænda, hafi ekki verið um þessar ákvarðanir kunn- ugt fyrren þeir fréttu um þær I blöðum og öðrum fjölmiðlum. Viröast þeir að sinu leyti ekki telja auknar niðurgreiðslur sér til framdráttar. En það helgast sennilega meðal ann- ars af þvi, að Norðmenn fram- leiða ekki nægjanlegt kjöt til eigin nota, svo að aukinnar hvatar til kjötkaupa er ekki þörf vegna umframbirgða. Aður höfðu norsku bænda- samtökin fariö fram á styrk til flutninga á heyi og hálmi til þurrkasvæöanna og ábyrgð rikisins á rekstrarfé handa þeim bændum, sem aðþrengd- ir væru. Þetta gefur nokkra hug- mynd um, að það eru ekki ó- þurrkar einir, sem valdið geta stóráföllum, heldur engu að síður miklir og langvinnir þurrkar, þótt slikt komi sjaldnast að verulegri sök i okkar landi, nema hvað þeir baga oft sprettu framan af sumri. Erfitt er að gera sér i hugar- lund, hversu mikið tjón Norð- manna af völdum þurrkanna er, en það er glfurlegt, bæði vegna uppskerubrests og eyddra skóga, þar sem eldar hafa komið upp. Samt hafa bændur sunnar i álfunni jafnvel oröið enn harð- ar úti eins og alkunna er af fréttum,og þar bitnaði vatns- skorturinn ekki aðeins á bændum og þeim öðrum, sem jörðina erja, heldur einnig borgarbúum, sem urðu aö spara viðsig vatn eins og frek- ast var kostur, og iðnaöi, sem krefst mikils vatns. 1 Englandi var fólk, sem leyföi sér að vökva garða sina, sums staöar dregið fyrir lög og dóm I sumar og sektað fyrir andþjóðfélagslegar athafnir. I öllum blöðum þar i landi, svo og sjónvarpi og útvarpi, linnti ekki áskorunum og áminning- um til fólks að spara vatn, og lögregluþjónar voru sendir á vettvang um nætur til þess að rannsaka við vasaljós, hvort jarðvegur I görðum væri rak- ur, þvi aö þá þótti einsýnt, að reglurnarhefðu verið brotnar. En hætt var talið við, að þver- brotið fólk gæti gripiö til þess að vökva i skjóli myrkurs. Aö sjálfsögðu var strang- lega bannað aö þvo bfla og önnur ökutæki, þar sem vatns- skorturinn var alvarlegur, og hiðsama gilti um gluggaþvott og annan þvott húsa utan dyra. Viö grófum brotum af þessu tagi lá hvorki meira né minna en fjögur hundruð sterlingspunda sekt. Enginn veit, hvaö átt hefur fyrr en misst hefur. Þannig er það um vatnið. Meðan regnið dynur úr loftinu, finnst að jafnaði fæstum það eftir- sóknarvert. Björgvin I Noregi er til dæmis annálað rign- ingarbæli, en þó er skógurinn ofan viö bæinn orðinn svo þurr, að þar kom upp eldur, og á Bretlandseyjum þykja vot- viðri þrálát. En þegar náttúr- an bregður venju sinni, lætur sólina! sklna yfir lönd af meira örlæti en góðu hófi gegnir, verður regniö óskadraumur- inn. Þess er beöið með eftir- væntingu, og komi það ekki fyrr en seint og um slðir, eins og gerðist á þessu sumri I mörgum löndum, er afleiðing- in ekki aðeins margvisleg og sums staðar sjaldgæf óþæg- indi, heldur stórtjón, svo að heil byggðarlög og heilar stéttir bera ekki sitt barr fyrst á eftir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.