Tíminn - 08.10.1976, Side 6

Tíminn - 08.10.1976, Side 6
6 TÍMINN Föstudagur 8. október 1976 Umsjónarmenn:Pétur Einarsson r Omar Kristjónsson Hermann Sveinbjörnsson Stefna SUF í skattamálum Árlega verða miklar umræður um ranglæti i skattaálagningu. Þær umræður hefjast við út- komu skattskrár. Margir þykjast þar sjá ná- granna sinn með mjög lága skatta og útsvar, en hins vegar berist nágranninn svo mikið á, að i engu samræmi er við opinberu gjöldin. Svo rammt kveður að þessu, að sterkrikir menn eru nánast skattleysingjar, en aðrir, sem vinna lang- an vinnudag og nánast lepja dauðann úr skel, bera tvöfaldar eða meir, álögur hins, sem vel- stæður er. Allir sjá, að þetta fær.ekki staðizt. Það þarf miklar tekjur til þess að viðhalda stórum eignum, lifa kostnaðarsömu lifi og hafa mikil umsvif. Aldrei hefur sú spurning heyrzt hvað valdi þvi, að menn draga undan skatti. Ef menn ætla að komast fyrir vandann, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þvi, hvar skattsvikin við- gangast og af hverju. í löngum og leiðinlegum sjónvarpsþætti ekki alls fyrir löngu, þar sem saman voru komnir allir helztu vitringar þjóðar- innar i skattamálum, hefði mátt búast við, að þessum spurningum yrði svarað. Það var öðru nær, enginn þátttakenda virtist hafa sett sig það ýtarlega inn i málið að hann hefði myndað sér skoðun á þessu, Fólk, sem heima sat og fylgd- ist með, gat ekki betur séð en allt væri i lagi i þessum málum, annað væri mesti misskilningur. Fjármálaráðherra átti þó metið i þessum þætti og talaði um flest annað en skattamál. Hann lýsti þvi þó yfir, að unnið hefði verið stöðugt að gerð nýrra skattalaga, og yrði frumvarp lagt fram nú i haust. Ekkert hefur enn frétzt af þessari griðar- legu vinnu, en þær sögur ganga, að ekkert hafi verið unnið að þessum málum af hálfu fjármála- ráðherra siðastliðið haust. Mjög athyglis vert verður að staðreyna sannleiksgildi orðróms- ins. Samband ungra Framsóknarmanna ályktaði á þingi sinu á Laugarvatni i september sl. eftirfar- andi um skattamál: Skipulag og framkvæmd skattamála er aug- ljóslega fyrir neðan allar hellur hér á landi. Um- bætur þola ekki lengri bið. Framsóknarflokkur- .. ... Beizkur kaleikur? Nokkur orð um skattamál UM skattamálin hefur mikiö verið rætt og ritað að undan- förnu, eins og vant er fyrst eftir að skattskrár hafa komið út. Þó hefur meira verið rætt um það nú en oft áður, hve skattheimta rikisins komi ójafnt niður á þegnunum. Nú nýverið birtist 1 dagblöðunum, heldur óvægin á- sökun á hendur Skattstofunni i Vestfjarðaumdæmi, um að þau vinnubrögð, sem hún viðhefði, þekktust ekki annars staðar. Þessar ásakanir hafa oft heyrzt áður manna i milli nokkur und- anfarin ár, en ekki veit ég til, að eins fast hafi verið kveðið að i fjölmiðlum áður, og i þeirri á- lyktun, sem Búnaðarsamband Strandamanna sendi frá sér á dögunum. Ekki treysti ég mér til að dæma um það, hvort þær á- sakanir, sem á Skattstofuna i Vestfjarðaumdæmi eru bornár, eru réttmætar eða ekki, en hitt má öllum ljóst vera, að úr þvi verður að fást skorið sem fyrst. Það er hvorki hægt fyrir skatt- stjóra og hans starfsfólk að liggja undir þvi að vera beizkur L— kaleikur allra Vestfirðinga að ó- sekju, né geta Vestfirðingar un- að þvit að þola harðari skatt- heimtu en aðrir þegnar þessa lands, ef ásakanirnar reynast sannar. Bágt á ég með að trúa þvi, að starfsfólk Skattstofunn- ar i Vestfjarðaumdæmi fari ekki að lögum, en hitt er svo annað mál, að vandsett eru þau lög, sem engrar túlkunar þurfa við. Þess vegna er ekki ósenni- legt, að skattalögin séu ekki túlkuð á sama hátt i öllum skattumdæmum. Ég tel þvi nauðsyn bera til, að könnun fari fram á þvi, hvernig framkvæmd laganna er i hverju umdæmi og samræming eigi sér stað. Ég hef hlerað, að þingmenn Framsóknarflokksins i Vest- fjarðakjördæmi ætli að vinna að þvi, að sllk könnun fari fram i öllum skattumdæmum landsins með samræmingu i huga, og fagna ég þvi. Það hefur verið haft á orði undanfarin ár, að tekjuskattur sé i raun aðeins orðinn laun- þegaskattur, en þeir, sem stundi atvinnurekstur, eða einhver umsvif, sleppi að mestu viö að greiða hann. Margt fleira hefur verið raétt og ritað um skatta- málin og hefur sitt sýnzt hverj- um. Þaðer þó ljóst, að almennr- ar óánægju gætir með ýmis á- kvæði skattalaganna, m.a. fyrn- ingarregglurnar, svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur Framsóknarflokk- urinn ákveðið að láta fara fram endurskoðun á skattalögunum og skipað sérstaka nefnd til að vinna það verk. Ennfremur er I undirbúningi, að vinnuhópar viðs vegar um land vinni að endurskoðun laganna og skili á- liti til þeirrar nefndar, sem skipuð hefur verið. Full ástæða er til að ætla, að nú þegar Framsóknarflokkur- inn er I rikisstjórn, komi hann fram þeim breytingum, sem út úr þessari endurskoðun munu koma. Ég tel þvi ekki ástæðu til ann- ars en að vera bjartsýnn á, að innan tiðar, að lokinni endur- skoðun skattalaganna og sam- ræmingu i framkvæmd, muni hinn almenni skattgreiðandi geta búið við það hlutskipti, sem hann sættir sig nokkurn veginn við. Isafirði 26. sept. ’76 Eirikur Sigurðsson. inn verður að taka frumkvæðið. 16. þing SUF leggur þvi áherzlu á þessi atriði: 1. Skattkerfið verði einfalt og skiljanlegt skatt- greiðendum. 2. Söluhagnaður verði skattskyldur. 3. Ekki verði ýtt undir óhóflega skuldasöfnun með takmarkalitlum frádráttarákvæðum. 4. Skattar miðist við neyzlu og eyðslu frekar en nú er, en skattbyrðinni ekki allri velt yfir á lág- tekjufólk. 5. Menn komist ekki lengur upp með að telja fram hungurlaun, þegar lifnaðarhættir og neyzla sanna annað. 6. Upp verði tekin sérsköttun hjóna. 7. Stefnt verði að staðgreiðslukerfi. Áherzlu ber að leggja á, að unnið verði ýtarlega og ákveðið að nýjum skattalögum. Flestar breyt- ingar, sem gerðar hafa verið hingað til á skatta- lögum, hafa verið gerðar i miklu hasti og hafa oft gert meira ógagn en gagn. Fáir lagabálkar eru eins ruglingslegir og skattalögin, vegna sifelldra og ósamstæðra breytinga. Þótt mjög sé nauðsynlegt að breyta skattalög- unum, má það alls ekki gerast þannig, að breyt- ingum sé þröngvað með flýti gegnum alþingi rétt fyrir útkomu skattskrár og með afturvirk áhrif. Með þannig vinnubrögðum læðist að manni sá grunur, að stjórnvöld séu að gera breytingar breytinganna vegna, og til þess að kaupa sér frið um stundarsakir. PE. Lagabreyt- ingar og nýbreytni A SÍÐASTA SUF þingi voru gerð- ar lagabreytingar, þannig að nú eiga framkvæmdastjórnarmenn Framsóknarflokksins og þing- menn, sem eru á SUF-aldri, sjálf- krafa seturétt I SUF stjórninni. Þau, sem þannig hljóta sjálfkrafa setu, eru Gerður Steinþórsdóttir, sem framkvæmdaátjórnarmað- ur, og Halldór Ásgrimsson þing- maður Austurlands. Sú nýbreytni var gerð fyrir tveim árum, að ritari Framsókn- arflokksins á einnig seturétt á fundum SUF. Formaður SUF hefur seturétt á fundum þing- flokks Framsóknarflokksins. Þessi nýlunda hefur gefizt vel og gert það að verkum, að ungir Framsóknarmenn geta nú fylgzt betur með störfum alþingis og betra samband er milli yngri og eldri flokksmanna. Framkvæmdastjórn ungra Framsóknarmanna er nú valin vfðsvegar að af landinu og er I raun kosið i hana eftir búsetu i kjördæmum. Stjórnarfundum hefur óhjá- kvæmilega fækkað af þessum sökum, en hins vegar hafa tengslin við unga Framsóknar- menn um allt land eflzt að mun, og reynslan af þessu fyrirkomu- lagi er mjög mjög góð, það sem af er. OPNUN Nýr og betri veitingastaður GÖMLU OG NÝJU DANSARNIR á tveimur hæðum — Opið kl. 19-01 ALDURSTAKMARK 20 ÁR - SPARIKLÆÐNAÐUR Fjölbreyttur matseðill Borðpantanir hjá yfirþjóni í símum 2-33-33 og 2-33-35 30 NÁMSKEIÐ Á VEGUM STJÓRN- UNARFÉLAGSINS Stjórnunarfélagið mun gangast fyrir 30 námskeiðum i vetur um 27 mismunandi efni á sviði stjórnunar og reksturs. Af nýjum námskeiðum má nefna: Skjala- vistun.sem Þorsteinn Magnússon viðskiptafræðingur kennir, Skatt- skil einstaklinga með atvinnu- rekstur, sem Atli Hauksson lög- giltur endurskoðandi kennir, námskeið i stjórnun og markaðs- sókn fyrirtækja, þar sem leið- beinandi er John Winkler, en hann hefur skrifað bókina „Company Survial during In- flation”, sem er talin með al merkustu stjórnunarbóka i Evrópu i dag, segir i frétt frá fé- laginu. Þá stendur Stjórnunar- félagið fyrir tveimur námskeiðum ásamt Félagi is- lenzkra iðnekenda um arðsemis- áætlanir og arðsemisstjórnun markaðsmála en leiðbeinendur á þeim námskeiðum eru René Mortensen og Vagn Thorsgaard Jacobsen. Fræðslustjóri Stjórnunar- félagsins er Asmundur Stefáns- son hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri er Friðrik Sophus- son lögfræðingur en formaður þess er Ragnar S. Halldórsson forstjóri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.