Tíminn - 08.10.1976, Side 14
14
TÍMINN
Föstudagur 8. október 1976
ÓLAFUR H. JÓNSSON ... einn
allra bezti leikmaður Dankersen,
kann vel að meta frábærar llnu-
sendingar Axels. Þeir verða i
sviðsljósinu i Laugardalshöllinni.
Ólafur og
Axel leika
gegn sínum
gömlu félögum
Birgir Björns og
félagar velja:
Óbreytt landslið
gegn Dankersen
VIÐAR — fyririiði landsliðsins.
Birgir Björnsson og félag-
ar hans — Gunnlaugur
Hjálmarsson og Karl
Benediktsson, í landsliös-
nefndinni í handknattleik,
hafa valið óbreytt landslið
frá landsleiknum gegn
Luxemborgarmönnum í
Laugardalshöllinni, til að
mæta Dankersen. Aðeins
Ágúst Svavarsson —
meiddur, er ekki i lands-
liðinu.
Nokkrir af okkar beztu hand-
knattleiksmönnum eru þvi enn úti
i kuldanum. Þaö er greinilegt að
Birgir og félagar vilja ekki gera
miklar breytingar á landsliöinu,
fyrir komu Pólverjans Janus Cer-
winski, til landsins, en hann er
væntanlegur til Reykjavikur 15.
október, eða daginn áður en
landsliðiö leikur gegn Dankersen.
Landsliðið verður skipað
þessum leikmönnum:
Markverðir:
Birgir Finnbogason, FH
Guðjón Erlendsson, Fram
Aðrir leikmenn:
Viðar Simonarson, FH
Geir Hallsteinsson, FH
Þórarinn Ragnarsson, FH
Ólafur Einarsson, Vikingi
Björgvin Björgvinsson, Vikingi
Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi
Viggó Sigurðsson, Vikingi
Þorbjörn Guðmundsson, Val
Bjarni Gunnarsson, Val
Arni Indriðason, Gróttu
Viðar Simonarson er fyrirliði
landsliðsins.
Revie
frestar
— að tilkynna
enska landsliðið
Don Revie, einvaldur enska
landsliðsins 1 knattspyrnu, ákvað
i gær að fresta þvi að tilkynna
enska landsliðið, sem mætir
Finnum á Wembley á miðviku-
daginn i HM-keppninni vegna
meiðsla nokkurra af lykil-
mönnum enska liðsins. Það er út-
séð um, að Stuart Pearson
(Man.Utd.) og Ray McFarland
(Berley) getileikið og þá er óvist
hvort þeir Joe Royle (Man. City),
Charlie George (Derby) og Cilin
Todd (Derby) geti leikið.
Dankersen úr leik í
„Bundesligunni"?
liðið hefur tapað tveimur leikjum f röð
DANKERSEN-liðið hefur
mátt þola tvö töp i röð í v-
þýzku „Bundesligunni" —
gegn Rheinhausen sl. laug-
ardag og siðan gegn Well-
inghofen á miðvikudags-
kvöldið. Þessi tvö töp
minnka möguleika
Dankersen-liðsins að vera
með í baráttunni um V-
Þýzka landsmeista rat iti I-
inn.
Dankersen átti aldrei mögu-
leika gegn Rheinhausen og tapaði
— 18:20. Rheinhausen-liðið náði
strax góðum lökum á leiknum og
haföi Hðið náð sex marka for-
ÓLAFUR H. Jónsson,
Axel Axelsson og félagar
þeirra hjá Dankersen,
eru væntanlegir til lands-
ins í boði Framara og
munu þeir leika hér f jóra
leiki } Laugardalshöllinni
— gegn Fram, islands-
meisturum FH, Val og
landsliðinu. ólafur og
Axel leika því gegn gömlu
félögunum sínum úr Val
og Fram, og verður án
efa gaman að sjá þessa
tvo af beztu handknatt-
leiksmönnum Islands í
keppni, með Dankersen-
liðinu.
Janus Cerwinski, landsliðs-
þjálfari, er einnig væntanlegur
til landsins frá Póllandi, og mun
hafa þá ólaf og Axel undir smá-
sjánni og ræða við þá um
væntanlega þátttöku þeirra með
islenzka landsliðinu I vetur.
Cerwinski mun sjá þá Olaf og
Axel leika með Dankersen gegn
landsliðinu.
Dankersen
mætir
Fram, FH,
Val og
landsliðinu
Dankersen-liðið, sem er eitt
allra sterkasta félagslið V-
Þjóðverja I dag, er skipað mjög
skemmtilegum leikmönnum og
verður þvl gaman að sjá Dank-
ersen-liöið gllma við sterkustu
lið okkar. Spurningin er, fara
þeir ólafur, Axel og félagar
þeirra ósigraðir héðan? Dank-
ersen-liðið mun leika sinn fyrsta
leik á mánudaginn, þá gegn
gestgjöfunum — Fram.
skoti fljótlega, sem Dankersen
réði ekki við. Olafur skoraði 3
mörk, en AxeL 2.
Dankersen átti siðan mjög
slæman leik gegn Wellinghofen og
tapaði (13:16) mjög óvænt á
heimavelli — i Minden. Olafur og
Axel skoruðu sln hvor 2 mörk i
leiknum.
AXEL AXELSSON ... er
fullkomtega búinn að ná sér
eftir meiðslin, sem hann hefur
átt við að striða.
„Léttleikandi lið"
— Dankersen-liðið er skipað
skemmtilegum leikmönnum,
sem leika léttleikandi og
skemmtilegan handknattleik,
sagði Stefán Gunnarsson, lands-
liðsmaður Ur Val, sem er
nýkominn frá V-Þýzkalandi,
þar sem honum gafst tækifæri
til að æfa og fylgjast með Dank-
ersen-liðinu. Þegar Dankersen-
Jiðið nær sinu bezta, , þá leika
leikmenn liðsins handknattleik,
eins og hann gerist beztur. Þeir
leika sterka vörn og fjöl-
breyttan sóknarleik, sagði
Stefán.
— Hvað meö Axel, er hann
búinn að ná sér eftir meiðslin?
— Já, hann er fullkomlega
búinn að ná sér eftir meiðslin —
það eina sem háir honum, er aö
hann er ekki kominn I næga
Uthaldsþjálfun. Annars hefur
hann engu gleymt — linu-
sendingar hans eru alltaf stór-
glæsilegar, sagði Stefán.
Dankersen-liðið kemur
hingað meö alla sina sterkustu
leikmenn —• þar af 7 v-þýzka
landsliðsmenn og þá ólaf og
Axel, sem hafa verið fastamenn
i landsliði okkar undanfarin ár.
„Bjartsýnir"
— Við erum bjartsýnir á
leikinn gegn Dankersen, sagöi
Pálmi Pálmason, íyririiði
Fram-liðsins, sem leikur gegn
Dankersen fyrst — á mánudags-
kvöldið kl. 20.30. — Okkur hefur
oftast tekist vel upp gegn
erlendum liöum hér heima og
viö erum ákveðnir að gera
engar breytingar þar á, sagöi
Pálmi, sem sagði aö Fram-liðið
væri nU skipað ungum leik-
mönnum, sem lofuðu góðu.
-SOS