Tíminn - 19.10.1976, Síða 10

Tíminn - 19.10.1976, Síða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 19. október 1976 bókmenntir Kristján Karlsson: KVÆÐI. Helgafell. Iteykjavfk 1976. 62 bls. Þetta er fyrsta ljóöabók höf- undar, sem kunnur er af bók- menntaritgeröum sínum. Hún geymir hálfan þriöja tug kvæöa i þrem köflum, siöasti hluti eru ensk ljóö sem hér veröur ekki fjallaö um. Við útkomu bókar- innar birti Matthias Johannes- sen langa grein i Morgunblaöinu og komst þar svo aö oröi um eitt ljóðanna: „Og þaö er grimmd i þvi, miskunnarleysi, eins og flestum öörum ljóðum bókar- innar.” Það kynni aö vera á- stæöa til aö leiöa hugann aö þvi I hverju þetta miskunnarleysi felst. Þá verður fyrst fyrir sú aug- ljósa staöreynd aö Kristján Karlsson yrkir gjarnan um dauöann með ýmsum tilbrigö- um. Dauöagustinum andar þeg- ar af upphafsljóöinu sem lýkur svo: Ósýnilegt blaktir lif vort á örfáum skör- um. Nú segir þaö i rauninni litið aö skáldi sé dauðinn áleitiö viö- fangsefni: svo fer flestum. En' dauöinn getur kallaö fram ólik hughrif hjá skáldum, reynzt þeim tilefni heimspekilegrar rökleiöslu, trega eöa ákeföar- fullrar lifsdýrkunar. Sum leggja kapp á aö uppmála skeifingu dauöans, óhugnaö þess tóms sem maöurinn hrærist I. Hvað sem þessu liöur veitir dauöinn skáldum færi á margs konar persónulegum játningum. Kristján Karlsson miklar ekki dauöann fyrir sér. Þaö er eitt helzta sérkenni ljóöanna aö höf- undur sniögengur tilfinninga- semi. Hann hefur á öörum staö vikiö aö „hinni þrálátu og þreyt- andi sjálfstjáningu i ljóöagerö nútimans”. I ljósi þeirra um- mæla má lita á ljóö hans sem ÖRFÁUM SKÖRUM visvitaö andóf gegn þvi sem kalla mætti „ljóðrænan þembu- stil”, sem felst nánast 1 þvi aö skáldiö laugar sig I einkalegum stemningum. Þaö sem nú var sagt er ekki fram borið til aö varpa rýrö á huglægan (súbjektifan) kveð- skap. öll lýrik er i eöli sinu huglæg. En til að skilja skáld eins og Kristján sem leggja fram sérkennilegan skerf til bókmenntanna þarf vitaskuld að átta sig á hvaöa hugmyndum er hafnað. Viðhorfiö til dauöans, eins og þaö birtist i kvæöum Kristjáns, mætti auökenna svo aö skáldiö standi álengdar. Þaö leitast viö aö ánetjast ekki þessari yfir- þyrmandi hugmynd, heldur skoðar og spyr. Það er ákveðin varfærni i ljóöunum. En þessi varfærni og temprun getur birzt sem grimmd og miskunnar- leysi, svo aö vitnaö sé á ný til greinar Matthiasar Johannes- sen. t þessu samhengi er fróö- legt að hyggja aö ljóöinu Spurn- ing um allsherjarform. Þaö hefst svo: Og hvað ég haldi um dauöann? Ég hefi séö hann I ryðguðu saxi, hnlfsbliki yfir vestur- fjöllunum, konu, sem gengur hvltum leggjum í sól. Tökum eftir þessum skýru, nærstæðu myndum, sérstaklega Kristján Karlsson. myndlikingu þriðju linunnar. Ég hygg aö þessi tilvitnun sé glögg til marks um þá stillilegu skoðun sem fyrr var á drepið. Og skáldið spyr á ný eftir aö hafa vikiö að „dulbúningum dauðans:” „Og hvað ég haldi um dauðann?”: Sem allsherjarform er auðvitað borin von, að ljár, sem birtist oss núorðið aöeins i einslegum teiknum og kyrrstæöar myndir, sem minnaá eilifan frið, megi sin einhvers á móts viö hinn ávala voða, sem umleikur oss að sögn, ó, atómstyrjaldar kynslóö, i einum vindling og illa lokaðri dós. Hér er fjallaö um skelfingu nútimans, og táknum hans, vindlingi og dós teflt gegn hinu klassiska dauöatákni, ljánum. Þetta er raunar ljóst. En tökum eftir örstuttu innskoti þegar vik- ur að hinum ávala voða „sem umleikuross að sögn”.Hér birt- ist hin jafnvægiskennda, ihug- ula gagnrýni, sem skáldið beitir staðlaðar klisjur samtiöarinn- ar. Jafnaöargeð andspænis dauðanum I náttúrunni, þar á meðal „hnifsbliki yfir vestur- fjöllunum” er önnur hliö þess kritiska skoöunarháttar. Frá þessu er aðeins eitt skref til hinna einkennilegu „gaman- kvæða” bókarinnar (Hringrás- ir, Ilamingja vor er fólgin i al- mennri meðalhegöun, einnig ensku ljóöin aö nokkru leyti). Þar beitir höfundur óvenjuleg- um, röklausum hugmynda- tengslum, og notar alls konar varnagla og fyrirvara sem raunar er eitt af þvi sem mark- ar stil hans. Húmor Kristjáns er umfram allt vitsmunalegur, eins og skáldskapur hans yfir- leitt. Hringrásir bera svip létt- vigrar samkvæmisgaman- semi. Ég held aö þessi texti veröi bezt einkenndur meö orö- inu „undirhyggja” I bókstaf- legri merkingu: Ef ljóöið er opnaö mun þess skammt aö biöa aö borgin þín stækki, min elskaða Friöa. Já ég kalla þig Stinu, en þú heitir Friöa og ert bóndi I Kjós. Var sólskin og bliða? Hér er freistandi að taka und- ir meö kunnum gagnrýnanda sem sagði um þessar visur aö örðugt sé að skýra Tivers vegna þær séu góðar, en þær væru það samt! f þessu kvæöi kemur fram, lfkt og hjá Tómasi, undir- hyggjufullur leikur aö ljóðlinum „rimsins vegna”. 1 öörum kafla bókarinnar er að finna ljóð um „persónur”, þar á meðal nokkur ort beinlin- is I minningu nafnkunnra manna. Hér nýtur sin vel meitl- uð myndgerö Kristjáns sem áö- ur var vikið að. Tökum þessar hendingar úr ljóöinu Nóvem- berkvöld i Herdisarvlk: Inn skelgráan vog fer skuggi afbáru, unz strandlinan brestur svo blikar isáriö. Annars þykja mér sum þessi ljóö óþægilega lukt (Mööru- dals-Manga) eða bera of mikinn keim af abstrakt rökleiðslu (Hugsað til Magnúsar Asgeirs- sonar). Onnur eru prýðisvel formuð. Myndlikingin i eftir- mælaljóði um Sigurð Nordal er minnileg: hallir sem hýsa svipi feðranna og minjar gamallár menningar. Og i ljóöinu um Halldór Hermannsson er sér- lega athyglisverður leikur hug- ans að timanum : I minningunni staldra við þeir vindar sem bera haustlaufið burt: þú gekkst niðrá völlu aö hlátrum og lófataki. Lát aðra um riki sem ekki eru af þessum heimi. í þessu ljóði er fólgin kyrrlát lofgerö um lifsnautnina. Ljóö Kristjáhs eru „þröng” eins og hann vikur sjálfur aö: hér er ekki reynt aö fanga allan heiminn: í byrjun er oröiö, hver hugmynd, hver hreyfing skal vis, en hjarta skáldsins er þröngt og fátt, sem það kýs: ein hugsorfin minning og niðandi vatn undir is. Meö þessu frábæra ljóöi skal staöar numiö. Kvæöi Kristjáns Karlssonar eru likt og svalalind, ef taka má svo hátiölega til oröa, eöa vin i uppblæstri og moldroki. Vonandi fáum viö fleira frá honum af þessu tagi þótt síöar veröi. Gunnar Stefánsson. Eyjólfur Konráö Jónsson. Kæri Þórarinn. Okkur ætti ekki aö vera vand- ara um en Matthiasi og Gils. Or þvi aö þeir stunda opinber einkabréfaskipti hljótum viö aö geta gert þaö sama. Náin kynni okkar og vinátta hafa sannfært mig um, aö þú sért grandvar maöur. Þvi langar mig aö biöja þig aö gera mér smá greiöa. Hann er fólginn i þvi, aö þú upp- lýsir i framhaldi af 5 dálka for- siöufrétt i blaði þinu i gær um mig og hrútinn, hverjir „nokkr- ir” lögfræöingar, sem „Timinn leitaöi álits” hjá séu, — hvaö þeir heiti — og birtir siöan bæöi þetta bréf og nöfn þeirra i Timanum á morgun — þótt ekki væri nema þriggja þeirra, færri geta „nokkrir” vist ekki veriö. Vonandi eru „þeir” ekki jafn- miklar gungur og mér sýnist Eyjólfur Konráð Jónsson, alþ.m.: Opið bréf til Þórarins Þórarinssonar, ritstjóra „þeir” vera glópar, þannig aö allt geti þetta gengiö greiölega fyrir sig. Sérstaklega langar mig aö biö ja þig aö taka út úr naf n þess lögfræöings, sem sagöi eftirfar- andi gleöitiöindi (með hliðsjón af ógnarhraöanum i dómsmála- kerfinu) fyrir sauösvartan al- múgann — og valdglaöa emb- ættismenn: „Eina úrræöiö, sem menn hafa I tilvikum sem þessum, er aö bera máliö undir dómstóla og reka þaö meö þeim hætti. Þetta ereina úrræöiö, sem menn hafa, allar aörar aðgeröir eru ólög- legar, sagöi einn lögfræöingur- • _ > > ínn. Svo langar mig aö spyrja þig, þar sem mér er ókunnugt um þaö, hvaöa bannþaö hafi veriö, sem mér bar að hlýöa sam- kvæmt eftirfarandi setningu i blaöi þinu: „Samkvæmt þessari grein stjórnarskrárinnar, sögöu lög- fræðingarnir, að alþingismann- inum heföi veriö skylt aö hlýöa banni ráöuneytisins, þar til dómsúrskuröur heföi falliö.” Annars finnst mér skörin vera farin aö færast upp i bekkinn, þegar byrjaö er aö ýja að því, aö éghafiekkibara hótaö aö brjóta þessi venjulegu landslög, sem svo vel er gætt af þeim, sem til þess hafa valizt, heldur sjálfa stjórnarskrána. Liklega verö- um viö aö ganga saman á fund „ákæruvaldsins” til aö leita ráöa, svo aö viö eigum ekki á hættu opinbera ákæru eins og ritstjórar Morgunblaðsins. En meöal annarra oröa: Gengur eitthvaö illa aö finna lög, sem heimfæra megi „afbrot” mitt undir? Þetta læt ég nægja núna, enda held ég að þér eins og mér hljóti að finnast meöferö „þinna” manna á máli þessu hálf kauöáeg. Beztu kveöjur, Eyjólfur Konráö Jónsson. P.s. Viltu hugleiða, hvort ekki gæti passaö aö láta fyrirsögnina vera eitthvaö á þessa leiö: „Lögfræöingar Timans”, eöa þá: „Veröir laga og réttar.” Eykon. Athugasemd ritstjóra Tímans Grein þessari er svaraö hér á öörum staö af þeim blaöamanni, sem skrifaöi umrædda frétt. Þ.Þ. Svar blaða- manns Tímans Undirritaöur blaðamaöur Tim- ans, sem skrifaði frétt þá, er Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaöur gerir aö bréfa- skiptum milli sin og Þórarins Þórarinssonar ritstjóra, vill taka þaö fram, — þótt slikt ætti i sjálfu sér aö vera óþarfi meö til- liti til ritstjóraferils alþingis- mannsins, — að blöö leita oft til sérfróöra manna um tiltekin atriöi, án þess aö blanda þeim, sem einstaklingum, inn i við- komandi mál. 1 þessu tilviki sýnist þvi undirrituöum nöfn lögfræöing- anna vera aukaatriöi. Til þeirra er leitað sem lögfróöra manna, þ.e. hluta af hóp manna, sem býr yfir ákveðinni sérþekkingu. Blaöamenn skortir oft sér- þekkingu til þess aö fjalla um ýmiss mál og veröa þvi aö leita til þeirra, sem yfir slíkri þekk- ingu búa, til þess aö gera frétt- ina sem bezt úr garði. Þannig var þaö i þessu tilviki. Undirritaöur vill jafnframt taka þaö fram, aö þaö er síöur en svo óalgengt, aö blöö leiti álits hjá tilteknum hópi manna og láti þaö fylgja meö fréttinni, að blaðið hafi „leitað álits hjá” þeim, án þess að nefna nöfn þeirra. Þessi fréttamáti ert.d. ekki óalgengur hjá Morgun- blaðsmönnum, og ætti þvi’ fyrr- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.