Tíminn - 08.10.1976, Qupperneq 13
Föstudagur 8. október 1976
TtMINN
13
Llewellyn Ólafur Jóh.
Sigurösson islenzkaði
Óskar Halldórsson les (22).
15.00 Miðdegistónleikar
Útvarpskórinn i Leipzig og
F ilharmonlusveitin i
Dresden flytja dansa frá
Polovetsiu úr óperunni
„Igor fursta” eftir Borodin,
Herbert Kegel stjórnar.
Fernando Corena syngur
. „Hljómsveitarstjórann á
æfingu”, gamanþátt eftir
Cimarosa. Sinfóniu-
hljómsveit Lunduna leikur
„Moldá”, .þátt úr tóna-
ljdðinu „Föðurlandi minu”
eftir Smetana, Antal Dorati
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir . Tilkynningar .
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 A slóðum Ingólfs
Arnarsonar i Noregi Hall-
grimur Jónasson rit-
höfundur flytur fyrsta ferða-
þátt sinn.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttír. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinni.
19.40 tþróttir Umsjón: Jón
Asgeirsson.
20.00 Frá fyrstu
tónieikum Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands 'á nýju
starfsári, höldnum i
Háskólabióikvöldið áður, —
fyrri hluti. Hljómsveitar-
stjóri: Karsten Andersen
frá NoregiSinfónia nr. 3 i F-
dilr op. 90 eftir Johannes
Brahms.
20.45 „Sjö dauðasyndir smá-
borgaranna”, ballet í ljóð-
um eftir Bertolt Brecht
Þýðandinn, Erlingur E.
Halldórsson, les.
21.15 Sönglög eftir Gustav
Mahler Jessye Norman
syngur þrjú lög úr „Des
Knaben Wunderhorn”. Ir-
win Gage leikur á pianó.
21.30 útvarpssagan:
„Breyskar ástir” eftir Ósk-
ar AðalsteinErlingur Gisla-
son leikari les (4)
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. t deiglunni
Baldur Guölaugsson sér um
umræðuþátt.
22.55 Afangar Tónlistarþáttur
i umsjá Ásmundar Jóns-
sonar og Guöna Rúnars
Agnarssonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
8. október
20.00 Fréttir og veður.
20.30Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maður Eiður Guðnason.
21.40 Votlendi. Norsk fræðslu-
mynd, sem gerð var i tilefni
votlendisársins, sem nú
stendur yfir. Hún fjallar um
votlendi og fuglalif og þá
hættu, sem þvi er búin
vegna ýmissar röskunar af
manna völdum i náttúrunni.
Myndin er sýnd að tilhlutan
Náttúruverndarráðs.
22.05 t greipum óttans. (Panic
in the Streets). Bandarisk
biómynd frá árinu 1950.
Leikstjóri Elia Kazan. Aðal-
hlutverk Richard Widmark
og Paul Douglas. Myndin
gerist i New Orleans. Maöur
nokkur er skotinn til bana af
spilafélaga sínum, sem
hafði tapað miklu fé i póker.
Við krufningu kemur i ljós,
að hinn myrti hafði verið
þungt haldinn af bráösmit-
andi sjúkdómi, og þvi er
talin hætta á, að farsótt
breiðist út. Þýöandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
23.35 Dagskrárlok.
Sir Arthur Conan Doyie:
í ' s ' * - ' ;
Konungsgersemi °
Watson beið við, unz dyrnar lokuðust á eftir drengn-
um.
— Sjáðu nú tii; Holmes, þetta er blátt áfram ómögu-
legt. Þetta er hrottamenni, er einskis svífst. Hann gæti
hafa komið aðeins til að myrða þig.
— Mig skyldi ekki furða neitt á því.
— Ég krefst þess að vera viðstaddur.
— Þú mundir vera hræðilega í vegi.
— Fyrir honum, eða hvað?
— Nei, fyrir mér, góði vinur, þú myndir standa í vegi
fyrir mér sjálfum.
— Nú, en ég get alls ekki skilið við þig eins og nú er
ástatt.
— Jú, þú getur það, Watson, og þú munt gera það, því
að þú hefur aldrei brugðizt mér. Ég er viss um að þú
hjálpar mér enn. Þessi maður kemur sjálfs sín vegna, en
mín vegna mun hann dveljast hér um stund.
Holmes tók f ram vasabók sína og skrif aði nokkrar lín-
ur.
— Náðu í vagn, farðutil Scotland Yard og fáðu Youg-
hal lögregluforingja blaðið. Þá verður pilturinn tekinn.
— Þetta skal ég annast með ánægju.
— Áður en þið komið mun ég hafa unnið tíma til að
uppgötva, hvar gimsteinninn er niðurkominn.
Hann snart bjölluna.
— Við skulum fara út í gegnum svefnherbergið. Þess-
ar aðrar útgangsdyr eru mjög gagnlegar. Mig langar til
að sjá „hákarlinn" án þess að hann sjái mig, og til þess
hef ég sérstök réð.
Það var því mannlaus stofa, sem Sylvius greifi kom
inn í, einni mínútu síðar. Þessi nafnkunni íþróttamaður
og heimsmaður var stór vexti, hörundsdökkur og með
mikiðsvartyfirskegg, er skýldi þunnum, harðneskjuleg-
um vörum, Nefið var langt og íbjúgt. Hann var vel
klæddur, hálsbindið fallegt með skínandi prjóni í og
marga hringa á fingrum. Allur minnti búnaður manns-
ins á glys og skrautgirni. Hann litaðist um með hvössum
augum, eins og að hann byggist við einhverri gildru.
Næst hrökk hann saman, er hann sá mannshöfuðið og
setkápuna í bríkarstól úti við gluggann. Hann var í f yrstu
undrandi á svip, en samfara undruninni færðist illúðleg-
ur grimmdarsvipur á andlit hans. Hann litaðist um enn
einu sinni, til þess að ganga úr skugga um að engin vitni
væru til staðar, því næst færði hann sig nær mann-
gervinu með hægum skrefum og staf sinn á lofti. Hann
var í þann veginn að hef ja árás, þegar rólög, köld rödd
heyrðist úr opnum dyrum svefnherbergisins beint á
móti:
— Brjótið það ekki, greifi, fyrir alla muni.
Glæpamaðurinn hrökk saman lostinn nýrri undrun.
Andartak hélt hann staf sínum að hálfu reiddum til
höggs, en virtist vera í vafa um hvort högginu skyldi
beint gegn gervimanninum eða frummyndinni. En eitt-
hvað var það er hann sá i háðsbrosi Holmes sem olli því,
að hann lét höndina síga niður með hliðinni.
— Snotur hlutur þetta, sagði Holmes, um leið og hann
gekk til gervimannsins. Tavernier, franski listamaður-
inn, bjó þetta til. Hann er að sínu leyti jaf nhagur á vax-
myndagerð eins og Straubenzee, vinur yðar kann vel að
smiða loftbyssur.
— Loftbyssur? Við hvað eigið þér?
— Leggið hattinn yðar og staf inn þarna á hliðarborðið.
Svona, þakka yður fyrir. Gerið svo vel að fá yður sæti.
Er yður sama þó að þér látið skammbyssuna þar líka?
Nú, jæja, ef þér viljið fremur sitja á henni, þá það. Þér,
komuó annars á mjög heppilegum tíma, því að ég þurfti
nauðsynlega að tala við yður.
Það rumdi eitthvað í greifanum, augnaráð hans var
hvasst og ógnandi.
— Ég óskaði líka að segja. nokkur orð við yður,
Holmes, og því er ég hér kominn. Ég neita því ekki, að
mér f laug i hug að ráðast á yður áðan.
Holmes lagði fæturnar upp á borðbrúnina.
— Já, mér virtist að yður kæmi eitthvað þvílíkt í hug.
En hverju á ég að þakka þessa persónulegu eftirtekt
yðar á mér?
— Þér hafið gert yður far um að vera í vegi mínum
mér til ills, og þér haf ið sett sporhunda yðar til þess að
rekja slóð mina.
— Sporhunda? Nei, þar skjátlast yður.
— Engan þvætting. Menn hafa veitt þeim eftirtekt.
Fleiri en þér geta leikið þann leik, Holmes.
— Eitt smáatriði, Sylvius greifi. Við erum ekki svo
nánir vinir, að við getum sleppt sjálfsögðum kurteisis-
ávörpum. Annars mundi allur þorparalýður telja sér það
sama heimilt.
Skodsborgarstóllinn
Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og
íhvolft bak fyrir góða hvíld.
Ný stóitegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að risa upp ur
djúpu sæti, þurfa góðan stuöning og þægilega hvndarstellingu.
Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elh- og
endurhæfingarstofnana hér á landi.
Nafniö gáfum viö honum án nokkurrar hugmyndar um hvort svo
góður stóll sé til á þvi fræga hvndarsetri.
Opið til kl. 7 föstudaga
og hádegis á
laugardögum
SMIDJUVEGI6 SIMI44544
„Ef við eigum að éta það sem ég
held að þau ætli að hafa i mat-
inn...förum heldur og
boröum I veitingahúsi.”
DENNI
DÆMALAUSI