Tíminn - 19.10.1976, Qupperneq 11

Tíminn - 19.10.1976, Qupperneq 11
Þriðjudagur 19. október 1976 TÍMINN 11 1 velferðarþjóðfélögum verða sifelldar endurbætur á sviði tækni, sem miða aö þvi að létta okkur daglegu störfin. Alls konar rafmagnstæki þykja nú orðin ómissandi á hverju heimili, og kröfurnar um bætt vinnuskilyrði og aukin þægindi vaxa i réttu hlutfalli við velmegunina. Sam- fara tækniþróuninni eykst lika slysahættan. Sérstaklega á þetta við um börn, sem ekki hafa nægum þroska yfir að ráða til að gera sér ljósa hættuna. í yfirlýsingunni um rétt barnsins, samþykktri af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, stendur m.a. Að barnið, vegna sins likamlega og andlega vanþroska, þurfi sérstaka vernd og sérstakar verndaraðgerðir. Ein hinna tiu greina sem kveða á um grundvallarréttindi barna segir að „Mannkynið sé skyldugt til að veita barninu þa^besta, sem hægt er að bjóða þvi upp á”. Vissulega vildum við öll skrifa undirþessa yfirlýsingu. Hún á við á hverjum einasta degi i tækni- væddum samfélögum, engu siður en i þróunarlöndunum. En höfum við réttbarnsins ihuga.þegar við skipuleggjum hið ört vaxandi þétt býli og umhverfi barna, eða þjóð- félagsþróunina yfirleitt? Hefu* okkur ekki yfirsézt takmarkanir barnsins til að skilja og aðlagast tækniþróuninni og hraðanum? Höfum við ekki skotið allri ábyrgð yfir á foreldra barnanna? Þessar spurningar leita á, þegar athugaðar eru skýrslur um fjölda slysa, er verða á börnum. Það kemur i ljós, að árið 1974, var komið með samtals 6154 börn á aldrinum 0-10 ára, á slysavarð- stofu Borgarspitalans. Það er að segja u.þ.b. 17 börn á dag að meðaltali. Þetta er óhugnanlega há tala og mörg harmsagan að baki hennar. Þessi háa tala segir okkur lika, að það getur ekki ver- ið, að nægilegt tillit sé tekið til barna i umhverfi okkar. Þarf það i rauninni að vera svona hættu- legt að vera barn i nútimaþjóðfé- lagi? Hvaðer hægt aö gera til úrbóta, hvernig má fækka slysum á börn- um? Við athugun á umferðarslys- um kemur i ljós sú gleðilega staö- reynd, að slysum á bömum i umferðinni hefur fækkað. Skýr- inga á þvi er e.t.v. aö leita í auk- inni fræðslustarfsemi á vegum Umferðarráðs og skólanna. Einmitt sú staöreynd aö sýnt er, að hægt er að snúa þróuninni við og minnka slysatiðnina, varö L.í .B. hvatning til að leggja sitt af mörkum, tilað beina athygli fólks að slysahættum i daglegu lifi barnsins. Verndum börnin En hvernie verður bezt unnið að sliku? Bezta vörnin er auðvit- að að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan i hann. Til að geta unnið fyrirbyggjandi starf þarf vitneskju um, hverjar séu algengustu orsakir barnaslysa og hvar slysin verða. Hér á landi er enginn einn aðili, sem fjallar um öll þau slys er verða á börnum. í nágrannalönd- um okkar eru starfandi ráð, er vinna allt árið um kring að upplýsingasöfnun um slysahættu og koma þeim upplýsingum siðan á framfæri við rétta aðila. Slysa- varðstofa Borgarspitalans skráir öll slysatilfelli, sem þangað koma, og þá um leið orsakir þeirra.Hún er lika einasti aðilinn hér, sem hefur nákvæmar upp- lýsingar um barnaslys. Hins vegar hefur starfsliðið þar, eins og marg oft hefur komið fram i fjölmiðlum, afar erfiða BYRGJUM BfíUfíUVIfíini LANOSSAMBAND ÍSLENSKRA BARNA VERNDARFÉL AGA Undanfarna mánuði hefur starfs- hópur á vegum Landssambands islenzkra barnaverndarfélaga unnið að öflun og greiningu við- tækra upplýsinga um slys á börn- um til 10 ára aldurs hér á landi. M.a. hefur verið stuðzt við skýrsl- ur slysadeildar Borgarspitalans um þessi mál og úttekt gerð á þeim með aðstoð tölvu. Landssamband isl. barna- verndarfélaga, sem nú mun taka upp heitið og kjörorðið „BYRGJ- UM BRUNNINN” fyrir starfsemi sina, vonar að þær upplýsingar sem birtast munu i dagblöðunum á næstunni um slys á börnum, muni vekja almenning tilvaxandi skilnings á nauðsyn þess aö „byrgja brunninn” i þessu efni sem öðru, þar sem börn eiga í hlut. Fyrrnefndur starfshópur hefur þar með skilað fyrsta áfanga verkefnisins, en i framhaldi af honum mun verða leitazt við að fylgja málinu eftir á ýmsan hátt, þ.á.m. með athugun á löggjöf um öryggismál og framkvæmd henn- ar. Starfshóp L.l.B. um slys á börnum skipa Eirikur Ragnars- son, félagsráðgjafi, Regina Höskuldsdóttir, sérkennari og Margrét Sæmundsdóttir, fóstra og hafa þau unnið að þessari könnun ásamt Jóni Björnssyni, sálfræðingi, sem sa æmt hefur og undirbúið verkið .h. Lands- sambands isl. barnaverndarfé- laga. Kenning og fram- kvæmdíKína í Kina kemst enginn i háskóla nema hann hafi unnið að minnsta kosti tvö ár i verk- smiðju eða i sveit. A háskólaár- unum verða stúdentarnir að vinna likamlega vinnu annað veifið, svo að ekki rofni sam- bandið á milli þeirra og hins vinnandi fólks. En Kinverjar ganga lengra: A fjölmennum vinnustöðum viðs vegar um landið hefur verið komið upp skólakerfi, svoköll- uðum verkamannaháskólum. Þar getur starfsfólk lagt stund á eina eða tvær námsgreinar, er það kýs sér samhliöa vinnunni. Annað kinverskt fyrirbæri eru vinnuskólarnir. Allir þeir, sem ekki stunda likamlega vinnu, svo fremi sem þeir eru heilir heilsu og innan við sextugt, verða að fara i þessa þjálfun. Stofnanir þessar eru után borg- anna viös vegar um landið og þeir, sem þær sækja, stunda jarðrækt, smiöar, bygginga- vinnu og margt fleira, eftir þvi sem hverjum er talið bezt henta. Þessu verður skrifstofu- fólk, kennarar, embættismenn og kaupsýslumenn að sæta, en þó aldrei lengur en sex mánuði á vissu árabili. Þetta er einnig gert til þess, að glæða skilning ólikra stétta innbyrðis og sporna gegn skiln- ingsleysi embættismanna, menntamanna og kaupsýslu- manna .& högum alþýðunnar. h- l ■ vinnuaðstöðu og alls enga mögu- leika á að vinna fyrirbyggjandi starf. Okkur var mjög vel tekiö á slysavarðstofunni og fúslega veíttur aögangur þar aö töluleg-. um upplýsingum fyrir sl. ár, og' fara helztu niðurstöður hér á eft- ir. Algengustu slysstaöir og slysavaldar: Slysstaöur: í heimahúsum urðu 2638 slys á börnum. 1 skólum eða á barnaheimilum urðu 361 slys á börnum. Oti uröu 3533 slys á börnum. Slysavaldur: Af völdum falls eða hrösunar urðu 3071 slys á börnum. Af völdum eitrunar urðu 412 slys amr á börnum. Af völdum bruna, hita, kulda urðu 164 slys á börnum. 1 umferð slösuðust 263 börn. Þessar tölur eru frá árinu 1975 og miðast við börn á aldrinum 0- 10 ára. Ekki ber að lita á þessar niðurstöður sem endanlegar, nánari úrvinnslu er væntanlega þörf. A komandi dögum, munu birt- ast í dagblöðunum nokkrar grein- ar, er fjalla munu nánar um þá slysaflokka, sem algengastir eru. Jafnframt verður reynt að benda á einfaldar leiðir til úrbóta. Von- um við að þessar upplýsingar veki fólk til umhugsunar um stöðu barnsins i þjóðfélaginu. Munið að gott fordæmi hinna full- orðnu er áhrifameira en ótal umvandanir. Sýnum öll fyrir- hyggju og búum umhverfi okkar þannig úr garði að allir, á hvaða aldri sem þeir eru, fái notið öryggis þar. Eigum mikið úrval af hvers konar KERAMIK-FLÍSUM hvort sem þér þurfið á gólf eða veggi — innanhúss eða utan FJÖLMARGIR LITIR OG MYNSTUR! SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR Suðurlandsbraut 32 simi 21599

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.