Tíminn - 08.10.1976, Side 20

Tíminn - 08.10.1976, Side 20
 ❖ ( Föstudagur 8. október 1976 Auglýsingasími Tímans er 19523 LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10-Sími 1-48-06 Fisher Price leikjöng eru heimsfrteg w Póstsendum % Brúðuhús Skólar Benzinstöðvar Sumarhús Flugstöðvar Bilar /■ALLAR TEGUNDIR FÆRIBANDAREIMA FYRIR Einnig: Færibandareimar úr ryðfriu og galvaniseruöu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO. 40088 & 40098. II „Það var harka í málinu sagði Guðmund- ur Sigurjónsson, F.J. Reykjavík. — Það var ekki laust við, að það hlypi harka I málið, sagði Guð- mundur Sigurjónsson, stór- meistari, þegar Timinn ræddi við hann i gærkvöldi eftir að skák þeirra Friðriks hafði lokið meö jafntefli i 15 leikjum. Það, sem málið snerist um var það, að Júgóslavarnir eru svo léliegir i ensku og boðsbréf þeirra til mótsins var svo óljóst, en hins vegar gátum við Friðrik ekki skilið það öðruvisi en, að þeir myndu borga öll fargjöld eins og venja er þegar um skákmót er aö ræða. Júgóslavarnir féllust á þetta sjónarmið okkar, og við teljum þvi að málið sé leyst og settumst þess vegna við skákborðið I dag. Friðrik er nú I 3. sæti á mótinu með 5 1/2 vinning. Snejkal er efstur meö 6 1/2 vinning og Vucic er i öðru sæti með 6 vinninga og bið- skák. Guömundur Sigurjóns- son hefur fengið 4 vinninga. Friðrik og Guðmundur tefla áfram eftir að Júgóslavar lofuðu að borga ferðirnar — júgóslavneska skáksambandið óskar eftir samningum við Skáksamband íslands um skiptingu kostnaðarins Gsal-Reykjavík. — Júgóslavneska skáksambandið hefur fallizt á að greiða ferðakostnaðinn fyrir Friðrik og Guð- mund, en jafnf ramt sent okkur skeyti og óskað eftir því, að við tækjum þátt í að greiða þennan kostnað, sagði Ein- ar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands í samtali við Tímann í gær. Friörik og Guðmundur tefla sem kunnugt er um þessar mundir á móti i Novi Sad i Júgó- slaviu, og stóðu þeir I þeirri trú, er þeir þáðu boð Júgóslavneska skáksambandsins að ferðir til og frá islandi yrðu greiddar af þvi. Það reyndist hins vegar ekki á rökum reist og sendi Júgóslav- neska skáksambandið þvi Is- lenzka skeyti, þar sem frá þvi er skýrt, að júgósiavneska skák- sambandið hafi aldrei ætlað að greiða annan feröakostnaö en þann, sem yrði vegna ferða skák- mannanna innan Júgóslaviu, þ.e. frá iándamærum Júgósiaviu tii Novi Sad. Friörik og Guðmundur hótuðu báöir að hætta að tefla á mótinu, þegar þetta varð þeim ljóst, en hafa nú horfið frá þvl, enda hefur júgóslavneska skáksambandið heitið þeim þvi, að greiða kostnað vegna komu þeirra á mótið og láta þá fá farseðil heim. — Við eigum eftir að svara n Fyrrverandi fangar: Þeir, sem hafa vilja og sýna hann í verki, þeim gengur vel að koma undir sig fótunum á nýjan leik — segir Axel Kvaran hjó skilorðseftirlitinu Gsal-Reykjavík. — Þaö hefur gengið betur en ég haföi búizt við i upphafi að útvega föngum atvinnu, sagði Axel Kvaran hjá skilorðseftírliti rikisins í samtali við Tímann í gær. — Þetta er að vísu nokkuð misjafnt, en mér f innst óþarflega mikið gert úr þeim erfiðleikum, sagði hann. Axel sagði, að margir fanganna leituðu ekki til skilorðseftirlitsins um vinnu, heldur leituðu fyrir sér sjálfir. — Það gengur yfirleitt vel, þ.e.a.s. ef þeir eru ákveðnir og ætla sér raunverulega að vinna. — t hvaða störf fara fangar einkum? — Það er ekkert eitt öðru fremur, margir fara i iðngreinar og stór hluti fer á sjóinn. út- geröarmenn hafa tekið okkur Braziliukaffi — IVvakkaíl'i skeyti júgóslavanna, sagði Einar. — Við erum aö visu ekki á neinn hátt skuldbundnir til þess að greiöa hluta af þessu, en okkur gæti verið hagur I þvi að gera gagnkvæman samning við júgó- slavana og fá þá t.d. sterka skák- menn þaðan á mót hérlendis siðar. En um þetta eigum við eftir að ræða við þá. Akureyrarbær tekur stér- lán til hita- veitu og gatna- aerðafram- kvæmda... mjög vel, og yfirleitt má segja, að okkur sé vel tekið. — Hvernig er svo reynslan af þessum mönnum? — Það er ekki hægt að neita þvi, að stór hluti þessara manna brýtur af sér aftur. Þaö skal þó tekið fram, að við fylgjumst að- eins með þeim föngum, sem losna gegn skilyrðum, þ.e. áður en þeir hafa lokið sinni afplánun. Þegar skilorðseftirlitið tók til starfa um áramótin ’74-75 höfðum við 39 menn, sem voru lausir gegn skilyrðum. Af þessum hópi eru enn 11 undir eftirliti, 10 hafa rofið sin skilyrði, þ.e. brotið af sér á umsömdum tima, en I8hafa lokið sinum skilorðstima, og eru þar með algjörlega frjálsir menn. — Hvernig gengur að útvega föngum húsnæði? — Það gengur upp og ofan, en sem betur fer, hefur langstærsti hópurinn fjölskyldu til þess aö snúa sér til, en hinir, sem enga fjölskyldu eiga, veröa óhjá- kvæmilega nokkurt vandamál. Ef útvegun húsnæðis fyrir fanga fer fram á okkar vegum, verðum við að segja deili á viðkomandi, og þvi er það oft, að fangarnir sjálfir óska ekki eftir þvi, að við höfum milligöngu um útvegun húsnæðis, heldur gera það sjálfir eða þeirra ættingjar. Ráð er fyrir þvi gert, að þessi stofnun hafi til umráða Framhald á bls. 19. KS-Akureyri. A bæjarstjórnar- fundi s.l. þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að veita bæjarstjóranum Helga M. Bergs umboð til þess aö taka 60 milljón króna lán hjá City Bank i London fyrir hönd Akureyrarbæjar. Lán þetta er til fjögurra ára og er fyrsta árið afborgunarlaust, en siðan greiðist það upp i þrem jöfnum afborgunum. Vextir siikra lána eru mjög mismun- andi, en I dag eru þeir á milii 5 og 6%. Landsbanki Islands hefur fyrir sitt leyti samþykkt að ábyrgjast lánið fyrir hönd Akureyrarbæjar. Fjármagn þetta er ætlað til gatnagerðarframkvæmda á Akureyri. Akureyrarbær hefur einng lei t- að eftir 67 milljón króna láni til undirbúnings hitaveitufram- kvæmda i bænum. Það mál hefur hins vegar tafist að verulegu leyti, en fengið góðar undirtektir hjá Seðlabanka Islands. Væntan- lega mun afgreiðsla þess láns liggja fyrir innan skamms. PALLI OG PESI — Ertu búinn aö 1 kaupa þér get- 1 raunaseöil? ' — Nei. Af hverju? I — Ég gæti sagt þér úrslit á 6 leikjum, sem eru búnir. ?sgr '7<e

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.