Tíminn - 08.10.1976, Síða 3

Tíminn - 08.10.1976, Síða 3
Föstudagur 8. október 1976 TÍMINN 3 Kæra meðferð á skjólstæðingum sínum í Síðumúla — dómsmálaráðuneytið lætur rannsaka málin Góð sala Hrannar i Eng- landi Gsal-Reykjavik. — Rannsóknin beinist að þvi, samkvæmt ósk ráðuneytisins, hvernig beitingu agavalds hafi verið háttað i þessum tveimur tilvikum, og hvort hún hafi verið i samræmi við eðli brotsins, sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri dóms- málaráðuneytis i samtali við Timann i gær, en ekki alls fyrir löngu barst dómsmálaráðuneyt- inu kvörtun frá réttargæzlu- mönnum tveggja fanga i Siðu- múlafangeisi um harðræði fanga- varða. Þegar þessar kvartanir bárust ráöuneytinu óskaði dómsmála- ráðherra strax eftir þvi aö hafin yrði réttarrannsókn á málinu og var Steingfimur Gautur Kristjánsson héraðsdómari skipaöurumboðsdómarii málinu. Aöeins tveir dagar eru liönir frá þvl þessi rannsókn hófst og þvi er ekki hægt að segja neitt um það hvort fullyröingar fanganna séu á rökum reistar, en fangarnir telja að þeir hafi veriö beittir óþarfa harðræði af fangavöröum, sem settu þá i járn. Annar þessara fanga, sem kærir meöferð á sér i fangelsinu, er pilturinn, sem átti bréfaskipti viö Sævar Ciecielski i sumar. Saltfiskútflutningurinn: gébéRvik —Hrönn frá Reykjavik seldi afla sinn I Grimsby I gær, og var það allmerkileg sala að mörgu leyti. Eins og kunnugt er, féll brezka pundið mjög i gær. Fékkst þvi nokkrum hundruðum þúsunda króna minna fyrir aflann en ef hann hefði verið seldur sólarhring áöur. Meðalverð Hrannar I gær varð kr 137, en hefði oröiö rúmar kr. 170, ef aflinn hefði veriö seldur degi áður. Hrönn seldi tæplega 142 tonn fyrir 63.700 pund eða 19,588 milljónir króna. Brezka pundið var á miðvikudag isl. kr. 313.- en féll niður I kr. 307,50 I gær. Hefði aflinn verið seldur degi fyrr, hefði söluverðiö orðið 19,938 milljónir Isl. króna. Meiri hluti afla Hrannar var góður milliþorskur, en eitthvað var um smærri þorsk og einnig talsvert af ufsa og karfa. — Hrönn frá Reykjavik var eina Islenzka skipið, sem seldi erlendis I gær- dag. Eitt og tvö skip í stöðugum ferðum |fram í febrúarmánuð gébé Rvik — Eins og sagt hefur verið frá I Timanum, eru nýaf- staönir stórir saltfisksamningar við helztu viðskiptalönd tslands á þessu sviði. Ef allir þessir samn- ingar verða fullnýttir, er hér um að ræða allt að 13.300 tonnum, að verðmæti um þrir milljarðar Isl. króna. Endanlegir samningar hafa ekki verið gerðir við Spán- verja, en ólafi Jóhannessyni viö- skiptaráðherra tókst aö fá starfs- bróður sinn á Spáni til að aflétta innflutningsbanni þvi, sem veriö hefur I gildi á Islenzkum saltfiski slðan s.l. vetur. Afskipanir á um- sömdu saltfiskmagni hafa þegar hafizt og er Eldvlkin nú að lesta saltfisk úti á landi, sem flytja á til Grikklands, ttallu og Portúgal. tveim innkaupasam böndum. Samið var um sölu á 2300 tonnum af saltfiski, og var meirihlutinn smáþorskur, en einhver hluti smálanga. Verðið var aðeins hærra en það, sem fékkst I fyrra, en var I höfuðatriöum það sama. Framhald á bls. 19. Friörik Pálsson, Tómas Þor- valdsson og Þorsteinn Jóhannes- son hjá Sölusambandi Isl. fisk- framieiðenda ferðuöust til við- skiptalandanna og sömdu við kaupendur um slatfiskverð og magn. Tlmamynd: Róbert Mun saltfiskmagnið allt verða flutt til viðskiptalandanna, 1-2 skip á mánuði, allt fram I jan.-febr. á næsta ári. Tómas Þorvaldsson, stjórnarformaður, Friðrik Pálsson skrifstofustjóri og Þorsteinn Jóhannesson I stjórn Sölusambands Islenzkra fisk- framleiðenda, skýrðu blaöa- mönnum frá samningaviðræöun- um I siðasta mánuði. Þýzkaland Tómas Þorvaldsson, Friðrik Pálsson og Þorsteinn Jóhannes- son ræddu við kaupendur I Þýzka- landi og urðu niðurstöður þær, að stærsti samningur til þessa var geröurviðÞjóöverja.eða um 1300 tonn. — Verðið var svo til það sama og á s.l. ári, en þó heldur hærra eða nálægt 2% hærra, sagöi Tómas Þorvaldsson. Grikkland Helgi Þórarinsson og Tómas Þorvaldsson ræddu við gríska kaupendur í Pireus og Padras, en prfoHr JfO' ■ ~->Hiir »r" aballega I Lífið er salt- fiskur 20% af heildar- útflutningi saltfiskur gébé- Rvik — „Lifið er salt- fiskur” sagði Tómas Þor- valdsson, stjórnarformaður Sölusambands Isl. fiskfram- leiðenda á blaðamannafundi I gær, og svo sannarlega með réttu. Hlutur saltfisks i heildarútflutningi, ekki að- eins sjávarafurða, heldur öllum útflutningi tslendinga á s.l. ári var yfir 20%. Arið á undan var hlutfallið um 19%. En það er af sem áður var, þvi á árunum 1921 til 1930 var hlutfallið enn hærra. Þá var saltfiskur 61% af öllum útflutningi landsmanna og árið 1935 var hann 52%. Pró- sentutalan datt svo alveg niöur á striðsárunum, en virðist nú aftur vera á upp- leið. Vafasamt er þó hvort sama tala náist aftur og þeg- ar hæst var, enda útflutning- ur landsmanna nú meiri og á fleiri sviðum en þá var. ávíðavangi Barnaleg viðbrögð Viöbrögö Alþýðublaðsins vegna frásagnar Tlmans um skattamái Alþýðuflokksleið- toganna eru ákaflcga barna- leg. í stað þess aö viöurkenna, að þarna hafi allir helztu leið- togar Alþýðuflokksins reynt að nýta undanþáguákvæði I skattalögunum til að koma tapi Alþýöublaðsins yfir á rlk- iö, m.ö.o. almenning, með þvl aö stofna gervifélag I þessum eina tilgangi, þá talar blaðiö um, að með þessari uppljóstr- an sé Timinn að hefna fyrir skrif einstakra leigupenna Al- þýöuflokksins og Alþýöubiaös- ins undanfarna mánuði. Hér er um mikinn misskiln- ing að ræða. Þetta skattamál leiðtoga Alþýöuflokksins er einfaldlega mjög fréttnæmt. Það lýsir ákveðnu hugarfari, ekki aöeins einstakra forystu- manna Alþýðuflokksins, held- ur alls helzta forystuliðs flokksins. Tii að mynda eru allir þingmenn flokksins I þessu gervifélagi. Af þekktum forystumönnum flokksins er þaö aðeins Björgvin Guð- mundsson, borgarfulltrúi AI- þýðuflokksins, sem hefur neit- aöaðtaka þátt I þessu gervifé- lagi. Alþýöublaöið hefur að undanförnu gert mjög strang- ar siðferðiskröfur til opin- berra embættismanna og stjórnmálamanna. Enginn skildi Alþýðublaðið svo, að Al- þýðuflokksmenn væru sér- staklega undanskíldir þeim siöferöiskröfum, sem blaðið hefur gert. Þess vegna er barnalegt af Alþýöublaðinu að bregðast svona viö þeirri gagnrýni, sem ieiðtogar Al- þýöuflokksins hafa sætt. Miklu fremur ættu btaöamenn Al- þýðublaðsins að taka rögg á sig og upplýsa þetta leiðinda - mál flokksins til fulls. Þögn Dagblaðsins Þaö er að koma betur og betur í ljós, að Dagblaðið, undir stjórn Jónasar Kristjánsson- ar, er fyrst og fremst mál- gagn stjórnarandstööuflokkanna. Þannig keppist blaðið viö að fá kunna kommúnista og krata til að skrifa greinar i blaðiö. Stöðugum árásum er haldiö uppiá rlkisstjórnina, og blaðið foröast eins og heitan eldinn að minnast á viðkvæm mál, sem snerta Alþýðubandalagið og Alþýöuflokklnn. Þannig eru skattamál Lúðvlks og lánamál Gylfa afgreidd með einni setn- ingu. Og Dagblaðinu þykir ekki fréttnæmt, að allir helztu forystumcnn Alþýðuflokksins skuli vera viðriönir vafasamt skattamál. Ýmsir áhrifamenn I Sjálf- stæðisflokknum, sem styrkja útgáfu Dagblaösins, munu vera búnir að fá nóg af konnnadekri Jónasar, og get- ur fljótlega dregiö til tiðinda á ritstjórn Dagblaðsins vegna þess. Þegar Jónas Kristjáns- son starfaði sem blaöamaöur á Tlmanum, fór þaö ekki framhjá neinum, aö hann var hrifinn af ýmsu austan járn- tjalds. Þaö virðist ekkert hafa breytzt siöan. — a.þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.