Tíminn - 19.10.1976, Side 6

Tíminn - 19.10.1976, Side 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 19. október 1976 Afli Vestfjarðabáta: Orðinn tæp- um 3000 lestum meiri en í fyrra Einstæð veðurbliða var allan septembermánuö og góður afli hiátoebátum oesæmileeur aflihiáöðrum bátum. miðað við árs- tima. Nokkrir bátar stunduðu veiðar með þorskanet i Djúpinu og var afli þeirra mjög misjafn, segir í yfirliti skrifstofu Fiskifélags tslands á tsafirði um sjósókn og aflabrögð i Vestfjörðum í september. I september stunduðu 125 (127) bátar bolfiskveiðar frá Vest- fjörðum, 90 (79) með handfærum, 12 (22) réru með lfnu, 10 (10) með botnvörpu, 9 (2)meö netog4(14) með dragnót. Heildaraflinn i september var 4.198 lestir, en var 2.913 lestir i september i fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertiðinni þá oröinn 23.169 lestir, en var 20.211 lestir á siðustu sumarvertið. Er þessii sumarvertið orðin ein sú bezta um árabil. Aflinn i hverri verstöð: PATREKSFJÖRÐUR: Gylfi tv. 72,71estirf 3róörum Maria Júfla ' 39,0 lestir í 10 róðrum Brimnes dr. 26,6lestiri 9róðrum Skúli Hjartarson dr. 15.0lestiri 13 róörum 12færabátar 52,01estir TALKNAFJÖRÐUR: Tungufell 118,0 lestir í 24 róörum Sölvi Bjarnason BÍLDUDALUR: Eingöngu rækjuafli. 70,0 lestir 1 róðri ÞINGEYRI: Framnes I tv. 217,4 lestiri 4róðrum Framnes 10,0lestirf 3róðrum 6handfærabátar 41,6 lestir FLATEYRI: Gyllir tv. 339,6 lestir i 3 róðrum Asgeir Torfason n. 39,7 lestir i 24 róðrum 6færabátar 18,7lestir SUDUREYRI: Traustitv. 64,31estirilróöri Ólafur Friðbertsson 46,0 lestir i 4 róðrum Helgi Magnússon dr. 20,3 lestir i 7 róðrum 13færabátar 68,7 lestir BOLUNGAVÍK: Dagrún tv. 370,5 lestir í 3 róðrum Guömundur Péturs 63,5 lestir i 2 róðrum Hugrún 59,4 lestir 19 róðrum 3aðrir linubátar 83,6 lestir 17 færabátar 67,7 lestir 4netabátar 159,2 lestir aflahæstur: Hrimnir 72,2 lestir i 26 róðrum ÍSAFJÖRÐUR: Guðbjörg tv. 412,9 lestir i 3 róörum Guðbjartur tv. 318,0 lestir i 3 róðrum Július Geirmundsson tv. 262,1 lest Í3róðrum Páll Pálsson tv. 253,7 lestir i 3 róðrum Tjaldur 29,3 lestir 28færabátar 318,4 lestir aflahæstur: Engilráð 33,6 lestir 4netabátar 94,8 lestir aflahæstur: Sólrún 37,2 lestir SÚÐAVIK: Bessitv. 352,3 lestir f 3 róðrum HÓLMAVÍK: 12færabátar 94,7 lestir aflahæstur: Asbjörg 21,8 lestir Framanritaöar aflatölur eru miðaðar við slægðan fisk. Heildaraflinn I hverri verstöð i september. 1976: 1975: Patreksfjörður 2191estir 8 205lestir) Tálknafjörður 173lestir ( 154 lestir) Bildudalur Olestir ( 55lestir) Þingeyri 192lestir ( 48lestir) Flateyri 398lestir (154 lestir) Suöureyri 199lestir ( 393lestir) Bolungavik 804lestir ( 5341estir) Isafjörður 1.768 lestir (1.111 lestir) Súðavik 3521estir ( 21llestir) Hólmavik 95 lestir ( 321estir) Drangsnes Olestir ( 161estir) 4.198 lestir (2.913 lestir) Mai/ágúst 18.971 lestir (17.298 lestir) Rækjuveiðar: 23.169 lestir (20.211 lestir) Rækjuvertlð var hvergi byrjuö, nema á Bildudal, og óvist hve- nær rækjuveiðar byrja I Isafjarðardjúpi og Húnaflóa. 3 bátar lönduöu rækjuafla á Bildudal, alls 39,4 lestum. Aflahæstur var Vfsir með 20,7 lestir I 6 róðrum. Björn Steenstrup. Áhugi Svía á íslandsferðum eykst stöðugt — segir Björn Steenstrup, ræðismaður A mánudag og þriðjudag sl. sátu fulltrúar Flugleiða hf. frá Bretlandi og Norðurlöndum fund i Reykjavik. Þar var fjall- að um áætlanagerð fyrir næsta ár og farið yfir það, sem áunn- izt hefur á liðnum tima. Meðal fundarmanna var Björn Steen- strup skrifstofustjóri Flugleiða i Gautaborg og sölusvæðisstjóri i Sviþjóð og Finnlandi. Björn Steenstrúp er, sem kunnugt er, ræðismaöur Islands I Sviþjóð og náði Timinn tali af honum i fundarlok. Björn sagði að áhugi Svia á Islandsferðum ykist stöðugt. Aukning frá ári til árs væri veruleg og i ár hefðu um 4 þús. Sviar komið til Islands fyrstu átta mánuði ársins. Margt ber til, að áhugi Svia á íslandsferð- um eykst, sagði Björn. Meðal annars fréttir af eldgosum og ýmsu öðru fréttnæmu og ekki dró barátta Islendinga við Breta um þorskinn úr þessum áhuga. Þá hafa íslandsferðir verið aug- lýstar i Sviþjóð i útvarpi og sjónvarpi og blöðum siðastliðin 5-10 ár, og hafa þar verið að verki islenzku flugfélögin og sænskar ferðaskrifstofur i sam- ráði við þau. Hvort margir Svi- ar fljúgi með Loftleiðum og Flugfélagi Islands þvert yfir Atlantshafið? Þvi miður hefur dregið úr þeim flutningum, sagði Björn, og það á sér aug- ljósar orsakir. Aður flugu Loft- leiðir til Gautaborgar árið um kring i 17 ár samfellt, og þá fluttum við mjög marga Svia til Ameriku og sænskættaða Amerikana til Sviþjóðar. Þegar þotur voru teknar i notkun hjá Loftleiðum, árið 1970, var hætt að fljúga til Gautaborgar, en flogið til Stokkhólms i staðinn. Við þetta breyttust viðhorfin. Takmark mitt er að Flugleiðir fljúgi bæði til Stokkhólms og Gautaborgar allt árið. Gauta- borg er miðpunktur þess svæðis, þar sem um helmingur Svia býr og ef flug væri hafið þangað aft- ur, þá myndi eftirspurn eftir Is- lands- og Amerikuferðum Flug- leiða vafalaust stóraukast. I október 1977 verður opnaður i Gautaborg einn af stærstu flug- völlum á Norðurlöndum og ég vona svo sannarlega, að Flug- leiðir hefji þangað flug aftur og þá árið um kring. Yrði það gert, sé ég enga erfiðleika á að tvö- falda þá tölu Svia sem heimsæk- ir Island, sagði Björn. — Er mikill áhugi i Finnlandi á Islandsferðum? — Það er viss áhugi á tslands- ferðum i Finnlandi og þaðan koma árlega um 1500 farþegar til Islands. Hins vegar verður að hafa i huga að þjóðin er mun fá- mennari en sú sænska. Sviar eru flestir Norðurlandabúa, eins og allir vita, eitthvað um 8.200.000. 1 Finnlandi er heldur ekki eins gott efnahagsástand og i Sviþjóð. Þeir hafa átt við efnahagsörðugleika að striða að undanförnu og það torveldar að sjálfsögðu ferðalög til útlanda. En Finnar hafa áhuga á Is- landsferðum, um það er engum blöðum að fletta. Spurt var, hvort Finnar tækju sér far yfir Atlantshafið með Flugleiðavél- um. Björn sagði að mjög erfitt væri að selja slikar ferðir. Finnska flugfélagið Finnair heldur uppi ferðum milli Finn- lands og Bandarikjanna og nota Finnar að sjáltsögðu þá þjón- ustu. I öðru lagi fljúga hvorki Loftleiðir né Flugfélagíð til Finnlands en væru þangað flug- ferðir, væri viðhorfið annað, sagði Björn. Þá mætti ná i all- marga farþega frá Finnlandi, sem færu til Ameriku og hefðu viðdvöl á íslandi. Talið barst að Air Bahama og hvort Sviar tækju sér far með þvi til Karabiska hafsins. Slikar ferðir eru til sölu hjá okkur, sagði Björn, en þvi miður eru ýmsar hindranir i veginum. Þyngst á metunum er þó ferðin frá Sviþjóð til Luxemborgar, þvi i Luxemborg er endastöð International Air Bahama i Evrópu. En áhugi er þó á ferða- lögum til Karabiska hafsins og hafa verður i huga að 8-900.000 Sviar fara til útlanda á ári hverju og þar af fjöldamargir til fjarlægra staða, svo sem til Ceylon, til Suður-Afriku o. s. frv. Það væri þvi ekki fjar- lægðarinnar vegna sem Sviar ferðuðust ekki til Karabiska hafsins með Air Bahama, held- ur vegna þess, hve erfitt væri að komast frá Svlþjóð til Luxem- borgar og það væri lika kostnað- arsamt. Kæmi Air Bahama t.d. við I Kaupmannahöfn eða Svi þjóð væri viðhorfið allt annað. Björn sagði ennfremur að efnahagsástand i Sviþjóð væri gott og samkvæmt spám færi það batnándi á næstu árum. Það væri þvi ósk sin og von, að Flug- leiðir legðu vaxandi áherzlu á flug til Sviþjóðar, bæði til Stokk- hólms og Gautaborgar og flygi þangað allt árið. Markaðurinn er fyrir hendi, bæði hvað snertir farþega og vöruflutninga. vs__ Geðflækja BRYNJÓLFUR Ingvarsson, læknir á Akureyri, hefur gefið út ljóðabók, sem nefnist Geðflækja, enda höfundurinn geðlæknir. Myndskreytt er bókin af Aðal- björgu Jónsdóttur, er starfar á geödeild fjórðungssjúkrahússins. Bókin er rúmar sextlu siður og kvæðin viðlika mörg. I mörgum þeirra er háð og ádeila, en önnur fjalla um strið og vanda, sem mennirnir eru ofurseldir. Þar sér oft inn i hugskot læknis. Ein fyrsta visan er á þessa leið: Krumminn á skjánum, kallar hann inn: — Ijóðabók eftir geðlækni Sittu kyrr við sóffaborðið, sjónvarpsþrællinn minn. Aftan til við miðja bók má fletta upp á þessari visu, tengdri minn- ingu frá námsárum: Röggsamur háskóli ræður, en rökstyður ekki sitt mál. Svo eflist að þekkingu og þroska hin þröngsýna menntasál. Undir lokin er visa, sem vafa- laust á rætur sinar aö rekja til læknisreynslunnar: Timinn læknar. Timinn græðir. Tár i kyrrþey mýkja lund. Lifsins innstu leyniþræðir leiða huggun á þinn fund. röK| ■EKKll ÍJTANVEGAl LANDVERND

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.