Tíminn - 13.10.1976, Síða 2
2
TÍMINN
Miövikudagur 13. október 1976
erlendar fréttlr
• Skipun Hua
staðfest —
róttækir í
fangelsi...
Heuter, Peking. — Hua
Kuo-feng, forsætisráöherra
Kina, hefur tekið vlð embælti
af Mao Tse-tung, sera formaö-
ur kinvcrska kommúnista-
fiokksins, aö þvi er talsmaöur
hinsopinbera í Kina staöfesti i
gærkvöldi.
StaÖíesting á valdatöku Hua
fylgdi i kjölfar fregna, sem
hafðar eru eftir áreiöanlegum
heimildum, um að fjórir af
leiötogum róttækra meöal
framáfólks kinverska komm-
únistaflokkslns, þar á meöal
eigínkona Maós heitins,
Chíang Chíng hafi veriö hand-
teknir og séu þau sökuö um aö
hafa ætlaö aö fremja valda-
rán.
Taliö er, aö kinverskir leiö-
togar sitji nú á fundum vegna
þessa máls, sem virðist vera
mesta stjórnmáhahneyksli i
Kina um áraraöir.
•Sýrlendingar
hefja nýja
$ókn f
Líbanon
Reuter, Beirút. — Sýrlenzki
herinn hóf i gær mikla sókn,
meö skriödreka i fremstu vig-
linu, gegn vigstöövum sam-
eiginlegra herja vinstrisinn-
aðra Libanonmanna og
Palestinuaraba, sem hafa enn
á valdi sfnu veginn til hafnar-
borgarinnar i Sidon i Libanon.
I gær voru liönar tvær vikur
frá því aö Sýrlendingarnir
hófu þrjátiu og sex klukku-
stunda Ieiftursókn, sem hrakti
Palestinuskæruliða og vinstri-
sinnaöa vopnabræöur þeirra
frá hernaöarlega mikilvægum
stöðvum i fjöllunum austur af
Beirút, höfuöborg Libanon.
Fréttirnar af sókn þessari
eru f kaldhæönislegri mótsögn
viö fríöarviðræöur þær, sem {
fyrradag áttu sér staö milli
Sýrlendinga, Libanonmanna
og Palestfnuaraba, í bænum
Shtoura i austurhluta lands-
ins, sem Sýrlendingar halda.
• Lyf á
markað í
van-
þróuðum
löndum
óður en
fullreynt
Reuter, Genf. —• Alþjóölega
heilbrigöismálastofnunin
(WHO) skýröí frá þvi í gær, aö
nýjar tegundír lyfja væru sett-
ar á markaö í vanþróuöum
löndum, áöur en þau heföu
veriö reynd aö fuilu I rann-
sóknarstofum.
WHO sagöi, aö fundur sér-
fræöinga i Genf i slðasta
mánuöi heföikomizt aö þcirri
niðurstööu, aö nýjar lyfjateg-
undir væru settar á markaö i
sumum vanþróuöu landanna,
á meöan þau væru enn á frum-
stigum rannsóknarstofutii-
rauna i iönvæddari löndum.
Þurfum ekki nema 40
þús. skammta
af svínainnflúensu
bóluefni, í stað tvö
hundruð þúsund
HV-Reykjavík. — Þaö heldég liggi íaugum uppi aðskyn-
samlega leiðin sé sú að athuga fyrst hvernig vörnum er
háttað og hversu mikil hættan er, áður en farið er að
dæla bólusetningum yfir þjóðina. Mér þótti ekki ástæða
til þess í vor, þegar fregnir bárust af svínainnfluensu-
faraldri í Bandaríkjunum, að panta tvö hundruð og
tuttugu þúsund skammta af bóluefni. Mótefnamaélingar
sem Margrét Guðnadóttir prófessor annaðist, hafa líka
leitt í Ijós að okkur nægir trúlega alveg þeir þrjátíu til
f jörutíu þúsund skammtar sem við þegar eigum og höf-
um aðgang að með litlum fyrirvara, sagði ólafur ólafs-
son, landlæknir, í viðtali við Tímann í gær.
Könnun á mótefnamyndun I fregnir hafa borist af útbreiðslu
einstaklingum hér á landi hefur veikinnar, svo og vegna þess að
leitt i ljós að fólk, sem er fertugt
og eldra, hafi yfirleitt mjög góöa
vörn gegn svinainnfluensu. Mót-
efnamyndun hjá fólki fæddu fyrir
1928 sé verulega góö, en hins veg-
ar beri aö geta þess aö meðal
fólks sem búsett var á Noröur- og
Austurlandi árið 1918, sé mót-
efnamyndun verulega minni.
— Svinainnflúensufaraldurinn
sem kom 1918 var mjög sterkur,
sagði landlæknir i viðtalinu i gær,
og þvi er mótefnamyndun hjá
fólki svona góö. Það að Ibúar
ákveðinna byggðarlaga sýna svo
miklu minna ónæmi sannar að-
eins það, að feður okkar hafa get-
að varið ákveðin byggðarlög fyrir
veikinni. Við höfum lagt til aö ör-
yrkjar, fólk með hjarta- og
lungnasjúkdóma og aðra lang-
vinna sjúkdóma, svo og roskið
fólk (60 ára og eldra) hafi forgang
að þvi bóluefni sem til er, einkum
þá það sem búsett var á Norður-
og Austurlandi árið 1918.
Við sjáum ekki ástæðu til þess
að hefja bólusetningar á yngra
fólki að sinni, bæði þar sem engar
öllum bólusetningum fylgir nokk-
uð af aukaverkunum.
Þorlákshöfn
P.Þ. Sandhóli. — A laugardag-
inn var tekin i notkun i Þorláks-
höfn ferjubryggja fyrir Herjólf og
nú er því hægt aö aka frá boröi og
um borö bæöi í Vestmannaeyjum
og Þorlákshöfn.
Myndin sýnir Herjólf leggjast
að ferjubryggjunni i Þorlákshöfn
I fyrsta skipti, og þeir sem biða
óþolinmóðir til að verða fyrstir
frá borði eru Guðlaugur Gislason,
alþingismaður og stjórnar-
formaður Herjólfs hf. og Jóhann
Friðfinnsson. Timamynd: P.Þ.
Nú er unnið að þvi að koma upp
sameiginlegum banka fyrir kúa-
bóluefni fyrir Skandinavisku
löndin.
— Við munum framvegis hafa
aðgang að þvi kúabóluefni sem
við þörfnumst frá annað hvort
Danmörku eða Noregi, sagöi
landlæknir i viðtalinu i gær, þann-
ig að hægt verður að afnema
skyldubólusetningarnar. Við höf-
um hingað til pantað okkar árlega
skammt frá Dönum og þvi er ekki
óliklegt að við skiptum við þá
áfram. Nú verður fyrirkomulagið
hins vegar það að við fáum trygg-
ingu fyrir þvi að okkur verði til
reiðu það bóluefnismagn sem við
þurfum, ef nauðsyn á bólusetn-
mgu kemur upp.
Kostirnir við það að afnema
skyldubólusetninguna, sagði
landlæknir, eru auðvitað fyrst og
fremst þeir að losna algerlega v|ð
aukaverkanirnar. Þær geta verið
mjög alvarlegar, til dæmis heila-
skemmdir og taugaskemmdir, og
þótt við höfum verið blessunar-
lega laus við þær, er þó betra að
vera alveg án þeirra.
Svo er það fjárhagslega hliðin
einnig, þvi óneitanlega verður af
þessu nokkur sparnaður.
Flateyri:
Manni
r
drukknun
K.Sn. Flateyri. Aökomu
inaöur, skipverji á bát , var
hætt kominn, er hann lagöi
til sunds hér út á fjöröinn á
laugardag. Var manninum
bjargaö meðvitundarlausum
i land, þar sem hann var
lifgaður viö meö blástursaö-
feröinni.
Maður þessi hafði verið að
gera sérglaðan dag, og rölti i
góða veörinu eftir ströndinni
við þorpiö. Leizt honum svo
vel á sjóinn og sólskinið, að
hann gekk umsvifalaust i
sjóinn og tók siðan sundtök-
in. Tveir bræður, þeir
Guðjón og Einar Guðmunds-
synir, fylgdust með ferðum
mannsins og brugðu hart við,
er þeir sáu honum fatast
sundið. Óðu þeir út i og náðu
manninum meðvitundar-
lausum, en hann mun hafa
flotiðá tvöfaldri nælonúlpu,
sem hann var i.
Drógu bræðurnir manninn
á land en þar kom Guðbjörn
Sölvason til skjalanna og
lifgaði manninn við með
blástursaðferöinni.
Maðurinn var fluttur i
sjúkrahúsið á tsafirði, en
honum mun ekki hafa orðið
frekar meint af sundinu.
Mjög góðar
síldarsölur
í Danmörku
Á Héraði:
Rigningarnar
bæta allt
Gsal-Reykjavlk. — Þetta lítur allt miklu betur út núna eftir rigningarn-
ar. Hér rigndi talsvert i siöustu viku og um helgina, og þaö rignir Hka
hjá okkur i dag, sagöi Jón Kristjánsson, fréttaritari Timans á Egils-
stöðum, I samtali viö blaöiö i gær.
Eins og margoft hefur verið skýrt frá I Timanum, hefur vatnsskortur
hrjáð Héraðsbúa verulega I haust, og af þeim sökum er ekki unnt að
láta Lagarfljótsvirkjun vinna með eðlilegum afköstum.
— Virkjunin gengur nú eins og til er ætlazt, sagði Jón, og þar sem
ekkert hefur fryst ennþá, þá kemur öll þessi úrkoma okkur til góða.
Jón sagöi, að snjóað hefði litilsháttar i fjöll, en fjallvegir hefðu þó
ekki spillzt.
FORSETI Islands sæmdi 12. okt.
s.l. eftirtalda islenzka rikisborg-
ara heiöursmerki hinnar islenzku
fálka orðu:
Vilhjálm Þ. Gislason, fv. út-
varpsstjóra, stórriddarakrossi
með stjörnu, fyrir störf aö menn-
ingarmálum.
Agnar Kofoed-Hanáen, flug-
málastjóra, stórriddarakrossi,
fyrir embættisstörf.
Brynjólf Ingólfsson, ráðuneyt-
isstjóra, stórriddarakrossi, fyrir
embættisstörf.
Séra Garðar Þorsteinsson, pró-
fast, stórriddarakrossi, fyrir
embættisstörf.
Gunnar Guðjónsson, stjórnar-
formann Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, stórriddarakrossi,
gébé Rvik — Tólf islenzk skip
seldu sild i Danmörku i siðustu
viku, alls 862,2 lestir aö verömæti
68.018.295.- kr. Hæsta meöalverð
á kg. fékk Þóröur Jónasson EA
eöa kr. 85.38. Gullberg VE seldi
tvisvar sinnum i vikunni, alls 138,8
lestir aö verömæti 11.180.745- kr.
Eldborg GK fékk mjög góða
sölu fyrir rúml.111 lestir eða kr.
9.155.355.-og var meðalverð á kg.
82,17 kr.
fyrir störf á sviði viðskipta- og
fiskiðnaðarmála.
Helgu Magnúsdóttur, fv. for-
mann Kvenfélagsambands Is-
lands, stórriddarakrossi, fyrir fé-
lagsmálastörf.
Kristján Guðlaugsson hrl.,
stjórnarformann Flugleiða h.f.,
stórriddarakrossi, fyrir störf að
flugmálum.
Á timabilinu frá 24. mai til 9.
október i ár, hafa islenzku sildar-
skipin, sem hafa verið við veiöar i
Noröursjónum, alls selt 6.913,2
lestir sildar i Danmörku að and-
viröikr. 501.282.954,-og er meðal-
verðið kr. 72.51.
A timabilinu frá 18. april til 11.
október 1975, höfðu 11.184,5 lestir
verið seldar hérlendis aö
verðmæti kr. 449.870.755,- kr. og
var meðalveröið þá kr. 40,22.
Odd Ólafsson, alþingismann,
stórriddarakrossi, fyrir störf að
heilbrigðismálum.
Svein B. Valfells, aðalræðis-
mann, stórriddarakrossi, fyrir
störf i þágu Islenzks iönaðar.
Þórarin Þórarinsson, fv.
skólastjóra, stórriddarakrossi,
fyrir störf að skólamálum.